Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 4. febrúar 1975. lngi Tryggvason. Ingi Tryggvason alþingismaður: Orð í belg um landbúnaðarmál Um þessar mundir eru skrif um landbúnaðarmál mjög i tízku. Flest hafa þessi skrif orð- iö í dagblaðinu Visi og mörg merkt ritstjóranum. Ekki skort- ir I skrifum þessum stór orö og fullyrðingar. Verður fróðlegt að sjá, þegar ritstjórinn tekur sig til og kryfur til mergjar vanda- mál annarra atvinnugreina á sama hátt og landbúnaðarins nú. Skrif sem þessi hafa alltaf annað slagið skotið upp kollin- um á undanförnum árum. Svo virðist, sem landbúnaðarmálin séu þeim sérstaklega hugstæð, sem þurfa að leiða þjóðina i stórsannleik um vandamál liö- andi stundar. Ekki dettur mér i hug að bera á móti þvi, að landbúnaður á ís- landi á viö mörg og erfið vanda- mál að etja. Norölæg lega landsins veitir okkur önnur skilyrði til land- búnaðar en nágrannaþjóðum okkar og að ýmsu lakari. Sumur eru hér stutt og vetur langir. Korn þrifst ekki og veðrátta er óstöðug. Þó hefur þjóðin lifað nær eingcngu á landbúnaði frá upphafi byggðar fram að sið- ustu aldamótum. Ekki er þvi landi alls varnað, sem i þúsund ár hélt lifi i sérstakri. sjálf- stæðri islenzkri þjóð með af- rakstri moldar sinnar. Á þessari öld hafa menn séð ýmsa aðra út <zegi sér til lifs- framfæris en landbúnað. Er það vissulega vel. Ber þar hæst sjávarútveg. Frá náttúrunnar hendi er samanburöur viö aörar þjóðir annar þar en i land- búnaði. Jafnframt þvi sem öörum at- vinnugreinum hefur vaxiö fisk- ur um hrygg, hefur fólki fækkað mjög við landbúnaðarstörf, fjöl- margar jarðir og jafnvel heil byggðarlög farið i eyöi, en framleiðsla aukizt stórlega, ræktunarbúskapur leyst rán- yrkju af hólmi og húsakostur og vélvæðing öll færzt i nútimalegt horf. Framleiðsluvörur islenzks landbúnaðar standast nú fullan samjöfnuð við framleiðsluvörur fremstu landbúnaðarrikja, hvað gæði snertir. Samanburður á raunverulegum framleiðslu- kostnaði landbúnaðarvara hér og I nágrannarikjum liggur ekki fyrir. Um langt skeið hafa nágrannaþjóðir okkar lagt á það höfuðkapp að halda niðri verði landbúnaðarvara. Hefur það verið gert með ýmiss konar styrkjum og fjárhagsráöstöfun- um, auk þess sem bændur i Vestur-Evrópu hafa yfirleitt borið mun minna úr býtum en iönverkamenn stórborganna. Umframframleiðsla þessara rikja hefur oft veriö seld á lágu veröi, en flest riki Vestur- Evrópu leggja kapp á að vera sjálfum sér nóg um framleiöslu helztu landbúnaðarvara. Ráöstafanir hérlendis til að halda niðri verði landbúnaöar- vara hafa fyrst og fremst verið niðurgreiðslur vöruverðs. Hafa þær verið mjög mismunandi eftir ákvörðunum rikisstjórna hverju sinni og alltaf fyrst og fremst við það miðaðar að halda framfærsluvisitölunni i skefj- um. Auk þess hafa niður- greiðslurnar bætt samkeppnis- stöðu landbúnaðarvaranna gagnvart öðrum matvöru- tegundum og jafnað nokkuð metin milli framfærslukostnað- ar stórra og smárra fjölskyldna. Til viðbótar þessu hefur þjóð- félagið stuðlað að lækkuðum framleiðslukostnaði meö nokkr- um jarðabótastyrkjum og lág- tollum á ýmsum rekstrar og fjárfestingarvörum land- búnaðarins. Þá hefur rikissjóö- ur að undanförnu greitt útflutn- ingsuppbætur, sem einstök ár hafa numið allt að 10% af fram- leiðsluverðmæti landbúnaðar- vara. Verðlagning flestra land- búnaðarvara ákveðst með samningum milli fulltrúa bænda annars vegar og ákveð- inna neytendahópa hins vegar eða i forföllum þeirra stjórn- skipaðra samingamanna. Yfir- nefnd sker úr hugsanlegum ágreiningsefnum með bindandi dómi — gerðardómi. 1 stuttu máli má segja, að meginatriði laganna um verð- lagningu landbúnaðarvara og, þá um leið höfuðdrættirnir í nú- gildandi landbúnaðarstefnu fel- ist I þeirri hugsun, að byggðin i sveitunum haldist i aðalatrið- um, fólkiö þar beci svipað úr býtum og aðrir þjóðfélagsþegn- ar og það framleiði kjöt og mjólkurvörur fyrst og fremst til innanlandsþarfa. Takmarkað magn framleiðslu umfram inn- anlandsþarfir sé þó greitt fullu verði. Eins og áður segir, hefur fólki fækkað mjög við landbúnaðar- störf á undanförnum áratugum, en framleiðslan aukizt. 1 þeirri verölagsþróun, sem orðið hefur siöustu árin, hefur alltur til- kostnaður við framleiðslu bú- vara stórhækkað, þar með talið almennt kaupgjald, en verðlag mjólkur og kjötvara i viöskipta- löndum okkar hefur litið breytzt. Otflutningur búvara er þvi óhagkvæmur nú og réttur til útflutningsuppbóta fullnýttur. Með sönnu má þvi segja, að ádeilur þær á landbúnað okkar sem dagblaðið Visir hefur hald- ið uppi, komi á timum, sem eru mjög óhagstæðir fyrir saman- burð á verði ýmissa erlendra og innlendra landbúnaðarvara, slegiö sé, þegar vel liggur við höggi. Þótt lægra fari, heyrast þó fréttir um fleiri viöskipti, sem hagkvæmara væri að eiga við útlenda en sjálfa sig. Nýverið skýrði Morgunblaðið frá þvi, að lægsta tilboð i prentun sálma- bókar væri 30-40% hærra hér en prentunarkostnaður erlendis, og þá hafa borizt fregnir um, að Færeyingar séu tilbúnir að greiða hærra verö fyrir islenzka loönu en verksmiðjur hér. Spurningin um það, hvort reka eigi landbúnað á Islandi er I raun spurningin um það yfir- leitt, hvort við eigum nokkuð að basla við aö vera Islendingar og búa hér i þessu landi storma, elds og Isa. Fiskimið okkar geta nýtzt er- lendis frá, fossaaflið má flytja til iönaðarlanda Evrópu, sjálf- sagt er hægt að reikna út, að allt borgi sig betur einhvers staðar annars staöar en hér. Ef við samt sem áður höldum áfram að nýta islenzk fiskimið frá islenzkri strönd og reynum enn um sinn að vera sérstök þjóö i landi okkar, verður það ekki gert til frambúðar án Is- lenzks landbúnaðar og bænda- stéttar. Enga spádómsgáfu þarf til að sjá, að margt kann að breytast i landbúnaði okkar á komandi ár- um. Byltingu þeirri, sem staðið hefir I islenzkum landbúnaði á undanförnum árum, er engan veginn lokiö. Enn fækkar fólki i landbúnaöi og framleiðsla eykst. Talið er, að bændur I landinu séu nú innan við 5 þús- und. Þessir tæplega 5 þúsund bændur eru uppistaðan I þvi vinnuafli, sem að frumfram- leiðslunni vinnur, en eiginkonur bændanna, unglingar og aldrað fólk veitir þeim mikilsverða að- stoö. Auk þessara bænda vinnur mikill fjöldi fólks við ýmiss kon- ar iðnað og þjónustustarfsemi tengda landbúnaði. Meðalaldur bænda er hár og vandséð, hvort fyllt verður i þau skörð, sem hljóta að myndast i raðir þeirra á komandi árum. Fyrr en varir getum viö staðið frammi fyrir þvi vandamáli, að skortur verði á vissum framleiðsluvörum landbúnaðar hérlendis, og eng- inn veit fyrir, hversu auðvelt verður að fá kjöt og mjólkurvör- ur frá útlöndum er timar liða. Ekki er ástæða til að kvarta undan þvi, þótt umræður veröi um landbúnað á opinberum vettvangi. Hins vegar er sann- gjarnt að gera þá kröfu til fjöl- miöla, aö þeir vandi málflutning sinn og beini vandlætingu sinni og umbótavilja i ýmsa farvegi. Endurteknar órökstuddar full-, yrðingar um vanhæfni islenzks landbúnaðar til að gegna hlut- verki sinu I þjóðarbúskapnum, hljóta að verða bændum og öðr- um hugsandi mönnum ærið Ihugunarefni. Er bændastéttin á einhvern hátt þannig „fyrir” ákveönum þjóðfélagsöflum, að rik nauðsyn þyki að reyna að koma henni á kné? Er kannski um að ræða einhvers konar þrá- hyggju vissra einstaklinga, eða undarlega ranghverfu á þeirri „ríku moldarþrá”, er flestum Islendingum virðist i blóð bor- in? Er blindan slik, að ekki hvarfli að mönnum, að eitthvað annað en vanhæfni islensks landbúnaðar valdi háu verðlagi t.d. á eggjum og kjúklingum, vörum, sem framleiddar eru eingöngu með erlendu fóðri, I húsum byggðum úr erlendu efni, innlend er aðeins vinnan, sem enginn talar þó um að sé betur borguð i þessum atvinnu- vegi en öðrum i landinu. Er ekki einmitt upptalning á verðmis- muni á hinum ýmsu fram- leiðsluvörum Islenzks land- búnaðar, ýmist framleiddum að mestu með innlendu eða erlendu fóðri, sönnun þess, að það eru ekki nein einkavandamál land- búnaðarins, sem speglast I þvi, sem kallað er hátt verð land- búnaöarvara? Vera kann, að ýmsum finnist nokkurs varnartóns gæta I þessu greinarkorni. Reyndar finnst mér, að landbúnaðurinn og bændastéttin hér á landi þurfi engan afsökunar að biöja. Allir vita, sem vilja, að verðþró- un I landbúnaði er afleiðing en ekki orsök annarrar verðþróun- ar i landinu. Þann veg er verð- lagskerfi landbúnaðarvara upp byggt. Lausatölur um mismun á framleiðni i ýmsum löndum segja okkur nánast ekki neitt. Hiö margbrotna styrkjakerfi, sem landbúnaöur allra ná- grannarikja okkar notar, gerir allan slikan samanburö næsta fánýtan. Fullyrðingar af þvi tagi, sem dagblaðið Visir hefur borið á borð fyrir lesendur sina og fengiö upp lesnar i leiðara- tima rikisútvarpsins, kunna að gleðja augu og eyru einhverra, en framlag til almennra fram- fara eða uppgötvunar hins eina og rétta sannleika eru þær naumast. Einnig heitt í unum í kosni á Grænlandi Fagnaðarlæti við útvarpsstöðliia i Godthaab, er kosningaúr- slitin voru tilkynnt. GRÆNLENDINGAR kjósa tvo menn á þjóðþing Dana, og i kosningunum, sem fóru fram nú siðast voru þeir Lars Emil Jo- hansen og Nikolaj Rosing — sinn af hvorum lista. Kosið var um tvolista, og voru tveir fram- bjóðendur á hvorum þeirra. Geta kjósendur valið á milli frambjóðenda á þeim lista, er þeir greiða atkvæði. Það gerðist sögulegt við framboðin, að Móses ólsen, sem áður hefur setið á þingi og ætl- aði að skipa sama lista og Lars Emil Johansen, varð of seinn fyrir með framboð sitt og gerði Lars Emil Johansen þess vegna bandalag við Odak Olsen i hans stað. Annar fyrrverandi þing- maður, Erling Höegh, varð einnig of seinn fyrir. Lars Emil Johansen og félag- ar eru þjóöernissinnaðir og nokkuö róttækir, en Nikolaj Rosing og Knud Hertling, sem voru kunnastir á hinum listan- um, eru hægfara. Svo fór, að listi Lars Emils Johansens fékk samtals 9.379 atkvæöi (þá voru þó 217 atkvæöi úr fjarlægum byggöarlögum kol- ngum ekki komin til talningar) og skiptust þau svo, að Lars Emil fékk 7.663, en Odak Olsen 1.716. Hinn listinn hlaut 8.078 atkvæði, Nikolaj Rosing 3.606 og Knud Hertling 3.462. Lars Emil Johansen varð hæstur I öllum kjördeildum, en haföi þó mesta yfirburði I stærstu bæjunum. Lars Emil Johansen og félag- ar hans hyggjast nú stofna stjórnmálaflokk, og verður hann hinn fyrsti 1 Grænlandi, ef fyrirætlun þeirra heppnast. Þeir hafa hlotið vaxandi fylgi á und- anförnum árum. Við landsráðs- kosningar 1971 fengu Jónatan 'Motzfeld, Kakortok, Móses Ólsen og Lars Emil um 1.600 at- kvæði, við þjóðþingskosningar sama ár fengu þeir félagar 2.500 atkvæði, við þjóöþingskosning- ar I desember 1973 um 8.000 at- kvæði og nú um 9.400. Andstæðingar þeirra, sem vilja, að Grænlendingar fari sér hægar, hafa aftur á móti ekki i huga flokksstofnun, og benda þeir á, að allar slikar tilraunir hafi runnið út i sandinn hingaö til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.