Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 1. mai 1975. NY LÆKNASTOFA í CARÐINUM — opnar sennilega um mánaðarmótin gébé Rvlk — Fyrirhugaö er, að um næstu mánaðamót taki læknastofa til starfa I Garðinum, en hingað til hafa Ibúarnir þar þurftaðsækja alla læknaþjónustu til Kefiavikur. — Gert er ráð fyrir, að fastráðin verði hjúkrun- arkona við stofuna, sagði Harald- ur Gíslason sveitarstjóri, og aö læknar frá Keflavik verði þar meö fasta tima I viku hverri. — Læknastofan verður I beinu sambandi við Heilsugæzlustöð Keflavikur, og munu læknar það- an annazt þjónustu á læknastof- unni í Garðinum, sagði Haraldur. Gerum við ráð fyrir að fastráöa hjúkrunarkonu, og vonumst við til að stofan geti tekiö til starfa um næstu mánaðamót. Þá er á- ætlað að stofan þróist i það að verða heilsugæzlustöð með fast- ráðnum lækni. Húsnæði fyrir læknastofuna hefur enn ekki verið ákveðið, en tveir staðir koma til greina og verður ákvörðun um hvor þeirra sé heppilegri tekin á næstu dög- um, sagði sveitarstjórinn, Har- aldur Gislason. Sprett úr spori —á vorkappreiðum Fáks I fyrra. Kappreiðar á sunnudag BH-Reykjavik. — Vorkappreiöar verða háðar sunnudaginn 4. mai nk. á skeiðvellinum aö Viöivöllum I Selási, og eru það Hestamanna- félögin Fákur I Reykjavlk og Gustur i Kópavogi, sem standa fyrir þeim aö þessu sinni. Til keppni eru skráðir 50 hestar, og kennir þar ýmissa grasa, marg- ir tiltöluiega óþekktir, en ýmsir efniiegir auk gamalkunnra gæð- inga. Aö venju verður það keppn- in i 250 metra skeiöi, sem að iik- indum vekur mesta athyglina, en þess skal einnig getiö, að I stökki verður keppt á 350 og 800 metra spretti, auk annars. Það er ekki vitaö til þess, að neinn af þekktustu knöpunum sé forfallaður, og sjálfsagt hleypa þeir fleiri en einum hver að venju. Verðlaunin eru bikarar og verð- launapeningar, en áhorfendur hafa til nokkurs að vinna auk þess að sjá fallega gæðinga þvi að veð- bankinn verður starfræktur. Svo verða hestakonur mættar á staðnum og selja happdrættis- miða, en vinningurinn er eyfirzkt gæðingsefni, fallegur töltari 6 vetra. Við höfum trú á þvi, að veðurguðirnir veröi hliðhollir hestamönnum um helgina. Gullskipiðá Akureyri ED Akureyri — A föstudags- kvöldið frumsýnir Leikfélag Akureyrar Gullskipið eftir Iiilmi Jóhannesson. Þetta er skopieik- ur, sem gerist i friðsamri grá- sleppuhöfn, en allt i einu koma tvö þúsund ferðamenn á skipi I plássið, og snúast Ibúar þess við I hversdagsleikanum. Eyvindur Erlendsson er leik- stjóri, en leikmyndir gerði Jón Þórisson. Með hlutverk fara: Gestur E. Jónasson, Arnar Jóns- son, Sigurveig Jónsdóttir, Friðrik Steingrimsson, Kristjana Jóns- dóttir, Þorhildur Þorleifsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson, Arni Valur Viggósson og Kjartan ólafsson. Kjartan á nú um þessar mundir fjörutiu ára starfsafmæli hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Hagræðingarsérfræðingur sjúkrahússins vill koma allri sjúkdómsgreiningu inn á tölvukerfi og gatar hér geð- kort sitt af kappi. Þetta ger- ist I leikriti Þjóðleikhússins Hvernig er heilsan? eftir Kent Andersson og Bengt Bratt, sem sýnt verður I slö- asta skipti annað kvöld (föstudagskvöld). Það eru tveir sjúklingar geð- og taugadeildarinnar, sem hér hafa brugðið sér 1 gervi Hraðars hagræðingarsér- fræðings og geðlæknis (Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir). Leikritið hefur vakið bæði athygli og umtal, þar er fjallað um málefni geð- og taugasjúkl- inga á aðgengilegan og að mörgu leyti skemmtilegan hátt. Leikstjóri er Sigmund- ur örn Arngrimsson. NÝTT FLUGFÉLAG STOFNAÐ NYRÐRA — flugsamgöngur batna mjög á Norð-Austurlandi ED Akureyri — A Akureyri hefur nýtt flugféiag verið stofnaö, Flug- féiag Norðurlands hf. Stofnendur þess eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn Norðurflugs hf. og auk þess Flugleiðir hf. Fjórar flugvélar eru I eigu félagsins, en það mun halda uppi áætlunar- ferðum til staða á Norð-Austur- landi, og munu nú batna verulega fiugsamgöngur þar. Þrjár af vélum Flugfélags Norðurliands hf. eru tiu sæta Beachcraft vélar, en ein er af teg- undinni Aztec, fimm sæta vél, sem notuö verður I sjúkraflutn- inga og einnig til leiguflugs. Fjór- ar áætlunarferðir I viku verða til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar, en þrjár ferðir I viku til Húsavlkur og Grlmseyj- ar. Afgreiðslu hins nýja flugfé- lags mun Flugfélag Islands ann- ast I Flugstööinni á Akureyri. Stjórn Flugfélags Norðurlands skipa Einar Helgason, Torfi Gunnlaugsson og Jón Karlsson, en I varastjórn eru Jakob Frl- mannsson, Jóhannes Fossdal, Niels Glslason, Framkvæmda- stjþri er Sigurður Aðalsteinsson flugmaður, og mun skrifstofa flugfélagsins vera til húsa I Flug- stöðinni á Akureyrarflugvelli. Formlega tekur félagið til starfa 1. mal. Áætlunarferðir F.N. koma I staðáætlunarferða F.I., sem voru miklu færri til þeirra staða sem áður eru nefndir. Flugsamgöngur aukast mjög verulega á Norð-austurlandi viö tilkomu hins nýja flugfélags. FJARBONDI A ELLIHEIMILI ED Akureyri — Óskar Stefáns- son, fyrrverandi bóndi á Tjörnesi, núverandi vistmaður á elliheimil- inu Skjaldarvik I Eyjafirði, á 19 kindur I kofa nálægt elliheimilinu og sinnir vel um þær. Nýlega höföu 10 ær hans borið, þar af sex þrllemdar og fjórar tvilemdar. Einnig sagði Óskar, að hann áliti að 2—3 þrilembur væru óbornar. Þá sagðist Óskar ekki hafa notaö nein hormónalyf fyrir rollur sln- ar, en fé hans er. sérstaklega fall- egt. Fyrstu gagnfræðingarnir úr Egflstaðaskóla í vor gébé Rvlk — Egilsstaðaskóli út- skrifar i vor I fyrsta skipti gagn- fræðinga, en það eru 18 nemendur sem þreyta það próf. 25 nemend- ur þreyta ungiingapróf, en I allt munu um 260 nemendur þreyta próf I skólanum I vor. Þá hefur verið ákveðið að el'na til viða- vagnshlaups nemenda Egils- staðaskóla 1. mal ár hvert, og gera hlaupið að föstum viöburði I lifi Egilsstaðabúa. Þátttakendur I hlaupinu veröa á aldrinum 6—18 ára og verður hlaupið I fjórum flokkum drengja og stúlkna. Sérstaka viðurkenn- ingu fá sigurvegarar I hverjum flokki, og efnt verður til útidag- skrár I tengslum við hlaupið. Sunnudaginn 4. mal verður sýn- ing á handavinnu nemenda Egils- staöaskóla, en eftir það fara próf að hefjast hjá elztu nemendunum. Námsflokkarhafa verið starfandi við skólann I vetur með 40 nem- endum, og er áætlað að halda þeirri starfsemi áfram næsta vet- ur. Þá hefur 2. bekkur iðnskóla verið rekinn við Egilsstaðaskóla á yfirstandandi skólaári I tengsl- um við Iðnskóla Austurlands I Neskaupstað. I þeirri bekkjar- deild stunda 17 iðnsveinar nám. t marzmánuði var árshátið skól- ans haldin, auk skemmtunar fyrir foreldra, sem þóttist takast með ágætum. Um páskana fóru nem- endur gagnfræðadeilda skólans I náms- og kynnisför til Reykjavik- ur. Kennarar við Égilsstaöaskóla eru nú 18, auk skólastjóra, sex stundakennarar og 12 fastir kenn- arar. Fellahreppur I Norður-Múlasýslu gerðist rekstr- araðili að skólanum sl. haust, og er nemendum úr Fellahreppi ekið daglega I og úr skóla, allt að 50 km leið. Skólanefnd Egilsstaða- skólahverfis skipa 5 manns, tveir úr Fellahreppi og þrlr úr Egils- staðahreppi, en formaöur er frú Ásdis Sveinsdótir Egilsstöðum. Akveðið hefur verið að hefja byggingaframkvæmdir við Egils- stað".skóla á sumri komanda og stefnt að þvl aö steypa upp IV. á- fanga skólahússins og fullgera að hluta. Það er mikið nauðsynja- verk, þar sem húsakostur þrengir nú mjog að starfsemi skólans. Samið við Pólverja til 5 ára Fjölbrautaskóli í Flensborg — fyrstu stúdentarnir í vor Undirritaður hefur verið samn- ingur milli menntamálaráðu- neutisins og Hafnarfjaröarkaup- staðar um að Flensborgarskóli I Hafnarfirði skuli starfa sem fjöl- brautaskóli. t samningnum er kveðið á um aö stefnt skuli að þvl að I skólanum verði gefinn kostur á námi á eftirtöldum námsbraut- um: Menntaskólabraut, tækni- braut, viðskiptabraut, félags- fræðibraut, heimilisfræðabraut, myndlista- og handiðarbraut, svo og iðnaðar- og iðjubraut I sam- vinnu við Iðnskólann i Hafnar- firði. Embætti skólameistara við hinn nýja fjölbrautarskóla hefur nú verið auglýst til umsóknar. Undanfarin árhefurmeð heim- ild menntamálaráðuneytisins verið starfrækt menntadeild við Flensborgarskóla. Er fyrirhugað að stúdentar verði I fyrsta skipti brautskráðir frá skólanum á þessu vori. FRAMSÓKN Einar Agústsson, utanrikisráöherra og Romuald Poleszczuk, sendiherra Póilands á tslandi, undirrita nýjan viðskipta- og greiðsiusamning milli tsiands og Póllands. EINAR Agústsson, utanrikisráö- herra og Romuald Poleszczuk, sendiherra Póllands á tslandi, undirrituðu I dag nýjan viðskipta- og greiðslusamning milli tslands og Póllands, en samningsgerð fór fram 9.-10.'september s.l. I Var- sjá. Formaður Islenzkú samn- inganefndarinnar var Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri. Samningurinn er I öllum aðal- atriðum samhljóöa viðskipta- samningi, sem gerður var I Reykjavik 12. september 1969 og gilt hefur I rúm 5 ár. Bæði löndin skuldbinda sig til að veita inn- flutningi hvors annars beztu kjör samkvæmt GATT-sáttmálanum. Allar greiðslur milli landanna skulu fara fram I frjálsum Bandarikjadollurum eða öðrum skiptanlegum gjaldmiðli. Samn- ingnum fylgja tveir listar yfir helztu vörutegundirnar, sem löndin leggja mesta áherzlu á að selja. Gildistimi samningsins er til 31. desember 1980. í RÍNARFERÐ ED—Akureyri — Kjördæmissam- band Framsóknarfélaganna i Norðurlandskjördæmi eystra, hefur ákveðið að efna til hópferð- ar til Rinarlanda i sumar. t ljós hefur komið mikill áhugi á ferð þessari, sem farin verður 27. júni og stendur i 15 daga. Bókað er i meirihluta þeirra sæta, sem sam- bandið hefur til umráða. Ættu þeir, sem bafa áhuga á ferð þessari að hafa strax sam- band við einhvern af eftirtöldum : Skrifstofu sambandsins á Akur- eyri, Þormóð Jónsson Húsavik, Hilmar Danielsson Dalvik, Aðal- björn Gunnlaugsson Lundi. Þá eru þeir beðnir, sem þegar hafa látið skrá sig i ferðina, að stað- festa pöntun sina með þvi að borga inn á fargjaldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.