Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 15, febrúar 1975 TÍMINN 9 Gisli G. isleifsson. öllum er kunnugt um hin tiöu flugrán, sem framin eru i heim- inum, en ef til vill er öllum ekki eins vel kunnugt um það, hvað gert hefur verið á alþjóðavett- vangi til þess að sporna við þeim. Skýrt hefur verið frá þvi i dagblöðum, að alþjóðasam- band fluginanna hefur haldið fundi um málið og margir fleiri aðilar, en ekki er mér kunnugt um, að þar hafi verið fundin nein einhlít lausn á vandanum, eins og reynslan sannar. Helzta ráðið er leit á mönnum og i vör- um og farangri. Hinn 16. desember 1970 var gerður samningur i Haag um.að koma i veg fyrir ólöglega töku loftfara, en þann 29. júni 1973 voru utanrikisráðuneytum Bandarikjanna, Bretl. og So- vétrikjanna afhent aðildarskjöl íslands að samningnum. Hann tók gildi á tslandi hinn 30. júli 1973 og er birtur i C-deild Stjórn- artiðinda 1973, bls. 160 og áfr. Hinn 23. september 1971 var gerður samningur i Montreal um að koma i veg fyrir ólög- mætar aðgerðir gegn öryggi flugsamgangna, og hinn 29. júni 1973 voru utanrikisráðuneytum áðurnefndra þjóða afhent aðild- arskjöl að sainningnum. Tók hann gildi sama dag og hinn fyrrnefndi og er birtur i Stjórn- artiðindum i framhaldi af hon- um. Samkvæmt 2. gr. fyrri samn- ingsins og 3. gr. siðari samn- ingsins skuldbindur sérhvert samningsriki sig til þess að lýsa afbrot skv. samningunuin refsi- verð og leggja þung viðurlög við þeim. Ekkert timatakmark er sett fyrir samningsriki, hvenær afbortin skuli lýst refsiverð. Með orðalaginu „lýsa refsi- verð” tel ég, að átt sé við að lög- festa reglur um refsinæmi af- brotanna, en orðalagið „leggja þung viðurlög við” skýrir sig sjálft'. Þegar þetta er ritað, hafa þessi ákvæði ekki verið sett inn i gildandi islenzk refsilög eða sérstök lög gefin út um efnið. Það skal þó tekið fram, að flug- rán og afbrot tengd þeim geta flest fallið undir einhver ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940. I 1. gr. fyrri samningsins er afbrotið skýrt þannig: „Sá, sem gerist sekur um eftirfarandi háttsemi um borð i lóftfari i flugi: a) tekur það á sitt vald eða nær tökum á stjórn þess ólöglega eða með valdbeitingu, eða reynir einhverar slikar að- gerðir, eða b) er sekur um hlutdeild i framningu sliks verknaðar eða tilraun til þess að drýgja hann. 11. gr. siðarnefnda samnings- ins er afbrotið skilgreint þann- ig: 1. Sá gerist sekur um afbrot, sem á ólögmætan hátt og af á- setningi: a) beitir ofbeldi gegn einstakl- ingi i loftfari i flugi, ef að- gerðin er til þess fallin að stofna öryggi loftfarsins i hættu, eða b) eyðileggur loftfar i rekstri eða veldur á þvi skemmd- um, þannig að það er óhæft til flugs eða ætla má liklegt, að öryggi þess i flugi sé stofnað i hættu, eða c) kemur fyrir eða stuðlar að þvi, að komið sé fyrir — á einhvern hátt — i loftfari i flugi útbúnaði eða efni, sem ætla má til þess fallið að eyðileggja eða valda skemmdum á loftfari á slik- an hátt, að það reynist óhæft til flugs, eða valda á þvi skemmdum, sem liklegt er, að stofnað gætu öryggi þess i flugi i hættu, eða d) eyðileggur eða veldur skemmdum á flugstjórnar- tækjum eða veldur truflun á starfsemi þeirra, ef ætla má slika aðgerð til þess fallna að stofna öryggi loftfars i flugi i hættu, eða e) veitir upplýsingar, sem hann veit að eru rangar, og stofn- ar þar með öryggi loftfars i hættu. 2. Sá gerist enn fremur sekur um afbrot, sem: a) gerir tilraun til að fremja einhvern þann verknað, sem um getur i 1. mgr. þessarar greinar, eða b) er sekur um hlutdeild i framningu sliks verknaðar eða i tilraun til að fremja hann.” A fimm áruin, þ.e. frá 1968 til 1972, sýna skýrslur að 311 flug- rán hafa tekizt i alþjóðlegu og innanlandsflugi, en heildartala þeirra flugferða, sem stofnað hefur verið i hættu er 358, og eru þá meðtaldar tilraunir til flug- rána. 1 þessum flugránum voru um 200 menn drepnir eða særð- ir. A fyrsta ársfjórðungi 1973 voru reynd 6 flugrán i heimin- uin, sem öll mistókust. Sam- kvæmt tölum frá Alþjóðaflug- málastofnuninni höfðu 120 flug- rán og 14 skemmdarverk verið framin til og með júlimánaðar 1970, og höfðu aðeins 72 flug- vélaræningjar náðst. Ég hef áður ritað i Timann um alþjóðasamninginn, sem gerður var i Tókió hinn 14. september 1963 varðandi lögbrot og aðra verknaði i loftförum, en Island gerðist aðili að þeim sainningi, og tók hann gildi fyrir okkur 14. júni 1970. Þrátt fyrir þessa þrjá samn- inga eru mörg riki ennþá griða- staður flugvélaræningja. Þessi riki hafa ekki fullgilt samning- ana og sleppa ræningjunum viö ákæru og framsal til annars rik- is. ef svo stendur á. Vegna þessa er þörf á öflugri aðgerðum jafn- framt þvi að riki verði hvött til þess að gerast aðilar að samn- ingunum. Bandarikjamenn hafa gert tillögu um nýjan samning, og hefur Kanada stutt hana sér- stakiega. 1 þeim samningsdrög- um er gert ráð fyrir sainræmd- um aögerðum, s.s. frestun á allri flugþjónustu til handa rikj- um, sem láta undir höfuð leggj- ast að fylgja eftir grundvallar- reglum þeim, sem settar eru i Haag- og Montreal-samningun- um. Laganefnd Alþjóðaflug- málastofnunarinnar féllst ekki á það á fundi i janúar 1973, að refsiaðgerðuin yrði beitt gegn rikjum, sem ekki eru aðilar að samningunum, en var fylgjandi þvi, að beint yrði tilmælum til þessara rikja i þá átt, sem samningarnir ganga. Persónulegt álit mitt er, að sizt sé of lang gengið i þeim til- lögum, sein ætlað er að setja hömlur á flugsamgöngur þeirra rikja, sein skjóta skjólshúsi yfir flugvélaræningja, þar sem þessi riki aðstoða raunverulega þessa stórhættulegu afbrotamenn i þvi að eyðileggja traust almennings á flugsamgöngum, þar sem þeir drepa og særa saklaust fólk og eyðileggja stórkostleg verð- mæti. Tel ég ekki skipta máli i þessu sambandi, i þjónustu hvers málstaðar ræningjar þessir segjast vera að vinna. Ekkert getur réttlætt vig sak- lauss fólks og limlestingar i þágu einhvers málstaðar, sem þvi kemur ekkert við. 1 þessu sambandi er rétt að benda á þá breytingu, sem orðið hefur með árunum á eðli flugrána. Upp- haflega voru það ýinsar per- sónulegar ástæður, sem flugrán voru framin út af, s.s. maður vildi ekki gegna herþjónustu, hann varð fyrir stjórnmálalegu eða kynþáttamisrétti o.s.frv. Frá þvi um það bil 1968 hafa æ fleiri flugrán verið framin af hryðjuverkamönnum undir yfirskini allskonar þjóðernis- legra, stjórnmálalegra og kyn- þáttalegra ástæðna. Hafa flug- ránin við þetta orðið ennþá hættulegri en fyrr. 1 ljósi þess, sem ég hef rakið hér að ofan, tel ég bera nauðsyn til þess, að við lögfestuin hið fyrsta refsiákvæði þau, er okkur ber samkvæmt Haag- og Mon- treal-samningunum. Með þvi myndum við styrkja baráttu Sameinuðu þjóðanna viö hryðjuverkainenn, en það verk- efni hafa fulltrúar þar m.a. ver- 'ið að fást við á siðustu áruin. Einn leiksoppur flugvélaræningjanna — bandarisk farþegaflugvél, öil sundurskotin eftir árás. Þetta fóik er nýsloppið úr heljargreipum flugræningja. Flugvél- inni sem það var i var rænt og lent i Jórdaniu og sprengd þar I loft upp. Myndin er tekin i Amman erkomið var með farþegana þang-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.