Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.02.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. febrúar 1975 TÍMINN 9 * (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Alþýðufylking í dauðateygjum I Þjóðviljanum birtist i gær grein, sem lýsir þvi glöggt, að varanlegt samstarf milli sósialdemó- krata og kommúnista er útilokað. I greininni er sagt frá alþýðufylkingunni i Frakklandi undir fyrirsögninni: Alþýðufylkingin i dauðateygjum. 1 greininni eru málavextir raktir á þessa leið: „Kommúnistar voru löngum einangraðir yzt á vinstri kanti franskra stjórnmála, en sú staða hefur breytzt. Upp úr látunum 1968 hafa ótal sam- tök sprottið upp vinstra megin við þá. Jafnframt hafa kommúnistar þokazt til hægri, og rofið þann múr, sem borgaraflokkarnir og sósialistar hlóðu milli sin og þeirra. Sósialistar urðu fyrir miklum skakkaföllum i lok siðasta áratugar, frambjóðandi þeirra, Francois Mitterrand, tapaði forsetakosningum oftar en einu sinni og uppvist varð um mikla spillingu innan flokksins. Upp úr þessum jarðvegi spratt svo Alþýðufylk- ingin árið 1972. Þá staðfestu kommúnistar þá hægri þróun, sem orðið hafði innan flokks þeirra og sósialistar eygðu jafnframt tækifæri til nýrrar framsóknar. 1 stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar fundu menn hvergi þótt vel væri leitað gömul vigorð kommún- ista eins og alræði öreiganna og eyðing hins borg- aralega rikisvalds, og byltingunni var skotið á frest. Þess i stað voru þar almennar setningar um samfylkingu gegn einokunarauðvaldinu, baráttu gegn atvinnuleysi, eflingu almannatrygginga, frjálslyndari menningarpólitik o.þ.h. Með þessa stefnuskrá að vopni hugðist Alþýðu- fylkingin ná meirihluta á franska þinginu og vinna forsetakosningarnar, en hvort tveggja brást, þótt ekki munaði miklu. En brátt fór að koma i ljós hverjir högnuðust á samfylkingunni. Mitterrand, sem persónulega hafði beðið mikinn hnekki og verið ásakaður um ýmiss konar spillingu, hann hlaut nú uppreisn æru og tókst að gera sig framfarasinnaðan og lands- föðurlegan i augum franskra kjósenda. Einnig stórefldist Sósialistaflokkurinn að atkvæðum”. í framhaldi greinarinnar segir, að eftir þessa fylgisaukningu sósialdemókrata hafi kommúnist- ar tekið að óróást, en sósialdemókrata farið að dreyma að nýju um einn stóran sósialdemókrat- iskan flokk. Hófust þvi svikabrigzl á vixl. Grein- inni i Þjóðviljanum lýkur þannig: „Kommúnistar ásökuðu sósialista um að svikja kosningabandalagið, og að hafa i hyggju stjórnar- samvinnu við miðflokkana, sem eru i sárum eftir fall De Gaulle. Einnig benda þeir á, að i ályktun landsfundar sósialista i október sé ekki vikið einu orði að Alþýðufylkingunni heldur rætt um, að sá timi kunni að renna upp að sósialistar hafi úrslita- vald i stjórnarmyndun. Kommúnistar voru nú i verstu klipu: vinstra megin við þá eflist sjálfstæð skipulagning róttækra verkamanna og hægra megin eru sósialistarnir á mikilli uppleið. Viðbrögð flokksins voru klassisk: eitt skref til hægri. Á 21. flokksþingi kommúnista, sem haldið var i októberlok var samþykkt ályktun, þar sem aðeins einu sinni er minnzt á sósialisma, alþjóðahyggjan hverfur og stéttarbarátta er hvergi nefnd. 1 stað hennar á að ná samstöðu með gaullistum og fleiri „lýðræðissinnum” um ,,þjóð- lega einingu”.” Hér lýkur grein Þjóðviljans. Þessi reynsla i Frakklandi staðfestir enn á ný, að ekki er hægt að sameina sósialdemókrata og kommúnista i einum flokki eða fylkingu. Til þess eru sjónarmiðin alltof ólik. Þ.Þ. Ritstjórnargrein úr Arbetet, Malmö: Fögnuður blandinn nokkrum áhyggjum Viðhorf kommúnista til efnahagskreppunnar SKUGGALEGAR fram- tíBarhorfur hafa sett svip sinn á viöhorf manna á Vesturlönd- um viB áramótin. Kreppuein- kenni koma nálega hvarvetna fram. Atvinnuleysi er meira aB segja ört vaxaridi i Vestur- Þýzkalandi, sem hefir þó veriö taliB eitt efnahagslega traust- asta ríkiö á Vesturlöndum. Horfur eru hvarvetna meira eöa minna i likingu viö þaö, sem geröist við upphaf krepp- unnar á fjórða tug aldarinnar. Forustumenn kommúnista- flokka i Evrópu ætla senn að halda ráðstefnu i Austur- Berlin. Efnahagsmálin verða þar helzta umræðuefnið. Þar á auðvaldskerfið að fá sinn dóm og jafnframt á að sýna fram á, að kommúnisminn sé hinn eini, skynsamlegi valkostur. Leiðtogar kommúnistarikj- anna eru orðvarari en leiðtog- ar kommúnistaflokka I öðrum rikjum. Vitaskuld er ekki nema mannlegt af þeim að fagna erfiðleikum kapitalism- ans. Hve oft hefur ekki klingt i eyrum þeirra, að kerfi þeirra sjálfra, kommúnisminn, komi i veg fyrir efnahagslegar framfarir. NÚ riður á fyrir kommúnistarikin að halda fullri atvinnu og nokkurn veg- inn stöðugu verðlagi á yfir- borði að minnsta kosti, sam- timis og Bandarikjamenn og Vestur-Evrópumenn búa við atvinnuleysi og hraðvaxandi verðbólgu. Siðasti fundur for- ustumanna Atlantshafsbanda- lagsrikjanna fjallaði að þessu sinni ekki einungis um hið hefðbundna efni, hættuna i austri. Þar var mikið rætt um efnahagserfiðleika aðildar- rikjanna. Þvi er næsta skiljan- legt, að ekki sé sagt eðlilegt, að þeir austanmenn hlakki yf- ir óförum Vesturlandamanna. Aukið raunsæi I kommúnistarikjunum kemur einmitt fram I þvi, að leið- togarnir leggja nokkrar höml- ur á fögnuð sinn yfir erfið- leikunum i vestri. Þeim er ljóst, að þeir eiga sjálfir við allmikinn vanda að etja. Landbúnaður Sovétmanna er ekki enn fær um að brauðfæða landsmenn. Táknrænt má telj- ast I þessu sambandi, að kjaraskilyrði matvörukaupa Sovétmanna I Bandarikjunum torvelda verulega viðleitnina til sambúðarbóta risaveld- anna. OKKUR er oft sagt, að verð- bólga þekkist ekki I kommúnistarikjunum. En sú fullyrðing fær þó alls ekki staðizt, þegar betur er að gáð. Hitt er augljóst mál, að þar sem rikið ákveður sjálft bæði verðlag og launakjör verður auðveldara að fást við verð- bólguna en i þeim rlkjum, sem búa við markaðskerfi. En veröbólgu verður sannarlega vart i þeim rikjum, sem ástunda áætlunarbúskap. Til dæmis er verðbólgan I Tékkó- slóvakiu nú alveg ámóta og gerist I Vestur-Evrópu. Vöru- framboðið hefir ekki aukizt I hlutfalli við almenna tekju- aukningu. Arangurinn er vita- skuld umframeftirspurn. Hvert kommúnistarikið af öðru hefir sveigt efnahags- stefnu sina til samræmis við ástand markaðsins. Þegar, þannig er farið að hljóta bæði kostir og gallar að bera keim af þvi, sem gerist I hinu vest- Brjéznef ræna efnahagskerfi. Þetta kemur meðal annars fram i aukinni félagslegri ókyrrð i þeim austrænu rikjum, sem lengst eru komin I iðnvæðingu og efnahagsþróun. Gripið er til efnahagslegra hvata til þess að auka fram- leiðnina. „Það verður að borga sig að vinna”, var ein- hvern tima sagt i öðru sam- bandi. En auknum tekju- mun fylgir að sjálfsögðu óánægja og andmæli þeirra, sem dragast aftur úr I saman- burðinum. Þá gerist það, að verkamenn snúast til stjórnarandstöðu i verka- mannariki, og sú andstaða verður erfiðari viðfangs fyrir rikisstjórnina en andstaða menntamannanna, sem meira orö hefir þó farið af. ÖLL riki kommúnista þurfa á vestrænni tækni að halda til þess aö auka framleiðnina og efla samkeppnishæfnina á heimsmarkaðinum. En þessarar tækni verður ekki aflað nema gegn „hörðum” gjaldeyri, eða með samnings- bundinni samvinnu. Hún þýðir svo aftur i framkvæmd, að vestræn fyrirtæki reisa verk- smiðjur i austrænum rikjum og taka hlut sinn i vörum. „Harður” gjaldeyrir er af næsta skornum skammti i öll- um austrænum rikjum og vestræn tækni verður þeim þvi dýrari en ella einmitt vegna verðbólgunnar á Vesturlönd- um. Austanmenn verða þvi enn háðari vestrænu efna- hagslifi vegna áðurgreindrar samvinnu. Af þessu leiðir, að fögnuður austanmanna yfir erfiðleikun- um i auðvaldsrikjunum er ekki fölskvalaus. Ókyrrðin heima fyrir varpar þar nokkr- um skugga á. EKKERT virðist benda til þess, að leiðtogar Sovét- rikjanna eða annarra kommúnistarikja biði hlakk- andi eftir væntanlegu efna- hagsöngþveiti á Vesturlönd- um. Gagnkvæm áhrif eru allt of mikil til þess að svo sé. Stjórnmálaáhrifin af efna- hagskreppu á Vesturlöndum eru einnig óviss. Látið er vita- skuld I veðri vaka, að sllk framvinda sé kommúnista- flokkum afar hagstæð. En leiðtogar austurveldanna eru þó nægilega skynsamir til þess að gera sér ljóst, að allt önnur stjórnmálaöfl geta ekki siður hagnazt á efnahagserfiðleik- um og félagslegri ókyrrð. Sigrar hægrimanna i Vestur- Þýzkalandi að undanförnu benda ótvirætt i þá átt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.