Tíminn - 04.02.1975, Page 3

Tíminn - 04.02.1975, Page 3
Þriöjudagur 4. febrúar 1975. TÍMINN 3 Þingmenn hafa orðið: Kaup og kjör þing- manna á dagskrá FB—Reykjavik. Kaup og kjör þingmanna bar á góma i frétta- skýringaþættinum Kastijósi i sjónvarpinu á föstudaginn, og siðan var máiið tekið upp i fréttum sjónvarpsins á sunnu- daginn. Hafa þær tölur, sem þar voru nefndar, vakið töluverða at- hygli. Timinn sneri sér til Frið- jóns Sigurðssonar, skrifstofu- stjóra Alþingis, og fékk hjá hon- um að vita um kjör þingmanna, auk þess sem talað var við nokkra þingmenn um málið. Friðjón Sigurðsson sagði, að laun þingmanna færu eftir B-6- flokki i samningum opinberra starfsmanna, og væru þau 117 þúsund 421 króna á mánuði. Hús- næöiskostnaður utanbæjarþing- manna er greiddur með há- marksupphæð 23 þúsund krónum á mánuði, eða eftir reikningi, en þó aldrei hærra en 23 þús. krónur. Alþingismenn fá 200 þúsund krónur á ári til ferðakostnaöar i kjördæmi. Nær þessi upphæð til aílra, nema ráðherra og vara- þingmanna. Við þetta bætist svo ferðakostnaður til þings og heim, i og úr þinghléum og frium. Loks eru svo greiddar nauðsynlegar aukaferðir á öðrum tima heim i kjördæmi, allt að 24 á ári. Er þaö nú talið frá miðju ári 1974 til jafn- lengdar i ár. Þingmenn fá greidd afnota- gjöld af sima, öll umframsamtöl, landsimasamtöl og simskeyti. Dvalarkostnaður utanbæjar- þingmanna er 1140 krónur á dag. Þá upphæð fá einnig þeir þing- menn, sem búa i Kópavogi, Hafn- arfiröi og i Mosfellssveit, en þó að þvi tilskildu, aö þeir séu ekki I föstu starfid Reykjavik. Þá fellur greiðslan niður. Samkvæmt þingfararkaupslög- um verða þeir þingmenn, sem eru I öðru föstu starfi, fyrir launa- skerðingu. Ef þeir geta aðeins gegnt þessu starfi á milli þinga, fá þeir 3/10 af launum sinum, en geti þeir gegnt starfinu að ein- hverju leyti með þingstörfunuin, fá þeir 3/5. Þetta er breyting, sem gerð var árið 1971, en annars eru þingfararkaupslögin frá 1964, að sögn Friðjóns Sigurðssonar. Eggert G. Þorsteinsson er i þingfararkaupsnefnd fyrir Al- þýðuflokkinn: Þær aukagreiösl- ur, sem þingmenn fá, hafa alltaf verið fyrir utanbæjarmennina, og þeir telja sig ekki of vel haldna. Bakhugmyndina að þessu öllu held ég að fyrrverandi forseti sameinaðs þings hafi átt, og hún er sú að geta krafizt þess af þing- mönnum, að þeir stundi helzt sem minnst önnur störf, — helgi sig þingmennskunni, á meðan þeir eru I þessu. Hvort kaupið er of hátt eða of lágt held ég að við séum verstu dómararnir um. Um ferða- kostnaðinn i kjördæmi hef ég það að segja, að jafnvel þingmenn Reykjavikur eru skyldaðir til þess af flokkum sinum að fara út um land, svo að ekki er hægt að skorða þá við kjördæmið eitt, — þeir eru sendir út um allt. Flokk- urinn ákveður að Jón Jónsson skuli fara i Norðurlandskjördæmi eystra, þótt hann sé þingmaður i Reykjavik. Ég álit, að það sé rétt stefna, að þingmenn eigi að helga sig þing- mannsstarfinu á meðan þeir eru I þvi, og séu ekki úti um hvippinn og hvappinn og i mörgum auka- störfum, sem tefja þá óhjá- kvæmilega frá þingstörfunum. Spurningin er svo um krónurnar, en um það má deila endalaust. Helgi Seijan er I þingfarar- kaupsnefnd fyrir Alþýðubanda- lagið. Hann sagði: — Ég fullyrði að þingmannakaupið sjálft er mjög riflegt. Sé svo talað um þær aukagreiðslur, sem ég hef t.d. verið með, og miöað við minar eigin aðstæður, þá hef ég alltaf leigt dýrar heldur en húsaleigu- greiðslan segirtil um, þangað til i vetur, og orðið að borga meö mér þannig. Svo er ég með heimili fyrir austan, svo að þar er um tvöfalt heimilishald að ræða. Ég held ég megi fullyrða, að við, sem erum með heimili úti á landi, og höldum þvi allt árið þar, hljótum alltaf að borga meira eða minna með okkur, og það er ekkert við það að athuga. Við borgum það af góðu kaupi. Ferðakostnaður i kjördæmi hefur komið til umræðu i þingfar- arkaupsnefnd, og hefur verið um þaö rætt, hvort breyta ætti hon- um I fyrra horf. Það er alltaf erf- iöara að afnema það, sem komið er á. Þingfararkaupsnefnd hækk- aði allar greiöslur i haust afar varlega. T.d. má nefna dagpen- ingana, — ég held við höfum hækkað þá rétt um 20%. Ferðastyrkurinn ézt upp hjá okkur, sem þurfum að fara frá Hornafirði og norður á Vopna- fjörð, og dugar ekki til. Ég held hann sé varla of mikill. Oft þarf maður að fá sér bila i þessar ferð- ir, og ég er hræddur um, að kostn- aðurinn gæti orðið anzi miklu hærri, ef leggja ætti fram alla reikninga. Ég dreg enga dul á það, að kaupið sjálft mætti gjarna vera lægra. Það er alltaf spurning um það, hvort við vinnum fyrir okkar kaupi, og hvort við gerum það betur en ýmsir aðrir þegnar I þjóðfélaginu, sem hafa miklu minna. Hitt er annað mál, að ýmis hlunnindi þingmanna eru ekki, ef grannt er skoðað, meiri en hlunnindi ýmissa annarra. Ég vil ekki ásaka kollega mina hér á þessu svæöi, sem hafa fengið þetta, en ég reikna með, að þetta verði þeim drýgri peningar heldur en okkur utan af lands- byggðinni. Tvöfalt heimilishald ríður þar baggamuninn. Sigurlaug Bjarnadóttir er fyrir Sjálfstæðisflokkinn I þingfarar- Framhald á bls. 18 LOÐNAN GENGUR HÆGT OG HELDUR FITU LENGUR FB-Reykjavik. Arni Friðriksson er nú kominn úr fjögurra vikna loðnuleiðangri. Jakob Jakobsson leiðangursstjóri sagði i viðtali við Timann, að loðnan hefði gengið mun hægar suður með Austfjörð- unum heidur en i fyrra, og heföi þaö valdiö þvi, að mikiu erfiðara hefur verið um vik við veiðarnar. — Þetta hefur þó þann kost I för með sér, sagði Jakob, að loönan heldur fitunni á meöan hún er i kalda sjónum, og leggur ekkert af. Hún verður þar af leiðandi miklu verðmætari vara lengur fram eftir mánuðinum, heldur en ráð var fyrir gert. Hefur það mjög mikið að segja I sambandi við veiðarnar. — Ég held við höfum fundiö svipað magn af loðnu og við bjuggumst við. Við bjuggumst viö sterkum göngum, og ég held að við höfum orðið varir við sterkar göngur, sagði Jakob. Arni Friðriksson fer i annan loðnuleiðangur á miðvikudaginn, og verður Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur leiðangursstjóri i þeim leiðangri. Þessi mynd sýnir, hvernig fyrsta loðnugangan seig Hér sést veiöisvæðið i lok janúar 1975 og ganga 2 út suður með Austfjörðum á timabilinu 7. til 25. janú- af NA-landi, einnig á sama tima. ar 1975. Var Jónas ekki nógu harður? Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins héit Jónas Haralz bankastjóri nýlega erindi á fundi Sjálfstæðis- manna á Akureyri. Ræddi hann um efnahagsmál og hvatti til þess, að þau væru tekin föstum tökum. Mbl. birti svo viðtal við Jóhannes Nordal á sunnudaginn var og ketnur þar m.a. fram, að hann telur efnahagserfiðleika okkar m.a. stafa af þvf, að viðskipta- bankarnir hafi ekki tekið út- lánastarfsemina nógu föstum tökum. Ma. spyr blaöamaöur Jóhannes þessarar spurningar: Nú hefur það komið fram, að helztu viðskiptabankarnir eða a.m.k. þeir, sem annast lánastarfsemi við sjávarút- veginn söfnuðu geysilegum yfirdráttarskuldum við Seöla- bankann á árinu 1974 milli 5000 og 6000 miiljónum króna. Var þarna ekki um að ræða aukningu peningamagns, sem Seðlabankinn gat komið I veg fyrir með þvi aö setja viðskiptabönkunum strangari skorður.” Svar Jóhannesar er á þessa leið: „Seðlabankinn er I eðli sinu hin endanlega uppspretta greiðslugetu i þjóðfélaginu. Lendi viðskiptabankarnir i greiðsluerfiðleikum hafa þeir ekki I önnur hús að venda en til Seölabankans og treysti hann sér ekki til að ieysa vanda þeirra mundu viðkomandi bankar komast I greiðsluþrot, sem haft gæti ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir fjármála- kerfið I landinu. Þess vega er þeim aðferðum venjulega beitt af seðlabönkum að setja viöskiptabönkunum sem strangasta skilmála fyrir slikri fyrirgreiðslu, þegar al- mennar ástæður kefjast aðhalds I þróun peninga- magns. Þetta hefur Seðla- bankinn gert að undanförnu með þvi að taka háa refsivexti af yfirdráttarskuldum bankanna, en eins og dæmin sanna, reyndist það ekki nægi- legt til þess að koma I veg fyrir stórfellda skuldasöfnun tveggja af höfuðbönkúm þjóðarinnar á sl. ári. Þessir bankar töldu óhjá- kvæmilegt fyrir sig að leysa þarfir atvinnuveganna og opinberra aðila i þeim mæli, sem þeir gerðu, þar sem ella heföi að þeirra dómi vofaö yfir stöðvun mikilvægs atvinnu- rekstrar og þjónustustarfsemi i landinu. Um það má að vlsu deila, og ég held að það sé ekki hægt 'að fara langt út I þá sálma á þessum vettvangi. Ég tel, að bankarnir hefðu átt að taka með miklu meiri hörku á þessum málum á fyrri helmingi ársins 1974, I þeirri von, að þá yrði fyrr tekið á þeim almennu efnahagslegu vandamálum, sem I rauninni voru frumorsök þessarar miklu útlansaukningar. Brýndi Seðlabankinn þetta mjög fyrir bönkunum og samdi við þá um mun lægri útlánaaukningu en raun varð á.” Fóru bankarnir út fyrir verksvið sitt? Þá spyr blaöamaöurinn Nordal eftirfarandi spurningar. ,,Er það hlutverk banka- kerfisins, að taka að sér að leysa efnahagsvanda, sem rikisstjórn og Alþingi hafa hingað til fjallaö um, eins og bankarnir virðast hafa gert á timabili vor og sumar 1974? Nordal svarar á þessa leið: „Nei, það er alveg tvimæla- laust min skoðun, að það sé ekki hægt að stjórria banka- málum, nema bankarnir séu reknir út frá þeim bankalegu meginsjónarmiðum, að þeir geti aðeins lánað það fjár- magn , sem þeir raunveru- iega hafa undir höndum i formi innistæðna frá viðskiptamönnum eða reglu- bundinni fyrirgreiðslu frá Se ðla b a n k a n u m . Fari bankarnir að leysa almenn efnahagsleg vandamál með þvi aðhalda gangandi rekstri, sem ekki er lengur aðvænleg- ur, sýnir reynslan, að það veröur sjaldnast til annars en að fresta raunhæfum aögerö- um af hálfu rikisvaldsins. Hins vegar vil ég benda á það, að hið óvenjulega langa óvissuástand i stjórnmálunum vorið og sumarið 1974 settu bankakerfið I mikinn vanda i þessum efnum.” Mengun eða meingun i athyglisverðri grein I Mbl. siðastl. laugardag ræðir Helgi Hálfdanarson um oröið mengun, sem nú er mikið notað og mun vera þýðing á þýzka orðinu mengen, sem þýðir að blanda. Helgi segir: Nú ætti mengun samkvæmt tilkomu sinni að merkja blöndun. En sú merking sem leggja þarf I orðiö, og jafnan er I það lögð, er ekki blöndum, heldur einmitt meinleg áhrif, það þarf sem sé að merkja meingun. Þaö er þvi engin furða, þótt sú stafsetning hafi gert vart við sig. Hér ætti raunar aö vera þarf- laust að velja um staf- setningu. Viðurkennum heldur, að um tvö orð sé að ræða, þýzkættaða tökuoröið mengun og alislenzka orðið meingun. Milli þeirra geta menn svo valiö, hver eftir sln- um smekk og hjartalagi, fyrst þau merkja að jafnaöi hið sama. Hver veit nema ýmsa langi þá tii að rita fremur meingun, vegna þess að það er Islenzkt i húð og hár, og hæfir auk þess merkingunni betur að eðlilegum hætti. Þann munað geta menn Ilka látið eftir sér með góðri samvizku, þvi eftir stendur tökuorðið mengun ómeingað handa hverjum sem þaö vill nvta." Þ.Þ. 60 þús. lestir af loðnu FB-Reykjavlk. Ileildarloðnuafl- inn er nú orðinn um 60 þúsund lestir, samkvæmt upplýsingum loðnunefndar i Reykjavik. Frá þvi á föstudaginn hafa 56 skip fengiðum 13 þúsund lestir. Þar af fengu 45 skip 10.810 lestir sólar- hringinn 1. febrúar. Mæsta sólar- hring þar á eftir fengu 3 skip 390 lestir. og siðan 8 skip 1810 lestir. Sildarbræðsluskipið Norglobal er væntanlegt til Reyðarfjaröar i dag. og hafa fimm skip þegar til- kynnt að þau ætli að setja afla sinn i skipið. uni 1000 lestir. Fyrsta loðnan til Þorlókshafnar BT-Þorlákshöfn. — Fyrsta loðnan hefur nú borizt til Þorláks- hafnar. Þaö var Guðmundur RE, sem kom með um 250 tonn aö austan. Orsök þess að báturinn landaði i Þorlákshöfn nú, var sú, að hann þurfti að skipta um nót. Bræöslan er annars tilbúin að taka á móti loðnu. sem væntanlega fer að berast fljót- lega. Þorlákshafnarbátar eru flestir á netaveiðum og hafa róið á rniðin austur af Evjum. Tið hefur veriö stirð, en afli hefur verið sæmileg- ur, þegar gefið hefur á sjó. Hafa bátarnir fengið 30-40 tonn af ufsa i tveimur lögnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.