Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. mai 1975. TÍMINN 7 ÁVARP 1. MAÍ-NEFNDAR FULLTRÚARÁÐS VERKALÝÐSFÉLAGANNA í REYKJAVÍK, BANDALAGS STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA OG IÐNNEMASAMBANDS ÍSLANDS KRÖFUR í 1. MAÍ-GÖNGU 1975 Jafnrétti kynjanna. Launajöfnun. Frelsi, jafnrétti, bræöralag. (Herinn burt). (tsland úr Nató). Verðbólga er afskræmi auðhyggju. Félagslega eign á framleiðslutækjunum. Aldrei aftur atvinnuleysi. Fuilkomna vinnuvernd og öryggi á vinnustöðum. Verndum sjálfstæöi íslands. Lifeyrissjóð fyrir alla launþega. Lifi samtök verkalýðsins. Styðjum þjóðfrelsi þriðja heimsins. Við mótmælum kynþáttaofsóknum. Öreigar allra landa sameinist. Tafarlausa stöðvun verðbólgunnar. Vinnandi menn ráði vinnustöðunum. Sumarvinna fyrir skólafóik. Fulla vísitölu á kaup verkafólks. Dagvinnutekjur til menningarlifs. Notið islenskar iðnaðarvörur. Fram tii sigurs fyrir kröfum verkalýðsfélaganna. Kjarasamningar verði friðhelgir. Semjið strax við sjómenn. Verkfallsrétt til félaga BSRB. Verkfallsrétt til félaga INSl. Verðtrygging lifeyrissjóða. Verkafólk ráöi lífeyrissjóðunum. Bætta félagslega aðstöðu kvenna. Afnemum misréttishefð kynja. Fulla vernd trúnaðarmanna í raun. Fyrirtæki greiði fæðingarorlof. Hallalausan rekstur heimilanna. Mótmælum rotnu skattakerfi. 200 milur 1975. Kröfurnar um „Herinn burt” og „ísland úr NATO” eru á veg- um hernámsandstæðinga án samþykkis aðstandenda 1. mai göngunnar en óátalið af þeirra hálfu. DAGSKRÁ DAGSKRAIN 1. MAt: SAFNAZT saman á Hlemmtorgi kl. 13.30 og lagt af stað þaðan kl. 14.00. Gengiö verður niður Laugaveg og Bankastræti og niður á Lækjartorg, þar sem haldinn verður útifundur. Fundarstjóri er Sigfús Bjarnason, formaður fulltrúaráös verka- lýðsfélaganna I Reykjavik. Ræðumenn eru: Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. Vilborg Teitsdóttir, iðnnemi, I stjórn INSl. Gunnar Hallgrimsson, stjórnarmaður I Sjómannafélagi Reykja- vikur og starfsmaður þess. Kristjan Thorlacius, formaður BSRB. t dag 1. mai fylkir reykvisk alþýða liði til öflugrar baráttu fyrir bættum kjörum, auknum félagslegum réttindum og réttlátari skiptingu þjóðartekna, — til baráttu fyrir þvi markmiði, er sett var af frumherjum verka lýðshreyfingarinnar, að auður og völd skuli lúta hinum vinnandi manni. Við minnumst baráttu og sigri liðinna ára og allra hinna fjöl- mörgu karla og kvenna, sem með þrotlausu starfi hafa gert verka- lýðshreyfinguna að þvi volduga afli sem hún er i dag. Þvi ber að fagna að i ár hefur tekist viðtæk stéttarleg samstaða um málefni vinnandi fólks 1. mai rneðal reykviskra verkalýðsfé- laga, iðnnema og opinberra starsmanna. 1. mai er alþjóðlegur baráttu- dagur verkafólks. Reykvisk alþýða sendir striðandi verkalýð og öreigum allra landa stéttar- legar baráttukveðjur. Við minn- um á nauðsyn alþjóðlegrar ein- ingar og samhjálpar verkalýðsins i baráttu fyrir jafnrétti, lýðræði og þjöðfr elsi, gegn arðráni, heimsveldastefnu og hverskyns þjóðfélagslegu misrétti. A þvi ári, sem liðið er siðan verkafólk fylkti liði á götum 'Reykjavikur, þann 1. mai i fyrra, hafa lifskjör alls almennings ver- ið stórlega skert og þeir kjara- samningar, sem verkalýðsfélögin gerðu fyrir rúmu ári, ógiltir með valdboði. Kjör alþýðu á islandi eru nú i engu samræmi við þjóðartekjur eða þann mikla auð, sem land okkar og auðlindir bjóða. A siðasta ári rýrnuðu þjóðar- tekjur okkar islandinga að visu um 3%, en á sama tima hafa at- vinnurekendur og rikisvald skert kaupmátt verkafólks um 40-50%. Nýgert bráðabirgða- samkomulag færði verkafólki að- eins litið brot þessarar stórfelldu kjaraskerðingar, enda aðeins á- fangi og fellur úr gildi að einum mánuði liðnum. Það er efnahagsstefna rikisstjórnarinnar, auðvalds og atvinnurekenda, sem á meginsök á svo stórfelldri kaupmáttar- skerðingu. Það er þessi stefna, sem hefur leitt til þess á fáum mánuðum, að raungildi launa er fallið niður á svipað stig og hér var fyrir 4—5 árum og þeir miklu sigrar, sem unnust i kaupgjalds- baráttunni á árunum 1970—1974 að engu gerðir. Það er höfuðkrafa reykvisks verkafólks i dag, að kjarasamn- ingarnir sem gerðir voru á siðasta ári, taki gildi á ný. Rikis- stjórn, er beitir valdi sinu til að hindra framgang þessarar kröfu verkafólks, en styður að enn frek- ari auðsöfnun atvinnurekenda og hverskyns gróðaafla, ber að vikja. Við krefjumst tafarlausra samninga við togarasjómenn. sem nú eiga i verkfalli og heitum þeim fullum stuðningi i baráttu þeirra. Það er skýlaus krafa verka- fólks, að fiskveiðilögsaga okkar verði færð út i 200 sjómilur á þessu ári, og við krefjumst þess, að úlfærslan taki gildi ekki bara i orði, heldur einnig á borði. Samdráttur i atvinnulifinu hef- ur á ný orðið alvarlegur i ýmsum greinum og ásamt stórfelldri kjaraskerðingu þrengt að fjöl- mörgum alþýðuheimilum. Á þessum baráttudegi v arar alþýða Reykjavikur enn á ný við yfirvofandi hættu á atvinnuleysi og krefst aðgerða stjórnvalda til að útiloka þá hættu. Reykvisk alþýða setur sér i dag það mark að treysta svo raðir sin- ar og baráttueiningu i stéttar- átökum næstu vikna, að náð verði þvi marki, sem hún hefur sett i kaupgjaldsmálum. Það er smánarblettur á auðugu þjóðfé- lagi okkar tslendinga, að verka- fólk er beinlinis neytt til að afla mjög verulegs hluta tekna sinna með mikilli yfirvinnu og þræl- dómi. Alþýða Reykjavikur krefst þess, að kaup fyrir 40 stunda vinnuviku nægi til menningarlifs. Jafnframt leggur verkalýðs- hreyfingin rika áherslu á kröfuna um verndun náttúrulegs um- hverfis og krefst sérstaklega bættra hoilustuhátta og aukins öryggis á vinnustöðum. Við lýsum stuðningi við baráttu fyrir félagslegu- og efnahagslegu jafnrétti kynjanna. Við þökkum verkamönnum á Selfossi drengilega baráttu fyrir rétti hvers verkamanns óháð geðþótta ráðamanna einstakra fyrirtækja. Við lýsum yfir stuðningi við kröfuna um fullan samningsrétt og verkfallsrétt til jafns við aðra launþega til handa félögum innan BSRB og Iðnnemasambandsins. 1. mai litur islensk alþýða um veröid alla. Við sjáum misskipt- ingu auðsins blasa við og bilið breikkarár frá ári. Annars vegar RAUÐ VERKALÝÐSEINING Eins og undanfarin ár, gengst Rauð verkalýðseining fyrir kröfugöngu og i'itifundi á 1. mai. Safnazt verður saman við Bún- aðarbankann Hlemmtorgi kl. 13:30 og gengið verður niður Laugaveg að Miðbæjarskólanum. Þar munu vera flutt ávörp, lesin ljóð og sungnir baráttusöngvar. Höfuðkjörorð aðgerðanna verða: Enga ábyrgð á kreppu auð- valdsins. Barátta gegn stéttasamvinnu — eining á grundvelli stéttabaráttu. Jafnrétti karla og kvenna til starfs og launa. Til baráttu fyrir sósialisku ts- landi. Gegn heimsvaldastefnunni — Lifi alþjóðahyggjan. Á úlifundi við Miðbæjarskólann munu flytja ræður: Guðmundur Hallvarðsson, verkamaður, Vilborg Dagbjartsdóttir. kenn- ari. Tómas Einarsson, háskóla- nemi. - Fundarstjóri verður Magnús Einar Sigurðsson, prentari. Fullfrui verkfallsmanna i Vest- mannaeyjum mun flytja'ávarp. Auk þess mun fulltrúi þeirra verkamanna. sem yfirtóku og ráku LIP-úraverksmiðjuna i Frakklandi á sinum tima, flytja ávarp. (Frá Undirbúningsnefnd Rauðrar verkalýðseiningar.) 1. MAÍ 1975 gifurleg auðsöfnun og takmarka- laus sóun ráðandi stétta margra iðnrikja með ómennska hern- aðarvél að bakhjarli, hins vegar lönd þriðja heimsins, þar sem neyð fólksins skirskotar til sam- visku hvers ærlegs manns. Við lýsum eindreginni samstöðu með kúguðum þjóðum og stéttum, hvar sem er i heiminum, i baráttu þeirra gegn ofurvaldi auðhringa og stórveldastefnu. Við fögnum af alhug sigrum alþýðunnar i striðshrjáðum lönd- um þriðja heimsins. Við tökum undir með þeim, sem skora á rikisstjórn tslands, að hún viður- kenni rikisstjórnina i Phnom Penh og Bráðabirgðabyltinar- stjórnina i Vietnam. Við berum enn á ný fram þá kröfu, að hern- aðarbandalög stórvelda verði leyst upp og allar erlendar her- stöðvar lagTsar niður. Og við krefjumst þess, að stórveldin viðurkenni friðlýsingu lands okk- ar. í dag liorfir reykviskur verka- lýður fram á veginn og strengir þess heit að sameina kraftana til markvissrar, öflugrar baráttu fyrir betra lifi undir merkjum jafnréttishugsjóna verkalýðs- hreyfingarinnar, — til að baráttu íyrir þvi þjóðfélagi, sem færir vinnandi fólki öll völd yfir fram- leiðslufyrirtækjunum, skipar manninum sjálfum i öndvegi, en hafnar þeirri taumlausu auðsöfn- un fárra á kostnað fjöldans, sem i dag blasir við. Iieykvisk alþýð.a: Fylkjum liði á götum borgarinnar i dag. Fyrir endurheimt umsaminna lifskjara. Fyrir atvinnuöryggi. Gegn fjandsamlegri efnahags- stefnu. Reykjavik, 28/4 1975. 1. Mainefnd Fulltrúaráðs Verka- lýðsfélaganna i Reykjavik. Jón Helgason llelga Guðmundsdóttir Guðjón Jónsson Guðmundur Hallvarðsson (sign) með fyrirvara Ragnar Geirdal. Jón Si.orri Þorleifsson Bandalag starfsmanna rikis og bæja: Haraldur Steinþórsson Jónas Jónasson iðnnemasamband Islands: Armann Ægir Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.