Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Synir Baldvins, þeir Björn Th. Björnsson, Harald St. Björnsson og Haukur Björnsson standa aö sýn- ingunni ásamt öörum afkomendum Baldvins og skyldmennum. Timamyndir Gunnar. Hér er mynd, sem Baldvin málaði úr glugga i Alþýðuhúsinu I Reykjavik og sér út yfir höfnina. Lengst til vinstri er söluturninn gamli sem nú hefur —illu heiiii, að þvi er mörgum finnst — verið fluttur upp að Arbæ. Hægra megin söluturnsins er hús bifreiða- stöðvarinnar Hreyfils og má sjá tvo bila við húsvegginn. Handan þessara húsa er Baðstofan og hús Dráttarvéla h.f. Þau hús hafa bæöi veriö rifin. Háa húsið efst i hægra horninu er ishús Nordals. Theódóra heitin Thoroddsen hafði gaman af þvi sem sér- kennilegt var og skrítilegt. Tóbakshornið gerði Baldvin úr hanaspora aö beiðni Theódóru. I.itlu hnöttóttu öskjuna gerði hann lika fyrir hana úr ofurlítilli hnot sem hún fann einhverju sinni rekna á land á Mýrdalssandi. — Hringurinn er lika hinn ágætasti gripur. Flatan ofan á hringnum er hol og opnast, ef stutt er á fjöður. HHJ-Rvik —Opnuð hcfur verið i sýningarsal Norræna hússins sýning á verkum Baldvins heit- ins Björnssonar. Þar kennir margra grasa, þvi að Baldvin var fjölhæfur listamaður, og eru á sýningunni málverk, teikning- ar, gullsmiöi og málmsmiði önnur. Smiðisgripir Baldvins sýna, að hann hefur verið fá- dæma listfengur gullsmiður. Meðal smiðisgripa á sýningunni má sjá fágæti á borð við tóbaks- pontu úr hanaspora og nælur með loftverki, en sú aðl'erð við málmsmíði hafði legið I láginni um fjögurra alda skeið hér á landi, þegar Baldvin vakti hana til lifs að nýju. — Þá hefur hann verið ágætur teiknari, en málaralistin mun þó hafa verið honum hugstæðust. Flest verk- anna á sýningunni eru í eigu af- komenda Baldvins, en þeir Björn Th. Björnsson, Harald St. Björnsson og Haukur Björns- son, synir Baldvins, standa að þessari sýningu ásamt sonum sinum og gömlum vinum Bald- vins. Baldvin Björnsson fæddist I Reykjavik þann 1. mai 1879, elzta barn hjónanna Sigriðar Þorláksdóttur (Hallgrimssonar Þorlákssonar á Skriðu) og Björns Árnasonar gullsmiðs (Björnssonar Pálssonar Þor- lákssonar presta á Þingvöll- um). Baldvin fluttist kornungur með foreldrum sinum til Isa- fjarðar, þar sem hann ólst upp og nam gullsmíði að föður sin- um. Haustið 1898 sigldi Baldvin til Kaupmannahafnar til fram- haldandi náms i gullsmiðalist. Ahugi hans fyrir myndlistum leiddi hann til náins vinfengis ODDUR STERKI I LITKLÆÐUM OG TÓBAKSPONTA ÚR HANASPORA þeirra islendinga sem til Berlin- ar komu næsta áratuginn. 1 Berlin fæddust þeim hjónum tveir synir. A Berlinarárunum málaði Baldvin talsvert i tóm- stundum sfnum og hneigðist einkum að súprematiskum stil með kúbiskum formum. Eru nokkrar slikar myndir til, en illa farnar. Arið 1915 fluttist Baldvin heim til Islands með fjölskyldu sina, þótt styrjöldin stæði þá sem hæst, og settist að i Reykjavik. Þar settist hann að verki ásamt föður sinum og Birni bróður sin- um, sem einnig hafði lært gull- smiði og dvalizt við nám i Berlin um nokkra hrið. Höfðu þeir feðgar á þeim tima allmarga lærlinga, og starfa sumir þeirra enn að gullsmiði. Haustið 1923 brá Baldvin á það ráð að flytjast til Vest- mannaeyja. Þótt mikið væri þar að starfa að gullsmfðinni, greip hann jafnan til penslanna, og eru allmargar myndir til frá þeim tima, einkum hafnar- og umhverfismyndir úr Eyjum. A siðari hluta áratugsins tók Baldvin þátt i allmörgum sam- keppnum, svo sem um nýja pen- ingaseðla fyrir Landsbanka Is- lands, minnispeninga vegna Al- þingishátiðar og um byggingar, Háskóla tslands, Oddfellowhús og sveitabæi. Árið 1929 fór Baldvin i Gottu- leiðangurinn svonefnda til Grænlands og aflaði sér i þeirri ferð fanga i margar myndir, úr Franz-Jósefsfirði, Scoreby-sundi og frá eyjunni Martha Clara, sem leiðangursmenn höfðu skirt svo I höfuðið á eiginkonu hans. Eftir heimkomuna frá Græn- landi var mikið starf að vinna fyrir Alþingishátiðina, teiknun frimerkja, sýslumerkja og ýmiskonar skrautgripa, auk smiða fyrir Alþingi, m.a. til gjafa konungshjónunum dönsku. Arið 1935 fluttist Baldvin aftur til Reykjavikur og stafaði þar þann áratug sem hann átti ólifaðan, lengst af i félagi við gamlan lærisvein sinn, Kjartan gullsmið Ásmundsson. I tóm- stundum þeirra ára málaði hann jafnvel enn meira en áður, og nú i nokkuð stórgerðari og expressioniskari stil.Honum var boðin aðild að myndlistadeild Bandalags islenzkra lista- manna og tók þátt I einni sam- sýningu þess félags, i Markaðs- skálanum við Garðastræti, haustið 1941. Þar hafði hann átta málverk, sum þjóðsagna- legs efnis, og hefur tekizt að ná þeim flestum til sýningar hér. Siðasta verk Baldvins var rit- un kjörbréfs fyrsta forseta Is- lands, en i þvi verki miðju veikt- ist hann og var þvi lokið af öðr- um. Baldvin Björnsson andaðist I Reykjavik þann 24. júlf 1945, sextiu og sex ára gamall. Eigin- kona hans, Martha Clara, lifði hann rúman áratug, og synir þeirra hjóna þrir, Haukur, Harald og Björn, eru allir á lifi. Standa þeir, ásamt sinum son- um og gömlum vinum Baldvins, að þessari sýningu verka hans. við íslenzk listamannaefni, sem þá voru við nám i Höfn, einkum þá Asgrim Jónsson og Einar frá Galtafelli, og ásamt með Einari hélt hann til Þýskalands vorið 1902. Að hætti ungra iðnaðarmanna lagði Baldvin það sumar land undir fót og fór i langt flakk um Austur-Prússland og vestur- héruð Póllands, en úr þeirri ferð er elzta myndin sem varðveitt er eftir hann. Er það litil vatns- litamynd með kornakri, árituð Bassendorf 1902. Um haustið settist Baldvin að i Berlin og tók að starfa þar að gullsmiði. Nokkru sfðar varð hann forstöðumaður i deild stórrar skartgripasmiðju er bjó einkum til göngustafi, margvis- lega igreypta gulli og filabeini. Arið 1906 kvæntist Baldvin þýzkri konu, Mörthu Clöru, f. Bemme, ættaðri frá Leipzig. Varð heimili þeirra þegar nokk- ur miðstöð og viðkomustaður Þessi næla er með loftverki, en Baldvin mun hafa verið fyrstur islenzkra gullsmiða til þess að taka upp að nýju þá aðferð við skartgripasmið eftir að hún hafði legið i láginni hérlendis um fjögurra alda skeið. Silfurnæla með tveimur stein um, smiðuð um 1940. Myndina, sem hér getur aö lita, hefur Baldvin málað út um glugga á húsi við Njálsgötu. Stóra húsiðer gasstöðin gamla, sem stóð þar sem nú stendur lögregiustööin nýja á mótum Hverfisgötu og Rauöarárstfgs. Oddur sterki og Krúsi á Þingvöllum heitir þessi mynd. Þeir félagar Oddur sterki af Skaganum og Markús á Svartagili eru hér á leið á Alþingishátiðina 1930. Oddur er i litklæðum á forna visu, hefur spjót i hendi og skjöld sér við hlið og hjálm á höfði. Krúsi riður hesti Odds og reiðir koffort með myndum af Oddi, sem þeir ætluðu að selja á hátiðinni. Eins og sjá má er Krúsi með gasgrimu. Það var vegna þess, hvcrsu illa kamrarnir á Þingvöllum þefjuðu i hitabreiskjunni. Baldvin tók þátt i Gottuleiðangrinum til Grænlands og notaði þá auðvitað tækifærið til þess að mála og á sýningunni I Norræna hús- inu eru nokkrar Grænlandsmyndir. A annarri þeirra mynda, sem hér sjást.má sjá Gottu skip leiðangursmanna I Franz Jósefs firði. Sýning ó verkum Baldvi ns Björnssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.