Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 12
12 TíMINN Mi&vikudagur 5. febrúar 1975. Það leið óðum á sumarið. Gústaf var á galías, sem hét „Erlan", og átti góða daga. Frá Einari hafði loks borizt bréf, sem skrifað var i Suður-Ameriku, þar sem hann hafði tekið land eftir margra mánaða útivist. Hann vissi ekki, hvert ferð skipsins var heitið, en lét þó í það skína, að nú yrði smátt og smátt haldið í heim-áttina. Bréfið var stutt, og hið eina, sem á því var að græða, var það, að Einar var þó enn á lifi. Síðasta bréf Eiríks hafði komið frá Hollandi, og þaðan var ferð skipsins heitið til Finnlands. í Álandseyjum var hver sumardagurinn öðrum fegurri og lognværari um þetta leyti, og tíminn leið óðfluga. Nú hlaut „Svea" að vera komin upp að Finnlandsströndum. Katrín spurði Engman gamla, sem gerði skipið út, um ferðir þess. Hann vissi ekki, hvar það var niðurkomið, hann hafði ekkert af því frétt. Vika leið af viku, og ekki kom „Svea" til haf nar í Finn- landi. Var skipið virkilega ekki komið til hafnar ennþá? — Nei, ekki haf ði það f rétzt. En hvað gat dvalið það? Því gat enginn svarað. En smávægileg óhöpp gátu oft valdið ótrúlega miklum töfum. Engin ástæða var til þess að vera hræddur um afdrif skipsins. Þetta var þó um hásumarið, og ekki haf ði heyrzt getið um neina storma á Norðursjónum. Mánuður var liðinn. Hálfur mánuður til viðbótar. Bráðum tveir. Nú tóku eyjaskeggjar að gerast órólegir. Hvar gat skipið verið? Nagandi kvíði, sem níst hafði ástvini og ættingja hinna týndu sjómanna, varð að linnulausri sálarkvöl. Og vonin — þessi bjánalega von, sem annað veif ið var að reyna að blása fólki því í brjóst, að allt gæti verið með felldu — gerði kvöldina aðeins enn sárari. Sannleikurinn, hver sem hann var, hefði verið mildari en þessi þrotlausa óvissa. Gamlir sjómenn hristu höf uðin, en þögðu, þegar þeir, sem yngri voru, lögðu niður fyrir sér, hvað margt gæti hafa orðið „Sveu" að grandi á bliðasta sumardegi. Verið gat, að leki hafði komið að skipinu og það síðan sokkið. En þá virtist ótrúlegt annað en skipshöfnin hefði komizt í skipsbátana og einhverjir þeirra komizt af. Það gat hafa rekizt á. En það var einnig ólíklegt annað en einhverjar spurnir hefðu borizt af slíku slysi. Brak, björgunarbátar — eitthvað hefði átt að finnast. Þetta hvarf var mjög dularfullt. Skipið hlaut að hafa brunnið. Af einhverjum ástæðum hlauteldur að hafa komið upp í því og breiðst svo fljótt út, að skipshöfnin gat ekki bjargað sér. Sú tilhugsun var hræðileg. Það var ekkjum og foreldrum og systkinum ægileg skýring. En flestir hölluðust að þessari skoðun, og jafnvel margir aðstand- enda hinna horfnu voru sannfærðir um það, að þannig hefði skipið farizt. Oll eyjan drúpti í sorg, því að hvarf „Sveu" hafði höggvið nærri öllum. Allir skipverjar, að fyrsta stýrimanni einum undanskildum, voru Álendingar, og flestir þeirra voru frá Þórsey. Þrír voru úr Vesturbæ: Engman skipstjóri, Eiríkur á Klifinu og unglingur frá Sæbóli, litla fiskimannsbænum niðri við Bátvíkina. Þegar margir mánuðir voru liðnir og úti var sérhver von um, að það undur gæti gerzt, að skipið kæmi einhvers staðar fram, hafði Engman forgöngu um það, að minningu hinna látnu yrði sómi sýndur. Hann gerði vandamönnum þeirra orð og stakk upp á því, að haldin yrði minningarguðsþjónusta um þá alla í sameiningu. Þetta varð að ráði, og prestinum var gert viðvart. Það var einnig leitað til Jóhanns og Katrínar um þetta. Sorgin hafði lagzt þungt á hjónin í kotinu uppi á ásnum. Katrin var sem orðin að steingervingi. Hún mændi oft hálfa dagana, með sviða í þurrum augunum, niður að Bátvfkinni. Þaðan vænti hún komu Eiríks. Hann varð að koma! Jóhann var orðinn enn hrumari en hann nokkurn tíma áður hafði verið, og sú litla matarlyst, sem hann hafði haft, var farin með öllu. Skelfdur og spyrjandi eins og barn leitaði hann sér verndar hjá Katrínu. En Katrín virtist ekki sjá hann. Hún sat þögul og þungbúin og starði þurrum augum á eldavélina, — eldavélina, sem Eiríkur og Gústaf höfðu komið með og gefið henni. Hann hafði verið svo fallegur, svo góður og var loks orðinn hraustur og tápmikill eins og hinir synir hennar. Hvers vegna þurfti hann svoaðdeyja nú, þegar líf ið var tekið að leika við hann? Hvers vegna dó hann þá ekki heldur, þegar hann var veill og vansæll angi? Hvers vegna dó hann ekki heldur, þegar hann lá lasburða í reifum í örmum hennar og hún hafði beðið þess, að hann mætti deyja? Hvers vegna? Hvers vegna? Hún var orðin sljó og sinnti ekki lengur um að af la sér vinnu. Hún lét Jóhann sjá um sig og gerði ekki annað en það, sem óhjákvæmilegt var. Svo kom Engman og spurði, hvort þau vildu láta minnast Eiríks með guðsjDjónustu í kirkjunni. Katrín vaknaði sem af svefni. Já, já, já, það vildi hún. En sama sinnuleysið og áður kom yf ir hana, jpegar hún fór að gera við fatnað þeirra Jóhanns fyrir kirkjuferðina. Þungbúinn, mollulegan sunnudag í septembermánuði, Miðvikudagur 5. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Mi&degissagan: „Himinn og jör&’’ eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýðingu slna (5). 15.00 Mi&degistónleikar: Tón- list eftir Tsjaikovský 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Strákarnir, sem struku” eftir Bö&var frá Hnifsdal. Valdimar Lárusson les (5). 17.30 Framburöarkennsla I dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.15 Nor&uriandamóti& I handknattleik Jón Asgeirs- son lýsir frá Kaupmanna- höfn. 19.45 Tjaldaö I Evrópu.Jónas Guðmundsson rithöfundur segir frá: þriðji þáttur. 20.10 Kvöidvaka a. Einsöngur Guðmunda Elíasdóttir syngur lög eftir Islensk tón- skáld. Fritz Weisshappel leikur undir b. Þættir úr Laxárdal f Dölum. Ágúst Vigfússon kennari flytur. c. Úr Háttatali Höfundurinn, Sveinbjörn Beinteinsson kveður. d. Kirkjuferöir Pétur Sumarliðason flytur minningarþátt eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum. e. Um islenska þjó&hætti Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur íslensk lög. Söngstjóri: Ingi- mundur Arnason. 21.30 Útvarpsáagan: „Blandaö I svartan dau&ann” eftir Steinar Sigurjónss. Karl Guðmundsson leikari les (8) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (9) 22.25 Bókmenntaþáttur I um- sjá Þorleifs Hauksonar. 22.55 Djassþáttur Jón Múli Arnason kynnir. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar 1975 18.00 Björninn Jógi. Banda- rísk teiknimynd. Þýöandi Stefán Jökulsson. 18.20. Leyndardómar dýra- rikisins. Bandariskur fræöslumyndaflokkur um. eiginleika og lifnaöarhætti dýra. 2. þáttur. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Fllahiröirinn. Bresk framhaldsmynd. Fllar gleyma engu. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jör&ina á 80 dögum. Bandarískur teikni- myndaflokkur, byggður að hluta á sögu eftir Jules Verne. 5. þáttur. Geröu ekki mikiö úr moldvörpuhaugi. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.00 Nýjasta tækni og visindi. Brunavarnir T stórhýsum, Torfæruhjólastóll. Rúm til varnar legusárum. Plast- hú&un tanna. Nýr kafara- búningur o.fl. Umsjónar- maöur Sigurður H. Richter. 21.25 Gestir hjá Dick Cavett. Mynd úr flokki bandariskra viðtalsþátta, þar sem Dick Cavett tekur tali frægt lista- fólk og leikara. Gestur hans að þessu sinni er bandariska kvikmyndaleikkonan Bette Davis. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.