Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. febrúar 1975. TÍMINN 5 Undirbúningur að ritun sögu AAR Hver á myndir frá stúdentsárgöngunum 1890, 1892, 1893 1894, 1895, 1896, 1900, 1901, 1906, 1907, 1908, 1913, 1918, 1921, 1937 og 1938 FB—Reykjavik. A síöast liönu vori var Menntaskóianum i Reykjavík færö hálf milljón króna aö gjöf frá afmæiisárgöng- unum frá 1934, 1944, 1949, 1954 og 1959. Var tilgangurinn sá, aö gefin yröi út saga skólans. t tilefni af þvi var stofnaöur Sögusjóöur Menntaskólans f Reykjavfk, og er hiutverk sjóösins aö láta skrifa og gefa út sögu Menntaskólans I Reykjavik f tiiefni af 130 ára afmæli skólans I Reykjavfk áriö 1976. Hyggst sjóöurinn gefa út fyrsta bindiö af þremur nú i haust. 1 þessum þremur bindum, sem áætlað er að gefa ilt verður saga skólans rakin og reyndar miklu lengra aftur en í 130 ár. Hún verö- ur saga skólans allt frá Skálholti og Hólum um Hólavelli og Bessa- staöi til Reykjavlkur. I fyrsta bindinu veröa meðal annars myndir af öllum stúdents- árgöngum, sem myndir eru til af. Elzta stúdentsmyndin, sem skól- inn á, er frá 1888, en nokkuð vant- ar inn I það safn og sömuleiðis eldri myndir, ef til eru. Vill skól- inn gjarnan koma á framfæri þeirri áskorun til gamalla nemenda og ættingja þeirra, að þeir geri nákvæma leit hjá sér, og ljái skólanum til eftirtöku, eða gefi stúdentsmyndir, sem vantar i safniö, en þær eru af árgöngun- um frá 1890, 1892, 1893, 1894, 1895, 1896, 1900, 1901, 1906, 1907, 1908, 1913, 1918, 1921, 1937 og 1938. 1 viötali við blaðamenn sagði Guðni Guömundsson rektor, aö skólanum væri aö sjálfsögðu mik- il þökk á aö fá aðrar myndir úr skólalifinu, bekkjarmyndir, myndir úr leikritum og ferðalög- um og svo framvegis, svo og gamlar leikskrár, ballkort og smárit, sem skólinn hefur gefið út. Æskilegt væri að nöfn þeirra, sem á myndunum eru, fylgdu meö, eftir þvi sem unnt er. Liggur mjög á að fá sem allra flestar myndir strax, þvi að stuttur timi er til stefnu, ef allir stúdents- árgangarnir eiga að komast i fyrsta bindið eins og fyrirhugað er. Auk þess sem myndir verða af öllum stúdentsárgöngum I fyrsta bindinu er ætlunin að birta ritgerð um reglugeröir skólans, námsefni og námstilhögun, sem Kristinn heitinn Armannsson rektor skrif- aði I tilefni af 100 ára afmæli skól- ans 1946. Ennfremur mun Einar Magnússon, fyrrverandi rektor fjalla um reglugerðina frá 1951 og nám samkvæmt henni, og Guðni Guðmundsson rektor mun fjalla um reglugerðina frá 1970 og breytingar, sem urðu þar rétt áö- ur. 1 stjórn Sögusjóös Menntaskól- ans i Reykjavik eru Ólafur Hans- son, prófessor og Þorbjörg Bjarn- ar kennari, kjörin af gefendum, og Guðni Guömundsson rektor, sem er formaður stjórnarinnar. Heimir Þorleifsson, mennta- skólakennari hefur verið ráöinn ritstjóri verksins. Ekki hefur enn verið gengið frá hver verður útgefandi bókarinn- ar, en það verður væntanlega gert mjög fljótlega. Er búizt við, aö þetta verði bók, sem mjög verður eftirsótt, enda eru stúdentar frá MR þegar orönir nær sjö þúsund, og stærsti hluti þeirra enn á lifi. Er ekki óliklegt, að flestir þeirra hyggist eignast bókina. Sjóösstjórn gat þess, að fjármunir þeir, sem Sögusjóður hefur til ráðstöfunar, duga engan veginn til að koma út svo miklu verki, og er það von skólans, og ósk, aö afmælisstúdentar nú og ef til vill næsta árs láti fé renna til Sögusjóös Menntaskólans i Reykjavik, ef þeir hyggjast á ein- hvern hátt heiðra sinn gamla skóla á timamótum. Menntamálaráðuneytið, 24. janúar 1975. Styrkur til háskóla- náms í Japan Japönsk stjórnvöid bjóða fram styrk handa islendingi til háskóianáms i Japan námsárið 1975-76, en til greina kemur, að styrktimabil veröi framlengt tii mars 1977. Ætiast er til, að styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi eða sé kominn nokkuö áleiöis i háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast aö styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrk- fjárhæöin er 89.000 yen á mánuði og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen við upphaf styrktimabilsins og allt að 35.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur ferða- styrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum af- ritum prófskirteina, meðmælum og heilbrigöisvott- orði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 20. febrúar n.k. —- Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. FYRIRLIGGJANDI ÚRVALS KJARNFÓÐUR FYRIR ALLAN BÚPENING AFGREIÐUM LAUST EÐA SEKKJAÐ, MJÖL OG KÖGGLA Sti SAMBANDSINS Sundahöfn sími85616 jM '/ f /j ÉcÆ ®ÚTBOÐ Tilboð óskast I sölu og flutning á 6000-9800 tonnum af fljót- andi asfalti fyrir Malbikunavstöð Reykjavikurborgar. Utboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuö á sama staö, föstudaginn 28. febrúar 1975 kl. ll f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 UTSALA NÆSTU DAGA AUGLÝSINBADEILD TIMANS afsláttur af ingu ÞVOTTEKTA veggfóður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.