Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. febrúar 1975. TÍMINN 7 r tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. ~\ J Samvinna stjórnar- flokkanna 1 blöðum stjórnarandstöðunnar er nú látin i ljós sú von, að efnahagserfiðleikar þeir, sem glimt er við, kunni að valda árekstrum milli stjórnarflokk- anna og jafnvel leiða til þess, að stjórnin gefist upp. Einkum ber mikið á þessari óskhyggju i Þjóð- viljanum. Hér skal ósagt látið, hvort þetta stafar heldur af þvi, að innan Alþýðubandalagsins séu menn, sem vilja aukinn glundroða, eða menn, sem þrái að komast aftur i valdastólana. Sennilegt er, að bæði þessi sjónarmið sé að finna i innsta hringnum. Um þessar bollaleggingar stjórnarandstöðu- blaðanna er fyrst að segja það, að báðir stjórnar- flokkarnir gerðu sér ljóst, þegar gengið var til samstarfs, að miklir erfiðleikar væru framundan i efnahagsmálum þjóðarinnar og að það myndi verða eitt helzta verkefni rikisstjórnarinnar að fást við þá. Þessir erfiðleikar væru þannig vaxnir, að þeir yrðu ekki leystir með neinum bráðabirgða- aðgerðum á stuttum tima. Jafnvel mætti búast við þvi, að þeir ættu enn eftir að vaxa. Hér yrði ekki um neina auðvelda varanlega lausn að ræða, held- ur yrði að reyna að leysa vandann með þeim úr- ræðum, sem bezt virtust henta hverju sinni, þar sem gera mætti ráð fyrir breytilegum kringum- stæðum. Hér skipti þvi mestu máli festa og þolin- mæði og að missa ekki móðinn, þótt óvænlega gæti horft um stund. Af hálfu forestumanna stjórnarflokkanna hefur aldrei verið farið dult með það, að þá greindi á um margt og að það myndi hafa áhrif á afstöðu þeirra, þegar velja ætti milli úrræða. En þeir hafa jafn- framt sett sér það mark, að reyna að þoka þessum ágreiningsmálum sem mest til hliðar meðan verið er að fást við efnahagsvandann og sigrazt á hon- um. Það er nú stærsta mál þjóðarinnar og framtið hennar getur oltið á þvi, hvernig það tekst. Um þá meginstefnu eru lika báðir flokkarnir sammála, að nú skipti mestu að treysta atvinnuöryggið og tryggja aðstöðu hinna lægstlaunuðu, eftir þvi, sem föng eru á. Stjórnarsamstarfið byggir einnig á fullri sam- stöðu um ýms önnur stórmál. Þar ber fyrst að nefna útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Þá ber að nefna byggðastefnuna, sem báðirhafa lýst við fylgi sinu, og mun þvi áreiðanlega ekki sizt veitt athygli, hvernig þeim fyrirheitum verður framfylgt. Báðir flokkarnir eru sammála um að hraða sem mest framkvæmd orkumálanna i þeim tilgangi, að landsmenn allir geti sem fyrst notið innlendra orkugjafa til upphitunar. Þannig mætti halda áfram að telja stór verkefni, sem samstaða er um milli stjórnarflokkanna. Á óíryggum og erfiðum timum, skiptir það höfuðmáli fyrir fámenna þjóð, að sem viðtækust samstaða geti náðst um það að fást við vandann. Eins og nú standa sakir er ekki möguleiki á við- tækara samstarfi en tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna. Þjóðin ætlast til þess, að þeir reyni nú eftir beztu getu að leysa vandann, en hún gerir ekki aðeins kröfur til þeirra, heldur einnig til stjórnarandstöðunnar. Alþýðubandalagið vann sér aukið traust á siðasta kjörtimabili sökum þess, að það fylgdi jákvæðri stefnu i samstarfinu við Framsóknarflokkinn. Nú hyggst það ætla að bæta hlut sinn með ábyrgðarlausum yfirboðum og glundroðastarfi. Það á áreiðanlega eftir aðreyna að þjóðin vill önnur vinnubrögð á erfiðleikatimum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ástandið á Kýpur fer hríðversnandi Hvað verður þar um 200 þúsund flóttamenn? I DAG gengur i gildi bann þaö, sem Bandarikjaþing hef- ur lagt á hernaðaraöstoö viö Tyrkland, ef ekki hefur áöur náöst verulegur árangur I Kýpurdeilunni. Þaö liggur nú ljóst fyrir, aö slikur árangur hefur ekki náðst og mun bann- iö þvi vafalaust koma til fram- kvæmda, enda þótt Kissinger hafi reynt að gera sitt ýtrasta til aö fá þingið til að falla frá banninu og sagt að þaö myndi aöeinsspilla fyrir þvi, aö sam- komulag næðist. Þingmenn hafa ekki viljað fallast á þess- ar kenningar hans, þvl að lltil merki hafa sést þess, að Tyrk- ir væru I nokkrum samninga- hug. Fortíð Kissingers er lika þannig I þessum efnum, að honum er varlega treyst. Það er almennt álitið, að hefði Kissinger aðvarað grisku hershöfðingjastjórnina nógu eindregið, myndi hún aldrei hafa lagt út I það ævintýri að steypa Makariosi af stóli. Hershöfðingjastjórnin treysti þvl, að Bandarikin myndu geta fengið Tyrki til að láta sltka byltingu afskiptalausa og ef til vill hefur Kissinger treyst á þaö llka, en bæði hann og Nixon eru taldir hafa litið á Makarios sem eins konar Castro Miðjarðarhafsins og þvl gjarnan viljað losna við hann. En Kissinger virðist hafa metið afstöðu Tyrkja rangt, þótt furðulegt megi viröast. Tiltrú manna á óbil- andi dómgreind Kissingers varð þvi hér fyrir miklu áfalli og þvl eru þingmenn á Banda- rlkjaþingi nú ófúsari til að fara að ráðum hans en áöur. RÚMIR sex mánuðir eru liönir frá þvi, að griska hers- höföingjastjórnin lét vlkja Makariosi frá völdum, en það gerðist aðfaranótt hins 15. júll slðastl. Samtlmis gerðu grisku hershöfðingjarnir Nicos Sampson að forseta Kýpur. Bersýnilega var það ætlun þeirra að láta þetta veröa upp- haf þess, að Kýpur yrði inn- limuö I Grikkland. Þetta gátu Tyrkir ekki látið afskiptalaust og þvl sendu þeir herlið til landsins. 1 fyrstu nutu þessi viðbrögö Tyrkja verulegrar samúðar, en siðar breyttist þetta, þegar sýnt var, að þeir stefndu að framtlðaryfirráð- um á Kýpur, en ætluðu ekki að láta sér nægja að tryggja áfram sama ástand og var á Kýpur fyrir byltinguna, en sú var von manna I fyrstu. Fyrstu hernaðaraðgerðir Tyrkja gengu heldur illa, en þó féllust þeir á vopnahlé eftir fáa daga fyrirmilligöngu S.Þ., en rufu það svo eftir aö hafa flutt meira herlið til landsins, og létu ekki staðar numið fyrr en þeir höfðu lagt um 40% eyjarinnar undir vald sitt og þar á meðal helztu hafnar- borgina, Famagusta. Þá féll- ust þeir á vopnahlé að nýju, semhefur haldizt slðan undir eftirliti S.Þ. Allt bendir til, að þessu landi ætli Tyrkir sér að halda, enda þótt tyrkneski minnihlutinn á Kýpur sé innan við 20% af ibúunum. Þessi hluti eyjarinnar, norðurhlut- inn, er miklu frjósamari en syðri hlutinn, sem er áfram undir yfirráðum Kýpurstjórn- ar. Sama gildir um baðstrend- ur, en Kýpur hefur verið vax- andi ferðamannaland slðustu árin. Talið er, að um 80% af hótelum á Kýpur séu á þeim hluta eyjarinnar, sem Tyrkir ráða yfir, og þar séu fram- leiddir um 60% þeirra ávaxta, sem Kýpurbúar hafa flutt úr Makarios landi og verið hefur helzta út- flutningsvara þeirra. A þess- um hluta eyjarinnar ætla Tyrkir sér að hinir rúmlega 100 þús. Kýpurbúar, sem eru af tyrkneskum ættum, búi I framtlöinni, en hinir 500 þús. Kýpurbúar, sem eru af grísk- um ættum, búi á hinum hluta eyjarinnar, sem er að vísu stærri en hins vegar mun hrjóstrugri og að ýmsu leyti vanþróaðri. FLJÓTLEGA eftir að vopnahlé náðist I hiö síðara sinn, hófust viðræður milli fulltrúa þjóðarbrotanna á Kýpur. Af hálfu grískra Kýpurbúa hefur Glafkos Clerides verið helzti samningamaðurinn, en Rauf Denktash helzti samninga- maður af hálfu tyrkneskra Kýpurbúa. Clerides var for- seti Kýpurþings fyrir byltingu og bar sem slíkum að taka við forsetaembættinu, ef forsetinn forfallaðist. Hann tók því við forsetaembættinu, þegar Sampson var vikið frá, og gegndi þvi þangað til 7. desember siðastliðinn, er Makarlos kom heim úr útlegð- inni og tók við forsetaembætt- inu að nýju. Eftir heimkomu Makariosar vildu Tyrkir helzt hætta samningaumleitunum, þvi að þær væru vonlausar, ef Makarlos ætti að eiga aðild að þeim. Jafnframt neituðu þeir að viðurkenna hann sem for- seta. Niðurstaðan hefur orðið sú, að Tyrkir hafa fallizt á að halda viðræðum áfram undir forustu þeirra Cleridesar og Denktashs, en halda hins vegar fast viö það, að þeir viöurkenni ekki Makarlos. Denktash hefur um alllangt skeiö verið helzti leiðtogi tyrk- neskra Kýpurbúa, og hafa þeir Clerides verið taldir öðrum llklegri. til aö ná samkomu- lagi, ef það væri unnt á annaö borð. ÞAÐ ER skemmst frá að segja, að enginn árangur hef- ur enn náðst I viðræðum þeirra Cleridesar og Denk- tashs. Clerides hefur lýst yfir þvl, að hann geti fallizt á, að Kýpur veröi sambandsrlki, en þó á þann hátt, að það skiptist I mörg fylki, og ráði það þjóðarbrotið, sem er i meiri- hluta, stjórninni I viðkomandi fylki. Makarios hefur einnig lýst yfir því, að hann geti fall- izt á þetta. Þessu hafa Tyrkir hafnað og lýst yfir þvl, að þeir vilji að Kýpur skiptist I tvö fylki, tyrkneskt og griskt, og hefði hvort um sig vlbtæka heimastjórn og yrði sam- bandsstjórnin því lltið meira en nafnið eitt. Þessu hafna Grikkir. Eins og sakir standa, virðist vera útilokað að sam- ræma þessi tvö sjónarmið. Að undanförnu hafa þeir Clerides og Denktash aðal- lega reynt að ná samkomulagi um alþjóðlega flugvöllinn hjá höfuðborginni Nicosia, en hann hefur verið lokaður síðan strlðinu lauk. Tyrkir krefjast þess, að þeir fái jafna hlut- deild I stjórn flugvallarins og Grikkir, enda þótt hann sé á yfirráðasvæði Grikkja. Það vill Kýpurstjórn ekki fallast á. Meðan þetta samningaþóf stendur yfir, fer ástandið á Kýpur hrlðversnandi. Meðan á styrjöldinni stóð, flýðu um 180 þús. grískir Kýpurbúar af þvl svæði, sem Tyrkir hafa hernumið. Aðbúnaður þessa fólks er yfirleitt hinn versti. Engin skilyrði eru fyrir hendi til að skapa þessu fólki af- komumöguleika á grlska yfir- ráðasvæðinu og er þvl hér að myndast eitt af hinum stóru flóttamannavandamálum sögunnar. Aður en styrjöldin hófst, bjó rúmlega helmingur tyrkneskra Kýpurbúa á þvl svæði, sem Tyrkir hafa nú hernumið. Um 50 þús. þeirra bjuggu á þvi svæði, sem enn er undir yfirráðum Kýpurstjórn- ar. Um 20 þús. þeirra mun hafa flúið yfir á yfirráðasvæði Tyrkja meðan á styrjöldinni stóð. Nokkur þúsund þeirra flúðiyfir á það landsvæði, sem. Bretar ráða yfir og tilheyrir herstöð þeirri, sem þeir sömdu um að mega hafa á Kýpur. þegar þeir veittu eyjarskeggjum sjálfstæði. Bretar leyfðu nýlega að þetta fólk mætti fara til Tyrklands, en ætlunin er að það flytji svo þaöan til yfirráðasvæðis Tyrkja á Kýpur. Þetta hefur vakið mikla reiöi griskra Kýpurbúa og urðu þvl mikil uppþot við sendiráð Breta og Bandarlkjanna I Nicoslu, og hélt þeim áfram, unz Makaríos sjálfur skarst I leik- inn og bað menn stilla sig, þótt hann skildi vel afstöðu þeirra. Það sýnir bezt þau miklu áhrif, sem Makarlos hefur, að þessum tilmælum hans var hlýtt. Eins og málin standa nú, viröist engin lausn sjáanleg I Kýpurdeilunni. Tyrkir eru bersýnilega að búa um sig til frambúðar á Kýpur. Þeir hafa þar nú um 35 þús. manna her- liö og buðust nýlega til aö flytja heim 1000 manns, sem merki um sáttahug! Kýpur- deilan er ekki aðeins llkleg til að valda auknum hörmungum á Kýpur, heldur getur hún haft miklar alþjóölegar afleiðing- ar, t.d. á starfsemi Nato. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.