Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 15. febrúar 1975 Laugardagur 15. febrúar 1975 Vat sberinn: (20. jan. - 18. febr) Það getur vel verið, að það sé ráðlegt að skemmta sér núna, en það er skelfing hætt við þvi, að það komi niður á pyngjunni. Það er alls , ekkert óliklegt, að vinur þinn komi með jN sérkennilega uppástungu. Tónlist skiptir máli. Fiskarnir: (19. febr. - 20. marz) Þú skalt bara sletta úr klaufunum. Það er ein- hver hrifinn um þessar mundir, og það er engin ástæða til að gera litið úr sjálfum sér i augum viðkomandi. Hitt er annað mál, að kvöldið gæti orðið einum of mikið af svo góðu. Hrúturinn: (21. marz — 19. april) Þú skaltbara njóta þess að aka út fyrir bæinn og athuga fallega staði. Það er aldrei að vita, nema þú finnir verðmæti i gömlum og að þvi er virðist úlsiitnum hlutum. Vertu hress i skapi, og reyndu að láta gott af þér leiða. Nautið: (20. april - 20. mai) Það er ekkert óliklegt, að vinur þinn eða félagi þurfi á fjárhagslegri aðstoð að halda. Varðandi persónuleg fjármál er samt vissast að fara af- skaplega varlega. Það er alls ekki nóg i þeim efnum að hugsa bara um líðandi stund. Tviburamerkið: (21. mai - 20. júní) Þetta getur vel orðið skemmtilegur og upplifg- andi dagur, sérstaklega hvað varðar heilsufar og einkalif. Þú gætir komizt i þannig aðstöðu, að háttprýði sé ekki aðeins viðeigandi, heldur blátt áfram bráðnauðsynleg. Krabbinn: (21. júni - 22. júli) Þú skalt fara varlega i dag. Það geta orðið freistingará vegi þinum, gömul hrösun kynni að endurtaka sig, og einhvers konar ótrúmennska stinga upp kollinum. En mundu það, að gróf óvarkámi verður ekki fyrirgefin. Ljónið: (23. júli - 23. ágúst) Þú skalt finna þér góðan stað til þess að hugsa. Það getur vel verið, að þú fyrirhittir skemmti- legt og kátt fólk i dag, en það eru harla litlar likur til þess, að það sé áreiðanlegt. Taktu það bara ekki alvarlega. Jómfrúin: 23. ágúst - 22. sept.) Einhver ósk þin gæti reynzt furðuleg og jafnvel óraunhæf. Þú skalt vera sveigjanlegur f dag, aðgæta þarfir eða þrár foreldra eða leiðtoga i þinum hópi. Hugmyndir maka um skemmtanir hæfa kannski ekki skapferlinu i dag. Vogin: (23. sept. - 22. okt.) Það er eitthvað alveg sérstakt, sem bfður þín á mannamótum i dag. Það er rétt eins og þú sér afksaplega næmur fyrir útiveru og mikilfengleik náttúrunnar i dag. Ættingjar gætu hæglega „dottið inn” á matmálstima. Sporðdrekinn: (23. okt. - 21. nóv.) Það er harla liklegt, að þú finnir fyrir þvi i dag, aö einhvern langar i hrós, og þú ættir bara að láta það eftir viðkomandi að veita það. Þú mátt alls ekki láta deilur útaf fjármálum skemma jafnvel eyðileggja daginn. Bogmaðurinn: (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt ekki beina huganum neitt inn á þær brautir, sem horfa I átt til breytinga, allra sizt ef þær eru byggðar á einhverskonar skyndihug- dettum. Og þú skalt halda i hemilinn á maka þinum, en langar I eitthvað hégómlegt! Steingeitin: (22. des. - 19. jan.) Það er harla liklegt, að þú verðir fyrir vonbrigð- um með heimsóknir þinar til vina eða kunningja. Það er eitthvað, sem er þér óhagstætt núna. En það skaltu hafa i huga, að þú kemst alls ekki hjá nauðsynlegum verkum. Háseta vantar á mjög góðan netabát frá Keflavik. Upplýsingar i sima 92-2639. »» Auglýsid iTimamun Að undanförnu hefur talsvert þras orðið út af sjónvarpsgjöld- um Austfirðinga, sem telja margir hverjir ofrausn að borga slitrótta dagskrá fullu verði. Það eru ef til vill þessar umræð- ur, sem beint hafa athygli fólks aö öðrum þáttum, sem sjón- varpið varða. Að minnsta kosti hafa Landfara borizt tvö bréf um það efni. Annað þessara bréfa birtum við ekki, þvi að höfundi hefur láðst að láta nafn sitt fylgja, auk þess sem hann er nokkuð svæs- inn I orðum. Ekkert er þvi til fyrirstöðu, að hinu verði komið á framfæri. Óþarfur vaður af fólki Þessum bréfritara, sem vill láta kalla sig Borgfirðing, finnst sjónvarpið tefla fram of mörgu fólki við fréttalestur og kynn- ingu. Hann segir: „Þegar kreppa riður yfir landið, þarf að taka upp sparn- að. Nú skilst mér, að sjónvarp og útvarp eigi við fjárhags- örðugleika að striða, og það er enn frekari hvöt til þess að fara haganlega með fjármuni. Þess vegna dettur mér i hug, hvort nokkur nauðsyn beri til að hafa fólk I kvöldvinnu við að lesa kynningar, er sem bezt getur nægt að bregða upp á sjálfum skjánum. Eins finnst mér, að kvöldfréttir sjónvarps séu ekki viðameiri en svo, að einn maður nægði til þess að lesa þær. Þessum linum langar mig að biðja Landfara að koma á fram- færi. Ég hef heyrt, að ýmsir eru mér sammála um þetta tvennt. Séu einhver vandkvæði á þvi að breyta hér til, væri gaman að heyra þau rök, er að þvi hníga”. Víti til að varast Guðmundur P. Valgeirsson i Bæ I Trékyllisvik skrifar Land- fara á þessa leið: „1 Viðavangsþætti Timans þann 5. febrúar, undir fyrir- sögninni: „Lúðvik samur við sig”, er rætt um framkomu Lúðviks Jósefssonar, ábyrgðar- leysi hans og annarra Alþýðu- bandalagsmanna gagnvart þeim efnahagsvanda, sem þjóð- in á nú við að striða. — Greinar- höfundur dregur fram þá álykt- un, að þetta sé gert i von um aukið fylgi, en klykkir út með þeirri fullyrðingu, að: „Sú von þeirra rætist örugglega (leturbr. GPV) ekki”. Er það nú alveg vist, sem greinarhöfundur segir þar um þetta? — Heilbrigð dómgreind manns ályktar eðlilega þannig. — En við höfum nærtækt dæmi um þetta, sem við skulum ekki gleyma. öllum mætti enn vera i fersku minni, það sem gerðist á s.l. vetri og vori. Ólafur Jóhannes- son, þáverandi forsætisráð- herra, bar fram tillögur til varnar gegn þvi efnahagsöng- þveiti, sem þá var fyrirsjáan- legt og nú er orðið rikjandi og viðurkennt af nær öllum, og flutti frumvarp um það. Engir gátu sýnt ábyrgðarlausari framkomu en Sjálfstæðismenn og „aftaniossar” þeirra, Hanni- bal, Gylfi og Karvel Pálmason, sýndu þá. Ábyrgðarleysi þeirra og beint stjórnmálalegt skemmdarstarf blasti hreint og klárt við augum hvers manns, sem nokkra dómgreind hafði til að bera. Samt fór það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn stórjók fylgi sitt i þeim kosningum, sem upp af þvi spruttu. Og Karvel skreið inn á þing, þrátt fyrir ráðleysi sitt . og hringlanda- hátt, sem gerði hann að athlægi heilbrigt hugsandi manna. Þvi miður ekki vist Við sklum þvi fara varlega i að slá þvi föstu, að menn og flokkar geti ekki unnið stundar- fylgi á ábyrgðarlausum mál- flutningi og framkomu i þýð- ingarmiklum málum. Kosn- ingaúrslitin á s.l. vori, hér á Vestfjörðum, og landinu í heild, benda ótrirætt til þess, að með ábyrgðarlausri afstöðu til mála sé auðvelt að vefja „héðni” að höfði manna, svo að þeir tapi dómgreind sjnni. Það er viðar gleypt við „Glistrupum” en i Danmörku einni. En það er fremur lágkúrulegt af Lúðvík og Magnúsi Kjartans- syni að ana nú út i það kviksyndi ábyrgðarleysis, sem þeir sjálfir álösuðu þá, og álasa enn, Sjálf- stæðismönnum fyrir að hafa haft I frammi á örlagatimum i Islenzkum efnahagsmálum. Það er ekki stórmannlegt af þeim að gera sér leik að því að draga fylgismenn sina niður i slikt svað ábyrgðarleysis, sér til ávinnings, þó aldrei nema dæm- in sanni, að það sé hægt. Gæti jafnvel farið svo, að „skamma stund yrði hönd höggi fegin”. Afhyglisverð erindi og fög- ur tónlist Heyleysi á Heið- mörk í Noregi hvern sunnudag kl. 5 i Aðventkirkjunni, Ing- ólfsstræti 19. Sunnudaginn 16. febrú- ar flytur Steindór Þórðarson erindi, sem nef nist: Hvernig get ég öðlast fullvissu um ei- lift líf? Komið og hlýðið á full- nægjandi svar. AAikill söngur og tónlist í umsjá Arna Hólm. Á Heiðmörk, þar sem fyrrum var riki Hræreks konungs, eru bænd- ur komnir i úlfakreppu vegna heyleysis. Orsökin ætti að láta mönnum kunnuglega i eyrum á islandi: Afleit heyskapartið i fynasumar. 1 þeim sveitum, þar sem hey- leysið þjarmar mest að mönnum, eru mörg þúsund mjólkurkýr, og er við búið, að einhverju af bú- stofninum verði að lóga. Hjá þvi vilja menn þó komast I lengstu lög. Reynt er að bjargast eftir getu við fóðurbæti og kartöflur með sem minnstu afheyi. Hey er torfengið á þessum slóöum, og selst nú hvert kiló- gramm á eina krónu norska, en á dönskum hálmi, sem stendur til boða, er verðið komið upp i þrjár eða fjórar norskar krónur hver fóðureining. VIIUÍiVI ÞAÐ ER I SEM ÚRVALIÐ ER rara Veljið vegg fóðrið og málning una á SAMA STAÐ jr lllKNIr Veggfóður- og málningadeild Ármúla 38 - Reykjavík Simar 8-54-66 & 8-54-71 Allir velkomnlr Opið til 10 á föstudagskvöldum Lokað á laugardögum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.