Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 14
14 TíMINN Þriðjudagur 4. febrúar 1975. komum um borð í kvöld, ef hann skyldi kula með morgn- inum". „Ól". Hún leit aftur djúpum harmþrungnum augum á son sinn. Tárin tóku að leita á að nýju, en hún harkaði af sér. ,,Ertu búinn að kveðja pabba þinn og Gústa!" ,, Ég hitti þá niður f rá — Vertu sæl, mamma mín". ,,Vertu sæll — Er allt, sem þú þarft að hafa mér þér, komið um borð?" ,,Já — Vertu sæl". „Kemurðu heim í fyrramálið, ef þið fáið ekki byr?" ..Já. En við siglum víst áreiðanlega — Vertu sæl, mamma". ,,Guð blessi þig og verndi Eirikur....alla tíma". ,,Vertu sæl...." Hann var farinn, og Katrín sat ein eftir. Vorrökkrið seig yfir. Morgunin eftir spurði hún Gústaf, hvort hann héldi að þeir Eiríkur hefðu siglt um nóttina. ,,Það held ég varla,,svaraði hann. „Þetta hef ur enginn byr verið. En hann kular núna eftir sólaruppkomuna, svo að þeir geta létt akkerum á hverri stundu". „Nú vinda þeir upp segl!" hrópaði Jóhann í sömu andrá. Hann hafði setið við gluggann og haftgætur á þvi, sem gerðist niðri á víkinni. Katrín og Gústaf f lýttu sér út að glugganum. Hægt og tignarlega, eins og reistur svanur, rann skeiðin út blá sundin milli dökkgrænna strandanna. Og nú hvarf stefnið bak við dökkan Suðurskóginn.... sjálft skipið. allt. Nú var það farið, og blár sjávarf löturinn var auður. „Það var svo skrítið", sagði Jóhann — „þegar ég kvaddi hann, fannst mér eins og ég myndi aldrei sjá hann framar". „Fannst þér það?" sagði Katrín. Hún stóð við elda- vélina og var að matbúa morgunverðinn. Tárin hrundu niður í öskuna. Eiríkur leggur af stað í langferð Það voru slikir þurrkar framan af sumrinu, að allt skrælnaði og sólbrann. Bændurnir neyddust til þess að slá gulnuð engin f yrir mitt sumar og bjarga þannig þeim litla hýjung, sem náð hafði að spretta, áður en hann yrði að engu. Kartöflugrösin höfðu rétt komið upp, en stóðu síðan algerlega í stað vikum saman. Engum datt einu sinni í hug að planta út rófunum. En illgresið virtist dafna eins og endranær, og nú var það einrátt. Og ekki gaf vorsáðið betri raun en annað. Norðkvist og Svensson urðu að slá stórar akurreinar, þar sem hafragrasið og hveitið hafði byrjað að visna áður en það fór að skríða. Katrin missti eitt eplatréð sitt þetta þurrkasumar. Hún hlúði að þeim af jafn þrotlausri elju og áður og rogaðist daglega með vatn í skjólum alla leið upp á Klifið. En þrátt fyrir alla þessa umhyggju visnaði eitt þeirra. Það var litla tréð, sem drengirnir höfðu eignað Eiríki. Þegar Katrín sá, að úti var öll von um, að það lifði sumarið af, gróf hún það upp og hlúði að hinum með moldinni frá því. Hún hafði hvort eð var varla búizt við því, að öll trén myndu lifa og dafna. Hin tvö trén, sem eftir stóðu, blómguðust aftur á móti fagurlega, og það var Katrínu óblandin gleði að horfa á þau í skrúði sínu. Hún hafði einnig komið sér upp dálitlum kartöf lugarði og gróðursettþar ýmis blóm. Nakin klöppin var sannarlega að taka stakkaskiptum undir handarjaðri hennar. Það hafði lengi verið ósk Katrínar að geta látið mála húsið rautt. Það væri nú sjón að sjá rautt hús blasa við uppi á Klif inu, þegar hún var að koma neðan úr þorpinu. Þessi grái litur minnti svo ömurlega á örbirgðina og þeirri tilf inningu gat hún aldrei vikið f rá sér meðan kotið leit svona út. Hún hafði keypt rauða málningu á vanhúsið og síðan málað það sjálf. En hún hafði aldrei orðið svo ef num bú- in, að hún gæti keypt málningu á sjálft ibúðarhúsið. Oft hafði hún setið við gluggann og horft á trén og lit- fagra gullf íf lana, sem voru eins og sólskinsdílar þarna á klöppinni hjá rauða vanhúsinu, og þá reyndi hún að imynda sér, að sjálft húsið væri rauðmálað, en gluggapóstarnir drifhvítir og tandurhreinir. Nú, þegar hún var búin að eignast eldavél, var það minni erfiðleikum bundiðað halda stofuloftinu og veggj- unum hvítum og þokkalegum. Hún blessaði drengina í hvert skipti, sem hún tók upp eld og skaraði í. En tómlegt var það að matreiða aðeins handa tveim. Jóhann var ekki matlystugur fremur venju, enda var hann mesta skar. Hann reyndi þó að fara í heyvinnu. En í fyrsta skiptið, sem hann stakk gafflinum í þykka beðju og ætlaði að kesta henni upp á heyvagninn, hneig hann niður og átti fullerfitt með að bjarga sjálfum sér úr heyinu. Hræddur og titrandi skjögraði hann burt f rá hinu fólkinu og settist einhvers staðar afsíðis til þess að jafna sig. Upp frá þessu reyndi hann ekki að vinna meira, heldur rölti aðeins um og horfði þegjandi á hina. K I K U B B U R 'Lög reglan myndi vilja ' ír.) Viö skulum koma okkur. héðanLoki. tala viö ykkur.. Hvað segja kúrekar svo? Þriðjudagur 4. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna 9.15: Sigrlður Eyþórsdóttir byrjar aö lesa söguna um „Selinn Snorra” eftir Frit- hjof Sælen i þýðingu Vil- bergs Júliussonar. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt meö frásögum og tón- list frá liönum árum. Hljómplötusafniö kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Um aöstööu fatlaöra barna, —þriöji þáttur: Mál- efni vangefinna,Umsjónar- maöur Gisli Helgason. 15.00 Miödegistónieikar: Islensk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagiö mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lag^þætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla I spænsku og þýsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.15 Noröurlandamótiö f handknattleik: lsland- Pæreyjar, Jón Asgeirsson lýsir sföari hálfleik i Greve. 19.45 Dagheimiii fyrir drykkjusjúkiinga.Séra Are- lfus Nielsson flytur erindi um kynni sin af slíkri stofn- un I Vinarborg. 20.0- Lög unga fólksins.Ragn- heiöur Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Aö skoöa og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur 1 um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusáima (8). 22.25 Kvöldsagan: „t verum”, sjáifsævisaga Theódórs Friörikssonar Gils Guð- mundsson les (24). 22.45 Harmonikulög. 23.00 A hljóðbergi 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 4. febrúar 1975 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Ur dagbók kennara. Itölsk framhaldsmynd, byggö á sögu eftir Albino Bernardini. 2. þáttur. Þýö- andi Jón Gunnarsson. Efni 1. þáttar: Ungur kennari er ráöinn aö barnaskóla i út- hverfi Rómaborgar. Bekk- urinn, sem hann á aö upp- fræða, er að mestu skipaöur drengjum frá fátækum heimilum, og flestir láta þeir sig skólanámiö litlu varöa. Kennarinn reynir aö vinna trúnaö þeirra og legg- ur á sig mikla vinnu, til að kynnast fjölskyldumálum og aðstæöum hvers og eins. 21.40 Söngvar I maf. Norska söngkonan Ase Kleveland syngur létt lög viö undirleik hljómsveitar Franks Cox. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmaö- ur Jón Hákon Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.