Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 5. febrúar 1975. Vaka eða víma EIN VILLAN ANNARRI VERRI 1 Morgunblaðinu er reitur fyrir unga menn og heitir Slag- siðan. Þegar bátur er svo illa hlæður aö hann liggur niður á annað borðið er sagt, að hann sé með slagsiöu. Svo mikil getur slag- siðan orðið að skip kantri, velti á hliðina eða hvolfi og verður þá sigling þess ekki lengri að sinni. Slagsiöan birti viðtal við kannabisneytanda úr háskólan- um 15. deseinber siðastliðinn. Þaö er fróölegt viðtal, ekki sizt vegna þess að það sýnir að áfengið og neyzla þess á mikinn þátt i allri annarri eiturlyfja- neyzlu. Viðmælandinn var spurður hvort kannabis sé vanabind- andi. Hann segir það ekki vera fyrir sig en getur þess þó, að það sé vanabindandi fyrir suma. í« þvi sambandi segir hann: „Það eru til rónar i þessu eins og i brennivininu”. Siðan segir viðmælandinn að áfengi sé vimugjafi og vana- bindandi fyrir suina. „Ef mari- huana er eitur, þá er áfengi það ekki síður”. „Kannabis er að minum dómi hættuminna en brennivin. Menn verða rólegir og yfirleitt jákvæðir gagnvart náunganum. Dómgreindarleys- ið sem oftast fylgir áfenginu er hverfandi litið i hassi”. „Menn losna alveg við ælustandið og slagandi göngulag. Að visu geta menn orðið kærulausir og örlitið ruglaðir ef mikið er reykt, en sjaldan svo, að menn hafi ekki nokkurn veginn stjórn á sjálfum sér”. Viðmælandinn telur aö sjaldan verði áhrifin svo mikil að menn hafi ekki nokkurn veginn stjórn á sjálfum sér. Kjarninn i þessum málflutn- ingi er sá, að áfengi sé sizt meinlausara en þessi fiknilyf. Þetta eru sömu rökin og notuö eru I nálægum löndum: Or þvi þessi efni eru ekki hættulegri en áfengi á að gefa sölu þeirra frjálsa. Háskólaneminn getur þess, að „takist að sanna þær fullyrð- ingar, sem nýlega hafa komið frain um að kannabis geti verið skaðlegt fyrir heilann skuli hann verða fyrsti maður til að hætta neyzlu þess fyrir fullt og allt”. Það er ekki ljóst hvort þessi háskólaneini neytir áfengis. Væntanlega gerir hann það ekki. Áhrif þess á heilann eru fullsönnuð. En hver sem afstaða hans er, þá er það alveg vist að þorri þeirra, sem verða hinum nýrri fikniefnum að bráð, byrja neyzlu þeirra i þeirri trú, að þau séu ekki öllu hættulegri en jafn- algengt og sjálfsagt nautnalyf sem áfengið er. Það er ekki ætlunin að reyna hér að raða vimugjöfum eða eiturlyfjum eftir þvi hve hættu- leg þau eru. Samkvæmt álits- gerð frá heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna áriö 1965 er talið að menn verði ekki Hkamlega háðir kannabisefnum en oft mjög háðir þeim andlega, vegna þess að áhrif þeirra þyki svo notaleg, en þau eru gjarnan áhyggjuleysi og kæruleysi sam- fara sljóvgaðri dómgreind og skertu minni og siðar, við meiri neyzlu, ofskynjanir. Hins vegar er talið að þó að kannabisneyt- endur fari oft að neyta sterkari efna stafi það frekar af þeim fé- lagsskap sem þeir fá vegna þessarar neyzlu en kannabis- neyzlunni sjálfri. 1 sömu skýrslu er rætt um áfengi sem vanabindandi fikni- ,efni og m.a. sagt um það: „Að vera háður áfenginu getur skaðað einstakinginn svo mjög að engin fikniefnaástriða er verri. Afengið veiklar hugs- unina. Samvinna meðvitundar og hreyfinga fatast svo að vinnuafköst minnka en slysa- hætta vex. Dómgreindin sljóvg- ast, alls konar veilur koma fram i störfuin og margt verður til ásteytingar i samskiptum við aðra menn. Sjálfstjórn bilar, hömlur leysast upp og sjúkleg frekja verður ráðandi, en henni fylgir ýmisleg áreitni. Þar að auki veldur áfengisneyzla al- varlegri likamlegri vanheilsu. Félagslega tjónið er mikið. Drykkjumaðurinn eyðir aflafé sinu til áfengiskaupa. Atorka hans minnkar og svo getur farið að heimilið þurfi opinbera framfærslu. Drykkjumaðurinn lendir I ýmiss konar óláni, sem skaðar aðra og veldur þeim fjárhagslegu tjóni. Astriðan verður óbærileg f járhagslega en ennþá þyngri er þó þjáningin, sem drykkjumaðurinn sjálfur og þeir, sem honum eru nánast- ir verða að þola. Getum við ekki verið sam- mála um það, að áfengið sé svo hættulegt og viðsjált að það séu engin sérstök meömæli þó að óvist sé að hin nýju vimulyf séu verri en það. Vissulega er öruggast að varast allt, sem svipar til þess. Það er rökrétt ályktun af eðli málsins að rétt sé að beita sér gegn öllum þeim ófögnuði. Háskólanemi Slagsiðunnar sagði, að mannskepnan viröist hafa þurft á vimugjafa að halda gegnum alla söguna. Það er misskilningur. Þeir eru óþarfir. Áfengið veldur meiri sorg en gleði, meiri óhamingju en ham- ingju. H.Kr. Tómas Gíslason: UPPBLÁSTUR OG ÁGANG- UR VATNA í MEÐALLANDI — Orðsending til Vegagerðar ríkisins Nú er ekki hægt að sitja leng- ur aðgerðarlaus. Þess vegna sting ég niöur penna. Vegagerð rikisins lét stifla Ásakvislar, eins og kunnugt er, þar sem þær runnu úr Eldvatni. Þetta vatn kvislaðist um Eldhraunið. Þarna voru viða stór svæði vall- iendisgróin, sem voru að mestu framburöur jökuivatna, viðast hvar þunnt iag ofan á hrauni. Þetta var mjög grasgefiö, eink- um meðfram vötnunum. Nú þegar búið var að taka vatniö af, fór þetta að blása upp, eins og við mátti búast, þar sem þunnt sandiag, blandað jökul- leir, heldur takmarkað i sér raka, enda sjást þess greinileg merki á sumrum, þegar þurrk- ar eru. Þá gulnar og skrælnar grasið, og sauðfé, sem þarna er, hópast niöur I heimahagana, enda hvergi vatnsdropa að hafa. Nú vikur sögunni að byrjunarframkvæmdum, og undirbúningi. Þvi er ég ekki kunnugur, þótt ótrúlegt megi viröast, þar sem ég er einn af ábúendum Melhólsjarða, en þær og Leiövöllur verða fyrir hvað mestu tjóni af völdum þessara framkvæmda. Ráöamenn þess- ara framkvæmda létu ekki svo litiö að tala viö okkur um þetta fyrirfram. Nú fréttum við, að byrjað væri að veita þessu vatni, og töl- uðum viö þá við verkstjóra, vegagerðarinnar, sem stjórnaði verkinu. Hann sagöi okkur, að vatnið yrði ekki allt stöðvað, heldur látið renna eitthvað. Þaö létum viö gott heita, enda væri það nóg vatn fyrir okkur að jarðvegurinn héldist nógu rakur og féö heföi nægilegt vatn aö drekka. Einnig var mér sagt, aö teikningarnar af þessum fram- kvæmdum sýndu, að ekki ætti að stöðva allt vatnsrennslið. Nú kom að þvi að verkinu var lokið, vatnið allt stöðvaö, og náttúruöflin létu ekki á sér standa að feykja sandinum upp úr vatnsfarveginum yfir gras- lendið. Þá var tekin þarna stór sandgræðslugiröing. Ekki var heldur talað viö okkur. Nú var búið að eyöiieggja mikið af okk- ar sumarhögum og okkur meinaður aðgangur aö þeim. Það, sem eftir er utan girðingar af hrauninu, blæs óðfluga upp. Þarna er mikið og fallegt, kjarrivaxið land, að mestu i landi Leiðvallar. Einnig það fær. sinn skammt af sandi og uppblæstri. Við erum búnir aö gera Itrekaðar tilraunir til aö fá leiö- réttingu mála okkar, án árang- urs enda þótt þeir lögfræðingar, sem við höfum talað við, segi þetta tvímælalaust lögbrot á okkur. Einnig reyndi ég að fá viðtal hjá vegamálastjóra, en var neitað og visað á Steingrim Ingvarsson verkfræöing. Jú, jú, þetta átti að taka til athugunar. Siðan eru liðin rúm þrjú ár, og ekkert hefur verið gert, þótt við reynum að halda málinu vak- andi. En náttúruöflin vinna af fullum krafti, og tugir hektara fara undir sand árlega. Nú er svo komið, aö við verðum aö hafa mest af okkar fénaði i heimahögum, og þar af leiöandi verður það miklu dýrara, nema þvi sé beitt á ræktað land að verulegu leyti, eða borið á heimahaga, en þá er Vegagerð rikisins þar að verki eða starfs- menn hennar, sem ég kem að stðar. Nú skora ég á vegamála- stjóra að svara: Er hann að neyða okkurútilangvinn mála- ferli? Þá eru það fyrirhleðslur fyrir Kúðafljót. 1 frostum á vetrum, þegar klakastiflur komu I það, flæddi það austur yfir Meðal- landið. Þá var svo komið, aö ekki var byggilegt i vesturhluta sveitarinnar, og vegir og girð- ingar fóru undir vatn. Þá var hlaðið fyrir 1955-1958, svo að vatnið kæmist ekki i austurfar- veginn. Það er úr hraunbrún hjá Landárgljúfri i Leiövallar- hólma. Þar voru þá háir bakkar og talið öruggt, að vatnið færi ekki þar yfir. Þessir garöar hafa staðiö sig vel, þótt oft hafi reynt mikið á þá. Nú gerðist það, sem flestum mun i fersku minni, að vatns- hlaup kom i Mýrdalssand. Þessu vatni reyndi vegagerðin að veita i Skálm, sem rennur i Kúðafljót, vestur af Leiðvallar- hólmum. Þetta vatn flutti ógrynni af sandi austur I Kúða- fljót, hækkaði farveginn og kýldi fljótinu austur og hækkaði botn vatnsfarvegarins svo mik- ið að nú er Leiðvallarhólminn ekki orðinn hærri en aurinn vestan við. Vatnið flæddi nú yfir hólmann og hann er nú að mestu kominn undir sand og aur. Ýtt var upp bráðabirgðagaröi á hólmanum, sem er nokkuð stór, um 60-70 ha. Þetta var mjög gott beitiland, valllendis- móar og mikill kvistur. Nú kom skarð i þennan garð i fyrrahaust. Verkstjóri vegagerð arinnar var látinn vita, en ekk- ert var gert. Nú siðast liðið sumar skar Kúöafljót sig i gegn- um hólmann og setti tugi hekt- ara af grónu landi og hálf- grónum aurum undir vatn. Sið- an leggst það með fullum þunga á Sandodda og hraðgrefur bakka hans. Norðan við Sandodda var gamall vatnsfarvegur. í hann lét vegagerðin ýta I haust. Sunnan við Sandodda, eða milli Sandodda og Bæjarhólma, er býlið Sandar, sem nú er i eyði. Þarna var gamall garður, sem ýtt var fyrir mörgum ár- um, ekki grjótvarinn. Nú lagðist vatnið á þennan garð með full- um þunga. Verkstjóri vegagerð- arinnar var látinn vita, og hann kom með ýtu og bila og vann i einn dag, en þvi miður ekki nóg. Nokkru seinna fór að sjá á garðinum, verkstjórinn var lát- inn vita, en þvi var ekki anzað. Fáum dögum seinna var garð- urinn horfinn, en dugað hefðu fáir bilar af grjóti til að koma i veg fyrir það. Nú flæðir vatniö yfir stórt landsvæði með tilheyrandi eyði- leggingu og brýtur niður langan kafla af landgræðslugirðingu. Dýrt spaug það. Umboðsmaður þjóögarða hér hringdi i jarð- eignadeild rikisins. Þeir ætluðu að leggja fram fé i bili til að stöðva þetta vatn en verkfræð- ingur vegagerðarinnar neitaði að nokkuö yrði 'gert fyrr en i vor. Hvers vegna? Það var ekki nema 4-5 daga verk að ýta upp garði, sem dygði i vetur, án þess að grjót- verja hann, væri hann rétt stað- settur. En tjónið, sem vatnið getur valdið I vetur, gæti hlaup- ið á hundruöum þúsunda. Það eru ef til vill slikar ráð- stafanir, sem kallast verkfræði- þekking. Nái Kúðafljót aö renna þarna af krafti, sem búast má við, verður ekki auðvelt að stöðva það, nema með miklum kostnaöi, en eyðileggingunni er það veldur, sem þegar er orðin mikil, er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir, fyrr en is og jakahrannir þiðna. 1 siðasta Skaftárhlaupi flæddi vatn yfir mikið landsvæði og olli miklum skemmdum. Þá kom bezt i ljós, hversu mikið er i húfi, ef ekki er gert við varnar- garða, sem skörð koma i, eins og i þessu tilfelli. Vatnið, sem rann um fyrrnefnt skarð, var búið að fylla gamla farveginn af is. Annars hefði vatnshlaupið haft þar greiða leið fram, i stali þess að renna austur á byggð- ina, eins og það gerði. Þegar svona kemur fyrir, ættu þeir, sem hafa slik verk með hönd- um, að koma og skoöa með eigin augum og gera sér grein fyrir, hvaö er að gerast, en ekki endi- lega þegar bezt og bliðast er og engin hætta er sjáanleg. Ef svona á að halda áfram, er fyrirsjáanlegt, að vesturhluti Meðallands fer I auðn á næstu árum. Hér þarf að bregða fljótt við og lengja gömlu varnar- garðana. Einnig yrðu þeir mikil vörn i hugsanlegu Kötluhlaupi. Útihús út á fjörð Skemmdir á brú og olíutanki í asahldku á Stöðvarfirði SJ-Reykjavik — Mjög mikiil snjór hefur verið I Stöðvarfirði að und- anförnu, ogaðfaranótt mánudags gerði asahláku. Hiaup kom i árn- ar 2, sem renna um kauptúnið. Innri Einarsstaðaá kom niöur með mikinn snjó og Is með sér og hreinsaöi allt af brúnni á þjóðveg- inum við þorpið nema sjáift brú- ardekkið. Þá tók áin tvö útihús, hjall og hænsnahús, sem stóðu niðri við sjó, og bar út á fjörð. 20—30 hænsni voru I húsinu. Mik- ill flaumur kom að tveim Ibúðar- húsum við Arbæ, — þar færðist úr staö 2000 Htra oliutankur, og má af þvl merkja, hve mikið flóð þetta var. Þessir atburðir áttu sér staö á tólfta timanum I gærmorgun, og var hrein mildi, að ekki varð manntjón, að sögn Björns Kristjánssonar, fréttaritara Tim- ans á Stöðvarfirði. Ytri Einarsstaðaá rennur ofan á snjó og Is og hefur ekki valdið spjölluin, og uin miðjan dag I gær haföi stytt upp, a.m.k. um sinn. Vonuöu menn aö hún myndi bræða af sér sjálf, án þess að frekara tjón yrði. Mikil göng eru viða i snjónum á götum á Stöövarfirði og hætta á vatns- flaumi. Voru menn á ferli frá þvi sex I gærmorgun aö fylgjast með ánum og vatni á götum. Hæg hláka hófst á Stöðvar- firði fyrir helgi, en þegar fór að rigna að ráði, var ekki að sökum að spyrja. 1 Vik I Mýrdal urðu minni hátt- ar spjöll af völdum þiðunnar. Þar hefur vatn farið inn I kjallara undanfarna daga, en alvarlegar skemmdir vitum við ekki um. Fannfergið i Vik er mikið farið að hjaðna. Færö á vegum I þorpinu og nágrenni hefur verið þolanleg undanfarna daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.