Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 5. marz 1975 Nei, nú varð hann að hypja sig burtu. Einn, tveir og...Átti hann ekki að bíða þangað til það byrjaði á nýju lagi? Nú hljóp annað par framhjá, — jú, ekki bar á öðru, — annað til. Og þarna hlupu fjórar eða fimm stelpur niður brekkuna, skríkjandi og masandi. Var það strax fariðaðtínast heim? Það var bezt fyrir hann að hafa sig af stað, svo að hann hefði að minnsta kosti ekki neina skömm af þessum flækingi. Nú! Nú vil ég syngja og dansa dátt fyrst draumurinn hefur rætast mátt og hún, sem dró mig hingað þrátt, — fyrst hún er orðin mín. Fáeinir byrjuðu að syngja nýtt lag, en flestir þögnuðu fyrr en varði. Sumir hurfu úr hringnum strax, en aðrir fóru að dæmi þeirra eftir dálítið hik. Síðan héldu allir af stað niður brekkuna, án þess að taka eftir manninum, sem lá undir heslirunnanum. Innan dálítillar stundar heyrði hann ekki lengur til fólksins. Einar brölti nú á fætur, nuddaði dofna útlimina og gekk hægt af stað heimleiðis. Hann var ekki kominn nema að húsi Svenssons, þegar hann heyrði til einhvers á eftir sér. Hann leit við. Þetta var Gústaf. ,,Hvar er Saga?" spurði Einar þurrlega. Gústaf hló. „Hún er heima og sef ur á sitt græna eyra. Ég er nú ekki lengi heim hérna f rá Stórbæ. Ég er búinn aðganga það svo oft, að stígvélin rata orðið sjálf, ha-ha- ha! — Hvaðan kemur þú?" „Neðan frá Bátvíkinni". „ Kemurðu neðan f rá Bátvíkinni? — Nú lýgur þú, stýri- maður góður. Ég sá þig bak við heslirunnann". „Hvað kemur þér það við, hvar ég er?" svaraði Einar reiðilega. Gústaf hló. „Nei, það kemur mér ekki við...Komdu til Álandseyja, ástin min Ijúf — Saga min Ijúf.....Saga — það er nú stúlka, sem talandi er um, — fallegasta stúlkan á öllum Álandseyjum, skal ég segja þér". „Haltu kjafti!" „Þú skalt reyna að bera víurnar í hana systur hennar, Einar: hún er saumakona. Hún sagði, að þú værir svo „distinkt" á svipinn, — eða hver skollinn þar var nú aftur. Þær kunna svo mikið af alls konar orðum, sem þær læra af þessum útlendu bókaskruddum sínum". „Hefur hún ekkert annað að tala um en mig? Við hvern sagði hún þetta?" „Við Sögu. Þær eru svo fjári forvitnar, af því að þú lítur aldrei við kvenmanni. — Þú ættir að krækja þér í stelpu. Ég skal útvega þér einhverja stelpu". „Hugsaði um þín mál! Ég hef ekki beðið þig um neina hjálp". Þegar heim kom, opnaði Einar útidyrnar og ætlaði að snarast umsvifalaust inn. En Gústaf aftraði honum. „Uss, uss! Taktu af þér skóna. Mamma sefur". Einar ygldi sig, en hlýddi þó bróður sínum. Siðan læddust þeir inn með skóna í höndunum og háttuðu í myrkrinu. Einar bölvaði í hljóði. Hann var ekki vanur að vera á ferli heima í myrkri og rak sig bæði á stólana og borðið. Loks komst hann þó í bólið. En hann gat ekki sofnað, því að margs konar hugsanir sóttu að honum. Ef fólk getur ekki þolað mig, þá er það sjálfsagt mín sök, hugsaði hann. Það er ekki furða, þótt augu mömmu Ijómi í hvert skipti, sem hún lítur framan í Gústaf. Maður kaupir aldrei ást neins með peningum. Hún fæst ekki nema gegn vingjarnlegri framkomu og lipurð, sem sýnir svart á hvítu, að maður hugsar um eitthvað annað en sjálfan sig. Katrín varð drengjanna vör, er þeir komu, en eins og venjulega lét hún þá halda, að hún svæfi. Hún var mjög undrandi á því, að þeir skyldu koma heim saman. Daginn eftir fór Gústaf, en Einar þrem dögum seinna. Katrín sat enn einu sinni ein eftir. Saga Uvström sýslaði eins og f yrr við hannyrðir sínar, hvenær sem stund gafst. En nú óf hún nýja drauma og þrár i dúka sína. Það bar svo margt fyrir augun í búðinni. Hún sá, hve konur sjómannanna voru tötralega búnar og hve hörðum og grómteknum fingrum þær fitluðu við smáskildinga sina, þegar þær voru að ráða það við sig, hvað væri alveg óhjákvæmilegt fyrir þær að kaupa eða hvers þær gætu helzt verið án: sykurs eða grjóna, djúpra diska eða sósúskálar. Þær voru flámæltar, álappalegar í framgöngu og skömmóttar við krakkana sína, sem mændu gráðugum augum yfir búðarborðið á allar þær forboðnu krásir, sem blöstu við þeim í hillunum. Skyldi hún verða svona með aldrinum? Ætli börnin hennar yrðu eins og þessir soltnu og óhrjálegu gríslingar? Skyldi hún.með nokkru móti geta komizt úr kreppunni og fengið að njóta einhvers af gæðum lífsins? Neeei, nei! Hún hataði þetta allt: nagla og hóf- fjaðrir, hverfisteina og tjörukagga, steinolíu og neta- MIÐVIKUDAGUR 5. marz 7.00 M o r g u n ú t v a r p . 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Him- inn og jörð” eftir Carlo Coccioli.Séra Jón Bjarman les þýðingu sina (17). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „1 föður stað” eftir Kerstin Thorvall Falk.Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu slna (17). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. D'agskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjölskyldan I ljósi kristi- legrar siðfræði. Dr. Björn Björnsson prófessor flytur siðara erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Árni Jónsson syngur Islenzk lög, Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Á Hornströndum um hávetur.Valborg Bentsdótt- ir flytur fertuga ferðasögu. c. Inn í liðna tið. Þórður Tómasson safnvörður i Skógum ræðir við Þorstein Guömundsson og Areli Þor- steinsdóttur frá Reynivöll- um I Suðursveit. d. Minnis- stæður kennari. Ágúst Vig- fússon segir frá kynnum sinum af séra Sigurði Ein- arssyni. c. Um islenzka þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur, Sigurður Þórðarson stjórn- ar. 21.30 (J t v a r p s s a g a n : „Klakahöllin” eftir Tarjei Vesaas. Hannes Pétursson þýddi. Kristin Anna Þórar- insdóttir leikkona les sögulok (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 Bókmenntaþáttur i umsjá Þorleifs Haukssonar. 22.55 Djassþáttur. Jón Múli Árnason kynnir. 23.40 Fréttir i stuttu máli. 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Filahiröirinn. Bresk framhaldsmynd. Gortarinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.45 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður Sigurður Richter. 21.00 Hanno Blaschke. Pólsk- ur óperusöngvari syngur lög frá heimalandi sinu. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Belvedere fer I skóla. (Mr. Belvedere Goes to College). Bandarisk gam- anmynd frá árinu 1949. Leikstjóri Elliott Nugent. Aðalhlutverk Clifton Webb, Shirley Temple og Tom Drake. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Herra Lynn Belvedere er frægur rithöf- undur, og nýjasta metsölu- bók hans hefur unniö til verðlauna, sem höfundurinn getur þó ekki fengið afhent, nema hann ljúki ákveðnu háskólaprófi. Hann ákveður að setjast á skólabekk og uppfylla þannig sett skil- yrði, en á námsbraut hans leynast þó ýmsar hindranir, sem ekki er auðvelt að sjá fyrir. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.