Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 20. marz 1975. Nútíma búskapur þarfnast SIS-FODIJll SUNDAHÖFN fyriryóúun nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Fundur sex leiðtoga austantjaldsríkja í Búdapest: Kommúnistaleiðtogar taka undir kröfu Sovét stjórnarinnar um fund æðstu manna Evrópu Enn d ný hefur slezt upp á vinskap rúmenskra og sovézkra rdðamanna Reuter—Búdapest — Leiðtogar sex austantjaldsrikja komu sam- an til fundar i fyrradag til við- ræðna um bætta sambúð austurs og vesturs og önnur alþjóðamál. Fundurinn var haldinn i tengslum við þing ungverska kommúnista- flokksins, er nú stendur yfir I Búdapest. Fundinn sátu eftirtaldir komm- únistaleiðtogar: Leonid Bresjnev (Sovétrikjunum), Todor Zhivkov (Búlgariu), Gustav Husak (Tékkóslóvakiu), Edward Gierek (Póllandi), Janos Kadar (Ung- verjalandi) og Erich Honecker (Austur-Þýzkalandi). A fundin- um fór Bresjnef — að sögn Reuter-fréttastofunnar — þess á leit, að austantjaldsrikin legðust öll á eitt um að ljúka öryggis- málaráðstefnu Evrópu i sumar með fundi æðstu manna álfunnar. Það vekur athygli, að Nicolas Enn hallar undan fæti fyrir Saigon ctíÁrnínni »|óm thi.u »iii stjórninni Stjórn Thieu vill koma á vopnahléi NTB—Saigon. — Hundruð þús- unda flóttamanna eru nú á leið frá fjallahéruðunum I Suður-VIet- nam til strandhéraðanna, þar sem Suður-VIetnamstjórn ræður enn rikjum. Talið er, að yfir 250 þúsund manns hafi flúið frá héruðunum i norðurhluta lands- ins suður á bóginn. Að sögn UPI-fréttastofunnar hefur Suður-Vietnamsstjórn (sú, er situr i Saigon) skorað á ibúa borgarinnar Hue og næsta nágrennis að forða sér, áður en borgin falli i hendur sveita þjóö- frelsisfylkingarinnar. Frétta- menn segja, að á að gizka 100 þúsund manns hafi orðið við þess- ari áskorun og brjótist nú áfram i átt til borgarinnar Da Nang. Varnir stjórnarhersins i Da Nang — sem talin er ein mikil- vægasta hafnarborg Suður-Vietnam — hafa veikzt að undanförnu, þvi að Nguyen van Thieuforseti hefur skipað sveit fallhlifarhermanna að snúa til Saigon til að aðstoða við varnir höfuðborgarinnar. Þess má geta, að Phan Quang Dan, varaforsætisráðherra Suður-Vietnam, er um þessar mundir staddur i Manilla, höfuð- borg Filippseyja i gær fór hann þess á leið við Ferdinand Marcos forseta, að Filippseyjastjórn beitti sér fyrir tilraunum til að koma á vopnahlé I Suður-VIetnam. Ceausescu, leiðtogi kommúnista- flokks Rúmeniu, er eini flokks- leiðtoginn I Austur-Evrópu, er ekki lætur sjá sig I Búdapest. Ce- ausescu, sem hefur fylgt tiltölu- lega sjálfstæðri stefnu gagnvart Sovétstjórninni, sótti siðasta fund æðstu manna austantjaldsrikj- anna, er haldinn var I Varsjá i april 1974. Nú er talið, að enn á ný hafi sletzt upp á vinskapinn hjá rúmenskum og sovézkum ráða- mönnum — I þetta sinn vegna óska Sovétstjórnarinnar um nán- ari hernaðarsamvinnu við Rúmeniustjórn. 1 fréttatilkynningu, sem gefin var út að loknum fundinum I Búdapest i fyrradag, er sagt, að einhugur hafi rikt meðal leiðtog- anna um öll þau mál, er á góma hafi borið. (Var við öðru að bú- ast?). Og að sjálfsögðu er tekið undir kröfu Bresjnevs um, að öryggismálaráðstefnunni verði lokið sem fyrst — og það með fundi æðstu manna. Areiðanlegar fréttir herma, að leiðtogarnir sex hafi haft miklar áhyggjur af sameiginlegu þingi evrópskra kommúnista, sem fyrirhugað er i sumar. Stjórnir Rúmeniu og Júgóslaviu hafa nefnilega lagzt gegn þeirri hug- mynd Sovétstjórnarinnar, að á þinginu verði mótuð sameiginleg afstaða kommúnista i alþjóða- máium. Bresjnev: Allir auðsveipir — að Ceausescu einum undanskildum. Stúdentaleiðtogar í Kambódíu: Hin bandaríska aðstoð þjónar aðeins hagsmunum fámennrar valdaklíku Reuter—Phnom Penh — Stú- dentaleiðtogar i Kambódiu skor- uðu i gær á Bandaríkjastjórn að hætta allri aðstoð við stjórn Lon Nol. A meðan héldu skæruliðar uppi látlausum eldflaugaárásum á höfuðborgina Phnom Penh. Stúdentaleiðtogarnir sögðu á fjölmennum mótmælafundi i gær, að hin bandariska aðstoð þjónaði á engan hátt hagsmunum hinnar kambódisku þjóðar, þvi hún væri misnotuð af fámennum hópi valdaaðila. I gær féllu a.m.k. sex eldflaug- ar á' miðborg Phnom Penh og fjórar flaugar á Pochentong-flug- völl, sem er aðalflugvöllur höfuð- borgarinnar og er i 6 km fjarlægð frá borginni. Vigstaðan umhverf- is Phnom Penh virðist annars óbreytt. Brezka stjórnin boðar niðurskurð hernaðarútgjalda: Umdeild ákvörðun r Aform stjórnarinnar eru m.a. að leggja niður allar herstöðvar á AAiðjarðarhafi innan fimm ára A páska- borðið JPs^f-servéttur í hreinum og fallegum litum NTB/Reuter-London. Brezka rikisstjórnin tiikynnti I gær mik- inn niðurskurð á hernaðarút- gjöidum I náinni framtið. Astæð- an er að sjáifsögðu þeir efnahags- örðugieikar, er nú steðja að Bret- um. Aætlað er að skera hernaðarút- gjöld niður um upphæð, er nemur 4,7 miiijörðum punda (u.þ.b. 1700 miiljörðum isl. króna). Þessi mikli niðurskurður hefur m.a. i för meö sér, að Bretar verða að leggja niður allar herstöðvar sinar á Miðjarðarhafi og i Mið- Austurlöndum á næstu fimm ár- um. Aform brezku stjórnarinnar eru kynnt f „hvitri bók”, er loks sá dagsins ljós i gær, en áður höföu átt sér stað viðræður milli Breta og bandalagsþjóða þeirra i Atlantshafsbandalaginu. önnur aðildarriki NATO hafa gagnrýnt þessi áform og hafa m.a. bent á, að slikur niður- skurður hernaðarútgjalda af hálfu Breta veikti mjög styrk bandalagsins, bæði á norðan og sunnan verðu Norður-Atlantshafi. 1 opinberri fréttatilkynningu, sem gefin var út I aðalstöðvum NATO I gær, er lýst áhyggjum vegna hins mikla niðurskurðar. Sérstaklega óttast forráðamenn NATO, að sú ákvörðun að leggja niður allar herstöðvar á Miöjarðarhafi dragi mjög úr her- styrk bandalagsins á þeim slóð- um. Þá hafa áformin verið gagn- rýnd af stjórnmálamönnum i Bretlandi, bæði frá vinstri og hægri. Frank Allaun, sem er for- maður sérstakrar friðarnefndar innan vinstra arms Verkamanna- flokksins, sagði i gær, að ekki liði á löngu, unz út kæmi ný „hvit bók”, þar sem stefnt yrði að enn frekari niðurskurði hernaðarút- gjalda. Vaxandi efnahagsörðug- leikar og áróður friðarnefndar- innar sæju áreiðanlega til þess. George Younger, talsmaður íhaldsflokksins i landvarnamál- um, gagnrýndi hins vegar hinn mikla niðurskurð og sagði, að stjórnin hefði tekið ákvörðun sina að óathuguðu máli. Younger lagði áherzlu á, að nú á dögum mætti alls ekki slaka á vörnum Vestur- Evrópu, og þvi kæmi þessi ákvörðun sem þruma úr heiðskiru lofti. A- . ulagöar feröir Farseölar um allan heim Ferðamiðstöðin hf. Jt Aðalstræti 9 Slmar 11255 og 12940 Upplýsingar á skrifstofunni um verð og greiðslukjör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.