Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. febrúar 1975 TÍMINN 13 Árni Þór setti tvö ný met Norðurlandameistarinn ungi úr KR I lyftingum, Arni Þór Helga- son, setti tvö ný íslandsmet á Unglingameistaramóti tslands i lyftingum, sem fór fram I íþrótta- sal Kennaraháskóia islands. Árni setti nýtt met I milliþungavigt, lyfti samanlagt 272,5 kg., sem er 2.5 kg. betra en gamla metið. Hann setti einnig met i snörun, snaraði 122,5 kg, sem er 2,5 kg. betra en gamla metið. Þá jafn- hattaði hann 150 kg. Arni Þór er nú f stöðugri framför, og á hann örugglega eftir að láta að sér kveða i framtiðinni. Þá vöktu Selfyssingar mikla at- hygli á meistaramótinu, þeir áttu sigurvegara i fjórum flokkum. Einar ó. Magnússon, sem keppti nú i fyrsta skipti, sigraði i flugu- vigt — 80 kg. samanlagt. Brynjar Stefánsson.sigraði i dvergvigt — 122.5 kg. samanlagt, Sigurður Grétarsson, sigraði i fjaðurvigt — 142,5 kg. samanlagt. Jón Páls- son sigraði i léttvigt — 145 kg. samanlagt. Ármenningar fengu tvomeistara: Þorvaldur Stefáns- sonsigraði i millivigt — 192,5 kg. samanlagt og Guðni Guðnason sigraði I léttþungavigt — 200 kg. samanlagt. Selfyssingar leggja nú mikla rækt við lyftingar og er geysileg- ur áhugi hjá lyftingamönnum frá Selfossi, sem æfa við slæmar að- stæður. — sos. Það var markí ÞAÐ VAR MARK. Svo nefnist iþróttaþáttur Timans á sunnu- dögum. í blaðinu á morgun er m.a. sagt frá Phil Thompson, miðverðinum snjalla, sem skyndilega var settur inn I Liver- pool-liðið. Þá segir Skotinn Lou Macari frá reynslu sinni hjá Manchester United og annar Skoti, Don Gillies fjallar um mis- muninn á ensku og skozku knatt- spyrnunni. Ýmsar góðar ,,fót- boltaskritlur” má finna I þættin- um. Þá verður sagt frá klausunni — Stelpur, hann er giftur!, sem birtist I skozku blaði fyrir stuttu og spjallað verður um æfinga- fyrirkomulagið hjá Vestmanna- eyjaliðinu, sem hefur islenzkan þjálfara. Þessi þáttur verður framvegis á sunnudögum og verður hann blandaður og i hon- um bæði islenzkt og erlent efni. — SOS. ★ ★ Þorvaldur er farinn Pat Quinn biálfar FH 1. deildarliði FH i knattspyrnu hefur áreiðanlega létt stórlega, þegar seint i gærkvöldi fréttist að Pat Quinn, þjálfarinn sem var með liðiö i fyrrasumar, kæmi örugglega og myndi þjáifa liöið i sumar. FH-liðið hefur um nokkurt skeið þjálfað eftir sérstöku æfingapró- grammi, sem Quinn er höfundur að, og samkvæmt þeim áreiðan- legu heimildum sem iþróttasið- an hefur aflað sér, mun Quinn koma til Islands um miðjan marzmánuð og hefja aðalþjálf- unina fyrir 1. deildarkeppnina i sumar. Eins og kunnugt er, hefur nokkuð verið um það rætt i blööum að undanförnu, að Pat Quinn hefði ráðið sig sem þjálf- ara hjá 1. deildarliði i Skotlandi, — Partich T. Þessi frétt kom FH-ingum nokkuð á óvart, þar sem Quinn hafði sagt þeim, að hann myndi koma og þjálfa liðið i sumar. FH-ingar hafa undan- fariö margitrekað reynt að ná sambandi við Quinn til að fá þessar fréttir staðfestar, en ekki tekizt, — fyrr en i gærkvöldi að þeir náðu tali af honum og kom þá I ljós, að hann ætlaði vissu- lega að standa við orð sin varð- andi þjálfun FH-liðsins. Kom fram i samtalinu, að hann hefði einungis lausráðið sig hjá Par- tich T. um tima og hann ætlaði að vera kominn til Islands um miðjan marz n.k. Margar sögur voru á lofti um Quinn og hvers vegna hann hefði ekki látið FH-inga vita að hann væri byrjaður að þjálfa i Skotlandi. Bezta sagan kemur frá Hafnarfirði, en þar fann einn góður maður skýringu á þvi hversvegna Quinn væri ekki bú- inn að hafa samband við FH: — Jú, hann hefur skozkt blóð i æð- um, og þess vegna hefur hann sent bréf til FH-inga i SJó- PóSTI.enda ku það vera mun ódýrara heldur en að hringja, senda skeyti, eða bréf i flug- pósti! — SOS Hvað qera ..spútnikarnir"? „Spútnikliðið” frá Njarðvíkum ieikur gegn íR-ingum i hinni tvisýnu baráttu um íslands- meistaratitilinn i körfu- knattleik i dag. íR-ingar sækja Njarðvikinga heim og má búast við fjörugum leik eins og alltaf þegar stóru Reykjavikurliðin leika i iþróttahúsinu í Njarðvik. Njarðvikur- liðið hefur til mikils að vinna i dag, þar sem sig- ur þýðir áframhaldandi baráttu um meistara- titilinn, og þar að auki eru tæp 200 þús. krónur i veði fyrir Njarðvikinga. Áhugamenn um körfu- knattleik i Njarðvikum eru búnir að safna þessari peningaupphæð i sjóð og heita þeir upphæðinni á Njarðvikinga, ef þeir MICK MILLS, fyrirliði Ipswich (liggjandi lengst til vinstri), sést hér skora hið þýðingarmikla mark gegn Liverpool I bikarkeppninni á Portman Road. Emlyn Hughes, fyrirliöi Liverpool og markvörðurinn Ray Clemence, sjást horfa á eftir knettinum I netið. sigra. Leikurinn, sem hefst kl. 2 i dag, hefur þvi mikla þýðingu, fyrir Njarðvíkurliðið, sem er til alls liklegt i íslands- mótinu. Strax að leik Njarðvikurliðsins og IR loknum, leika Snæfellingar gegn Valsmönnum. Baráttan um tslandsmeistaratitilinn heldur slöan áfram á morgun i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þá leika Armenningar gegn Snæfellingum og KR-liðið mætir HSK. Jón Sigurðsson leikur ekki með Armannsliðinu, þar sem hann er erlendis. Þá hafa nú tveir menn tilkynnt félagsskipti i körfuknattleiknum. Það eru KR- ingarnir Þröstur Guðmundsson og Hilmar Viktorsson, en þeir fara yfir I HSK-liðið, sem er i al- varlegri fallhættu. Astæðan fyrir félagsskiptum hins snjalla lands- liðsmanns Þrastar Guðmunds- sonar er sú, að hann hefur ekki getað æft með KR-liðinu sem skyldi vegna anna við nám og vinnu, og svipað er ástatt hjá Hilmari. Hjá HSK-liðinu eru ekki gerðar sömu kröfur til leikmanna og þjálfari KR-liðsins, Einar Bollason gerir til sinna manna. Hjá HSK þurfa menn ekki að leggja hart að sér við æfingar, til að komast i lið. Hjá HSK-liðinu hitta þeir félagar fyrri félaga sinn úr KR Stefán Hallgrimsson. Þessir þrir leikmenn verða þvi i sviðsljósinu i fallbaráttunni, sem HSK-liðið stendur i. Það tekur 1 mánuð að skipta um félag og ná þeir Þröstur og Hilmar að leika þrjá siðustu leiki HSK I deildinni — gegn Val, Armanni og Snæfelli -SOS. ..Við erum miöa heppnir að fá heimaleik aftur" — segir hinn marksækni miðherji Ipswich, David Johnson, sem mætir Aston Villa í dag í bikarkeppninni að kenna kylfingum Þorvaldur Ásgeirsson golf- kennari, er byrjar golfkennslu sina innanhúss. Kennt verður I Sundaborg, gengið inn frá Kleppsvegi (austurenda hússins), en þar hefur Þorvaldur komið upp góðri aðstöðu til kennslu og æfinga fyrir byrjendur og lengra komna i golfiþróttinni. Hann var einnig með kennslu og æfingar á þessum sama stað i fyrra, og sóttu þá fjölmargir tima hjá honum — fólk á öllum aldri og bæði karlar og konur. Á staðnum veröur Þorvaldur með kylfur og kúlur fyrir þá sem ekki eiga slika hluti. Fyrst um sinn mun hann vera með kennsluna eftir klukkan fimm á daginn, og einnig á öðrum timum, ef aðsókn verður mikil, og fólk óskar þess. Tíma má panta i sima 42410 fyrir hádegi, og þar verða einnig gefnar nánari upp- lýsingar um kennsluna. ,,Við erum mjög heppnir að fá heimaleik aftur”, sagði hinn marksækni miðherji Ipswich, David Johnson, þegar hann frétti að Ipswich myndi mæta Aston Villa á Portman Road i 16-liða úrsiitum bikarkeppninnar. — „Það er alltaf öruggara að leika á heimavelli, sérstaklega i bikar- keppni, þar sem ekkert nema sig- ur getur komið okkur áfram. Við höfum hina tryggu áhangendur okkar með okkur og það er þægi- leg tilfinning að leika, vitandi, það að maður hefur stuðning frá áhorfendunum.” Ipswich hefur aðeins einu sinni áður leikið gegn Aston ' Villa i bikarkeppninni, það var árið 1938, þegar liðin mættust i 3. úmferð- inni. Jafntefli varð þá á heima- velli Aston Villa — Villa Park i Birmingham 1:1. En siðan sáu 28 þús. áhorfendur Ipswich tapa 1:2 á Portman Road. — „Við erum ákveðnir i að láta þá sögu ekki endurtaka sig,” sagði fyrirliöi Ipswich, Mick Mills, sem skor- aði markið gegn Liverpool — markið sem sendi bikarmeistar- ana út úr bikarkeppninni. Það má búast við, að Aston Villa-liðið, sem hefur nú þegar tryggt sér rétt til að leika á Wembley i deildarbikarkeppninni, leiki upp á jafntefli á Portman Road og tryggi sér þar með heimaleik á Villa Park. Leikmenn Villa-liðs- ins hafa mikinn hug á að komast einnig á Wembley i bikarkeppn- inni. Aston Vilia hefur 7 sinnum unniðbikarinn — fyrst 1887 og sið- an 1895, 1897, 1905, 1913, 1920, og siöast 1957. Þrir aðrir stórleikir verða einnig leiknir i bikarkeppninni i dag, Derby fær Leeds i heimsókn Leicester heimsækir Arsenal á Highbury og West Ham og Q.P.R. mætast á Upton Park. Annars verða aliir leikirnir i 16-liða úrslitunum, leiknir i dag, en þeir eru: Mirmingham—Walsali Arsenal—Leicester Derby—Leeds Everton—Fulham Ipswich—Aston Villa Mansfield—Carlisle Petersb.—Middlesborough West Ham—Q.P.R. — SOS. Fá Valsmenn — og taka Víkingar forustuna? TVEIR þýöingarmikiir leikir veröa leiknir I 1. deildar- keppninni i handknattleik, annað kvöld i Laugardalshöli- inni. Þá mæta Valsmenn Ar- menningum, sem unnu Fram- liðið um sl. helgi og Framarar leika gegn Vlking. Þessir tveir leikir hafa mikla þýðingu I baráttunni um Islandsmeist- aratitilinn. Spurningin er: — Tekst Armenningum að skell stöðva sigurgöngu Valsliðsins og Vikingum að leggja Fram- ara að velli og taka þar með aftur forustuna i deildinni? Úr þessu fæst skorið i Laugar- dalshöllinni annaö kvöld kl. 20.15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.