Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 12. april 1975. FYRSTA FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐAR TILBÚIN — spannar tímabilið 1975-1978 GsaLReykjavik — Bæjarstjórn tsafjarðar hefur látiö gera fram- kvæmdaáætlun fyrir tsafjarðar- kaupstað fyrir timabilið 1975—1978, og hefur dr. Kjartan Jóhannsson unniö að þvi verki. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er framkvæmdaáætlun fyrir svo langan tima i sögu isafjarðar. — Með framkvæmdaáætlun- inni gerum við okkur grein fyrir venjulegum tekjum sveitarfé- lagsins og langbundnum föstum útgjöldum og sjáum þá hvaða fjármagn er afgangs til fram- kvæmda, en þeim er siðan raðað niður eftir forgangi á þessi fjögur ár, sagði Bolli Kjartansson, bæj- arstjóri er Timinn innti hann eftir þvi hver væri megintilgangur áæltunarinnar. Bolli sagði, að hjá sveitarfélag- inu væru eðlilega mörg mál sem biöu úrlausnar og þyrfti að sinna, en þessi leið hefði veriö farin til að fá meiri heildarsýn yfir það sem þyrfti að gera, og til að skipuleggja framkvæmdir kaup- staðarins á lengra timabili en áð- ur hefði verið gert. Heildaráætlunin er upp á 700 milljónir króna, þar af er hlutur rlkisins um 330 millj. kr. Gengu til samninga fyrir orð ráðherra BH-Reykjavik. — „Við gengum á fund forsætisráðherra og við- skiptaráðherra, sem ræddu við okkur á mjög málefnalegan hátt, en kváðust ekki gefa nein bind- andi loforð i kjaradeilum. Hins vegar bentu ráðherrarnir á mál- efnasamning rikisstjórnarinnar, og lögðu á það áherzlu, að verð- lagsmálin yrðu tekin til endur- skoöunar. Við treystum þessuin ráðherrum og vitum, að orð þeirra standa, þannig að okkur væri óhætt að ganga til samninga við verzlunarmenn um kjara- mál,” sagði Hjörtur Hjartarson, formaður Kjararáös verzlunar- innar, i viðtali við biaðið i gær. Þá hafði blaðinu borizt greinar- gerð frá Kjararáðinu, þar sem fram kom, að forystumenn verzlunarinnar hefðu talið nauð- synlegt að leita eftir viðræðum við rikisstjórnina um stefnu hennar i verðlags- og peninga- málum. Hefði undirritun bráða- birgðasamkomulagsins byggzt á þeim viðræðum. 1 lok greinar- gerðarinnar segir, að jafnframt muni Kjararáðið halda áfram baráttu sinni fyrir leiðréttingu á rekstrargrundvelli verzlunar- fyrirtækja með áframhaldandi viðræðum við rfkisstjórn og laun- þegasamtök. Krýningarmessa Mozarts — flutt í Háteigskirkju um helgina gébé Rvik— Kór Langholtskirkju heldur vorfagnaðarhljómleika i Háteigskirkju 13. og 14 april nk. Kórinn flytur Kantötu nr. 61 eftir J. S. Bach og Messu nr. 14 K 317 i C-dúr, Krýningarmessuna, eftir W.A. Mozart. Til aðstoðar eru 28 félagar úr Sinfóniuhljómsveit fs- lands, ásamt listamanninum Martin Hunger. Einsöngvarar eru ÓlöfK. Harðardóttir, Sigriður E. Magnúsdóttir, Garðar Cortes og John Speight. Stjórnandi kórs- ins er Jón Stefánsson organisti. Hljómleikarnir verða sunnu- daginn 13. april kl. 5 og mánudag- inn 14. april kl. 2, i' Háteigskirkju. Jón Reykdal sýnir áhugasömum sýningargestum, hvernig grafik- listamenn standa að verki. Listamennirnir munu sýna og skýra verkin i dag og á morgun klukkan fimm, en sýningin er opin frá tvö til tiu að kvöldi. Henni lýkur á mánudag. JG-Rvik — Á mánu- dag lýkur sýning- unni íslenzk grafik, sem opin hefur verið i tvær vikur. Sýning- in er einkum ætluð til þess að kynna þessa listgrein, sem verið hefur ,,úti i kuldan- um” svo lengi á ís- landi, þessu óska- landi myndlistar- manna. Að sýningunni stendur samnefnt félag, fslenzk g rafik.en i þvi l'élagi er fólk, sem helgar sig þessari lista- grein alveg, en sumir mála þó lfka á venjulegan hátt. Þeir, sem sýna þarna eru flestir ungir, ungar konur og menn, lítt þekkt fólk, en inn- an um eru velþekkt nöfn, eins og Einar Hákonarson og Barbara Árnason, svo ein- hver séu nefnd. Grafik hefur verið horn- reka á íslandi, og er þar ekki við þjóðina eina að sakast. Listasafn tslands kaupir enga grafik, aðheitið geti, og á það vafalaust sinn þátt i þvi að almenningur tekur ekki við sér. Kosturinn við grafikina er sá, að myndirnar eru fleiri en ein. Flestir munu hér á landi þrykkja i 20 eintökum, en I stóru löndunum þrykkja menn meira., 50-100 jafnvel nokkur hundruð, en mismun- andi er hversu mikið prent- mótið þolir. Myndirnar verða þvi ódýrari, en verk sem aðeins fæst f einu ein- taki. Verðið er mjög i hóf stillt, 2500-6000 krónur virðist algengt, en aðrar eru dýrari, enda þá oftast í færri eintök- um. Það, sem mestu máli skiptir við þessa sýningu er það, að félagið reynir að kynna grafik, aðferðir og sérkenni þessarar listgrein- ar, bæði með útgáfu og eins með lifandi orði. Samstarfsnefnd landshlutasamtaka ræðir við þingmenn: Byggðaþróun að snúasf til hins verra? Fulltrúar landshlutasanitaka á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi ræddu sameiginleg hagsmuna- mál þessara landshluta við alþingismenn landshlutanna í gær. Var þingmönnum m.a. skýrt frá þvi, að hin jákvæða búsetuþróun, sem átt hefur sér stað utan Faxaflóasvæðisins væriaðsnúast til hins verra, að áliti landshlutasamtakanna, og var þingmönnum bent á, að 1974 hefði fólksfjölgun alls staðar verið undir meðallagi utan Faxaflóasvæðisins, og I sumum þéttbýliskjörnum hefði fólki raunar fækkaö. Fulltrúar landshlutasam- takanna á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi og Autur- landi koma reglulega saman til skiptis i landshlutunum til að ræða hagsmunamál þessara landshluta og landsbyggðar- innar almennt. Þessi starfs- hópur heldur reglulega tvo fundi árlega með alþingis- mönnum þessara landshluta. Samstarfsnefnd þessara lands- hluta, sem I eiga sæti tveir fulltrúar frá hverjum samtök- um, kom saman til fundar dagana 8. og 9. april á Akur- eyri. Fundurinn gerði tillögur um þau málefni sem mest brenna á sameiginlega i lands- hlutunum. Samstarfsnefndin átti fund með alþingismönnum lands- hlutanna að Hótel Sögu i Reykjavik i gær. Framsögu- menn fyrir tillögum samstarfs- hópsins voru Jóhann Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, og Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka i Vesturlandsk jördæmi. Siðan hófust almennar umræður, sem þátt tóku i alþingismenn og fulltrúar i samstarfsnefndinni. Samstarfsnefndin benti á, að sú jákvæða búsetuþróun, sem átti sér stað i dreifbýlinu 1973, sé að snúast til hins verra,og að enginn landsh utan Faxaflóa- svæðisins hefði náð meðaltals- fjölgun ibúa i landinu 1974, og i sumum þróttmiklum þéttbýlis- kjömum hefði ibúum fækkað. ,,Sú atvinnuaukning sem kom i kjölfar skuttogarakaupa og frystihúsauppbyggingar skapar ekki búsetuaukningu um lengra timabil, nema á eftir fylgi aukning atvinnutækifæra i iðnaði og þjónustugreinum,” segir i gögnum þeim, sem sam- starfsnefndin lagði fyrir þing- menn. „Misræmið á milli dreif- býlisins annars vegar og Faxaflóasvæðisins hins vegar, þar sem iðnaður og þjónustu- starfsemi þjóðarinnar er að mestu staðsett, veldur að dómi nefndarinnar, ásamt hús- næðisskorti og aðstöðumun til menntunar, mestu um búsetu- röskun i landinu. Heildartekjur á hvern ibúa eru lægri úti á landi en i Reykja- vik. Þessi mismunur hlýtur að hafa veruleg áhrif á búsetu- þróunina. Sé álagningaraðstaða sveitarfélaga borin saman, kemur i ljós, að áalningartekjur á hvern ibúa i Reykjavik eru hærri eni dreifbýlinu án 'þess að beitt sé hærri gjaldstigum. Samstarfsnefndin telur, að þennan aðstöðumun eigi að jafna með breyttum úthlutunar- reglum Jöfnunarsjóðs sveitar- félga, sem stefni að jöfnun á að- stööu sveitarfélaganna til að sinna verkefnum sinum. Samstarfsnefndin væntir þess, að byggðanefndin skili áliti á þessu Alþingi, og siðan verði samþ. lög um afgerandi ráðstafanir til að tryggja búsetu og fjölbreytni atvinnulifs i hin- um dreifðu byggðum landsins.” Samstarfsnefndin lagði enn fremur sérstaka áherzlu á, að lög um landshlutasamtökin yrðu samþykkt á yfirstandandi þingi og minnti á, að aöalfundir allra landshlutasamtakanna hafa samþykkt áskoranir til alþingismanna á þann veg. Sérstaka áherzlu þar£,að áliti nefndarinnar, að leggja á, að tryggt sé lánsfjármagn til að standaundir 50% kostnaðar á 10 ára framkvæmdatimabili gatnagerðaráætlunar. Núgild- andi lagareglur um úthlutun þéttbýlisvegafjár, séu óraun- hæfar, sem sjáist m.a. á þvi, að landshlutarnir vestan, norðan og austan eru með 48.0% þjóð- vega i þéttbýli, en til þeirra runnu aðeins 23,4% þéttbýlis- vegafjárins, á timabilinu 1964- 1974. Einnig var á það bent, að þéttbýlisvegaféð hefði skipzt ójafnt, höfuðborgin hefði fengið á siðustu 10 árum rúmar 18.400 kr. á hvern kilómetra, en sá landshluti,sem minnst fékk, að- eins fengið 2.717 kr; á km þjóðvega i þéttbýli. Seu þessir þrir landshlutar (V,A^J) reiknaðir, sem heild, komi út að meðaltali 7.951 kr. á hvern kilómetra, en landsmeðaltal sé 13.489 kr. á km. Af þessu sé ljóst, að skipting þéttbýlisvega- fjár eftir ibúareglunni sé byggð á rangri forsendu. Nefndin skoraði á þingmenn dreifbýlisins að reyna að ná fram leiðréttingu á núverandi misræmi. Húsnæðismálastofnun rikisins hefur gert tillögur um aðbyggðar verði 277 leiguibúðir á vegum sveitarfélaga á yfir- standandi ári. Nú þegar er búið að úthluta lánsfé til byggingar 138 íbúða. Mjög áriðandi , að dómi nefndarinnar, er að útvega Byggingasjóði rikisins fjár- magn til að lána til þeirra 139 ibúða, sem enn skortir fjár- magn til. Samstarfsnefndin itrekaði þess vegna ósk sina um að ráð- herra skipi fram- kvæmdanefnd, sem annist framkvæmd áætlunar um leiguibúðir á vegum sveitar- félaga. t nefndinni eigi sæti fulltrúar landshlutanna. Einnig var lagt til, að lög og starfshættir Framkvæmda- stofnunar rikisins verði endur- skoðuð, til að auka starfsemi að byggðamálum, með eflingu Byggðasjóðs og stofnun byggða- máladeildar. „Eitt af meginstefnumálum dreifbýlisins, er að skipulegar aðgerðir i dreifingu opinberrar þjónustu út á landsbyggðina verði hafnar hið fyrsta,” segir enn fremur i greinargerð sam- starfsnefndarinnar. Jafnframt slikum flutningi þjónustu þurfi að koma til i rlkari mæli aukning valds hinna einstöku landshluta i sérgreind- um málefnum þeirra. Þá var rætt um misræmið i hitunarkostnaði húsa, eftir byggðalögum^ og lagt til að hraðað verði rannsóknum og undirbúningi að gerð stærri orkuvera i þeim landshlutum, þar sem þau eru ekki fyrir. Orkuver landsins verði sam- tengd til að tryggja öryggi i orkuflutningi og orkudreifingu. Samstarfsnefndin lagði áherzlu á að komið yrði upp umdæmisskrifstofum hafna- málastofnunarinnar úti um land og benti á að einungis 1.7% af heildarupphæð fjárlaga 1975 séu ætluð til hafnarfram- kvæmda, og taldi, að ekki kæmi til greina að dregið yrði úr þess- ari fjárveitingu við væntanleg- an niðurskurð framkvæmda- fjár. Vegna aukins flutnings- kostnaðar býr dreifbýlið við mun hærri framfærslukotnað en Faxaflóasvæðið og brýnni þörf er, níi en nokkru sinni fyrr að jafna þennan aðstöðumun með opiiiberum aðgerðum, að áliti nefndarmanna. Samstarfsnefndin fór þess á leit við þingmenn að með lögum verði komið á fót samgöngu- málanefndum, sem skipaðar verði fulltrúum Vegagerðar rikisins og samtaka sveitar- félaga i viðkomandi landshlut- um, og Itrekaði óskir sinar um, að löggjöf um skipan opinberra framkvæmda( verði breytt, svo að sveitarstjórnir geti áfrýjað stöðvunarvaldi Framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar rikisins. Þá var þingmönnum bent á, það mikla órétlæti, sem lands- byggðin býr við I simakostnaði. Vakti nefndin athygli á, að hægt eraðtala 30 simtöl, með ótak- markaðri timalengd, innan Reykjavikursvæðisins, fyrir sama gjald og eitt viðtalsbil kostar i sjálfvirkum sima, t.d. frá tsafirði, Akureyri eða Egilsstöðum til Reykjavikur. Samstarfsnefndin varaði mjög alvarlega við niðurskurði á framkvæmdum rikisins úti um land, þar sem stærstu fram- lögin eru til málaflokka, sem hafa grundvallarþýðingu i byggðaþróun, svo sem til heilbrigðismála, skólamála, hafnarmál og annarra sam- göngumála. Sérstaklega varaði nefndin við skerðingu á fjár- öflun til Byggðasjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.