Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. janúar 1975 TÍMINN 3 Hundrað ára í dag: Er að sauma teppi til minningar um aldarafmæli sitt Stígur aidrei fæti sínum í lyftu -SJ-Reykjavík Hundrað ára er I dag Þorbjörg Halldórsdóttir frá Strandarhjáleigu í Vestur-Land- eyjum. Þorbjörg er nú búsett að dvalarheimilinu Hrafnistu i Reykjavik og er ern vel, saumar út og les gleraugnaiaust, og geng- ur á milli þrigggja hæða heimilis- ins daglega, en notar aldrei lyftu. Við hittum Þorbjörgu i gær i herbergi hennar, og var hún að ljúka við að sauma teppi til minn- ingarum afmælið með ártölunum 1875—1975, en útsaumur er henn- ar lif og yndi. Þorbjörg er ekki allra og var litið um spurningar blaðamanna gefið. Samt kom- umst við að þvi aö hún fæddist að Strönd i Landeyjum, en sú jörð hefur verið i hennar ætt frá þvi 1625. — Nú búa þar tvö systkini, sem eiga engin börn, sagði Þorbjörg, — svo að ekki er að vita, hve lengi jöröin helst i ætt- inni. Þorbjörg dvaldist að Strönd, og siðar Strandarhjáleigu, þangað til hún var 28 ára gömul. Þá flutt- isthún með systur sinni Sigriði og hennar manni að Kröggólfsstöð- um i ölfusi og siðar Gljúfri, þar sem þau bjuggu lengi. Þorbjörg var lengst af i vinnumennsku, m.a. I Hraungerðishreppi. Þorbjörg átti tólf systkini. Bræður hennar sex dóu ungir og tvær systur. Fimm systur, sem upp komust, náðu hinsvegar allar háum aldri. Hallbera systir henn- ar hafði hálft ár um öldina, þegar hún lézt fyrir fáum árum, og hin- ar systurnar urðu 85—86 ára og eldri. Þorbjörg lifir nú ein systkinanna. Foreldrar þeirra voru Halldór Guðmundsson á Strönd og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Teigi. Þorbjörg á ættingja hér I Reykjavik, og I dag verður fá- menn afmælisveizla á Hrafnistu. Bernharð prins á Keflavíkurflugvelli AS-Keflavikurfl, — Bernharð prins, eiginmaður Hollands- drottningar, kom viö á Kefla- vikurflugvelli sl. iaugardags- morgun. Það var um kl. 10,30, áð einkavél prinsins renndi upp að flugstöðvarbyggingunni, og sat hann sjálfur viö stjörnvölinn. Aðalræðismaður Hollands hér á landi, Árni Kristjánsson, tók á móti prinsinum, ásamt Páli As- geiri Tryggvasyni og Þorgeiri Þorsteinssyni lögreglustjóra. ls- lenzkir lögreglumenn stóöu heiðursvörð við flugstöðvarbygg- inguna. Prinsinn dvaldist hér I hálfa Framhald á 14. siðu. Bernharð prins stfgur útúr einkaþotu sinni á Keflavikurfiugvelii. Liósmynd: Ari Sigurðsson. Einar Agústsson utanrikisráð- herra Utanríkisráð- herra til Sovétríkjanna SAMKOMULAG hefir orðið um það, að Einar Agústsson utan- rikisráðherra fari i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna i byrj- un febrúar 1975. Sáttasemjari heldur fyrsta fund í togara- deilunni í dag Sáttasemjari heldur fyrsta fund með aðilum I togaradeiiunni i dag, og hefst hann kl. 14.00. Akveðið hafði verið, aö sáttafund- urinn yrði haldinn I siöustu viku, en var þá frestað. Einn sáttafundur hefur verið haldinn með fulltrúum bátasjó- manna og útgerðarmanna, en ekkert hefur veriö ákveöið um hvenær næsti fundur verður hald- inn. Þyrluslysið: Enn óljóst hvað olli slysinu GSAL-Reykjavik — Rannsóknar- nefnd dauðaslysa vinnur stöðugt að rannsókn þyrluslyssins við Hj arðarnes á Kjalarnesi s.l. föstudag, og að sögn Jóhannesar Snorrasonar flugstjóra sem sæti á i nefndinni, eru orsakir slyssins enn ókunnar, enda rannsókn á byrjunarstigi. Strax á föstudaginn voru hlutar þyrluflaksins fluttir til Reykja- vikur, og á laugardag voru sóttir fleiri og stærri hlutar flaksins. Rannsóknin beindist þvi að þeim hlutum, og eins er verið að fara I gegnum alla pappira og önnur gögn, sem á einhvern hátt -tilheyrðu þyrlunni. — Það er unnið að þessu af full- um krafti, og ég vona, 'iað þess verði ekki langt að biða, að málið skýrist eitthvað, sagði Jóhannes. Nokkuð hefur veriö um það rætt, að á þeim stað, er þyrlan fórst, sé mjög sviptivindasamt. Þyrlur eru hins vegar taldar láta mjög vel að stjórn I slikum mis- vindum. Við spurðum Jóhannes um þetta atriði I gær. — Já,en þaðermeð þyrlur eins og öll önnur loftför, að fullrar að- gæzlu þarf við I sllkum tilfellum, — og flugmenn reyna yfirleitt að forðast svæði sem þetta. Hins vegar vitum við ekki, hvernig þetta hefur litið út frá sjónarmiði flugmannsins. Við vitum heldur ekkert um það, hvort veðrið var ástæöan fyrir þvi, aö þessi þyrla fórst. Það er alveg óljóst enn þá, hvaö slysinu olli. Á kreppudrum Bryndís Schram flutti fyrir nokkru athyglisvert útvarps- erindi í þættinum um daginn og veginn. Það hefur nú verið birt I Þjóðviljanum. i erindinu ræðir Bryndis einkum um menninguna fyrr og siðar með tilliti til ísafjarðar, en þangað fluttist hún fyrir nokkru. M.a. vikur hún að tsafirði á kreppuárum og segir: ,,Það er svolitið skritið, að á árunum milli 30 og 40 þegar allir vasar voru tómir, voru byggð stórhýsi á isafirði — fé- lagsheimili aiþýðunnar, höll undir starfsemi kaupfélagsins og nokkru fyrr glæsilegasta sjúkrahús þess tima á landinu. A þessum árum blómstraði leiklist, það voru færðar upp heimatilbúnar revíur og söng- ieikir, fólk stundaði bióma- rækt og kom saman til te- drykkju i garðhúsum — sumir a.m.k. A meðan enginn átti neitt og menn gengu um at- vinnulausir, var eins og fólk þjappaðist saman, og það gat byggt sér hallir með bjartsýn- ina eina að vopni. Nú er vinn- an meir en nóg, og fyrir nokkru mátti lesa á forsiðu dagblaðanna, að samkvæmt framtalsskýrslum væri Isa- fjörður tekjuhæsti bær á land- inu að meðaltali. Samt bregö- ur svo við, að nú er eins og menn hunsi gersamlega sam- eiginlegar þarfir. Getur verið að einstakiingshyggjan vaxi með auknum fjárráðum? Menn fá borgað að verðleikum fyrir þessa miklu vinnu, og þeir leggja mikið á sig til þess að koma sér vel fyrir, eins og það er kallað, eignast hús, bil og öll hugsanleg þægindi, skapa sér sinn litla heim, sem ekkert getur haggað, og gleyma þvi, aö þeir lifa I sam- félagi við annað fólk". Ef að er gáð Bryndis bregður upp skemmtilegri mynd frá lsa- firði i erindinu: „Þegar við Reykvikingar flytjum út á land, er auðvitað margt, sem við söknum, en við getum ekki krafist þess, að allt sé eins og það var i höfuð- borginni. Aðstæðurnar úti á landi eru svo gerólikar. Hins vegar uppgötvum við margt, sem höfuðborgin hefur ekki og er svo margfalt meira virði og upprunalegra. Reykjavik er ekki stórborg, öllu heldur of- vaxið þorp. Hún hefur marga ókosti stórborgarinnar, eins og t.d. fjarlægðirnar, hávað- ann, án þess að búa yfir fjöl- breytileik stórborgar. Hugsiö ykkur hvaö það er þægilegt að hafa allar stofnanir, sem mað- ur þarf að leita til, á einum punkti, að þekkja öll andlit, sem maður mætir og heilsa glaðlega, þegar maður kemur inn I pósthúsið, bankann, fisk- búðina, kaupfélagið, að þurfa aldrei að bíða eftir strætó, aldrei að standa i biðröð, aldrei að vera I vafa, hvort maður eigi að fara i þetta bió eða hitt, þvi að það er bara eitt á staðnum”. Fer að birta til? Erindinu lýkur Bryndís með þessum orðum: „Ég gat þess áðan, að menningarllf á tsafirði hefði blómstrað á kreppuárunum. Nú vofir yfir okkur heims- kreppa, og ástandinu i is- lenskum efnahagsmálum eftir langvarandi gullöld og gósen- tið er þannig lýst, að þjóðar- búið riði á barmi gjaldþrots. Og þá vaknar sú spurning, hvort þetta lifsþægindakapp- hlaup undanfarandi ára hafi kannski veriö einhvers konar eftirsókn eftir vindi. Hvað skilur það eftir sig? Og ef utanaðkomandi aðstæður valda þvl, að viö getum ekki lengur lifaö um efni fram, hvernig erum við þá undir þaö búin að breyta lifsgæðamati okkar og lifsstil I samræmi við breyttar aðstæður? Fer þá kannski að birta til? Hver veit nema Eyjólfur hressist!” Þ.Þ. Hvernig er heilsan? Nýtt sænskt leikrit frumsýnt í Þjóðleikhúsinu NÆSTA frumsýning i Þjóðleik- húsinu verður þann 30. þ.m., en þá verður frumsýnt þar nýlegt sænskt nútímaverk, er ncfnist, Hvernig er heilsan?, en höfundar eru: Kent Andersson og Bengt Bratt. Þetta mun vera þriðja leikritið sem sýnt er eftir þá félaga hér á landi. Þjóðleikhúsið sýndi Elli- heimilið eftir sömu höfunda I Lindarbæ á liðnu leikári. Leik- stjóri var Stefán Baldursson, og vakti sú sýning veröskuldaða at- hygli. Þá var Sandkassinn sýndur hér i Reykjavlk fyrir þremur ár- um, einnig undir leikstjórn Stefáns. Sá leikur hefur einnig verið sýndur á nokkrum stöðum úti á landi. Enn fremur hafa nokkur leikrit eftir þessa höfunda verið flutt i útvarpinu. Framhald á 14. slðu. Þessi mynd var tekin á æfingu á Hvernig er heilsan? eftir Kent Anders son og Bengt Bratt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.