Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 1
Sandersonl lyftarinn kominn HF HÖRÐUR GUNNARSSON 'SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 Jólapóst- urinn kom í febrúar PÓSTSAMGÖNGUR eru ekki sem beztar sums staöar á landinu, og má nefna til dæmis, að fólkið I Tunguseli i Sauðaneshreppi fékk jóla- póst og nokkuð af jóla- sendingum i byrjun þessa mánaðar, eitthvað rúmlega fjörutiu dögum seinna en til stóð. Þá komu einnig fyrstu dagblöðin, sem á heimilið bárust á þessu ári. Tungusel er austan Hafra- lónsár, á að gizka tólf kiló- metra frá Þórshöfn, og tekur ekki nema svo sem tiu minútur að aka þá leið þegar færi er dágott. Það eru að sjálfsögðu snjóalög, sem valdið hafa þvi, að jafnvel póstsamgöngur hafa fallið niður um langt skeið i vetur. Næsti fundur á miðvíku- daginn FB-Reykjavík. Á föstu- daginn var haldinn samningafundur ASÍ og Vinnuveitendasambands is- lands. Stóð sá fundur nokkuð fram eftir degi, og höfðu aðstæður tekið töluverðum breytingum frá þvl sem verið hafði á samningsfund- unum næst á undan með tilkomu gengis- fellingarinnar, sem menn höfðu ekki búizt við að væri svona skammt undan, að sögn Barða Friðrikssonar, hjá Vinnuveitendasam- bandinu. Hann sagði enn- fremur að nokkuö hefði verið rætt um að vlsa málunum til sáttasemjara, en reyndar hefði það komið til tais áður. Frá þvl var þó horfið að sinni, og næsti fundur boðaður á miðvikudaginn. Mikil loðnu- veiði FB-ReykjavIk.Loðnuaflinn i gær var kominn á 11. þúsund tonn um kvöldmatarleytiö, en heildarafli sólarhringsins þar næst á undan komst upp I 16 þúsund tonn, og er það mesti sólarhringsaflinn til þessa á veiðitimanum. Það voru 40 bátar, sem höfðu tilkynnt afla sinn i gær, en aflinn sólarhringinn þar á undan skiptist á 50 báta. Gott útlit var fyrir áframhald- andi veiði. ÆNGIRf Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif , Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Þessi mynd er tekin á Kef lavíkurflugvelli síðdegis í gær og sýnir þá Olof Palme og Ank- er Jörgensen/ forsætis- ráðherra Svíþjóðar og Danmerkur, ræðast við, meðan þeir bíða þess að komast til Reykjavíkur. Sjá nánari fréttir af fundi Norðurlanda- ráðs, sem hefst hér í Reykjavík i dag, á bls. 3 og 16. Tímamynd Gunnar MÁ VINNA FISKIMJÖL ÚR FRÁRENNSLISVATNI FRYSTIHÚSANNA? FB-Reykjavík. Meðal verkefna nýstofnaðrar Tæknideildar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins er að kanna, hvernig hreinsa megi frárennslis- vatn frystihúsa, en það mun vera oröið mjög brýnt nauðsynjamál til dæmis 1 Vestmannaeyjum og Höfn I Hornafirði, þar sem hafnirnar hreinsa sig ekki nægilega mikið, að sögn Trausta Eirikssonar deildarst jóra Tæknideildarinnar. Trausti sagði I viðtali við, Tlmann, að fyrirhugað væri aö afla upplýsinga frá öðrum fisk- veiöiþjóðum, um það á hvern hátt hreinsun frárennslisins er hagað þar, og hvaða tæki eru notuð viö það. Markmiöið er að nýta þau eggjahvituefni og þá ollu, sem er I frárennslinu, og ætti nýting þess- ara efna að geta orðið til þess að hjálpa til við að afla aukinna verðmæta úr framleiðsluhráefn- unum, með aukinni mjölvinnslu. Affall frá frystihúsunum á að vera I tvennu lagi, annars vegar skolp, og hins vegar frárennsli úr vinnslusölum, og þvi ætti að vera auðvelt aö kanna þaö, hversu mikiö af nýtum efnum er i frá- rennsli húsanna. Tæknideildin er einnig með á prjónunum athugun á hag- kvæmustu aöferð við hreinsun vinnslusalanna, en aldrei hefur verið athugað hér hvaða vatns- magn og þrýstingur sé heppi- legastur við þessa hreinsun. Þá er f ráði að rannsaka áhrif fiskþvotts og kanna að hversu miklu gagni hann kemur. Roöið er sá hluti fisksins, sem inniheld- ur mestan fjölda gerla. Við nútimaflökun í flökunarvélum kemst roðið alltaf I snertingu við fiskholdiö sjá'.ft, og er þvi mjög þýöingarmikið að fiskþvotturinn sé nægilega vel framkvæmdur. Þessi athugun mun fara fram i samvinnu við Gerladeild Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Verða þá tekin sýnishorn úr fiskinum bæði fyrir og eftir að hann hefur farið i gegnum fiskþvóttavélarnar, og gerlamagnið kannað. Sýning Jakobs Hafsteins opnuð í dag: ,,Þakklátur FÍM fyrir auglýsinguna" Rithöfundar og grafíkmenn mótmæla, Hringur og Leifur Breiðfjörð sýna ekki SJ-Reykjavfk — Ég hef ekki tekið þátt I deilu Félags Islenzkra myndlistarmanna og fulltrúa Reykjavikurborgar um hver skuli fá að sýna I Myndlistarhúsinu. Og það fjaðrafok, sem orðið hefur I kringum þetta mál, sem sýning min er óneitanlega bendluð við, hefurekki haft siæm áhrif á mig, heldur þvert á móti stappað I mig stálinu. Og ég er meðlimum FtM mjög þakklátur fyrir að hafa vak- ið svona mikla athygli á mér, ég hcld ég hafi ekki átt þaö skilið. Svo farast Jakobi Hafstein mál- ara og prentsmiðjueiganda orð, en hann opnar i dag sýningu á málverkum og vatnslitamyndum I vestursal Myndlistarhússins á Miklatúni, en hún hefur verið mjög umdeild að undanförnu. — Hver og einn listamaður, hvort sem hann er góður eða vondur, hlýtur að standa eða falla með sinum verkum. Og ég held aö það geri engum neitt til þótt hann fái að sýna verk sin, ef þau verða léttvæg fundin þá sýnir hann bara ekki aftur. Og Jakob Hafstein bætir við: — Mér finnst að lista- menn eigi að sýna umburðarlyndi og kærleika og reyna að lyfta undir aðra listamenn, jafnvel þá, sem þeir halda að séu lélegir listamenn, fremur en að niðast á þeim. Jakob kvaðst gjarnan vilja taka þaö fram, að hann hefði aldrei sótt um að halda sýningu i Kjar- valssal I Myndlistarhúsinu, hon- um hefði hins vegar verið boðiö að sýna þar, eftir að sýningarráð hafði neitað honum um að sýna I vestursal, en siðan þróuðust mál þannig að sýning hans er i vestur- salnum, eftir að fulltrúar FIM hafa hætt störfum i sýningarráði, og Kjarvalssýningin er óhreyfð á slnum stað. Á sýningu Jakobs Hafstein eru um 150 verk. Vatnslitamyndir eru i meirihluta, en þar eru einnig oliumálverk, kola- og krítarteikn- ingar. Elztu málverkin geröi Jakob Hafstein 1944-’45 en þau yngstu eru nýleg. En hann hefur málað frá barnsaldri og kveðst aldrei fara svo úr bænum að hann taki ei teikni- og málaraáhöld með sér. Þegar hann er i Reykja- vik málar hann minna, enda i fullu starfi, þó kveðst hann oft fara á fætur kl. 4-5 á morgnana til að mála og þá stundum halda áfram þegar vinnudegi er lokið á kvöldin, ef verkefni kallar sér- staklega á hann. — Ég hefði gjarnan viljað nota siðasta sprettinn eingöngu i að Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.