Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 ÞYZKRI FERÐA- SKRIFSTOFU NEITAÐ UAA HÓP- FERÐIRHÉR gébé—Rvlk — Samgönguráðu- neytið hefur hafnað beiðni þýzkr- ar feröaskrifstofu um leyfi til aö fara með hópa 1 hringferðalög um landið I sumar. Ekki mun algengt að sótt sé um leyfi til slikra ferða, að sögn ráðuneytisins. Þess er getið I Félagsblaði Félags leiðsögumanna, að slðast- liðið haust hafi þýzka ferðaskrif- stofan Rotel Tours auglýst I bækl- ingi slnum hringferðir um ísland 1975. Þessi þýzka ferðaskrifstofa er mjög sjálfstæð I rekstri, notar t.d. I ferðunum eigið nesti, eigin bif- reiðastjóra og eigin bifreiðir, sem eru svefnvagnar á nóttunni. Eng- in viðskipti þarf þvl að gera við þau lönd, sem heimsótt eru. Samgönguráðuneytið hafnaði beiðninni, þar sem það sæi ekki ástæðu tií að erlendir aðilar gætu komið þannig inn I landið, og haft þær tekjur af Islenzkum ferða- mannaiðnaði, sem þetta hefði I för með sér. 98. tbl. — Fimmtudagur 1. mai 1975—59. árgangur D Bílsturtur Dælur Drifsköft Landvélarhf 60 metra háir strompar til að leiða burt peningalyktina Gsal—Reykjavfk — Peningalykt- in, — þessi þráláti fnykur sem minnir marga á sköpun verð- mæta, á slna andstæðinga og það ekki ófáa, enda eru ókostirnir margir. Fyrir ári siðan eða svo var eigendum nokkurra loðnu- bræðslustöðva gert að láta reisa reyKháfa það háu, að fnykurinn hyrfi að mestu fólki á jörðu niðri. Nú hafa þrjár verksmiðjur sam- einazt um það að láta reisa slfka reykháfa, en það eru verksmiðj- urnar I Keflavfk, Hafnarfirði og Akranesi, en einmitt á þessum stöðum kvartaði fólk inikið. Peningalyktinni er ekki hægt að eyða með núverandi bræðsluað- ferðum, en hins vegar er hægt að dreifa henni með þvl að leiða hana hátt í loft upp. Reykháfarn- ir, sem reistir verða á áðurnefnd- um stöðum, munu verða um 60 metra háir. Vilja gufu- þurrkun í fiskiðjuver Gsal—Reykjavlk — „Við I Heil- brigðiseftirliti rlkisins viljum að fiskiðjuverin komi sér upp gufu- þurrkun i stað eldþurrkunar sem nú er, þvl að við eldþurrkun geta ýmiss konar efni I fiskinum og rotvarnarefnunum breytzt og orðið skaðleg umhverfinu. Eins og kunnugt er mun að ráði að reisa nýtt fiskiðjuver I Neskaup- stað og höfum við eindregið farið fram á að þar verði sett upp gufuþurrkun". Þannig fórust orð Baldri John- sen, forstöðumanni Heilbrigðis- eftirlits rlkisins. Sagði hann, að þeir vildu ekki að verksmiðjan yrði byggð á sams konar hátt og áður var, heldur notuð nýjasta tækni og nýjasta þekking við þá uppbygg- 'ingu. TILBOÐUM UM H AGSTÆÐ LÁN AF ARABÍSKUM OLÍUAUÐ RIGNIR YFIR BANKANA HÉR -fj. Reykjavík. Tilboðum um stór- lán erlendis með óvenju hagstæö- um kjörum rignir nú yfir Islenzka' banka. Er þarna um að ræða allt að jafnvirði 15 milljarða fslenzkra króna, til 20 ára með 8% ársvöxt- um. Til þessa hafa þó lánstilboð þessi verið sýnt fé en ekki gefið, en málið er f athugun hjá banka- yf irvöldum. Þessi lánstilboð koma frá miðl- urum I Evrópu og eru talin merki þess, að ef til vill sé unnt að fá lán hjá arablskum ollujöfrum eftir öðrum leiðum en hinum hefð- bundnu bankaleiðum. Hins vegar hafa rannsóknir á miðlurum þessum ekki ennþá gefið ástæðu til þess, að einhverjum sllkum væri falið að nálgast oliuauðinn með Islenzka lánsbeiðni upp á vasann. Miðlarar þessir — en einn sllk- ur er einmitt staddur hér á landi nú, hafa þó yfirleitt þann háttinn á að skrifa bréf og fara fram á formlega lánsbeiðni frá Isi banka. Hljóðar tilboðið upp á allt að 15 milljarða islenzkra króna til allt að 20 ára með tæplega 8% árs- vöxtum, og allur kostnaður við lántökuna sagbur verða um 3% gjald. Þá er þess getið, að til lán- tökunnar þyrfti aðeins tryggingu innlends banka. Bankayfirvöld hafa látið kanna starfsemi nokkurra slíkra miðl- ara gegnum bankasambönd sln erlendis, en enn sem komið er hefur málið ekki komizt lengra. ^H óbreytt áskriftarverð — 600 kr. á mánuði — áskriftarsíminn er 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.