Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. aprll 1975. TIMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V____________________________________________Blaöaprenth.f. Höggva sverðin sjálf? „ísland og Sovétrikin” heitir forystugrein, sem birtist i Morgunblaðinu i gær og er ritsmið af þvi tagi, að henni verður ekki annars staðar á bekk skipað en meðal grófustu furðuskrifa i islenzkri stjórnmálasögu. Þar eru hafðar uppi magnaðar dylgjur eftir verstu forskrift, meðfram byggðar á getgátum og slúðursögum, i garð þjóðar, sem Is- lendingar hafa lengi átt við mikil viðskipti, og yfir- leitt hagstæð, og eiga alls engar sakir við. Þarna er að verki höfuðmálgagn forsætisráð- herra landsins, og óhróðurinn er fluttur, þegar Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur nýlokið opinberri heimsókn i Sovétrikjunum og náð þar hagstæðari samningum en áður um jafnmikilsvert viðskiptaatriði og oliukaup okkar. Ekki er heldur i það horft, að einmitt þessa daga eru islenzkir timburkaupmenn i Moskvu að leita hófanna um afslátt á timburverði — atriði, sem varðar þjóðar- hag, ekki siður en oliuverðið, og snertir sérstak- lega þúsundir manna, sem i byggingum standa. Við lestur þessarar ótilhlýðilegu forystugreinar rif jast einnig upp Morgunblaðsskrif i ekki óáþekk- um dúr, er ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra fór til Sovétrikjanna i fyrrahaust og gerði þar hag- stæða samninga um greiðslu þeirra viðskipta- skulda okkar, sem þar höfðu myndazt. Slik rit- mennska er ekki i þágu islenzkra hagsmuna og stýrir ekki góðri lukku, sizt ef oft og titt er vegið i sama knérunn. Engu likara er en það sé saknæmt að gera hagstæðari samninga við Sovétrikin en áð- ur. Smekkleysi sitt i forystugreininni i gær kórónar svo Morgunblaðið með þvi að gera það að sérstöku tilefni tortryggni og getsaka, að utanrikisráðherra okkar íslendinga var vel og vinsamlega tekið i Moskvu og sýnd sú virðing, að forsætisráðherra Sovétrikjanna kom til móts við hann og átti við hann viðræður. Einmitt þessi staðreynd var tákn og fyrirboði þess, að sovézk stjórnvöld vildu unna okkur sæmilegs hlutar i samningum, er utanrikis- ráðherra okkar bar að garði, svo sem þau höfðu áður gert, er viðskiptaráðherra fór för sina. 111- kvittin túlkun Morgunblaðsins, og ályktanirnar, sem það dregur siðan af sinum eigin málflutningi, hljóta að teljast jafnsmekklaus, hvort sem litið er á þau frá sjónarhorni Sovétrikjanna eða fs- lendinga. Eða hvernig þætti höfundi þessarar greinar það til fallið, ef blöð núverandi samstarfs- flokks Sjálfstæðismanna i rikisstjórn virtu það á versta veg, þegar Sjálfstæðisráðherrum i opin- berri heimsókn i miklu viðskiptalandi er vel tekið af æðstu mönnum og hafa erindi sem erfiði i ferð sinni? Sannleikurinn um viðskipti okkar við Sovétrikin er sá, að ráðamenn þar hafa yfirleitt reynzt sam- vinnuþýðir, og viðskipti okkar við þau eru afar- mikils virði. Það er þjóðarhagur, að þeim sé i engu spillt, og mjög illa farið, að Morgunblaðið skuli ekki kunna sér betur hóf en dæmin sanna. Það get- ur ekki að skaðlausu birt slikar forystugreinar. Sé svo, að sverðin höggvi sjálf i innstu véum Morgunblaðsins, þarf þar að koma til hönd, sem hemur þau betur, áður en til meiri slysa kemur. —JH Spartak Beglov, stjórnmálaskýrandi APN: Sovétríkin og ísland treysta samband sitt NiU daga heimsókn utan- rikisráðherra íslands, Einars Ágústssonar, til Sovétrlkjanna gaf löndunum tveimur tæki- færi til að endurmeta gaum- gæfilega stöðu samskipta sinna. Niðurstaða þessa var sú, að báðir aðilar létu í ljós ánægju sina og sögðu, að sam- skipti rikjanna væru góð og einkenndust af miklum gagn- kvæmum skilningi og sam- vinnu. Einar Agústsson sagði, að viðræður hans við Alexei Kos- ygin, forsætisráðherra, Andr- ei Gromiko, utanrikisráð- herra, Alexander Isjkov, fiski- málaráðherra, og Nikolai Patolitsjev, utanrikisvið- skiptaráðherra, hefðu verið „mjög áhugaverðar”. Er Andrei Gromiko bauð velkom- inn hinn islenzka starfsbróður sinn, lagði hann áherzlu á, að „Sovétrikin væru vinsamlegt riki i garð Islands, sem það gæti reitt sig á i málum varð- andi baráttuna fyrir friði og bættum alþjóðlegum sam- skiptum.” PRAVDA, aðalmálgagn sovétstjórnarinnar, lagði i þessu sambandi áherzlu á eft- irfarandi: „Fyrsta opinbera heimsókn utanrikisráðherra tslands, Einars Ágústss'onar, sem kom til Sovétrikjanna i boði sovézku rikisstjórnarinn- ar, mun tvimælalaust stuðla að þvi að efla friðinn i Evrópu og um heim allann og styrkja þróun gróinnar, vinsamlegrar sambúðar Sovétrikjanna og tslands.” Hvers vegna er unnt að tala um gróin vinsamleg tengsl milli þjóðanna tveggja? I fyrsta lagi bar sjálfstæðisyfir- lýsingu tslands sem lýðveldis i júni 1944 að á sama tima og sameiginleg gagnsókn þjóða Evrópu gegn fasismanum náði hámarki. Alþekkt er hið gifurlega framlag sovézku þjóðarinnar i þágu sigursins. Sovézka þjóöin lét sig það vissulega varða, að vitar vina- rikisins Islands lýstu skipa- lestum, er héldu uppi tengsl- um milli Sovétrikjanna og bandamanna þeirra. 1 öðru lagi eru löndin tvö I raun ná- búar I Norður-Evrópu, þótt mörg hundruð kilómetrar skilji þau að, þeim heims- hluta, þar sem friðsamleg sambúð hefur staöizt margar prófanir með ágætum, og gæti verið fordæmi öðrum hlutum Evrópu. Það er alkunna, að Sovétrikin meta þátt sérhvers aðila að framkvæmd lögmála friðsamlegrar sambúöar óháð þjóðskipulagi, stærð eða ibúa- fjölda. í ljósi þeirrar stjórn- málalegu þróunar, sem nú á sér stað i Evrópu, sjáum við mörg dæmi þess, að hin svo- kölluðu ,,smá”riki i Vestur- Evrópu afla sér miklu meira álits og áhrifa i sameiginlegri leit að friði heldur en innan vé- banda lokaðra bandalaga. EINS og sjá má af loka- ályktun sovézk-islenzku við- ræðnanna, þá lýsa báðir aðilar þvi yfir, að þeir hafi sömu eða likar skoðanir á öllum megin- málum friðarþróunarinnar: Mikilvægi samkomulags Sovétrikjanna og Bandarikj- annaum friðsamlega sambúö, stöðvun árásarvopnakapp- hlaupsins, ráðstafanir til að koma i veg fyrir kjarnorku- styrjöld, o.s.frv., þýöingu far- sælla lykta Evrópuráðstefn- unnar um öryggis- og sam- starfsmál, nauðsyn þess að auka hlutverk samtaka Sam- einuðu þjóðanna, og um náið samband aukins trausts og framgangs á sviði afvopnun- ar. Sérstök athygli var vakin á þýðingu hinna jákvæöu breyt- inga, sem nú eiga sér stað, til eflingar friðar i Norður-Evr- ópu, en á henni hafa þær þjóð- ir, er eiga heima á þessum slóðum, brennandi áhuga. Þar sem slikur áhugi var látinn i ljós, getur sovézka þjóðin meö réttu vænzt verðskuldaðs mats á hlutverki og stöðu lands sins i sambandi við sam- starf rikja Norður-Evrópu. t sambandi við fund Norður- landaráðs, er nýlega var hald- inn i Reykjavik, hefur sovézk- ur almenningur fundið til þess, að i höfuðborgum Norð- urlanda er mismunandi af- staða til mála er varða sam- vinnu viö Sovétrikin. Vissir aðilar halda, að hugsunarhátt- ur kalda striðsins sé enn hlut- gengur, þ.e. að reisa hindranir og óyfirstiganlegar tálmanir. Þetta er ekki aðeins i mótsögn við það lögmál, aö friðurinn er ódeilanlegur. Þeir sem eru bandingjar sliks hugsunar- háttar liðins tima, eiga það á hættu að glata tækifærinu til gagnkvæmrar, hagstæörar samvinnu við Sovétrikin, einkum á efnahagssviðinu, sem hefur sérstaka þýðingu vegna vaxandi óstöðugleika i efnahagslifi vestrænna rikja. ISLAND og Sovétrikin eru réttilega þeirrar skoðunar, að fengin reynsla af hefðbundn- um góðum samskiptum þeirra á sviði stjórnmála, efnahags- mála og menningarmála, krefjist áframhaldandi þróun- ar og nýtingar ónotaðra möguleika. Mikilsverðum samningum er að ljúka um nýja bókun um gagnkvæm vöruskipti á næsta fjögurra ára timabili, þar sem stefnt er að auknum viðskiptum. Hefur samvinna á þessu sviði mikla þýðingu fyrir efnahagslif Is- lands, að þvi er Einar Ágústs- son sagði. Hann benti einnig á, að þvi vandamáli, hve islenzkt efnahagslif er háð alþjóöleg- um viðskiptum og fiskiveið- um, hefði verið mætt með skilningi af sovézkri hálfu. MOSKVA og Reykjavik hafa gagnkvæman áhuga á sam- vinnu um mál eins og verndun náttúruauðlinda og umhverf- isvernd. Miklar vonir eru og bundnar við samvinnu á sviði fiskirannsókna. MEÐAN stóð á heimsókn is- lenzka ráðherrans var undir- rituð áætlun um samskipti á sviði menningarmála, vis- inda, fræðslumála og ferða- mála, er gildir til fimm ára, en það þýðir, að samstarf á þess- um sviðum er komið á lang- timagrundvöll. SVO vikið sé að almennum vandamálum, þá er rétt að vekja aftur athygli á, að i viö- ræðum utanrikisráðherranna tveggja var Evrópuráðstefn- unni mikill gaumur gefinn. Orðalag lokaályktunarinnar gefur til kynna að mjög gagn- kvæmur skilningur riki milli landanna tveggja varðandi nauðsyn á: Farsælum lokum ráðstefnunnar með þátttöku æðstu manna svo fljótt sem verða má. Sovétrikin og ts- land hafa mikinn áhuga á, aö á komandi sumri verði án tafar stigin ný skref i átt til friðar, þvi friðarþróunin er varanleg þróun, sem nauðsynlegt er aö stöðugt miði fram á leiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.