Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 5. marz 1975 TÍMINN 9 Ketill Jónsson, 71 drs Gaf heimasveit Verkamenn gamall verkamaður sinni bókasafn við höfnina hjó Eimskip, ó verð* fyrir nokkrum vinna til mætt mólverkasafn órum 72 óra aldurs Kjarval, meistarinn mikli, finnst meðal verka i eigu Ketils Jónssonar. — Eftir hvern? Auðvitað Jó- Skarfar i skeri, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. hannes, sagði Ketill, þegar við spurðum um höfundinn. son hélt áfram að vinna i sex- genginu hjá Eimskip, og hélt áfram að sjá málverkasýningar og kaupa myndir. Þótt Ketill Jónsson, verkamað- ur hjá Eimskip, hafi hugað að myndlist meira en aðrir menn, þá hefur hann ekki sniðgengið bók- ina. Hann las og hann safnaði bók um, og fyrir nokkrum árum gaf hann heimasveit sinni, Eyjahreppi, myndarlegt bóka- safn til minningar um foreldra sina. Þetta safn er nú notað til út- iána, eins ogalmenningsbókasafn. Við hittum Ketil Jónsson að máli að heimili hans að Óðinsgötu 8 i Reykjavik, fengum að skoða myndir og tala um myndirnar. — Hvað áttu margar myndir, spurðum við fyrst? — Ég á eitthvað um hundrað myndir. Annars hef ég ekki talið þær. Þær hafa komið til min á mjög mörgum árum. Ég er nú orðinn 71 árs. Fyrsta myndin, sem ég eignaðist, er orðin mjög gömul. Hún er ómerkt, en talin vera eftir Þórarin B. Þorláksson, Hún er af Kirkjufelli i Grundar- firði, vatnslitamynd. Það skiptir mig ekki svo miklu máli, eftir hvern myndin er, — þetta er ósvikið handbragð mikils lista- manns. Raunveruleg söfnun hófst þó eiginlega ekki fyrr en ég kom suður til Reykjavikur, eða fluttist hingað ásamt foreldrum minum, en þau bjuggu áður að Hausthús- um I Eyjahreppi i Hnappadals- sýslu. Þau hétu Kristrún Ketilsdóttir og Jón Þórðarson. Við fluttumst suður árið 1949, og ég bjó hjá þeim unz þau létust. — Kynntistu listamönnum? — Ég veit ekki, hvað skal segja. Auðvitað þekki ég marga myndlistarmenn. Heima i sveit- inni voru auðvitað ekki neinir málarar, en Þóra Arnadóttir (dóttir séra Árna Þórarinssonar prófasts), sem ólst upp heima, bjó vestur á Ránargötu. Hún er gift Eymyndi Magnússyni skip- stjóra. Hjá henni leigðu þeir Svavar Guðnason og Höskuldur Björnsson, en þeir voru báðir Hornfirðingar. Þetta voru fyrstu myndlistarmennirnir, sem ég kynntist. Ég þekki Svavar nú ekkert núna. En Höskuldi kynnt- ist ég vel. Ég met þá mikils og á dálitið af Höskuldi, en enga mynd eftir Svavar. Vill hafa myndirnar litlar — Fylgirðu nokkurri reglu f myndakaupum? — Það get ég varla sagt. Þó vil ég helzt eignast litlar myndir. Auðvitað er mér það ljóst, að stórar myndir eru góðar lika, en þær kosta meira, og svo hefur maður ekki pláss fyrir svoleiðis. Ég er með þetta á veggjunum sem mest, og svo geymi ég mynd- ir i möppum. Litlar myndir eru Katli finnst Jóhanncs Geir merkilegasti máiari bióðarinnar. yfirleitt ódýrari og hafa ósvikið gildi. — Eftir hvern er þessi? — Þessi er eftir hann Jóhannes. — Nú, Kjarval? — Attu mikið eftir hann? — Nei. Bara tvær. Það er lika alveg nóg fyrir mig, ég vil eiga eftir fleiri en einn. — Hvar kaupirðu myndirnar? — Þær eru keyptar á sýning- um, eða i búðum, sem verzla með myndir. Sumt hef ég fengið beint frá málurunum. Það er engin regla þar. Sumu farga ég lika, gaf til að mynda myndir til ættingja minna i Bandarikjunum. Verkamenn hjá Eimskip hætta 72 ára — Þú sagðist vera 71 árs og vinna ennþá. — Já, ég vinn verkamanna- vinnu hjá Eimskip og hef gert það siðan árið 1952, en samkvæmt reglunum, þá megum við vinna til 72 ára aldurs. Ég er i sjötta geng- inu hjá þeim. Aður var þetta ótakmarkað, hvað menn máttu vinna lengi, en svo var gert sam- komulag við Dagsbrún um há- marksaldurinn. Ég dæmdist þvi fljótlega úr leik. — Færðu eftirlaun, þegar þú hættir? — Það er óráðið mál. Ég verð að fara fram á það. Það er mjög erfitt að draga fram lifið án vinnu. Ég fæ ellilaun, en verð að draga af mér fljótlega, vegna skattanna, sagði Ketill Jónsson að lokum. Listasafn alþýðu Eftir að hafa spjallað um stund við Ketil Jónsson, fengum við að skoða svolitið af myndum. Við sá- um fjölda mynda. Þarna var Höskuldur Björnsson, Jóhannes Kjarval, Jóhannes Geir, Guð- mundur frá Miðdal, Valtýr Pétursson, Nina Tryggvadóttir, Arboe Clausen, Ólafur Túbals, Jón Engilberts, Eggert Guð- mundsson, Eyjólfur Eyfells, Weissauer, einhver Rússi, Hall- dór Pétursson, Freymóður, og margir margir fleiri. Stórir skápar fullir af bókum, þótt búið sé að gefa heilt bókasafn vestur i Eyjahrepp, handa fólkinu heima til að lesa. 1 rauninni verður maður orð- laus við að sjá svona listasafn. Listasafn alþýðu er reyndar til á Laugaveginum, prýðilegt safn, gefið að stofni til af honum Ragn- ari i Smára. Þetta er lika lista- safn alþýðu. Hver einasta mynd keypt fyrir fé, sem unnið var inn með þvi að bera varning á sjálf- um sér við að losa togara og skip. 1 raun og veru er það hneisa, að enginn skuli gangast fyrir sýningu á þessu einstæða lista- satm. Það væri veröugt verkefni fyrir „hitt safnið”, Listasafn alþýðu, að gangast fyrir slikri sýningu. Sumar myndirnar eru i römmum, en flestar þó i möpp- um, — þær mætti lima upp á karton, ef ekki eru til aurar fyrir römmum. —Jónas Guðmundsson Ketill Jónsson heima hjá sér. í neðri röð eru meistari Kjarval og „landslagsmynd” eftir Kristján Daviðsson. 1 efri röð eru myndir frá Grundar- firði, sú fyrsta, sem Ketill eignaðist og telur að sé eftir Þórarin B. Þorláksson, siðan kemur teikning af foreldrum Ketils, eftir unga ieik- konu, gerð fyrir mörgum árum. Síðan „moderne” mynd af töffara eftir Gylfa Gislason myndlistarmann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.