Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriOjudagur 25. febrúar 1975 Kjarvalsstaða kómedía HEILLþér 20,'öld! — Heill þér 12. tslands öld! Mikill er máttur, menntun og vitsmunir barna þessarar aldar. Þann 9. febrúar birtist i Þjóðviljanum óviðjafnan- leg grein eftir Ellsabetu Gunnarsdóttur. Með greininni fylgdi mynd af málverki eftir „meistara Kjarval”. Þvilikir lik- amar, sem meistarinn málar. Væri Boucher uppistandandi eða Ingres, þá væri þeim óhætt að draga sig i hlé. Þú 20. öld — öld atvinnuskálda, atvinnulistamanna, list- og bók- menntafræðinga, auk afburða arkitekta. Nú er ekki öld ,,ama- töranna”, þeim er ráðlegast að fella seglin. Mikill er nú munur- inn og fortiðin aumkunarverð. Þá voru þeir Hallgrimur i Saurbæ, Stefán i Vallanesi og Jón á Bægisá að basla við búhokur og prenstsþjónustu, en fengust svo viðskáldskap i fristundum. Jónas brölti um óbyggðir lslands i misjöfnum veðrum og stundaði fræðistörf i Kaupinhöfn. Stefán G. braut óræktað land og hokraði vestur i Klettafjöllum og svona mætti lengi telja. Já, öldin okkar er önnur. Nú blómstrar skrautgróður hámenningarinnar, með „form- byltingu” i flestum greinum og laun af almannafé. Nú eru skólarnir heldur ekki að þyngja ungdómnum róðurinn með griskum og latneskum fræðum. Nu er enginn svo aumur, að hann geti ekki auðveldlega fengiðá sig akademiskan stimpil. Þetta er mikil framför frá Hóla- valla-og Bessastaðaskóla. Nú eru skáldin laus við fjandans rimið og myndlistamenn teikninguna. Ekki er heldur verið að hlaða óbærilegri tæknikunnáttu á arki- tekta. Allt siglir i rétta átt með vélrænum hraða. Ég varð svo hrifinn af greininni hennar Elisabetar og meðfylgj- andi mynd, að ég gat ekki orða bundizt og þessvegna hefi ég nú tekið mér penna i hönd. Svo sem allir vita eru Kjarvals- staðir heilagt og glæsilegt hof hámenningarinnar og slikan helgidóm má ekki saurga né van- virða með fristundaföndri — naturalistisku i þokkabót. Nei, hér skal aðeins hreinn rétt- trúnaður rikja, svo sem kristin- dómurinn hans séra' Gröndals. Þess vegna er það himinhrópandi að borgarstjórnarmenn skuli leyfa sér að sletta sér fram i boð æðstu preláta helgidómsins. Það nær ekki nokkurri átt og það ættu forráðamenn þjóðar og borgar að vita, sem sjálfir hafa reist hofið og vigt alla hofgoðanna og hof- gyðjurnar, ásamt Ragnari i Smára. Jave hersveitanna hefur aldrei ætlazt til árásar á slika akademiu. Vissulega bera Kjarvalsstaðir nafn meö rentu, allt hvað skipu- lag og útlit snertir. „Meistari Kjarval” var hér forustumaður i abstraktlist og nokkrum fleiri furðulegum háttum og greinilega gætir viða kjarvalisma i þjóðlifi voru. T.d. vildi hann láta prenta nóg af peningaseðlum, svo allir gætu átt mikið af peningum. Hann vildi láta senda troðin póst- koffort af peningum út um allt land. Auðvitað svo sem bera ber eru forustuskáldin „i takt við tim- ann”. Að visu áttu þau sér skáld- bræöur i fortiðinni, svo sem Tobba og Hannes stutta. Þeir vissu eins og Sveinn Skorri, að góður skáldskapur á að skiljast með tilfinningu en ekki rök- hyggju. ( Auðvitað gildir slikt hið sama um allar listgreinar). Þetta skildu ekki samtimamenn Tobba og Hannesar. Þeir skildu ekki „Agara gagara hundskinns hupp”, eða „blossmey, hnossmey hossar fossi”. Enda skorti þá ger- samlega lærdóm og snilii vorrar aldar. Vissulega var Kjarval barn og tákn sinnar aldar og hæfði i öllum greinum vitsmunum og þekkingu þeirra manna, sem hófu hann til vegs. Að lokum nokkur orð i alvöru! Eitt sinn bar það við á há- tiðahöldum fyrsta desember, að Sigurður Nordal hóf ræðu sina með eftirfarandi orðum: —■ „Það er sagt; að i helviti liggi öll virðingastig niður á við. Hér á íslandi er það þá eins og i hel- viti.” Hugsunarháttur — skilningur hefur hér ekkert breytzt siðan Sigurður mælti þessi orö. Hannes Hafstein orti „Lofkvæði til heimskunnar”. Alþingi hefur sennilega ekkert verið skárra á hans dögum en það gerist nú til dags. Heimska og frekja tröllriður öllu — ekki aðeins islenzkri þjóð, heldur öllum hinum svonefnda vestræna, menntaða heimi. Hrappar notfæra sér heimskuna og slá tóma vefstóla og fjöldinn dáir skartklæði nakins keisara. Picasso óf fyrir öll vesturlönd. Munch fyrir Norðmenn og auðvitað þurftu lslendingar að fylgjast meö og dubbuðu sér upp Kjarval. Hann eins og þeir fyrr- nefndu málaði nokkrar frambærilegar myndir, áður en dekurvitfirringin hófst. Picasso var greindur skálkur, Munch geðveikur og Kjarval klikkaöur frummaður. í hans greind skorti margt, sem hverjum málara er nauðsyn. Rökhyggja er nauðsyn i öllum alvörumálum og störfum, en i þeim efnum var Kjarval gjör- snauður og langsamlega meginið af hans máluðu dúkum aðeins rusl — ekki túskildingsvirði. Kumbaldinn á Klambratúninu — Kjarvalsstaðir er óhæfur til málverkasýninga. Slik húsa- kynni þurfa að hafa góða þakglugga, svo allt veggpláss nýtist. Rafljós eru óhæf, ef um raunverulega list er að ræða. Við málum við dagsljós og viljum þess vegna syna verk okkar i sams konar birtu. „Ruslið er i tizku, snobbararnir kaupa rusl. Hvers vegna ætti ég þá ekki að verzla með rusl”, sagði italskur listsali i Róm við mig. Hér var rusltizkan látin ráða. Hannes Daviðsson teiknaði kumbaldann. Ég hefi eitt sinn rætt við Hannes. Þá fræddi hann mig á, að allur barokk væri ljótur. Sem sagt: Péturskirkjan og verk þeirra Tizians Rembrandts, Michelangelos, Bachs og Handels — eru öll ljót. Þannig er gáfnafar mannsins, sem teiknaði Kjar- valsstaði. Verkfræðingurinn, sem sá um tæknistörfin við smiði kumbaldans, sagði mér að Hannes kynni bersynilega ekkert i tækni, (tæknikunnátta var þó eitt sinn talin nauðsynleg hverjum arkitekt) hann bæri ekkert skynbragö á hvað haganlegast væri. Verkfræðing- urinn kvað Kjarvalsstaði eina járnaflækju. Til að framkvæma verkið eftir teikningunni hefði orðið að nota býsnin öll af járni svo herlegheitin ekki hryndu. Kjarvalsstaði kvað hann hringavitleysu, — ekki annað. Fyrir þá fjármuni, -sem fóru i hringavitleysuna, er mér sagt, að reisa hefði mátt fallegt hús, minnst tvöfalt stærra. En hvaða máli skiptir það, „pöpullinn borg- ar”. Ég hefi löngum haft gaman af kynjakvistum mannkynsins. Þeir eru krydd i hversdagsleikanum. Þess vegna umgekkst ég Kjarval talsvert um skeið, en er dekur- della heimskingjanna óx i hreina vitfirringu óx vitfirringin i Kjar- val. Hann varð frekur og leiðin- legur. Úr þvi forðaðist ég hann. Hverjir eru þeir, sem gerðu útaf viö geðheilsu Kjarvals? Það eru stertilyðurinn — heimskingj- ar, háir og lágir, sem keyptu nafnið „Kjarval”, þessvegna merkti hann upp á siðkastið stórum stöfum verk sin „J.S. Kjarval”. Hér var kryddi heimskunnar ljúflega „blandað i svartan dauðann”. Ásgeir Bjarnþórsson Rafgeymar í miklu úrvali ilLOSSK-------------- Skipholti 35 - Simar: 1-13 50 verzlun ■ 8-13-51 verk$t«di • 1-13-52 sknfstola Olíu- og lofísíur í flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla l BLOSSB-------------- Skipholli 35 Simar: 813-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Ullarmatsmaður Viljum ráða nú þegar ullarmatsmann i verksmiðju vora i Mosfellssveit. Vakta- vinna. Ferðir úr Reykjavik til og frá verk- smiðju. Álafoss h/f Simi 66-300. AuglýsícT í Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.