Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. febrúar 1975 TÍMINN 3 Ofsarok á Suðvesturlandi — fjárhús og hlaða fuku í Stóradal Norðlendingar hafðir að fíflum 1 Degi 19. þ.m. segir svo undir ofangreindri fyrirsögn: „A mörgum undanförnum árum hafa Norðiendingar fengið fyrirheit stjórnvalda, og jafnvel ákveöin loforð um aðgerðir, er leystu raforku- vandann, en án efnda. Hinir ýmsu virkjunarstaðir hafa verið rannsakaðir sitt á hvað, I stað þess að velja ákveðinn virkjunarstað eftir frumrann- sóknir og hefja þar fram- kvæmdir. Það kemur æ betur i Ijós, að virkjunarstaðirnir, sem að framan voru nefndir, eru allir mjög álitlegir, og verða síðan virkjaðir hver af öðrum. Röðframkvæmda i þvi sambandi skiptir þvi engu meginmáli. Hins vegar verður að lita svo á, að stjórnvöld hafi dregið Norðlendinga á asna- eyrunum I orkumálum með marklausum yfirlýsingum og hringlandahætti, sem leiðir enn til tveggja ára raforku- skorts i þessum landshluta”. Menn hefja upp raust sína Þá segir enn fremur: „öðru hverju risa upp menn, hefja upp raust sina og predika þaðyfir iandsiýðnum, að bændum þurfi að fækka, gera eigi búskapinn og fram- leiðslu búvaranna hagkvæm- ari og hætta opinberri aðstoö við ræktun landsins. Oftast eru þessir menn ókunnugir landbúnaði. Til þess að unnt sé að nýta auðlindir landsins, þarf að byggja það allt. Fiskimiðin umhverfis landið þarf að nýta, hið gróna land þarf að nýta, ræktarlöndin þarf að nýta og öll hlunnindi þarf að nýta, svo sem reka, æðarvörp, selveiði og auðvitað lax- og silungs- veiði. Og það þarf að nýta ork- una I fallvötnum og jarðhit- ann. Þessar auðlindir veröa ekki notaðar án búsetu á öllum byggilegum stöðum. Meö þvl að vanrækja, eða bókstaflega svelta dreifbýlið til uppgjafar, er stefnt að borgríki. Engin þjóð hefur til þessa getað lifaö I landi sinu án þess að byggja það og nýta náttúrugæöi þess”. Þeir ættu sjdlfir að búa Loks segir Dagur: „Þeir menn, sem ekkert þekkja til búskapar, eru oft fúsastir til rökræðna um land- búnaðarmálin. Þeir heimta meiri hagkvæmni i búskap, betri nýtingu fjármagns og vinnuafls. Kotabúskapinn skal leggja niður og þeir hæfustu einir að halda áfram að fram- leiða mat handa þjóðinni. Þetta sjónarmið getur sjálf- sagt átt við allar stéttir. Þeir menn, sem eru skussar, eiga t.d. ekki að gera út á þorsk eöa loðnu, skussar eiga heldur ekki að fást við verzlun eða iðnað, og þingmenn, sem þjóð- in hlær að, þegar þeir sýna sig, ættu aö fá sér aðra vinnu, og lélegir bændur ættu að hætta búskap. Lélegt fólk á auðvitað ekki að vera I neinum atvinnu- greinum. Það ætti bókstaflega ekki að vera til. En fróölegt væri það, og uppörvandi, ef þeir menn, sem mest tala um landbúnaðinn og þykjast öðr- um fremur vita, hvernig á að búa, sýndu bændum nýja og betri búskaparhætti I verki”. Þ.Þ. Aukafundur Félags Sambandsfiskfram- leiðenda: Oskar samvinnu við ríkisstjórnina um lausn d fjórhagsvanda frystihúsanna gébé Reykjavik Austanrok gekk yfir Suðurland á mánudag. Ekki hafa þó borizt neinar fréttir af verulegum skemmdum á mann- virkjum sökum veðurofsans. Þó fauk fjárhús og hlaða að bænum Stóradal I Vestur-Eyjafjalla- hreppi, en þetta var braggi, sem nú er nánast alveg horfinn, að sögn ólafs Kristjánssonar að Seljalandi. Simasamband var mjög slæmt i gærdag á þessum slóöum og tókst þvi ekki að fá nánari fréttir af atburðum þess- um. t Keflavik var barnaskólanum lokað i gær, og stöðugar raf- magnstruflanir voru allan dag- inn. Ekki hafði Sigfús Kristjáns- son, fréttaritari blaðsins i Kefla- vik heyrt um neinar skemmdir á mannvirkjum. Jón Einarsson i Borgarnesi sagði, að þar hefði gengið á með NOMUS efnir til samleiks- keppni Á undanförnum árum hefur verið efnt til samkeppni meðal ungra norrænna flytjenda tónlistar á vegum norræna Menningarmála- sjóðsins. Keppt hefur verið i söng, pianóleik, orgelleik, leik á strengjahljóðfæri og blásturs- hljóöfæri, og nú fer fram keppni i gitarleik. Akveðið hefur verið að halda þessari keppni áfram enn um sinn, en i stað þess að byrja að nýju á keppni i söng eða leik á eitthvert hljóðfæri, er nú i ráði að efna til norrænnar keppni i sam- leik.Keppendur munu ekki koma fram sem einleikarar, heldur sem dúó, trió, kvartett eða kvintett. Lögð veröur áherzla á það, að verkin, sem leikin verða séu nor- ræn samtimaverk. Vegleg verð- laun verða veitt. Nánari tilhögun keppninnar verður auglýst siðar. Frá NOMUS-nefndinni (Samstarfsnefnd fyrir norræna músik) Viðgerð á Stálvík að Ijúka VÞ—Siglufirði. — Gæftir hafa verið stirðar á Siglufirði að und- anförnu og gengið misjafnlega hjá togurunum. Dagnýju hefur þó gengið vel og á mánudaginn land- aði hún 90-100 lestum. Sigluvik hefur hins vegar ekki gengið jafn- vel og Stálvik hefur undanfarið verið i viðgerð. Viðgerð er nú að ljúka og er vonazt til þess að skip- ið komist á veiðar um helgina næstu. Búið er að bræða 10500 lestir af loðnu á Siglufirði og á mánudag- inn var engin loðna brædd. Alvarlegt slys á Flateyri KSn-Flateyri — Alvarlegt slys varð á Flateyri á sunnudaginn, þegar fullorðinn maður féll úr stiga og höfuðkúpubrotnaði. Læknir var þegar sóttur til Þing- eyrar, en það ertilmarksum ástandið hér vestra, að nota varð þrenns konar farartæki til þess að koma hcnum til Flateyrar, þ.e. bát, bil og vélsleða. Að læknis- skoðun lokinni var sjúklingurinn þegar fluttur með báti yfir til flugvallarins i'Holti og þaðan suð- ur með flugvél. Þá hafði hann verið meðvitundarlaus frá þvi að slysiö varð. hvössum hryðjum og i einni hryði unni fauk ljósastaur á bifreið við Esso-stöðina og skemmdist hún nokkuð. Þá áttu flutningabifreiðir i erfiðleikum með að komast leið- ar sinnar, sökum þess hve hvasst var, en ekki var vitað um nein óhöpp vegna þessa. Þetta ofsarok hefur valdið töf- um á umferð um Hvalfjörð og er blaðið hafði samband við Vega- gerðina i Reykjavik, sögðu þeir, að bifreiðir hefðu orðið fyrir þvi aö fá grjót i bila sina, rúður brotnað og bifreið dældast, en allt voru þetta minni háttar skemmd- ir og engin slys á fólki. Suður- ströndin er fær, allt austur á Hérað, en mikil hálka er nú á Lónsheiði. Þá er viðast hvar að- gæzlu þörf vegna úrkomu. Ef athugaðir eru vegirnir vest- ur um, þá er Kerlingaskarð ófært og mjög þungfært á Fróðárheiði, en þar á að ryðja á þriðjudag. Vel fært er vestur i Dali um Heydal, en Svinadalur er ófær, þar á að moka i dag alla leið i Reykhóla- sveit. gébé—Reykjavik. — Samkvæmt skýrslum Fiskifélags islands, er heildarloðnuaflinn þó nokkru minni en á sama tima I fyrra, eða 206.108 lestir þann 22. febrúar, en var 307.193 lestir I fyrra. Loðnu- aflinn I síöustu viku var samtals 53.225 lestir og fengu 99 skip afla I vikunni. Aflahæsta skipið I viku- lokin var GIsli Arni RE 375 með samtals 5.633 Iestir, en skipstjór- ar eru tveir Eggert Gislason og Sigurður Sigúrðsson. Næstu skip á eftir Gisla Árna eru, Börkur NK 122 með 5.618 lestir, Sigurður RE 4 með 5.527 lestir og Súlan EA 300 með 4.832 lestir. Þá segir ennfremur i skýrslum Fiskifélags lslands, að loðnu hef- ur verið landað á 18 stöðum á landinu, auk bræðsluskipsins Norglobal. Mest hefur verið landað i Vestmannaeyjum eða samtals 37.028 lestir, næst er bræösluskipið Norglobal "með samtals 25.217 lestir. Þá kemur Seyðisfjörður með 21.218 lestir, Eskifjörður með 20.977 lestir, Vopnafjörður með 15.480 lestir. A sunnudag tilkynntu 56 skip um afla, samtals 14.500 tonn. En á mánudag var komið vitlaust veð- ur á loðnumiðunum og eftir upp- lýsingum frá loðnunefnd, þá höfðu aðeins 23 bátar tilkynnt um afla eða samtals 6.200 tonn. Seinni hluta dags i gær voru flestir bátar á leið til hafnar eða höfðu leitað i var og lágu t.d. margir bátar i vari við Vestmannaeyjar, þrir komnir i höfn i Reykjavik og tveir i Sandgerði. Það er alls staðar meira eða minna fullt á löndunarstöðunum, Þá var Holtavörðuheiði ófær i gær, en ætlunin er að ryðja hana i dag og veginn áfram til Akureyr- ar. Mynd- höggvarar styðja FÍM ENN fjölgar þeim félögum lista- manna, sem styðja Félag is- lenzkra listamanna ideilu þess og borgarráðs um Kjarvalsstaði. Á FUNDI Myndhöggvarafélags- ins i Reykjavik 22. febrúar 1975 var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „My ndhöggvarafélagið i Reykjavik lýsir fyllsta stuðningi við Félag islenzkra myndlistar- manna i baráttu þess við borgar- yfirvöld Reykjavikur út af Kjar- valsstöðum og mun hafa algjöra samstöðu meðFlM i þessu máli”. þó losnar eitthvað rými daglega. Norglobal bræðir um 15-17 þús- und lestir á dag ot tekur á móti jafnmiklu. Eggert Gisiason, annar skipstjór- anna á Gisla Árna, sem var afla- hæsta skipið, með samtals 5633 lestir. Myndin var tekin I Reykja- vikurhöfn er verið var að undir- búa skipið á loðnuveiðar. Tima- mynd: Róbert. i si. viku var haldinn aukafundur Félags Sambandsfiskfram- leiðenda þar sem rætt var um vanda þann er nú blasir viö i efnahagsmálum okkar og sjávarútvegi. A fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kreppuástand rikir nú viðast hvar i heiminum. Þessu fylgir mikið atvinnuleysi viða um lönd, atvinnuleysi sem fer enn vaxandi, og virðast stjórnvöld ekki fá viö neitt ráðið. Islendingar hafa farið verr út úr þessari kreppu en nokkur önnur þjóð á Vesturlöndum. Út- ílutningsverðlag hefur lækkaö hröðum skrefum, en innflutnings- verðlag hefur jafnframt hækkað gifurlega. Viðast hvar annars staðar hefur bæði inn- og út- flutningsverðlag farið hækkandi. Vandi okkar er þvi meiri en annarra þjóða. Fjölmörg frystihús eru nú þannig sett fjárhagslega, að dregið hefur úr framleiðslu og liggur við að reksturinn stöðvist algjörlega vegna stóraukinnar fjármagnsþarfar, sem stafar m.a. af hallarekstri á siðasta ári, birgðasöfnun og dýrtiöarástandi. Þess vegna er knýjandi nauösyn að útvegað verði verulegt rekstrarfjármagn til viðbótar þvi fjármagni, sem stjórnvöld lofuðu á sl. hausti en ekki hefur verið af- greitt ennþá. Rikisstjórn Islands hefur lýst þvi sem stefnu sinni að viðhalda fullri atvinnu. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við þessa stefnu og lýsir þvi jafnframt yfir að félagar i Félagi Sambands- fiskframleiðenda munu gera allt sem i þeirra valdi stendur til þess að halda uppi þróttmiklu atvinnu- lifi og gjaldeyrisöflun. Til þess að svo megi verða óskar Félag Sambandsfisk- framleiöenda eftir samvinnu viö rikisstjórnina um að finna sem allra fyrst lausn á brýnustu fjár- hagsvandamálum frystihúsanna.” S.IÁIST með endurskini Siðari hluta dags á sunnudaginn kom upp eldur að Kolviðarhóli og kom slökkviðliöið fljótlega á vettvang. Tókst nokkuð greiðlega að ráða niöurlögum eldsins, en Kolviðarhóll hefur um nokkurt árabil verið I mikilli niöurniðslu.Talið er að um ikveikju hafi verið aö ræða. Ljós- mynd: Björn Lárus örvar. VITLAUST VEÐUR Á LOÐNUAAIÐUNUAA — 23 bátar tilkynntu um afla í gær — loðnuskipin öll á leið í var eða til hafnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.