Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriOjudagur 4. febrúar 1975. Úthlutunarnefnd Listamannalauna, t.f.v. Magnús Þórðarson, framkvæmdarstjóri, Ólafur B. Thors, lögfræðingur, Hjörtur Kristmundsson fyrrum skólastjóri, Halldór Kristjánsson bóndi, Helgi Sæmunds- son, ritstjóri og Sverrir Hólmarsson M. Litt. Tímamynd: Gunnar 125 FÁ LISTA- MANNALAUN í ÁR — fréttamenn fengu að kynnast ýmsum þrætueplum nefndarmanna á fundi í gær — popphijómiistarmaður í fyrsta sinn d skrá yfir handhafa listamannalauna Gsal-Reykjavik — Úthlutunar- nefnd listamannalauna boðaði fréttamenn á sinn fund i gær, en nefndin hefur nú lokið störfum. Á þessu ári hljóta 125 iistamanna- iaun. Tólf listamenn eru i heiðurslaunaflokki, en þau laun eru veitt af Alþingi og nema 350 þúsundum króna. Þrfr listamenn eru nýir i þeim fiokki, en það eru þeir Indriði G. Þorsteinsson, Guð- mundur Danielsson og Þorvaldur Skúlason. 1 efri flokki úthlutunar- nefndarinnar, þar sem iaunin nema 150 þúsundum króna eru 63 listamenn, þar af sjö nýir: Björn J. Blöndal, Guðbergur Bergsson, Guðmundur L. Friö- finnsson, Ágúst Petersen, Jón As- geirsson, Hallgrfmur Heigason og Veturliöi Gunnarsson. t neðri flokknum, en iaun þess flokks eru 75 þúsund, eru að þessu sinni sjö manns, sem hijóta iistamanna- kaun i fyrsta sinn. Það eru Gunnar Þórðarson, Ingimar Er- lendur Sigurðsson, Jakob Hafstein, Jón E. Guðmundsson, Magnús Jónsson, Matthea Jóns- dóttir og Þráinn Karlsson. i úthlutunarnefnd listamanna- launa eiga sæti Halldór Kristjánsson bóndi, formaður, Jón R. Hjáimarsson skólastjóri, ritari, Heigi Sæmundsson rit- stjóri, Hjörtur Kristmundsson, fyrrum skólastjóri, Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri, Óiafur B. Thors lögfræðingur og Sverrir Hólmarsson M. Litt. Úthlutun listamannalauna hefur alltaf vakið deilur meðal manna, og svo mun eflaust einnig verða að þessu sinni. A fundi með úthlutunarnefndinni i gær fengu fréttamenn nasasjón af samstarfi nefndarinnar — meiri hluti fund- arins fór i karp og þras millum nefndarmanna, sem á stundum varö mjög spaugilegt, svo að ekki sé meira sagt. Karpið hófst á þvi, að Sverrir Hólmarsson M. Litt kvaddi sér hljóðs og lýsti þvi sem skoðun sinni, að það væri mjög ósmekk- legt, að nefndin væri notuð sem pólitiskt útspil I tafli milli borgar- ráðs og Félags islenzkra mynd- listarmanna, og nefndi Sverrir, að einn borgarráðsmaður ætti sæti i úthlutunarnefndinni. Tilefni þessarar yfirlýsingar mun hafa verið það, að Jakob Hafstein eru veitt listamannalaun i ár, en hann hefur ekki hlotið þau fyrr. Jakob sótti fyrir nokkru um afnot af sal Kjarvalsstaða, en sýningarráð hafnaði umsókn hans. Jakob skaut þá máli sinu til borgarráðs, sem gaf honum vil- yrði fyrir sýningu á Kjarvalsstöð- um. Þessu undi FtM ekki og hvatti listamenn til að sniðganga Kjarvalsstaði. Magnús Þórðarson fram- kvæmdastjóri, kvað það afar ósmekklegt orðalag hjá Sverri að segja, að nefndin hefði verið not- uð,og sagði hann að störf nefnd- arinnar væru siður en svo póli- tisk. — Jakob Hafstein á ekki að gjalda þess að hafa lent milli tannanna á borgarráði og FÍM, sagði Magnús. — Ég neita þvi að hafa verið notaður til eins eða neins, sagði Hjörtur Kristmundsson, Hann sagði enn fremur, að það væri tóm vitleysa að draga fram i sviðs- ljósið eina deilu eins og þessa. Olafur B. Thors lýsti siðan yfir þvi, að yfirlýsing Sverris væri furðulega ósmekkleg. Hann sagði einnig, að þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem myndlistar- manni hefðu verið veitt lista- mannalaun, þótt sýningarráð Kjarvalsstaða hefði hafnað um- sókn um afnot af sýningarsal. — Ég vil taka það skýrt fram, að þetta sjónarinið hefur Sverrir aldrei túlkað á funduin nefndar- innar. Mér finnst furðulegt, að hann skuli vera að blása eld i glóðir, sem ekki hafa logað frain að þessu, — og visa þessu á bug sem fáránlegri athugaseind. Magnús Þórðarson tók nú aftur til máls og sagði: — Ef menn vilja þvo sitt óhreina sængurlín, eiga menn að gera það i vaskahúsi en ekki framan i fólki. Þegar hér var komið sögu, var nefndarmönnum farið að hitna nokkuð i hamsi, og kom annað þrætuepli frain i dagsljósiö, en það var i sainbandi við menn, sem hafnað hafa listamannalaun- um, en hljóta þau svo aftur siðar. 1 þessu sambandi var Jón Ás- geirsson tónskáld oft nefndur á nafn. Hann hafnaði sem kunnugt er listamannalaunuin i hitti fyrra, en er á skrá yfir handhafa listamannalauna i ár. Spunnust út af þessu skemmti- legar orðræður nefndarinanna, og sagði Hjörtur Kristmundsson m.a. eitthvaðá þá leið, að ef hann byði manni heim til sin i mat, og sá hinn saini vildi ekki eta, myndi hann ekki opna „gin” hans, eins og hann orðaði það, — og ef mað- urinn færi úr húsi hans án þess að hafa etið, myndi hann ekki bjóða honum heim til sin aftur. Voru nefndarmenn ekki á eitt sáttir um þetta atriði, Helgi Sæ- mundsson sagðist ekki vilja blanda sér i deilur um ákveðin nöfn, en sagði, að eðlilega væru skiptar skoðanir um einstaka menn. Sagði Helgi, að flokkspóli- tiskar skoðanir væru ekki eins rikjandi hjá nefndinni og margir vildu vera að láta. Hér fer á eftir listi með nöfnum þeirra 125 listamanna, sem hlutu listamannalaun i ár: Árið 1975 hljóta þessir 125 lista- mannalaun: Áður veitt ar Alþingi 350 þúsund krónur hver: Ásmundur Sveinsson Brynjólfur Jóhannesson Finnur Jónsson Guðmundur Danieisson Guðmundur G. Hagalin Gunnar Gunnarsson Halldór Laxness Indriði G. Þorsteinsson BIPREIÐA EIGEnDUR! Aukið ÖRYGGI, SPARNAÐ og ÁNÆ.GJU i koyrílu yðar, með þvi oð lóta okkur annast stillingarnar á bifreiðinni. Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilhoyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitaoki. 'O. £ngilber(//on h f Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 Kristmann Guömundsson Rikharður Jónsson Tómas Guðmundsson Þorvaldur Skúlason Veitt af nefndinni, 150 þúsund krónur: Agnar Þórðarson Ágúst Petersen Armann Kr. Einarsson Arni Kristjánsson Björn J. Blöndal Björn Ólafsson Bragi Asgeirsson Eirikur Smith Elinborg Lárusdóttir Guðbergur Bergsson Guðmunda Andrésdóttir Guðmundur L. Friðfinnsson Guðmundur Friinann Guðmundur Ingi Kristjánsson Guðrún A. Simonar Gunnar M. Magnúss Halldór Stefánsson Hallgrimur Stefánsson Hallgrimur Helgason Hannes Pétursson Hannes Sigfússon Heiðrekur Guðmundsson Hringur Jóhannesson Jakobina Sigurðardóttir Jóhann Briem Jóhann Hjálmarsson Jóhannes Geir Jóhannes Jóhannesson Jón Ásgeirsson Jón Björnsson Jón Helgason, prófessor Jón Helgason, ritstjóri Jón Nordal Jón Óskar Jón Þórarinsson Jón úr Vör Jökull Jakobsson Karl Kvaran Kristján Daviösson Kristján frá Djúpalæk Leifur Þórarinsson Marla Markan Matthias Jóhannessen Ólafur Jóh. Sigurðsson ólöf Pálsdóttir Pétur Friðrik Róbert Arnfinnsson Röngvaldur Sigurjónsson Sigurður Sigurðsson Sigurjón Ólafsson Snorri Hjartarson Stefán Hörður Grimsson Stefán íslandi Svavar Guðnason Sverrir Haraldssson Thor Vilhjálmsson Valtýr Pétursson Valur Gislason Veturliði Gunnarsson Þorsteinn frá Hamri Þorsteinn ö. Stephensen Þorsteinn Valdimarsson Þórarinn Guðinundsson Þóroddur Guðmundsson 75 þúsund krónur: Alfreð Flóki Anna Guðmundsdóttir Árni Björnsson Asi i Bæ Benedikt Gunnarsson Birgir Sigurðsson Eggert Guðmundsson Einar Hákonarson Einar Hákonarson Einar Þorláksson Eyborg Guðmundsdóttir Eyþór Stefánsson Filippia Kristjánsdóttir (Hugrún) Gerður Helgadóttir Gisli Magnússon Gréta Sigfúsdóttir Guðmundur Eliasson Guðmundur Halldórsson, Bergsstöðum. Guðrún Ásmundsdóttir Guðrún frá Lundi Gunnar Þórðarson Hafsteinn Austmann Ingimar Erlendur Sigurðsson Jakob Hafstein Jakob Jónasson Jón Dan Jón E. Guðmundsson Jónas Guðmundsson Jórunn Viðar Kjartan Guðjónsson Kristinn Pétursson Magnús A. Árnason Magnús Jónsson Matthea Jónsdóttir Oddur Björnsson Óskar Aðalsteinn Rut Ingólfsdóttir Sigfús Halldórsson Sigurður A. Magnússon Skúli Halldórsson Stefán Júliusson Steinar Sigurjónsson Steingerður Guömundsdóttir Steinþór Sigurðsson Sveinn Björnsson Sveinn Þórarinsson Unnur Eiriksdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgeir Þorgeirsson Þráinn Karlsson örlygur Sigurðsson Jarðtætari Til sölu hjá Kaupfélagi Rangæinga 70 tonna jarðtætari. Notaður aðéins 50 vinnustundir. Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, simi 5121 og 5225 Atvinna óskast Kona vön afgreiðslustörfum óskar eftir vinnu hálfan daginn. Tilboð sendist á afgreiðslu Timans merkt „1568”. Skemmdarverk unnin í Keflavíkurkirkju AÐFARANÓTT sunnudags var broizt inn i Keflavíkurkirkju og mikil spjöll unnin inni i kirkjunni. Lögreglan i Keflavík var ófús að láta blaðamenn fá upplýsingar um málið, en samkvæmt heimild- um Timans var m.a. orgel og skirnarfontur kirkjunnar brotinn, biblia eyðilögð og kirkjan blóði drifin. Það var ölóður unglingspiltur sem vann þessi skemmdarverk og viðurkenndi hann verknaðinn fyrir sóknarpresti. Stórbruni Gsal-Rvik — tbúðarhúsið á Skip- hyl i Hrunahreppi á Mýrum stór- skemmdist af eldi á sunnudags- morgun og er jafnvel talið að ekki borgi sig að endurbyggja það. Þegar eldurinn kom upp var sim- stöðin á Arnarstapa lokuð, og tókst ekki að gera viðvart um eld- inn fyrr en tæpum klukkutima eftir að hans hafði orðið vart. Eftir að slökkvilið Borgarness var komið gekk greiðlega að ráða niöurlögum eldsins. Bæði innbú og hús voru vátryggð. Leiðrétting Missögn er í viðtali þvi við Ólaf kaupfélagsstjóra Friðriksson, sem birtist i blaðinu 24. janúar s.l. Þar segir á einum stað: „Nú er- um við að byggja nýtt og stórt hús, sem kosta mun ...” o.s.frv. Mætti þvi ætla að kaupfélagið stæði að þessari byggingu. Hið rétta er, að byggingin er á vegum Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Leiðréttist þetta hér með. Theodór Líndal lótinn FB-Reykjavik — Theódor B. Lindal prófessor er látinn. Theódór fæddist 5. desember 1898 i Reykjavík, sonur Björns Lindais alþingismanns og Sig- riðar Metúsalemsdóttur. Stú- dent varð hann frá MR 1919, og Cand juris frá Háskóla ts- lands 1923. Hann stundaði framhaldsnám I Danmörku, Noregi og Þýzkalandi, en hér- aðsdómsiögmaður varð hann 1930. Hann vann á málflutn- ingsskrifstofu Lárusar Fjeid- steds 1920—’23, en rak sfðan skrifstofu I félagi við hann 1923 til 1954. Aukakennari var hann við lagadeild Háskóia islands frá 1941 til 1954, en prófessor frá 1954. Theódór var dómari I féiagsdómi 1962, nefndur af BSRB. Hann dæmdi fjölda mála i hæstarétti sem setu- dómari og nokkur sem setu- dómari i héraði. Hann átti sæti í mörgum nefndum til undir- búnings löggjöf, svo sem laga um eftirlit með skipum, laga um slysatryggingu fsl. skips- hafna og ísl. endurtryggingu, umferðarlaga og laga um hæstarétt, og endurskoðun laga um meðferð einkamála i héraðiog vörumerkjalaga, at- hugun löggjafar um fyrir- tækjasamsteypur o.fi. Theó- dór var kvæntur Þórhildi Pálsdóttur Briem.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.