Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 1. mai 1975. Menntamálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um Þjóðleikhús: Þjóðleikhússtjóri ráðinn til fjögurra ára í senn 1 GÆR fylgdi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráö- herra úr hlaði frumvarpi til laga um Þjóðleikhús. Meðal nýmæla, sem er að finna I frumvarpinu, er, að Þjóöleikhússtjóra skuli ráða til fjögurra ára I senn, og má aðeins endurráða sama mann einu sinni. Þannig getur enginn, samkvæmt frumvarpinu, gegnt starfinu samfellt lengur en 8 ár. Meðal þeirra, sem tóku til máls um frumvarpið, voru Gylfi Þ. Gislason (A) og Svava Jakobs- dóttir (Ab). t ræðu sinni sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra: ,,Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um Þjóðleikhús, en það er stjórnarfrumvarp. Þetta frumvarp á sér alllanga sögu að baki. Lögin um Þjóðleik- hús eru frá 5. júni 1947 og þvi tek- in að nálgast þritugsaldurinn. Frumvarp til nýrra Þjóðleikhús- laga var lagt fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvarp árið 1971. Það varð þá ekki útrætt. Málið kom svo fyrir næsta þing óbreytt og þá flutt af menntamálanefnd efri deildar, að beiðni menntamála- ráðherra. En það fór á sömu leið, að frumvarpið varö heldur ekki útrætt á þvi þingi. Frumvarpið kemur nú fyrir Alþingi i þriðja sinn og hefur menntamálaráðu- neytið gert á þvi nokkrar breyt- ingar en ekki veigamiklar. Þetta frumvarp var upphaflega samið af þriggja manna nefnd, en i henni áttu þessir sæti: Birgir Thorlacius ráöuneytisstjóri for- maður, Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri, og dr. Þórður Eyjólfsson fyrrverandi hæsta- réttardómari. Nefndin var skipuð 6. febrúar 1970 og skilaði áliti 23. marz 1971. Nefndin kappkostaði að kynna sér viðhorf sem flestra þeirra, sem gerst eiga að þekkja til leik- húsmála hér á landi. Hún átti m.a. viðræðufundi með þjóðleik- húsráöi, þjóðleikhússtjóra, stjórn Félags Isl. leikara og sérstakri nefnd á vegum þess, stjórn Bandalags ísl. listamanna, stjórn Félags Isl. listdansara, fram- kvæmdastjóra Bandalags Isl. leikfélaga, stjórn Þjóðleikhús- kórsins og stjórn Leikfélags Reykjavikur og svo framvegis. Viðræður við þessa aðila áttu sér stað bæði áður en nefndin hóf störf sín og eins eftir aö hún hafði gert drög að frumvarpi. Eins og áður segir, er löggjöfin um Þjóöleikhúsiö frá árinu 1947. Þjóðleikhúsið hóf sýningar 1950 og hefir nýlega minnzt 25 ára afmælis sins. Á þessu tímabili hefur fengizt mikilsverð reynsla um rekstur þess. Munu flestir ásáttir um, að tlmabært sé að setja nýja löggjöf um starfsemi leikhússins. 1 frumvarpi þessu felast að sjálfsögðu margvlslegar breyt- ingar frá gildandi löggjöf um Þjóðleikhús og segir um það at- riði i athugasemdum: 1) Kveöið er skýrar á um það en áður, að þótt flutningur leikrita sé aðalhlutverk Þjóðleikhúss- ins, beri þvi einnig að flytja óperur og sýna listdans að stað- aldri og að á hverju leikári skuli eitt eða fleiri viðfangsefni sérstaklega ætluð börnum. 2) Skipan þjóðleikhúsráðs er gjörbreytt. Starfstimabil þess er timabundið og fulltrúum i þvi fjölgað til þess að það geti orðið vettvangur sem flestra þeirra, er leikhúsreksturinn varðar. 3) Myndað er fimm manna' framkvæmdaráö, þ.e. 4 auk þjóöleikhússtjóra. 4) Þjóðleikhússtjóra skal ráða til fjögurra ára I senn og má endurráða sama mann einu sinni, þannig að enginn getur gegnt þessum starfa samfellt lengur en átta ár. 5) Ráða skal leikhúsinu bók- mennta- og leiklistarráðunaut (dramaturg), listdansstjóra (ballettmeistara) og tónlistar- ráðunaut. 6) Miðað skal viö, aö svo margir leikarar, söngvarar og list- dansarar starfi við Þjóöleik- húsið, að það geti jafnan leyst af hendi þau verkefni, sem þvl ber að sinna. 7) Lögfest sé, að blandaður kór starfi við leikhúsið. 8) Leikárið verði framvegis frá 1. september til 31. ágúst, en eigi frá júlíbyrjun til júniloka eins og nú. 9) Þjóðleikhúsi og sjónvarpi er ætlað að koma á fót leikmuna- safni, er Leikfélag Reykjavlkur og önnur leikfélög geta gerzt aðilar að, en safnið leigi bún- inga, leiktjöld og annan sviðs- búnað til leikfélaga. 10) Lögð er áherzla á aukið sam- starf Þjóðleikhússins við leik- félög áhugamanna, t.d. með þvi að láta þeim I té leikstjóra og gistileikara. 11) Arlega skulu farnar leikferðir um landið á starfstima Þjóð- leikhússins.” Sumar þær breytingar, sem hér er lagt til að gerðar verði á Þjóð- leikhúslögunum, eru þegar komnar til framkvæmda i reynd, en aðrar ekki. Kosta þær að sjálf- sögðu nokkra fjármuni. Fer það eftir því, hve ört breytingarnar koma til framkvæmda og hvernig starfsemi leikhússins er hngað, hvað sá kostnaðarauki veröur mikill. Þjóðleikhús verður aldrei rekiö nema með allmiklum kostnaði, þótt gætt sé hinnar mestu hagsýni. Gildir það ekki aðeins i okkar fámenna sam- félagi, heldur hefur það einnig orðið reyndin þar sem áhorfenda- hópurinn er stærri. Fjárveitinga- valdið verður svo að vega það og meta hverju sinni, hversu mikl- um fjármunum það vill verja til leikhússins. Til þess að spara tlma hátt- virtrar þingdeildar læt ég hjá llða að ræða nánar einstök atriði þessa frumvarps. Þay eru og skýrð allitarlega, grein fyrir grein, I meðfylgjandi athuga- semdum. Mér er ljóst, að um mörg þess- ara ákvæða kunna að vera skipt- ar skoðanir hér I háttvirtri deild. Uppbygging þjóðleikhússráðsins var á slnum tima gagnrýnd hér á hæstvirtu Alþingi. Þingmenn, sem og aðrir, munu þó sammála um, að æskilegt sé að hafa jafnan traust tengsl með Alþingi, og þar með f járveitingavaldinu og Þjóð- leikhúsinu, og með Þjóðleikhús- inu og fulltrúum hinna ýmsu list- greina, sem það nýtur stuðnings frá. En aðsjálfsögðu eru skoðanir skiptar um það, með hverjum hætti þessum tengslum verði bezt fyrir komið. Eins er það með uppbyggingu framkvæmdastjórnar. Það eru allir sammála um að þeir, sem við Þjóðleikhúsin vinna, skuli hafa þar sterk Itök, en álitamál getur verið, með hverjum hætti aðild þeirra er fyrir komið. Ný- lega hefur verið breytt uppbygg- ingu félaga þess fólks, sem við Þjóðleikhúsið vinnur. Má vera, að sú breyting hafi það i för með sér, að nauðsynlegt sé að breyta ákvæðum 8. gr. frumvarpsins til samræmis við hana. Án þess að ég ætli að fara að segja háttvirtri þingdeild fyrir verkum, vil ég láta það koma fram, að ég tel sérstaklega æski- legt, að Alþingi Igrundi vel ákvæði frumvarpsins um fast starfsfólk Þjóðleikhússins. Tæp- lega er þar þó of I lagt, en heldur kynni að vera þörf á að auka þar við, þó að sjálfsögðu verði að gæta fyllstu varúðar gagnvart allri útfærslu, ekki sizt á erfið- leikatimum. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir, að Þjóðleikhússtjóri, og fleiri fastir starfsmenn, skuli aðeins ráðnir til fjögurra ára. Þetta at- riði er nokkurt nýmæli, og þarf að gefa þvl sérstakar gætur, hversu mörkuð er staða og kjör þeirra manna, sem þannig eru ráðnir með öðrum hætti en algengast er að ráða, setja eða skipa opinbera starfsmenn. Það er að sjálfsögðu ekki ætlun mln, að þetta frumvarp, svo um- fangsmikið sem það er, verði af- greitt á þeim tiltölulega fáu vik- um, sem væntanlega eru eftir af starfstima þessa þings. Hitt væri til bóta, ef frumvarpið næði að komast til nefndar, og ef háttvirt nefnd gerði nokkrar ráð- stafanir til að afla umsagna og á annan hátt að flýta fyrir af- greiðslu málsins á haustþinginu. Ég mun kappkosta að leggja þetta frumvarp fyrir þegar I byrj- un næsta þings, með það fyrir augum, að takast mætti að af- greiða það fyrir lok þessa árs. Mér finnst vel fara á þvi, að Þjóð- leikhúsið fái frá Alþingi Is- lendinga nýja löggjöf i afmælis- gjöf eftir 25 ára giftudrjúgt starf. Ég legg svo til, herra forseti, að frumvarpinu verði, að lokinni fyrstu umræðu, vísað til hátt- virtrar menntamálanefndar. Selfossdeilan inn á Alþingi Hverjar voru hinar raunverulegu ástæður til þess, að starfsmanninum var sagt upp störfum? SELFOSSMALIÐ svonefnda komst inn i sali Aiþingis I gær, þegar Soffia Guðmundsdóttir (Ab) mælti fyrir þingsálykt- unartillögu, sem hún flytur ásamt Ragnari Arnalds (Ab) um réttindi og skyldur starfs- fólks.en I greinargerð með til- lögunni er vikið að deilunni, sem varðhjá KAá Selfossi. Er þar tekin afstaða gegn sam- vinnufyrirtækinu. ólafur ólafsson kaupfélags- stjóri á Hvolsvelli, sem situr á þingi sem varamaður Jóns Helgasonar, tók til máls á eftir Soffíu og rakti gang málsins. Auk þess tóku til máls Helgi Seljan (Ab), sem tók undir gagnrýni Soffiu á samvinnu- hreyfinguna, Einar Ágústsson ráðherra, og Albert Guð- mundsson (S), sem báðir tóku upp hanzkann fyrir samvinnu- hreyfinguna. Ræða sú, sem ólafur Ólafs- son flutti, var jómfrúræða hans. Fara hér á eftir kaflar úr henni: ,,Ég get ekki látið hjá liða að ræða nokkuö um þá þings- ályktunartil- lögu, sem hér liggur fyrir, og sérstaklega aö gera alvarlegar athugasemdir við greinar- gerðina, sem fylgir henni, og málflutning. Tilefni þessarar tillögu er vafalaust verkfallsátök, sem áttu sér stað meðal starfs- manna tveggja verkstæða hjá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi. eins og frem kemur i greinargerð með tillögunni. Ég fylgdist mjög vel með þessu máli frá báðum hliðum, og er þvi gjörkunnugur I öllum atriðum. Ég er undrandi, og harma, hversu miklu mold- viðri og slæmum áróðri hefur verið rótað upp vegna þessa máls, og hversu miklum rang- færslum og múgæsingum hefur verið beitt, og að þetta skuli vera komið alla leið hingað inn á Alþingi. Ég hef ekki á móti þvi að lög séu sett um réttindi og skyldur fastráðins starfsfólks, og ég veit, að samvinnuhreyfingin og samvinnufólkið I landinu myndi fagna þvi. Hitt finnst mér gjörsamlega fráleitt, að mæla bót þvi ólöglega verk- falli, sem átti sér stað meðal starfsmanna á Selfossi, og kasta rýrð á samvinnuhreyf- inguna vegna þess, eins og átt hefur sér stað og gert er með flutningi þessarar þingsálykt- unartillögu, og sérstaklega með greinargerðinni, sem henni fylgir, en þar segir, að deilan hafi átt rætur sinar að rekja til óréttmætrar og til- efnislausrar uppsagnar starfsmanns, sem um ára- tugaskeið hefur unnið hjá K.A. Ég leyfi mér að mótmæla þessum fullyrðingum sem röngum. Það er mjög slæmt, að I fjöl- miðlum og á mannfundum hefur þetta mál svo til ein- vörðungu verið túlkað af hálfu verkfallsmanna og talsmanna þeirra, og verið gróflega rang- túlkað, eins og átt hefur sér stað hér á Alþingi i dag. Astæðan fyrir þvi, að málið hefur ekki verið útskýrt nægi- legaaf hálfuK.A., er hreinlega sú, að það hefur þótt of per- sónulegt og ekki nógu drengi- legt gagnvart manninum sjálfum, sem hér á hlut að máli, en ég sé ekki að hjá þvi verði komizt hér, þar sem K.A. er sakfellt I greinargerð- inni á röngum forsendum. Umræddur maður hefur þegið laun hjá K.A. i rúm 30 ár. Að visu ekki samfellt, vegna þess, að hann hefur nokkrum sinnum hætt starfi, en ætið verið ráðinn aftur. og stundum með mikilli tregðu verkstjóra og kaupfélags- stjóra. Fyrst hætti maðurinn starfi 1944, en kom aftur siðar á árinu. — 1971, i júnibyrjun, hætti hann störfum, vegna þess að hann vildi ekki vinna það sem verkstjórinn sagði honum að gera. Þá reyndi hann að vinna sjálfstætt við bifreiðaviðgerðir, en það gekk ekki, — hann fékk ekki verk- efni. 1 janúar 1972 pressaði hann sig inn til Kaupfélagsins aftur, og I janúar s.l. lenti hann I árekstri við verkstjór- ann og mætti ekki til vinnu einn dag, en kom svo aftur næsta dag. En aðalástæðan er sú. að samkvæmt vinnu- skýrslum verkstæðisins fyrir janúar, febrúar og marz, er meira en helmingur vinnu- tima mannsins dauður timi, sem ekki er unninn, en var auðvitað greiddur manninum. Ég segi þetta ekki til að kasta rýrð á manninn heldur til að sýna fram á, að mannin- um var ekki sagt upp að ástæðulausu. Þá er lika rétt að upplýsa það, að manninum var sagt upp með tilskildum uppsagn- arfresti, samkvæmt samning- um við bifvélavirkja. Og einn- ig, að hann var ekki trún- aðarmaður starfsmanna á vinnustað. Hins vegar mun hann hafa verið það áður. Einnig er rétt að upplýsa, að verkfallsmenn fóru I ólögmætt verkfall, án þess að leita eftir samningum um málið og leita sátta, eins og samningar og lög mæla fyrir um. Einnig er rétt að upplýsa, að Kaupfélag- ið leitaði eftir sáttum og bauðst til þess að endurráða manninn á sömu kjörum og bauð honum afgreiðslustarf á lager i sömu deild, en þvi var hafnað, þrátt fyrir að hann var áður búinn að biðja verkstjóra sinn um léttara starf. Slðan hélt verkfallið áfram og verkfallsmenn fengu vax- andi stuðning við sitt ólöglega verkfall, bæði hjá launþega- samtökunum og pólitiskum aðilum. Auðvitað lét kaupfé- lagið undan og dró uppsögn mannsins til baka til að koma i veg fyrir, að gripið yrði til ör- þrifaráða. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða að minu mati. Starfshópur tekur með ólög- legum hætti umsamið vald af atvinnufyrirtæki með stuðn- ingi fjöldasamtaka. Og svo er ætlazt til þess, að Alþingi leggi blessun sina yfir það. Nú er það ekki nýtt, að ein- stakir starfshópar taki sér vald, sem þeir eiga ekki, og vil ég tilfæra dæmi, sem er and- stætt þvl tilfelli, sem hér um ræðir. Fyrir tæpum tveimur árum gerðist það hjá Kaupfélagi Rangæinga, að verkstjóra, sem búinn var að vinna hjá Kaupfélaginu I rúm 30 ár, var sagt upp starfi. En hver haldið þið að ástæðan hafi verið, háttvirtir alþingismenn? Hún var sú, að mennirnir, sem unnu á verkstæðinu, svo til all- ir sem enn maður, skrifuðu bréf til kaupfélagsstjóra, þar sem þess var krafizt, að verk- stjóranum væri sagt upp starfi. Og ef hann yrði ekki hættur innan 3ja mánaða, myndu allir hætta störfum. Þessi maður fékk engan stuðning launþegasamtak- anna I landinu. Og kaupfélagið valdi frekar þann kostinn að láta manninn hætta en eiga langvarandi verkfall á hættu. öll svona vinnubrögð eru óheppileg, og alls ekki i sam- ræmi við eðli samvinnufélag- anna. Þvi til staðfestu vil ég skýra frá því hér, að á mjög fjölmennum fundi æðstu for- uctumanna samvinnuhreyf- ingarinnar, sem haldinn var i Reykjavlk 10. marz s.l., var það samdóma álit, að vegna þess samdráttar, sem sýni- lega væri framundan I starf- rækslu samvinnufyrirtækj- anna, hlyti að vera nauðsyn- legt að fækka fólki, en ekki að gera það með þeim hætti að segja fólki upp starfi, heldur að ráða ekki fólk i stað þess sem hætti af eðlilegum ástæð- um. Þetta er örugglega stefna samvinnufélaganna i sam- skiptum við starfsfólkið, og þau myndu örugglega fanga eðlilegum reglum og lögum um vinnuvernd, enda væri slikt I samræmi við eðli hreyf- ingarinnar. Samvinnufélögin myndu einnig fagna reglum um skyldur starfsfólks við vinnuveitendur”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.