Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 12
n TíMINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Sally Salminen KA TRIN Saga frá Alandseyjum ,,Heim?" ,,Ertu veik, mamma?" ,,Veik? Nei, miq verkjar bara í hálsinn. — Er þetta Gústaf ?" ,,Já. Þekkirðu mig ekki, manneskja?" ,, Jú. En ég sé svo illa. — Ég skildi svuntuna mína eftir heima". ,,Komdu nú heim, mamma". Gústaf studdi móður sína yfir ásinn og háttaði hana. Undarlegt tal hennar skaut honum skelk í bringu, svo að hann af réð að leita ásjár hjá Lydíu. Þau mættu Katrínu í dyrunum, er hann kom til baka, í pilsi einu klæða og með mjólkurskjóluna í annarri hendinni. Andlitið gljáði af sótthita. „Hvert ertu að fara, mamma?" æpti Gústaf. ,,Ég verð að mjólka kúna. Ég hafði bara steingleymt kúnni". ,,En það er kominn háttatimi og búið að mjólka kúna fyrir löngu. Farðu undir eins í rúmið". „Nei-nei. Ég verð að m jólka kúna", sagði Katrín. Þau Lydía urðu hálft um hálft að beita valdi til þess að koma henni í rúmið aftur. „Hún er með óráði. Hún veit ekki, hvað hún segir", sagði Lydía. „Heldurðu, að þetta sé hættulegt?" „Það getur verið það. Það ríður á að hemja hana i rúminu og hjúkra henni sem bezt. — Aldrei hefur mér dottið í hug, að hún Katrín gæti orðið svona fárveik. — Skrepptu heim til mín, Gústaf, og segðu Jóhönnu, að ég ætliaðvera hérna í nótt," sagði grannkonan strumrandi yfir sjúklingnum. Katrín lá með mikinn sótthita í marga daga. Hún hafði fengið heiftarlega hálsbólgu og þótt sóthitinn þyrri, er f rá leið, var hún lengi máttfarin, svo að hún neyddist til þess að halda kyrru f yrir í rúminu. Þau voru oftast tvö i kotinu eins og endranær, því að Lydía hafði kornbarn að annast og systur hennar voru út og suður í vinnu, svo að hún gat aðeins litið til Katrínar endrum sinnum, hversu fegin sem hún hefði viljað láta meiri hjálp í té. Það kom því aðallega í hlut Gústafs að hlynna að móður sinni, enda fórst honum það vel úr hendi. Þegar Katrín var orðin svo hress, að hún gat setið upp- rétt í rúminu og fór að fylgjast með því, sem fram fór, horfði hún oft lengi á son sinn, þar sem hann sýslaði við matseld og innanhússtörf. Hann var orðinn mjóleitari en hann hafði verið, og buxurnar sýndustu f urðulega víðar á löngum bíf unum. Katrín gat sér þess til í kyrrþey, hve lengi hún hefði verið veik og hann orðið að halda kyrru fyrir heima. Um þetta leyti árs var vetrarforðinn af mjöli og kartöflum genginn til þurrðar fyrir löngu, enda var þurrabúðarfólkið venjulega að mestu fætt á heimil- um þeirra, sem það vann hjá á vorin og sumrin. En nú hafði drengurinn ekki getað farið að heiman til vinnu. Sjálf hafði hún auðvitað ekki etið nein f irn, en hann sem var svo matgráðuguur — hvað hafði hann haft sér til munns a leggja? „Vilt þú ekki verða þér úti um einhverja vinnu, Gústaf? Slátturinn fer sjálfsagt að byrja", sagði hún einhverju sinni. Sonurinn gekk brosandi að rúmi hennar. „Ojú-jú. Ég geri það bráðum — en þó ekki f yrr en þó ert f arin að haf a fótavist". ,, Ég kemst bráðum á fætur. Ég þarf bara að jaf na mig dálitið, mér finnst ég vera svo máttfarin enn. En það væsir heldur ekki um mig, þó að ég sé hér ein um há- bjartan sumardaginn. — Þú skalt bara fara ef einhver falar þig". ,, Já, ég geri það. — Meðal annarra orða, mamma: get ég farið á æskulýðshátíðina á sunnudaginn?" „Hvaða hátíð er það?" „Það er bara venjuleg sumarhátíð í Birkihlíð. Finnst þér, að ég geti f arið þangað, þó að ekki sé lengra en þetta siðan pabbi var jarðaður?" „Þú getur farið þangað eftir hádegið og horft á sjón- leikinn og hlustað á sönginn, en það sæmir ekki, að þú bíðir eftir dansinum". „Olræt". Katrín var fljót að ná sér, þegar hún hafði yfirunnið sjúkdóminn. En hún varð samt ekki fær til f ullrar vinnu við heyskap þetta sumarið. En þeqar farið var að skera rúginn, stóð hún jafn lengi og aðrir. Hún fann að lifs- þrótturinn svall henni enn í æðum og gladdist yfir þvi, hvernig sigðin lék í höndum hennar. Kornstengurnar liðu út af við fætur hennar, líkt og undrandi og skelfdar í senn, þegar hún skáraði þurra akurreiknina. Hún laut niður og tók upp fáein fallin öx. Þau voru þrútin og höfug. Það halut að verða góð uppskera þett árið. Og himininn var heiður og veðrið blítt, kornið hlaut aðl þorna fljótt og vel í slíku veðri. Þetta var gott ár og! jörðin gaf ríkulega ávexti. Þetta haust kom í f yrsta skipti enginn farmaður heim í kotið á Klifinu. Katrín var nú meira einmana en áður, því að Gústaf var farinn að taka vaxandi þátt í ykkur væri svona illa viö gcislann, kæru vinir. hefur 'gaman af að tala viöi Meðan Egon talar viö skógar- vini slna, veröur Geiri v alltaf meira og 2| meira J óþolinmóöur. i . WSSSuP* ii jH*J Hvort veröur' wf-W)i þaö elskan, "A Á ég eða ferð m/m Íh. )J •,e'm á ný? ‘ 'VávÚ J 1 % Söilfei 111 LAUGARDAGUR 15. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.35 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Aö hlusta á tóniist XVI. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnus Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). islenskt mál. Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 TIu á toppnum. Örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn Sigurður Einarsson les smásögu eftir Kydyard Kipling I þýðingu Gisla Guð- mundssonar. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Fyrsta bllferð inn I Þórs- mörk. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri talar við Ólaf Auöunsson bilstjóra, sem rifjar upp ferð sina fyrir fjörutiu árurú. 19.55 Hijómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.40 Leikrit: „Pianó til sölu” eftir Ferenc Karinthy Áður útvarpað I mars 1973. Leik- stjóri þýðandi: Flosi Ólafs- son. Persónur og leikendur: Kaupandinn: Erlingur Glslason, Seljandinn: Sigrlður Hagalin. Sima- stúlka: Halla Guðmunds- dóttir. 21.50 Létt lög leikin á planó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu- máli. Dagskrárlok. Laugardagur 15.febrúar 16.30 iþróttir knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aörar iþróttir M.a. myndir frá Evrópumeist- aramótinu í listhlaupi á skautum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lina Langsokkur. Sænsk framhaldsmynd, byggð á barnasögu eftir Astrid Lindgren. 7. þátt- ur. Þýðandi Kristln Man- tyla. Áður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn: Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Elsku pabbiBandariskur gamanmyndaflokkur. Aldrei of seint. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Raulaö I skammdeginu. Skemmtiþáttur með stuttum leikþáttum, töfra- brögðum, söng og hljóðfæraeik. Þátttakendur eru allir áhugamenn um leik og söng og hafa lítið, eða ekki, komið fram opin- berlega. Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. 21.35 t merki steingeitarinnar (Under Capricorn) Bandarisk biómynd frá árinu 1949, byggð á sögu eftir Helen Simpson. Leik- stjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Ingrid Bergman, Joseph Cotton og Michael Wilding. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.