Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. febrúar 1975 TÍMINN 5 Germanía sýnir: FRÆGAR ÞÝZKAR KVIKMYNDIR Tvær af þremur þýzkum kvikmyndum, sem félagiö Germanfa ætlar að sýna á næstunni „Mazurka” og „Maskerade”, urðu ákaflega vinsælar hér á landi, eins og annars staðar, á árunum eftir 1930. Myndir þessar þóttu taka öðrum fram og eru enn þann dag i dag f flokki beztu mynda, þótt ekki séu þær á breiðtjaldi. Mazurka verður sýnd f Nýja Bíó i dag kl. 2 e.h. Pola Negri leikur aðaihlutverkið en leikstjórnin er i höndunum á Willy Forst. Willy Forst var bæði afbragðs leikstjóri, sem og vinsæll leikari og í myndinni „Maskerade” leikur hann aðalhlutverkið á móti Paulu Wessely, sem einnig var mjög fræg á sinum tima. Maskerade verður sýnd í Nýja Bíó laugardaginn 22. feb. Þriðja myndin verður sýnd á vegum Germaniu laugardaginn 1. marz. Hér er á hinn bóginn um að ræða kvikmynd af nýrri gerð (eftir 1960) „Das Feuerschiff” byggð á frægri skáldsögu eftir Sigfried Lenz. Mynd þessi hefir alls staðar hlotið frábæra dóma. Germaníu hefur tekizt að fá hingað þessar gömlu þýzku kvikmyndir með ærinni fyrirhöfn. Myndunum verður að skila strax aftur, og verður þess vegna ekki hægt að endursýna þær. Aðgang- ur að sýningunum er ókeypis. RÆKJUSTRÍÐIÐ í DÓMSALI Gsal—Reykjavík. Rækjustrlðið svonefnda sem að mestu hefur verið háð á Húnaflóa til þessa, hefur nú haft aðsetursskipti, sem svo má að orði komast, og mun á næstunni verða háð I dómsölum. Rfkissaksóknari gaf á fimmtudag úr kæru á hendur skipstjóra rækjubátsins Nökkva HU-15 fyrir fiskveiðibrot I janúar s.l. og þann sama dag var kæran lögð fram á dómþing I Hafnarfirði. Sigurður Hallur Stefánsson, hefur verið settur dómari I málinu. Tlmanum hefur borizt svo- hljóðandi yfirlýsing frá Amunda Grétari Jónssyni, skipstjóra Nökkva HU: „I tilefni af ákæru, sem rikis- saksóknari hefur i dag gefið út á hendur mér vegna meints fisk- veiðibrots, þar sem ég hafi stund- að rækjuveiðar á Húnaflóa eftir að ég var sviptur rækjuveiöileyfi, vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Ég lýsi mig alsaklausan af ákæruatriðinu. Ég tel mig enn hafa fullgilt rækjuveiðileyfi, þar sem leyfissviptingin byggðist á óheimilum forsend- um og var þvi ólögmæt. 2. Ég tel, að mér hafi aldrei verið sett það skilyrði fyrir rækju- veiðileyfinu, að ég mætti ekki landa aflanum til vinnslu i heimahöfn Nökkvans á Blöndu- ósi, enda sótti ég ekki um rækjuveiðileyfi á þeirri for- sendu, og ekkert er um slíkt skilyrðigetiðileyfisbréfinu. Og þó að slikt skilyrði hefði verið sett mér, værði það kolólöglegt. Það eru margar aldir iiðnar siöan yfirvöld á íslandi hættu aö skipta sér af þvi til hvaða staða eða fyrirtækja islenzkir fiskimenn selja afla sinn. Þess konar afskipti eru þeirri sjó- mannastétt, sem nú starfar i landinu, framandi og ógeðfelld. Þau eru andstæð réttarvitund islenzkra sjómanna og þjóðar- innar allrar og má þvi aldrei aftur upp taka hér á landi. 3. Ef rikisvaldið gerir ekki nú þegar lát á aðför sinni gegn okkur á Nökkvanum og gefur okkur frið til að stunda atvinnu okkar, verðum við — hvað sem rétti okkar liður — neyddir til að þess að leita okkur annarrar atvinnu, og útgerðin verður sjálfsagt að selja skipið i burtu. Þar með missa 15-18 manns at- vinnu við rækjuvinnsluna og bætast I hóp annars atvinnu- lauss fólks á staðnum eða þeirra, sem aðundanförnu hafa orðiö að fara i burtu i atvinnu- leit. Eins og nú er komið mál- efnum þjóðarinnar, hljóta yfir- völdin að hafa einhverjum þarfari verkefnum að sinna, en að stöðva atvinnufyrirtæki á sjó og I landi.” Tónleikar í Bústaða- kirkju d morgun A morgun verða haldnir tónleikar i Bústaðakirkju og hef jast þeir klukkan 21. Þar koma fram fimm ungir hljóðfæra- leikarar, þau Manuela Wiesler, Duncan Campbell, Sigurður Snorrason, Jeremy Day og Haf- steinn Guðmundsson. A efnisskránni eru blásara- kvintettar eftir Taffanel og Nielsen, trió eftir Maros og kvartett eftir Rossini. Hljómsveit Tónlistarskólans heldur tónleika Hóskólabíói í dag laugardaginn 15. febrúar, heldur Hljómsveit Tónlistar- skólans tónleika i Háskólabiói kl. 2.30. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Björn ólafsson. Einleikarar á tónleikunum eru nemendur, sem munu ljúka burt- í dag klukkan 2,30 fararprófi frá skólanum i vor og eru tónleikar þessir fyrri hluti prófsins. A efnisskrá tónleikanna er Sembalkonsert i E-dúr eftir J.S. Bach, og er Elin Guðmunds- dóttir einleikari i þvi verki. Siðan er Sinfónia i D-dúr nr. 104 eftir Haydn. Eftir hlé verður fluttur pianókonsert i a-moll op. 16 eftir Grieg. Einleikari á pianó i þvi verki er Vilhelmina ólafsdóttir. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á tónleikana meðan að húsrúm leyfir. Tollverðir leggja orð í belg Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um tollgæzlu og tolleftirlit I fjölmiðlum og hafa þær sennilega mest orðið vegna þess, að upp komst um mikið smyglmál nú fyrir skömmu. I þessum umræðum hefur yfir- stjórn tollgæzlu sætt miklu ámæli, en tollverðir hafa heldur ekki far- ið varhluta af gagnrýni. Umræð- ur sem þessar eiga auðvitað full- an rétt á sér. En þegar farmaður lýsir þvi yfir I blaðaviðtali, að tollverðir á islandi seu „við- vaningar” samanborðið við stéttarbræður erlendis, og sjálfur tollgæzlustjóri segir I sjónvarps- þætti 17. jan. s.l., að „búið sé að þétta tollgæzlunetiö umhverfis landið” með þvl að fá lögreglunni tollgæzlu Ihendur I stað tollvarða. finnst Tollvarðafélagi islands að heldur sé vegið þungt að þessari fámennu stétt. Tollverðir hafa um árabil lagt áherzlu á breytingar á skipulagi tollgæzlunnar. Hér verður t.d. birtur örlitill útdráttur úr kröfum TFI vorið 1974, er samningar stóðu fyrir dyrum við fjármála- ráðuneytið: 3. gr. d. Skipaður verði i Reykjavik deildarstjóri, sem hafi með höndum skipulag og yfirum- sjón tollferða út um land. e. Yfirtollverðir verði á öllum aöaltollhöfnum. 4 gr. c. Tollvörðum sé árlega nokkrum saman gefinn kostur á kynningar- og starfsferðum til starfsbræðra sinna i nálægum löndum og teknar verði til greina óskir Tollvarðafélags tslands og ábendingar um val þeirra manna, sem fara slikar ferðir. 5. gr. e. Félagið gerir kröfur til, aö tollgæzla verði stóraukin og aöstaða bætt út um land. Breytt veröi um stefnu varðandi sam- runa tollgæzlu og lögreglu, en sllkt hefur valdið skaða og dregiö úr æskilegri tollgæzlu úti á landi. Vinna og aðgerðir i þessum mál- um verði samræmd og krefst Tollvarðafélag Islands réttar sins til afskipta af þessum atriðum I heild. Samræmt verði fyrirkomu- lag vinnutima og hvers konar greiðslur, svo sem bifreiða- greiðslur og yfirvinna, eftir þvi sem kostur er. 7. gr. b. Bent er á nauðsyn þess, aö fenginn verði stærri og hrað- gengari tollbátur til gæzlustarfa við strendur landsins. 8. gr. b. Bent er á nauðsyn þess að tollgæzlan dragizt ekki aftur úr hvað varðar tækjabúnað i sam- bandi við tollleit og að athugað verði með kaup eða leigu á slikum búnaði. Æskilegt er, að samráð verði haft við færustu menn á þessu sviði og upplýsinga leitað erlendis. 10. gr. b. Rannsóknardeild toll- mála verði stofnuð, bæði I smygl- málum og I sambandi við vöru- innflutning, og tollverðir þjálfaðir til sllkra starfa. Þetta er þó ekki nema hluti af kröfunum, en það sýnir þó, að TFl hefur verið á verði hvað skipulag og þarfir tollgæzlunnar snertir. Kröfurnar um nýjan tollbát eru t.d. frá árinu 1962 og um rannsóknadeild i tollmálum frá þvi I fyrra. Þessi tvö atriði voru aðalinntak viðtalsins við tollgæzlustjóra i þættinum „KASTLJÓS” I Sjónvarpinu 17. jan. s.l., auk þess sem hann eyddi nokkrum tima i að útskýra fyrir landsmönnum, að störf tollvarða hafi verið lögð niður og falin lög- reglumönnum. (Skýringin felst e.t.v. I þvi, að hann er fyrrverandi aðalfulltrúi lögreglustjórans I Reykjavik og það var fyrirrenn- ari hans einnig). Stjórn TFÍ er það ljóst, að þessi mál hafa verið og eru enn á frum- Frh. á bls. 15 Undanfarnar vikur hafa staðiö yfir æfingar hjá nemendum Verzlunar- skóla islands. Framundan er hið árlega nemendamót skólans, sem er hið 43. I röðinni. Hrafn Gunnlaugsson hefur tekið að sér stjórn leikrits þess, sem flutt verður, og hefur hann einnig þýtt það úr sænsku með aðstoð höfundar, en hann er pólskur og heitir Peter Oheyevich. Leikritið nefnist ,,KERFIДogerádeila á þjóðfélagið cins og það er I dag. Magnús Kjartansson, (þekktur meðlimur hljómsveitarinnar Júdas) stjórnar Nemcndamótskórnum, en ætlunin er að flytja nokkur vel valin lög eftir lagahöfund Beach Boys. Nokkrar stúlkur munu dansa jassballett undir stjórn Iben Sonne, sem einnig hefur samið dansana. Undirleik annast tveir piltar úr skól- anum, sem leika munu á tvö pianó. Jassballett þessi er dálltið sérstæð- ur að því leyti að hann er um leið ádeila á verðbólguþjóðfélagið. Nemendamótið sjálft verður haldiö miövikudaginn 19. febrúar, en þar sem mikil vinna hefur verið lögð I æfingar hefur verið ákveðið að efna til tveggja aukasýninga sem haldnar verða I Austurbæjarbiói. Sú fyrri er miðnætursýning föstudaginn 21. febrúar, og sú siðari veröur haldin laugardaginn 22. febrúar kl. 2. Myndin sýnir Magnús Kjartans- son stjórna Ncmendamótskórnum. (Timamynd Gunnar). Ýmislegt vantar til þess að hægt sé að hefja vinnslu hrogna úr blóðvatninu FB-Reykjavfk. 1 framhaldi af frétt, sem birtist i blaöinu i gær um gifurleg verðmæti, sem fara I súginn með blóðvatni loðnubát- anna, og þar sem rætt er um að skilja loðnuhrogn úr blóðvatninu má itreka það, að Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins er að hefja tilraunir i þessu sambandi. Nokk- urn undirbúning þyrfti til þess að hægt væri að hefja vinnslu þess- ara verðmæta, en reyndist það unnt ætti að vera hægt að vinna úr blóðvatninu söluvöru fyrir hundruð milljóna króna, og þá væri um manneldishrogn aö ræða. Hins vegar þarf aðstaða i höfnum landsins að vera slik, að þetta sé hægt, tækjabúnað vantar viða, og að sjálfsögðu þyrfti aö vera fyrir hendi hreint rennandi vatn, þvi ekki væri hægt að nota sjóinn i þessa vinnslu fremur en i vinnslu annarra framleiðsluvara til manneldis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.