Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.01.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 21. janúar 1975 Rætt við Reyni Ármannsson formann Póstmanna félags íslands en þar er nú mikil áherzla lögð á fræðslu- og endurhæfingarstarf- semi, aðstoð við aldraða félags- menn og atvinnulýðræði. Það hefði t.d. aldrei getað gerzt ann- ars staðar á Norðurlöndum, að ný reglugerð um mál póstsins væri sett án samráðs við póstmenn, eins og nú hefur átt sér stað hér. Þá er fólk frætt og þvi leiðbeint um skyldur þess við stofnunina. í kjarasamningunum 1970 var stuðzt við starfsmat og gafst það misjafnlega vel og orkar stundum tvímælis. í Sviþjóð er sá háttur hafður á, að þegar ungur maður eða kona ræðst til póstsins, þá fær hún sitt kort. þar sem upp frá þvi eru skráðar upplýsingar um frammi- stöðu i starfi og námi, hegðun, á- stundun "og framkomu. Eftir þessu er sfðan farið, og manngild- ið er látið ráða mestu um frama i starfi. Og pólitiskar stöðuveiting- ar eru ekki til hjá póstmönnum á öðrum Norðurlöndum. Gott dæmi um það er póst- og simamála- stjórinn f Finnlandi, sem byrjaði sem bréfberi og vann sig upp i gegnum starf og nám i finnska póstskólanum. Stöðnun i póstmálum allt frá sameining- unni við simann — Aliturðu heppilegt að hafa póst og sima undir einum hatti, eins og hér er? — Ég tel, að með sameiningu pósts og sima 1935hafi orðið alger stöðnun I póstmálum hér á landi. Sem dæmi um það má nefna, að fyrir 1930 kom fram tillaga frá þáverandi póstmálastjóra, Sig- urði Briem, um að byggja nýtt og fullkomið pósthús, þar sem öll starfsemi póstsins yrði sameinuð á einn stað. Hefði þessi hugmynd náð fram að ganga, hefði það orð- ið til stórkostlegrar hagræðingar og sparnaðar fyrir stofnunina. En með sameiningunni 1935 var þetta mál lagt á hilluna. Sem dæmi um óhagræðinguna nú má benda á útburð pósts i Reykjavik. Dreifingin fer fram frá fimm stöðum i borginni, en þvf fylgir aukið starfsmannahald og seinkun á þjónustunni. Ég treysti þvi og trúi, að núver- andi samgönguráðherra, Halldór E. Sigurðsson, beiti sér fyrir þvi, að ekki síðar en 1976 verði hafin bygging á nýju pósthúsi i höfuð- borginni, en þann 13. maf það ár eru liðin 200 ár siðan Kristján VII konungur gaf út tilskipun um að komið skyldi á innanlands póst- ferðum f landinu. Fyrir hönd Póstmannafélags Islands vil ég gjarna bjóða Halldóri E. Sigurðs- syni að koma hingað á pósthúsið til að sjá og kynnast af eigin raun þeim aðbúnaði, sem við eigum við aö búa. Þá fylgdi hann fordæmi starfsbróður sfns i Sviþjóð, Olofs Palme, en nú i haust tók hann þátt fýmsum störfum póstmanna einn vinnudag. M.a. fylgdist hann með bréfbera i dreifbýli, á svæðinu sunnan Norrköping, og lét i ljós á- nægju yfir þeirri nýju þjónustu, sem komin er á i póstdreifingu með Svium. — Hvernig er dreifingin i sveit- unum hér á landi? — Hún er viðast hvar komin i allsæmilegt horf núna. Á flestum stöðum er póstinum ekiö heim á hvern bæ. Þessir starfsmenn eiga nú i kjarabaráttu, en rikisvaldið litur á þá sem verktaka, og þeir hafa ekki fengið að njóta réttinda rikisstarfsmanna. — Þú minntist á byggingu nýs Norræna póstmannaráðiö á fundi I Kaupmannahöfn 1974. Viö borösendann er formaöur danska póst mannafélagsins, Jens Christensen. þingmönnum nóg um, eftir þing- tiðindum að dæma. Þá bundust starfsmennirnir samtökum um uppsagnir starfa sinna, ef ekki yrði tekið tillit til óska þeirra um bætt kjör. 1 lögum sambands starfsmanna rikisins var svo kveð iðá,að ef menn i einhverju félagi sambandins bindust samtökum til framgangs nauðsynjamálum sinum og legðu við uppsögn starfs, skyldi sá er skærist úr leik „refur heita og rækur ger”. Sýnir þetta þann anda, sem rikt hefur meðal rikisstarfsmanna á þess- um tlma. Þess má geta I tilefni af kvennaárinu, að Póstmannafé- lagið náði snemma jafnrétti fyrir konur I launamálum. Siðar var Póstmannafélagið á meðal stofn- enda Bandalags starfsmanna rik- is og bæja. Aukin fagmenntun framtiðin — Póstskóli hefur nú starfað um nokkurt skeið, er ekki svo? — Með reglugerð var póstskóli stofnaður 1968, og voru haldin námskeið fyrir starfandi póst- menn, en 1972 var hann gerður að almennum skóla, þar sem teknir voru inn utanaðkomandi nemend- ur. Fyrstu nemendurnir útskrif- uöust á sl. hausti. Námstiminn er tvö ár, og er námið bæði verklegt og bóklegt. Inntökuskilyrði er gagnfræða- próf. En þeir sem hafa stúdents- eða verzlunarskólapróf geta lokið náminu á einu ári. Þá er ákveðið, að á þessu ári fái þeir starfsfélagar okkar, sem vinna úti á landsbyggðinni, möguleika á þvi að njóta skóla- vistar. Verða verkefni frá skólan- um send til póstmannanna úti á landi, og stöðvarstjórar pósts og sima munu veita þeim nokkra til- sögn. En siðan verður þátttak- endum gefinn kostur á að koma til Reynir. — Stofnendur voru ellefu póstmenn I Reykjavik. Félagið var stofnað upp úr þvi efnahags- lega og félagslega umróti, sem varö á mörgum sviðum á timum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sá skal „refur heita og rækur ger” Póstmannafélagið gerðist á fyrsta starfsári sinu aðili að stofnun sambands starfsmanna rlkisins, sem var starfandi á ár- unum 1919—1929. Þessi samtök höfðu mikil áhrif á setningu launalaga 1919, og þótti ýmsum Reykjavikur i nokkrar vikur og ljúka hér prófum. Áætlað er, að þetta nám taki einnig tvö ár. Þá er og ákveðið að taka upp námskeið fyrir bréfbera á þess- um vetri, og veita þeim siðar meir einnig aðgang að skólanum. A hinum Norðurlöndunum þurfa allir starfsmenn póstsins að mennta sig I sinni grein, og fram- tiðin verður áreiðanlega sú einnig hér. Með nýju lögum félagsins 1974 fengu starfsfélagar okkar úti á landi mun meiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu og mótun félagsmála póstmanna. Ég tel, að félagar hinna ýmsu landsfélaga hafi ekki fram að þessu átt næg itök I sinum félög- um. Er vissulega kominn timi til þess að það breytist. Margt til fyrir- myndar hjá frænd- þjóðunum — Takið þið þátt I norrænni samvinnu? — Póstmannafélagið hefur verið þátttakandi i samstarfi póstmanna á Norðurlondum sið- an 1968, en þá gerðist félagið aðili að Norræna póstmannaráðinu. Þaö heldur fund einu sinni á ári, og eru þeir til skiptis I höfuðborg- um Norðurlandanna. Á þessum fundum Norræna póstmannaráðsins hefur launa- og tryggingamál borið hæst, svo og samningsréttarmálin á Norðurlöndum i heild. En samvinnan i Norræna póst- ráðinu er einnig annað og meira, þvi að með hinum árlegu fundum þróast stöðugt og treystast hin persónulegu vináttubönd starfs- bræðranna á Norðurlöndum, og það er ekki þýðingarminnst. Hvað viðvikur félagsmálum er- um við tslendingar langt á eftir öðrum Norðurlöndum. Hér er lögð mest áherzla á kaup og kjör, Póstmannafélag tslands er eitt af elztu félögum opinberra starfs- manna hér á landi. Fyrir skömmu létu félagsmenn I ljósi i fjölmiðlum óánægju slna vegna setningar nýrrar reglugerðar um stjórn og starfrækslu póst- og simamála. Þetta tilefni varö til þess að minna okkur á, að tima- bært væri að rifja upp sögu þessa félags og hiutverk þess nú, og fengum við til þess formanninn, Reyni Ármannsson póstfulltrúa á aðalpósthúsinu i Reykjavik: — Póstmannafélag tslands var stofnað 26. marz 1919, sagði BYGGING NÝS PÓSTI í REYKJAVÍK VERÐI HAFIN EKKI SÍ en það ár eru 200 ár liðin síðan Kristján VII gaf út tilski skyldi á póstferðum hér á landi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.