Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 25. febrúar 1975 é viRGinm BflRBflRfl HUTTOn CHERRILL hér i Hollywood hugsa allir fyrst og fremst um sjálfan sig. Fjórða hjónaband Gary Grants varð sögulegt sökum þess að i þvi fæddist eina barn hans, dóttirin Jennifer, -sem er stolt og gleði föður sins, eins og hann segir. Aldursmunur var fjarska mikill á þeim hjónum, Gary og Dyan Cannon, sem var fjórða eigin- kona hans, og eftir þriggja ára sambúð skildu þau, en hann fær að umgangast dóttur sina eftir vissu samkomulagi, enda segir hann aö það sé sin mesta gleði i lifinu. Að siðustu sjáum við hér alveg nýja mynd af Gary Grant, og nú er hann kominn með gler- augu, sem hann hefur ekki yfir- leitt látið mynda sig með fyrr, og er orðinn alveg gráhærður, en eftir þvi sem sagt er, þá er kvenhylli hans óbreytt. Ný forneðlutegund vel varðveittar beinagrindur af brynjueðlum, sem sovézk- mongólskur rannsóknar- leiðangur fann i Góbieyði- mörkinni. Þessar tvær risaeðlur greinast frá öðrum tegundum risaeðla að tærðog lögun brynjuplatanna. Allur skrokkurinn hefur verið léttþakinn stórum beinplötum. Halinn endaði i beinodai, sem var hálfur metri i þvermál, og hefur dýrið augsýnilega notað hann sem varnarvopn. Risa- eölumar gengu á fjórum fótum og hafa þær verið jurtaætur. Talið er að þær séu um 80 milljón ára gamlar. Þegar nánari rannsókn er lokið verður önnur risaeðlan send til safnsins i Ulan-Bator, höfuðborgar Mongóliu. Steingervingasafninu i Moskvu hefur borizt ný tegund af for- sögulegum risaeðlum, sem visindamönnum var ekki áður kunnugt um. Eru það tvær mjög W BETSY DRflKE DYflfl cflnnon CfiRY GRfifiT Gary Grant og konurnar hans Jæja, konur á öllum aldri, enn einu sinni er hann laus og liðug- ur! — Þannig byrjar smágrein um Gary Grant i bandarisku blaði, þar sem segir frá ýmsu úr lifi hans, — aðallega þó ástar- og hjúskaparmálum hans. Þar segir m.a., að Cary Grant sé ennþá mest eftirsótti pipar- sveinninn i Hollywood (hvort sem á nú að trúa þvi, eða að þetta er auglýsingabrella um- boðsmanns hans eða kvik- myndafélagsins, sem hann vinnur hjá). Þó að hann sé 70 ára, þá segir i greininni að hann liti út fyrir að vera á fimmtugs- aldri, og sé alltaf svo hrifandi að konur flykkist um hann, og segja megi að „allar vilji meyj- arnar eiga hann”. Hann hefur fjórum sinnum kvænzt, og sjáum við hann hér á mynd einni og svo eiginkonurnar — i réttri timaröð: Virginia Cherr- ill, Barbara Hutton, (talin ein rikasta kona i heimi), Betsy Drake og Dyan Cannon. í þess- ari grein segir að athyglisvert sé, hve framkoma Garys við fyrrverandi eiginkonurnar sé vinaleg og sanngjörn, og segist hann alltaf hafa reynt að halda góðu sambandi við konur sinar. Maður á að muna það góða og skemmtilega úr fortiðinni, en reyna að gleyma hinu, sem er leiöinlegt — og ég er þakklátur konunum minum fyrir svo margt, segir þetta sjötuga glæsimenni. Arið 1933 kvæntist hann leikkonuninni, Virginiu Cherrill aö nafni. Þá var hann 29 ára og orðinn frægur og eftir- sóttur leikari. Hjónabandi sinu slitu þau i vinsemd eftir 2 ár. Seinna giftist hún aftur og hefur lifað hamingjusömu lifi, segir hinn frægi fyrrverandi eigin- maður hennar brosandi. Frú Grant önnur i röðinni var svo Bárbara Hutton, sem var marg- föld dollaraprinsessa, erfingi að Woolworth-vöruhúsunum. Cary Grant og Barbara giftust árið 1942, en það hjónaband stóð að- eins i 3 ár. Um Barböru segir hann: „Hún var — og er — indælis kona, vel menntuð og lesin og þægileg i umgengni og kenndi mér margt.” En þrátt fyrir það stóð hjónaband þeirra ekki lengi, — aðeins 2-3 ár! Þriðja kona Cary Grants var Betsy Drake. Það hjónaband stóð lengst, þvi að þau voru gift frá árinu 1949 til 1962. Þau eru enn i dag beztu vinir, og hann hefur fylgzt af mesta áhuga með frama hennar, en hún er nú að hljóta doktorstitil i sálfræði við háskóla i Los Angeles. Cary sagði um hana, að Holly- wood hefði ekki hæft hennar lifsmáta, þvi að Betsy hugsaði alltaf um að hjálpa öðrum en — Þú veiddir hann og getur sjálfur gert aö honum . . . DENNI DÆMALAUSI Þegar þú kallar heitt kakó og smákökur, þá heyrist það um allt i þessu veðri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.