Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 15
Svíar og Norðmenn í úrslit Norðmenn unnu sigur yfir Dönum 20:16 i Norðurlandamótinu i handknattleik i gærkvöldi og get- ur nú ekkert nema kraftaverk komið f veg fyrir að Norðmenn og Sviar leiki til úrslita I Norður- iandamótinu. Norðmenn mæta Finnum i kvöld, en Danir unnu sigur yfir þeim á sunnudags- kvöldið 24:12. Sviar léku gegn Færeyingum i morgun, þar sem Færeyingar komu ekki timanlega til Dan- merkur. Islendingar leika siðan gegn Færeyingum i kvöld. Ef ts- lendingar vinna sigur yfir Færey- ingum, þá leika þeir gegn Dönum um þriðja sætið i Norðurlanda- mótinu og fer sá leikur fram ann- að kvöld. Góður sigur Axel Axelsson og félagar hans i Bankersen unnu góðan sigur yfir THW Kiel 19:14 á útivelli á laug- ardaginn. Axel átti ágætan leik, hann skoraði 4 mörk með lang- skotum og þar að auki átti hann linusendingar, sem gáfu mörk. Dankersen er i öðru sæti i norður- deildinni og á liðið eftir að leika 5 leiki i deildinni. Hansi og Co. áfram V-ÞÝZKA meistaraliðið Gummersbach tryggði sér rétt til að leika i 4-liða úrslitum Evrópu- keppninnar i handknattleik á sunnudaginn. Gummersbach vann sigur yfir ungversku meist- urunum Spartacus Budapest 19:13 i Dortmund. Fyrri leik lið- anna, sem fór frain i Búdapest, lauk með jafntefli 15:15. Hansi Schmidt skoraði 7 mörk i leiknum fyrir Gummersbach. Everton EVERTON er nú efst á blaði hjá veðmöngurum i London yfir þau lið, sem liklegust eru til að vinna sigur i ensku bikarkeppninni. Staðan er nú þessi hjá veðmöng- urunum: 5-1 Everton, 11-2 Ips- wich, 7-1 Derby og Leeds, 9-1 Middlesbrough, 10-1 Arsenal, 12-1 Birmingham og West Ham, 14-1 Q.P.R., 20-1 Carlisle, 28-1 Leicest- cr, 50-1 Aston Villa og önnur lið 100-1. FRIÐRIK GUÐMUNDSSON. „Norðurlandadraumurinn" er búinn! Svíar fóru létt með einhæfa íslendinga Ólafur Benediktsson átti stórleik í markinu í veg fyrir sigur Svía 18:16 „NORÐURLANDADRAUMUR” Islands var gerður af engu af Svi- um I gærkvöidi í Helsingjaeyri. Sviar unnu sigur yfir slöku Is- lenzku liði 18:16 og eru þar með komnir I úrslit. Eínhæft islenzkt lið náði sér aldrei á strik gegn Svlum I gærkvöldi, þrátt fyrir giæsilega markvörslu ólafs Benediktssonar, sem varði m.a. tvö vitaköst frá Svium, fyrir utan fjölda langskota og llnuskota sem hann varði. Þessi frammistaða ólafs virkaði ekki á íslenzku leik- mennina, sem léku einhæfan og litið ógnandi sóknarleik. Það kom greinilega fram I leiknum, að liðið býr ekki yfir nægilega miklu ieikskipulagi. Islenzka liði féll niÖur í sömu gryfjuna og oft áöur. Leikmenn liösins ógnuðu litiö og héldu illa á spilunum — þeii glopruðu niður mörgum sóknum og þar með leiknum úr höndunum á sér. Þetta er ekki ný bóla hjá landslið- ' - , en hann kom ekki inu okkar, hún hefur endurtekið sig æ ofan i æ i keppnum erlendis og hér heima. Islendingar opnuðu leikinn i gærkvöldi, með þvi að skora tvö fyrstu mörkin — Ólafur Jónsson og Axel Axelsson. Siðan hafði liðiö forustu fram að 4:3, þá jöfn- uðu Sviar og siðan tóku þeir for- ustuna og héldu henni út leikinn, sem lauk 18:16. Hvað kom fyrir i sóknarleikn- um? Þvi er fljót svarað: íslenzka liöið lék einhæfan sóknarleik, þar --------- ÓLAFUR JÓNSSON ... var hann iátinn leika rétta stöðu i gær- kvöldi gegn Svium? sem leikmenn eins og Einar Magnússon, ólafur Einarsson, Viðar Simonarson, Bjarni Jóns- son og Axel Axelsson, .brugðust algjörlega. Ólafur Jónsson, sem hefur skorað mörg stórglæsileg mörk I leikjum Valsliðsins, var sveltur inn á linu, á sama tima og stórskytturnar okkar brugðust al- gjörlega. Þrátt fyrir það, kom Ólafur nokkrum sinnum út og þá var ekki að sökum að spyrja, hann skoraði 3 mörk með lang- skotum. Hann og Ólafur Bene- diktsson voru lang beztu menn Is- lenzka liðsins. Ólafur skoraði 4 mörk i leikn- um, en svo kom Axel með 3 mörk, Einar 2 (2 viti) Ólafur Einarsson 2, Pálmi 2 (1 viti), Bjarni, Viðar og Arni, eitt hver. —-SOS w Asgeir Sigurvinsson: Á bekk toppmannq í Belaíu Ásgeir Sigurvinsson og félag- ar hans I Standard Liege hafa verið i sviðsljósinu i Belgiu að undanförnu. Liðið hefur nú leikið 11 leiki án taps, en um helgina gerði Standard Liege jafntefli gegn Liest á útivelli 0:0. Mikið hefur verið skrifað um Ásgeir i dagblöðum i Beigiu og I útbreiddasta viku- blaði Beígiu, Panorama, var skrifað um Ásgeir og viðtal við hann upp á fjórar síður. I sl. viku barst Timanum eintak af belgisku dagblaði, þar sem Asgeiri var hælt á hvert reipi. — Sigur, en svo er Ásgeir kallaður I Belgiu, er ekki aðeins einn bezti og skemmtilegasti leikmaður Standard Liege, heldur hefur hann skipað sér á bekk topp- manna i belgisku knattspyrn- unni i dag. Sigur á eftir að vera miklu betri — hann á framtiðina fyrir sér. Þessi ummæli eru mikil viðurkenning fyrir Ásgeir og sýnir bezt, hvað Asgeir er i miklu áiiti i Belgiu. —SOS. ASGEIR SIGURVINSSON ... einn bezti maður Standard Liege. Friðrik leggur sund skýluna á hilluna „Það er erfitt fyrir íþróttamenn að njóta sín, þegar illa er haldið á málum þeirra," segir Friðrik SUNDKAPPINN úr KR, Friðrik Guðmundsson, hefur nú ákveðið að leggja sundskýluna á hilluna og hætta að æfa og keppa I sundi. Friðrik sagði, að hann hefði tekið þessa ákvörðun eftir Evrópu- meistaramótið i sundi I Vlnar- borg sl. ár. Ástæðan er sú, að hann fékk ekki styrk hjá SÍNE — Sambandi fslenzkra námsmanna erlendis, sem hann sótti um. Friðrik sótti um styrkinn sl. ár og ætlaði að stunda nám I Klippan I Svlþjóð, jafnframt þvi að æfa sund hjá sænska sundsamband- inu. — Ég frétti úti i Vínarborg, að ég hefði ekki fengið styrk hjá StNE. Það var þvi ekkert annað fyrir mig að gera en að fara aftur til Klippan, taka þar saman dót mitt og koma heim, sagði Friðrik. Hálfum mánuði eftir að ég var kominn heim var mér tilkynnt, að ég gæti fengið styrkinn. Þessi fréttkom of seint, ég var búinn að ákveða að hætta i sundinu. — Var ekki erfitt að segja skilið við sundiþróttina, eftir að þú verst búinn að eyða miklum tima og pcningum til þess að ná árangri, Friðrik? — Jú, ég var ekki ánægður með að þurfa að hætta. Ég var búinn að æfa mikið og takmarkað var Ólympiuleikarniri Montreal 1976. En það er erfitt fyrir iþróttamenn að njóta sin, þegar illa er haldið á málum þeirra. — Hefðir þú haidið áfram að æfa sund af fullum krafti, ef þú hefðir fengið styrkinn frá SÍNE á réttum tlma? — Já, ég var búinn að sækja um inngöngu i menntaskóla i Klippan, en þar hefur sænska sundsambandið mjög góðar æfingabúðir fyrir sundfólk sitt. Jafnhliða þvi að stunda námið, gat ég fengið að æfa með bezta sundfólki Sviþjóðar, undir hand- leiðslu atvinnuþjálfara. -—SOS k 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.