Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. febrúar 1975 TÍMINN 15 AAork Twain: Tumi gerist leyni- lögregla vegna þú hegðar þér svona. Ekki kærði ég mig um að fara svona með þig, það er eitt sem vist er. Hér höf- um við alveg einstakt tækifæri til þess að afla okkur virðingar og frægðar. og þá...” ,,Þú hefur rétt fyrir þér, Tumi”, sagði ég. „Ég sé eftir þessu og ég skammast min og tek allt aftur, sem ég sagði. Ég meinti ekk- ert illt með þvi. Hafðu þetta allt saman alveg eftir þinu höfði. Mér stendur svo gersam- lega á sama um Júpiter. Ef hann hefur verið myrtur, verð ég eins glaður yfir þvi og þú, og ef hann...” ,,Ég hef aldrei sagt eitt orð um það að ég væri glaður. Ég bara...” „Jæja, þá þykir mér það jafn leitt og þér. Segðu bara til, hvernig þú vilt hafa það, og þá ætla ég að hafa það eins. Hann...” „Það er ekki um neitt „helzt vilt hafa það” hér, það er eng- inn, sem hefur sagt nokkuð um þvi likt. Og að þvi er það mál snertir...” Hann gleymdi þvi, sem hann ætlaði að segja og stikaði fram og aftur i þungum þönkum. Eftir nokkra stund lifnaði aftur yfir honum og hann sagði glaðlega: „Heyrðu Finnur, það væri nú það frá- bærasta sem fyrir gæti komið, ef við Vegir opnast eystra Hreindýrin í byggð JK-Egilsstöðum. Gott veður hef- ur verið hér undanfarna daga, stillt og bjart veður með nokkru frosti, og eru nú allar leiðir færar nema um héraðið og til fjarða, nema hvað fjallvegirnir Odds- skarð, Fjarðarheiði og Vatnsákarð eru ófærir. I vikunni var unnið að mokstri yfir Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystri, en sjómoksturstæki bilaði þegar 200 metrar voru eftir. Ætlunin er að ljúka verkinu þegar gert hefur verið við tækið og opn- ast þá væntanlega vegurinn til Borgarfjarðar eftir tveggja mánaða lokun. Tiltölulega lítill snjór er í Vatnsskarði miðað við þau snjóalög, sem nú eru. Hér i þorpinu eru enn viða að- eins ruddar slóðir, en i frostinu heldur snjórinn öllum farartækj- um, og er heldur gott umferðar hér eins og stendur. Hreindýrin eru á þeim slóðum og þau eru venjulega á veturna, og er slæðingur af þeim i ná- grenni Egilsstaða og fjöldinn allur úti i Hróarstungu og allt út i sjó. Hefur ekki frétzt af öðru en þau hafi það sæmilegt. Snjór seig töluvert i hlákunni um daginn og jörð hefur viða komið upp úr. A fimmtudagskvöld sýndi leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu Herbergi 213 eftir Jökul Jakobs- son i Þjóðleikhúsinu i Valaskjálf við góða aðsókn. önnur sýning var á föstudagskvöld. Skapandi starf og listtján- ing í kennslu og uppeldi — rædd á fundi Félags ísl. sérkennara FÉLAG ISLENZKRA SÉR- KENNARA gengst fyrir fundi 19. febr. næstkomandi að Hótel Esju og verður á fundinum fjallað um gildi skapandi starfs og listtján- ingar i kennslu og uppeldi, en skapandi starf og listtjáning er nú sem óðast að öðlast viðurkenn- ingu sem nauðsynleg lækninga- og uppeldisaðferð, segir i frétta- tilkynningu frá félaginu. Frummælendur verða Sigriður Björnsdóttir, sjúkraiðjukennari, Guðrún Stephensen, kennari og Eyjólfur Melsted musik-therea- pent. Að framsöguerindum lokn- um verða umræður. Allir áhugamenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Taijah - íslenzk verk á norrænni tónlistarhátíð FB-Reykjavik. Hin árlega tónlistarhátið ungs fólks á Norðurlöndum verður haldin I Helsinki I Finnlandi 23. febrúar til 1. marz næstkomandi. 1 annað sinn verða nú ís- lendingar þátttakendur i Ung Nordisk Musikfest. Héðan fara 10 manns og eru þar af 8 virkir I tónlistarflutningi hátiðarinnar. Það eru Agústa Jónsdóttir, viólu- leikari, Hafsteinn Guðmundsson O Tollverðir stigi. Yfirstjórn tollgæzlunnar i Reykjavik sá sér ekki fært að styðja þessar kröfur TFl um skipulagsmál, þegar þær voru til umræðu hjá samninganefnd rikisins ásamt sérkröfum um kjaramál 1974. TFl vill minna á, að hugmyndir um skipulagsmál innan tollgæzl- unnar, svo og nýjungar i tækjum o.fl. eru ekki nýjar af nálinni, heldur hefur félagið haft þær á stefnuskrá sinni um árabil. Hins vegar ber að fagna þvi, að skilningur virðist vera að aukast hjá ráðamönnum stofnunarinnar á þessum málum og vonast félag- ið til þess, að tekið verði á þeim með meiri myndarskap og við- sýni en gert hefur verið til þessa. Það sýnir ef til vill við hvaða andrúmsloft tollverðir búa, að fyrirhugað er að stofna rannsóknardeild tollmála skv. auglýsingu tollgæzlustjóra frá 15. jan. 1975, er hefst með orðunum: „Til reynslu er ráðgert að setja á stofn deild innan tollgæzlunnar til aö vinna að rannsókn mála.” Er trú stofnunarinnar á tilveru slikrar deildar ekki meiri en fram kemur i upphafsorðum auglýsingarinnar? Hér á ekki að vera um neina tilraunastarfsemi aö ræða. Þessa deild ber að stofna með framtiðarmarkmið i huga. Einnig skal ákveða kjör starfs- manna með kjarasamningi skv. 29. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en i aug- lýsingunni segir: ,,Ef starfsemi þessi þykir gefa góða raun og hún festist i sessi, er þess vænzt, að starfsmenn deildarinnar hljóti viðurkenningu I launum. Um þetta atriðier þó ekki hægt að segja nánar á þessu stigi málsins frekar en ýmis önnur atriði.” Stjórn TFl hefur setið marga viöræðufundi meö tollgæzlustjóra um ýmis mál, er varða dagleg störf tollvarða i Reykjavik. Arangur af þessum fundum hefur enginn oröiö. Þá hefur stjórn TFt ákveðið að leita eftir beinum viöræöum við fjármálaráðherra um málefni félagsins. Stjórn Tollvarðafélags íslands. fagottleikari, Inga Rós Ingólfs- dóttir cellóleikari, Júliana,Elin Kjartansdóttir, fiðluleikari, Kol- brún Hjaltadóttir fiðluleikari, Livisa Fjeldsted cellóleikari, Sigurður Ingi Snorrason klari- nettuleikari og Þorsteinn Hauks- son, en hann hefur samið eina is- lenzka verkið, sem flutt verður að þessu sinni. Það heitir Taijah, og er fyriraltrödd, barnakór og tréblásara. Á hátiðinni munu hljóðfæra- leikarar frá Norðurlöndunum sjá um flutning 55 verka eftir jafn- mörg ung norræn tónskáld. Tónleikar verða á hverju kvöldi hátiöarinnar og auk þess verða fluttir fyrirlestrar. Þess má geta að frestur til að skila tónverkum til flutnings á Ung Nordisk Musikfest 1976 og haldin verður i Árósum, rennur út 1. mal næst komandi. ® 23. þing Tillagan er flutt af Ragnhildi Helgadóttur, íslandi, Elsi Hetemaki og Tellervo M. Koivisto, Finnland i, Sven Mellquist og Anna-Greta Skantz, Sviþjóð. Félagsmálanefnd Norður- landaráðs mun fjalla um tillöguna á fundi sinum i Reykja- vik og leggja álit sitt fyrir ráðið. Norræn iþróttaverðlaun Loks má geta tilllögu um nor- ræn iþróttaverðlaun. 1 tillögunni er lagt til, að Norðurlandaráð sýni jákvæða afstöðu sina til iþrótta með sérstökum norrænum Iþróttaverðlaunum, sem úthlutað verði árlega til afburðafólks á sviði iþrótta og þau nái einnig til Iþróttaleiðtoga. Lagt er til að verðlaunafénu verði varið til eflingar á þvi sviði iþróttamála, sem verðlaunahafinn hafi mestan áhuga fyrir en jafnframt hljóti verðlaunahafinn persónuleg verðlaun, t.d. listaverk. Flutningsmenn tillögunnar eru Anders Aune og Arne Nielsen, Noregi, Mauno Forsman og Bror Lillquist, Finnlandi, Svend Horn, Danmörku, Matthias A. Mathiesen og Jón Skaftason, Is- landi og Sven Mellquist, Sviþjóð. Menningarmálanefnd Norður- landaráðs hefur skilað áliti um tillöguna og er þar lagt til við nor- rænu ráðherranefndina, að hún undirbúi tillögur um aukið nor- rænt iþröttasamstarf á viðtæku sviði og kanni möguleikana á nor- rænum iþróttaverðlaunum. Samræmt stafróf Loks má nefna tillögu um sam- ræmt norrænt stafróf og svipaðan fjölda bókstafa verður á dagskrá 23. þings Norðurlandaráðs i Reykjavik. Flutningsmenn til- J ----------------;-------------------------------- AAosfellssveit — nágrenni Siðasta kvöldið i þriggja kvölda spilakeppninni verður fimmtu- daginn 20. febrúar i Hlégarði og hefst kl. 20.30. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Kristinn Hallsson syngur. Lára Rafnsdóttir leikur undir. Fram- sóknarvistinni stjórnar Teitur Guðmundsson, Móum. Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu Sunnubraut 21, sunnudaginn 16. febrúar kl. 16. Oll- ^ um heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Keflavík Framhaldsaðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verð- ur haldinn i Framsóknarhúsinu Austurgötu 26, sunnudaginn 16. febr. kl. 21. Umræður um bæjarmál og fjárhagsáæltun. Fulltrúar mætið vel og stundvislega. Stjórnin. J lögunnar eru Ilkka-Christian Björklund, Elsi Hetemaki og Folkve Woivalin, Finnlandi, Tönnes Madsson Andenæs, Per Borten og Gunnar Garbo, Noregi, Gylfi Þ. Gislason, íslandi, Grethe Lundblad, Ingimar Mundebo og Per Olof Sundman, Sviþjóð. Flutningsmenn tillögunnar benda á, að mismunandi stafa- gerð 1 stafrófum Norðurlanda- malanna auki mjög á þá erfiöleika sem ibúar landanna eigi við að etja við lestur á öðru tungumáli en sinu eigin. í greinargerð með tillögunni benda flutningsmenn sérstaklega á ö/ö og a/æ og notkun ck og ch i sænsku þegar notað sé k og kk i öðrum norrænum málum. Einnig er bókstafafjöldi og samsetning stafrófs mismunandi. Sænska stafrófið endi t.d. á á, a, ö en hið norska og danska endi á æ, ö, a. Menningarmálanefnd Norður- landaráðs mun fjalla um tillöguna I Reykjavik og væntan- lega leggja fram álit sitt fyrir ráðið. O Jakob mála, skrifa bækur um veiðiskap og músisera, segir Jakob, en mér finnst ekki að timarnir leyfi það. Rúmlega þriðjungur verkanna á sýningunni eru i einkaeign, en hinar eru til sölu. Verð þeirra er 10.000 - 95.000 kr, en meðalverðið sagði Jakob vera 35.000-36.000 kr. Sýningarskrá kostar 100 kr og er jafnframt aðgöngumiði. Jakob kvaðst álita að deilan heföi komið einu góðu af stað, þvi að nú legði fólk i að leita eftir að fá að sýna list sina I Myndlistar- húsinu, sem ekki hefði árætt það áður en umrótið vegna sýningar hans kom til greina. — Ég er mjög ánægður með þetta allt saman, sagði Jakob, menn verða svo góðir vinir á eftir, þegar búið er að blása úr kötlunum. Hjá Alfreð Guðmundssyni for- stöðumanni Myndlistarhússins fengum við upplýsingar um næstu sýningar i vestursal. Næstur sýn- ir þar Jón H. Baldvinsson, siðan er yfirlitssýning á verkum Guð- mundar heitins Einarssonar frá Miödal, þá sýnir Steinunn Mar- teinsdóttir leirkerasmiður, Kin- verska alþýðulýðveldið efnir til listsýningar, Sveinn Björnsson málari i Hafnarfirði, Gunnar J. Guðjónsson málari, Halla Haraldsdóttir málari úr Keflavík og i nóvember er Félagið Germania með Gutembergsýn- ingu. Þá hefur John Chang Mc Curdy, Kóreumanni, bandarisk- um rikisborgara, verið veitt leyfi til að sýna ljósmyndir, en sú sýn- ing verður ekki fyrr en á næsta ári. En deilunum um hverjir skuli hafa rétt til að sýna i Myndlistar- húsinu er ekki lokið. t gær barst blaöinu fréttatilkynning frá stjórn Rithöfundasambands ts- lands, sem samþykkti einróma á fundi þann dag að lýsa yfir fullum stuöningi við Félag Islenzkra myndlistarmanna I deilunni um Kjarvalsstaði og styðja þau sjónarmið, sem fram hafa komið I yfirlýsingum Bandalags is- lenzkra listamanna varðandi Kjarvalsstaði. Væntir stjórnin þess, að islenzkir rithöfundar — sem og aðrir listamenn — standi einhuga saman i þessu afdrifa- rika menningarmáli. Einnig hefur blaðinu borizt til- kynning frá Hring Jóhannessyni listmálara, sem hugðist sýna i vestursal i haust, og Leifi Breið- björð myndlistarmanni, sem ætl- aði aðhafa sýningu á glermynd- um i Myndlistarhúsinu i vor og hafði lagt I hana mikinn kostnað. Hafa þeir báðir hætt við umrædd- ar sýningar meðan núverandi ástand varir og sent hússtjórn Kjarvalsstaða, sem nú úrskurðar um sýningar i stað sýningar- nefndar áður, bréf þess efnis. I bréfi sinu kveðst Leifur Breið- fjörð harma þessa þróun mála og vona að úr leysist á farsælan hátt. Þá hefur Timanum borizt sam- þykkt frá stjórn félagsins tslenzk grafik, þar sem lýst er yfir ein- dregnum stuðningi við FtM I titt- nefndri deilu og mótmælt harð- lega ihlutun meirihluta borgar- ráðs Reykjavikur i þvi máli. Sýning Jakobs Hafstein stendur I átta daga 15. og 16. feb og siðan 18.-23. feb. Hún er opin kl. 4-10 nema á sunnudögum kl. 2-10. Leiðréttingar NOKKRAR villur hafa komist i greinargerð mina til landbúnað- arráðherra um vandamál smit- sjúkdóma i eldisfiski eins og hún birtist i Timanum 13. febrúar s.l. 1. A bls. 6i upphafi 2. töluliðar á hið danska nafn sjúkdóms þess, er þar getur, að vera Drejesyge. 2. Á ols. 15 I 1. dálki, 15. linu á setning að byrja svo: Verða fisk- ar úr þeim þá stöðug ógnun við heilbrigöa stofna annars stað- ar.... 3. Neðar i sama dálki á að standa Egtvedveiki en ekki „Egvedveiki”. 4. Nokkru neðan á að standa ... silungsstofninn I Laxalóni þurftiað kanna til hlitar . en ekki „þyrfti”. 5. Ofarlega i 2. dálki á sömu siðuáaðstanda: 1955 er lýstlPN- faraldri á austurströnd Banda- rikjanna, en ekki „lýsti ég”. 6.110. linu neðan við greinaskil I sama dálki á að standa mótefni en ekki „mótefnin” þvi að átt er viö mótefni almennt en ekki sér- staklega mótefnigegn IPN veiru. 7. Neöst i sama dálki á máls- greinin að byrja svo: Er þvi hugs- anlegt, að til hafi verið stofnar af IPN i dönskum silungi, áður en o.s.frv. Nokkrar fleiri smávillur hafa slæðst inn i greinina, en ættu tæp- ast að valda misskilningi. Sé ég þvi ekki ástæðu til að telja þær allar upp. Ég vil leyfa mér að óska þess að Timinn birti ofanskráðar leiðrétt- ingar. Guðmundur Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.