Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.02.1975, Blaðsíða 16
 Laugardagur 15. febrúar 1975 BAUER HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guöjónsson SIS-FOIHJll SUNDAHÖFN GSÐI fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar við komuna til íslands í gær: Bjartsýnir á nor- rænt samstarf ET—GJ—Reykjavík. Forsætis- ráöherrar þriggja Noröurlanda — Noregs, Danmerkur og Svlþjóöar — komu til islands siödegis I gær. Tilefniö er þing Noröurlandaráös, er sett veröur hér i Reykjavik I dag. Fréttamenn Timans brugöu sér Veiðibann að nætur- lagi til verndar síldinni Sjávarútvegsráðuneytiö hefur sett reglugerð um bann við loðnuveiðum árið 1975. Er hér um að ræða bann á loðnuveiðum fyrir Noröur- og Austurlandi á tima- bilinu frá 1. mars til 15. maf, en frá 15. maf til 1. ágúst eru allar loðnuveiðar bannaöar. Sams konar reglur voru f gildi á siöasta ári. Þaö nýmæli er hins vegar i reglugerð þessari að frá gildis- töku hennar þar til öðru visi verður ákveðið eru allar loðnuveiðar bannaðar innan fisk- veiðilögsögunnar milli kl. 20.00 og 07.00 á svæði fyrir suðurströnd Is- lands,sem takmarkast aö austan af 16 gr. v.lgd. og að vestan af 17 gr. v lgd. Akvæöi þetta um bann við loðnuveiöum að næturlagi frá Hrollaugseyjum og nokkuð vestur fyrir Ingólfshöföa tekur sem sagt þegar gildi og er sett til verndar sfldarstofninum, sem heldur sig nú á þessu svæöi og blandast loðnunni á næturnar, þegar sfldin gengur á grynnra vatn en hún heldur sig á yfir daginn. Veröi breytingar á þessum göngum sfldarinnar verða væntanlega gerðar samsvarandi breytingar á reglugerðinni,en þess er vænzt af ráðuneytinu, að ef það skyldi henda skipstjóra loðnubáta þrátt fyrir allt að fá sfld f nætur sínar, þá sleppi þeir slikum köstum þegar i stað. Verður fylgzt með þvl hversu vel mun takast til I þessu efni. út á Keflavikurflugvöll og tóku ráöherrana tali, er þeir stigu út úr þotum Flugleiöa. Svör þeirra voru aö vonum i stytzta lagi, en þeir voru aliir sammála um, aö norrænt samstarf væri einkar mikilvægt—og sömuleiöis bjart- sýnif á norræna samvinnu I framtiöinni. Bratteli: — Verðum að gera eitthvað, ef ekki næst samkomulag á Hafréttar- ráðstefnunni Trygve Bratteli, forsætisráð- herra Noregs, kom fyrstur þremenninganna hingað til lands. Aðspurður kvað hann orku- og iðnaðarmál verða efst á baugi á fundi Norðurlandaráðs að þessu sinni. Bratteli sagði, að þegar væri hafinn undirbúningur aö norrænu samstarfi á sviði orkumála, en of snemmt væri að segja, aö beinar viðræöur hefðu verið teknar upp milli stjórnvalda hinna einstöku rfkja. Þá vék norski forsætisráðherr- ann talinu að landhelgismálinu. Hann vildi þó ekki tjá sig um árangur lslendinga á því sviði, en kvað norsku rikisstjórnina fylgj- ast náið með undirbún. að Haf- réttarráöstefnu S.Þ., sem haldin verður í Genf slðar i vetur. Aðspurður lýsti hann þeirri skoðun sinni, að Norðmenn yröu knúnir tfl að gera eitthvað, þ.e. færa út fiskveiðilögsöguna, ef ekki næöist neinn árangur á Haf- réttarráðstefnunni. Norska stjórnin stefnir sem kunnugt er að útfærslu i 50 og siðar i 200 sjómil- ur, I náinni framtfð. Ekki vildi Bratteli tjá sig um þá spurningu, hvort Norömenn neyddust hugsanlega til að færa út einhliða eins og Islendingar. Að lokum var Bratteli spurður, hvort til þess kæmi á næstunni, að Norðmenn seldu tslendingum oliu. Hann sagði, að enn sem komið væri framleiddu Norð- menn ekki næga oliu til innan- landsneyzlu, en það kæmi til með að breytast þegar á næsta ári. 1 framtiðinni er svo gert ráð fyrir, að ársframleiðsla á oliu 1 Noregi nemi tiu sinnum meira magni en nú er neytt af oliu i Noregi á einu ári. Svo að forsætisráðherrann þvertók ekki fyrir, að svo gæti farið, að innan fárra ára flyttu Islendingar inn oliu frá Noregi. Jörgensen: Bjartsýnn á lífdaga nýju stjórnarinnar Ég vil ekki á þessu stigi spá neinu um, hversu langlif hin nýja stjórn min verður, sagði Anker Jörgensen, hinn nýoröni forsætis- ráðherra Danmerkur. Ég er þó bjartsýnn á llfdaga hennar, bætti hann við. Jörgensen var hress i bragði og engin þreytumerki á honum að sjá, þrátt fyrir annir siðustu vikna. Hann taldi atvinnuleysiö alvarlegasta vandamál Dan- merkur um þessar mundir, en kvaöst að svo komnu máli ekki geta tjáð sig um, hverra ráða rikisstjórn hans ætlaði að leita til lausnar vandanum. Jörgensen sagöi afstöðu rikis- stjórnar sinnar til Efna- hagsbandalagsins óbreytta, en að sjálfsögðu yrði fylgzt náið meö hvaða afstöðu Bretar tækju til aö- ildarinnar að bandalaginu. Aöspurður sagði Jörgensen, að það væri stefna Jafnaðarmanna, að Danir segðu sig úr bandalag- inu, ef Bretar tækju þann kostinn, en hins vegar taldi hann óliklegt, að til þess kæmi. Forsætisráðherrann taldi mörg mikilvæg mál biða fundar Norðurlandaráðs i Reykjavik, en vildi ekki tjá sig um, hverja málaflokka hann teldi mikilvæg- asta. Palme: — Viljum taka fullt tillit til þeirra þjóða, er byggja afkomu sína að mestu leyti á fiskveiðum Olof Palme, forsætisráöherra Sviþjóðar, sagði fyrst, að þetta væri I þriðja sinn, er hann kæmi til Islands — fyrst árið 1970, svo 1972 og loks nú. — Og það er alltaf jafn gaman að vera kominn hing- aö, bætti hann við, brosmildur. Aöspuröur sagði Palme, að Svi- ar ættu við mun minni vandamál aö glima en flestar aðrar Vestur- Evrópuþjóðir, t.d. Danir. Hann taldi þetta fyrst og fremst vera að þakka þeirri stöðugu efnahags- þróun, er átt hefði sér stað I Sviþjóð. — En ekki góðri stjórn minni, sagði hann og glotti. Palme hvað orkumál verða ofarlega á baugi á þessum fundi Norðurlandaráðs, svo og stofnun sameiginlegs fjárfestingarbanka Norðurlanda. Forsætisráð- herrann sagði, að Sviar stæðu nú frammi fyrir nokkrum vanda á sviði orkumála — vatnsorka væri að fullu beizluð og olian væri dýr. Þá vék Palme stuttlega að landhelgismálinu. Hann sagði, að Reuter-Nikósiu. Stjórn Makarios- ar erkibiskups hefur vfsað Kýpurdeilunni-til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir siðustu atburði á eynni, en tyrknesku- mælandi eyjarskeggjar hafa lýst yfir stofnun sjálfstæðs rikis á norðurhluta eynnar, eins og skýrt var frá i Timanum i gær. Glafkos Klerides, fyrrum Kýpurforseti og nú forseti full- trúadeildar Kýpurþings, fór i gær til Aþenu til viðræðna við griska ráðamenn um siðustu atburði. 1 för með Klerides eru nokkrir háttsettir embættismenn Kýpur- stjórnar. Klerides svaraði spurningum fréttamanna við komuna til Aþenu slðdegis I gær. Hann var sænska ríkisstjórnin hefði mark- að ákveðna stefnu I þeim málum. Einn liðurinn I þeirri stefnu væri sá, að viö ákvöröun auðlindalög- sögu yrði tekiö fullt tillit til þjóöa á borð við Islendinga er byggja afkomu sina að mestu leytiá fisk- veiöum. m.a. spurður um, hvort Banda- rikjastjórn standi að baki aðgerð- um Tyrklands og bandamanna þeirra á Kýpur. — Tyrkir heföu aldrei gert innrás á Kýpur i sumar án stuðnings frá einhverju öðru riki, svaraði Klerides. Hann sagöi, að stjórnir Bandarikjanm og Bretlands hefðu lýst yfir, aö þær styddu st jórn Makariosar og litu á hana sem einu löglegu stjómina á Kýpur. — En þessar yfirlýsingar eru ekki annað en innantóm orð — að baki þeim virðist ekki búa neinn vilji til að skerast I leikinn, bætti hann við. Klerides sagði ennfremur, að flest riki vildu stuðla að lausn Kýpurdeilunnar, en þau hliðruðu sér hjá að taka beina afstöðu með öðrum hvorum aðilanum. Fyrr en slikt gerðist, væri ekki að vænta viðunandi lausnar á deilunni. Kýpurstjórn vísar Kýpurdeilunni til Öryggisróðs S.Þ.: Klerides far- inn til Aþenu Harðorður í garð stjórna Bandaríkjanna og Bretlands fílH-SHORNA / Mll I I Kissinger svartsýnni NTB/Reuter- Damask as / Jerúsalem /Tel Aviv. Henry Kissinger, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, sneri aftur tii tsracl I fyrradag eftir för sina til Egyptalands og Sýrlands. Kissinger ræddi svo viö israelska ráöamenn um svör egypzkra og sýr- ienzkra ráöamanna viö tillög- um tsraelsstjórnar um sam- komulag um friö. Reuter-fréttastofan haföi eftirfarandi eftir einum af samstarfsmönnum Kissingers I fyrrakvöld: — Likur á, að samkomulag takist að þessu sinni eru varla 50-50. Þessi ummæli stungu nokkuö I stúf viö þá bjartsýni, er báðir deiluaöilar — að ógleymdum Kissinger sjálfum — hafa látið i ljós að undanförnu. Svo virðist sem einhver snurða hafi hlaupið á þráðinn, enda hafa báðir aðilar sett — að þvi er virðist — ósam- rýmanleg skilyrði: Egyptar krefjast allsherjarsamkomu- lags.en Israelsmenn taka ekki i mál að semja við alla and- stæöinga sina I einu. NTB-fréttastofan segist hafa eftir áreiðanlegum heimildum i Washington, að tsraelsstjórn hafi sett þrjú viðbótarskilyrði fyrir friðar- samningi við Egypta: 1. Að Súez-skurður verði opinn Israelskum skipum. 2. Að út- lendingar, einkum ferðamenn, geti ferðazt óhindraö yfir landamæri Egyptalands og tsrael og Libanon og tsrael. 3. Aö aflétt verði viðskiptahöml- um þeim, er Arabar hafa sett á fyrirtæki, sem starfa i tsrael. Kissinger fór i gær til Jórdaniu og siðar Saudi- Arabiu til viðræðna við þar- lenda ráðamenn, áður en hann snýr til Bandarikjanna. GATT-róðstefnan um aukin viðskipti milli landa: ÁGREININGUR EBE OG USA TEFUR SAAAKOMULAG Fulltrúar iðnvæddra ríkja boðnir og búnir til að hjdlpa þróunarríkjunum Reuter-Genf. Þessa dagana stendur yfir I Genf ráöstefna 82 rikja, en markmiö ráöstefnunnar er aö reyna aö auka viöskipti milii landa. Ráöstefnan er haldin innan vébanda GATT — þ.e. hins almenna samkomulags um tolla og viöskipti — og sækja hana fulltrúar iönvæddra sem þróunarrikja. Umræöur á ráöstefnunni ein- kenndust i upphafi á deiium Vest- ur-Evrópurikjanna og Bandarikj- anna um viöskipti með land- búnaðarafuröir. Aö sögn Reuter- fréttastofunnar hefur ágreiningi um þetta efni veriö visaö til sér- stakrar undirnefndar, svo aö nú viröist loks kominn skriöur á málin, þótt óljóst sé, hvort sam- komulags sé aö vænta, fyrr en aö nokkrum tima liðnum. Ágreiningurinn er einkum þess efnis, að Vestur-Evrópurikin — með aöildarriki Efnahagsbanda- lagsins i broddi fylkingar — vilja, að sérsamkomulag verði gert um viðskipti með landbúnaöarafurð- ir, en Bandarikin eru andsnúin sliku sérsamkomulagi. 60 þróunarriki taka þátt i störf- um ráðstefnunnar, en hagsmunir þeirra beinast einkum að við- skiptum með svonefndar ,,hita- beltisafurðir”, sem I raun og veru eru hluti landbúnaðarafurða. Agreiningur um viðskipti með þessar afurðir er til meðferðar i sérstakri sendinefnd. Ráðstefnunni i Genf átti aö ljúka I dag, en nokkrar undir- nefndir halda áfram störfum. Bú- izt er við, að álit þeirra verði lögð fyrir aðra GATT-ráðstefnu, sem væntanlega kemur saman i júni eða júli n.k. Fréttaskýrendur telja óliklegt, að ofangreindur ágreiningur verði þá úr sögunni, þótt þessa dagana sé keppzt við að samræma hin óllku sjónarmið. Að sögn Reuter-fréttastofunnar er I fyrsta lagi búizt við, að alls- herjarsamkomulag náist innan árs — en svo gæti þó farið, að tvö ár liðu, áður en öllum ágreiningi hefði verið ýtt til hliðar. Ráðstefnufulltrúar frá iðn- væddu rikjunum hafa flestir lýst yfir vilja til að styðja við bakið á þróunarlöndunum, t.d. með þvi að veita þeim einhliða viðskipta- Ivilnanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.