Tíminn - 10.05.1975, Page 8
8
TÍMINN
Laugardagur 10. mai 1975.
Laugardagur 10. mai 1975.
TÍMINN
9
Karl Kristjánsson, fyrrverandi aiþingismaöur, er áttræöur i
dag, 10. mai. Hann er fæddur i Kaldbak viö Húsavik 1895. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jakobina Jósiasdóttir frá Kaldbak og Kristján
Sigfússon frá Sultum I Kelduhverfi. Karl nam I hálfan vetrartima I
unglingaskóla Benedikts Björnssonar I Húsavik og siöan tvo vetur
i Gagnfræöaskóla Akurcyrar.
Hann kvæntist 13. nóv. 1920 Pálinu Jóhannesdóttur, frá Lauga-
seli og hófu þau búskap I Eyvik á Tiörnesi. Karl var um skeiö
kennari á Tjörnesi, siöan hreppsnefndarmaöur og oddviti þar
lengi eöa tii 1935, er hann fluttist til Húsavikur, einnig sýslu-
nefndarmaöur Tjörness- Og Húsavikurhr. til 1950, hreppsnefndar-
maöur f Húsavik, oddviti og siöan fyrsti bæjarstjóri þar til hann
tók sæti á Alþingi haustiö 1950. Forseti bæjarstjórnar Húsavikur
var hann lengi,
Hann átti sæti i fulltrúaráöi Samb. Isl. sveitarfélaga frá stofnun
til 1970 og var kjörinn heiöursfélagi samtakanna þaö ár.
Karl var kjörinn þingmaöur S.-Þingeyinga fyrir Framsóknar-
fiokkinn 1949 og sat á þingi til 1967. Er nú heiöursfélagi Kjör-
dæmissambands Framsóknarmanna I Noröurlandskjördæmi
eystra. Hann var varaformaöur þingflokks Framsóknarmanna
aílmörg ár. Karl er og hefur veriö um skeiö formaöur Alménna
bókafélagsins.
Starf Karls i samvinnuféiögunum er einnig oröiö mikiö. Hann
var fyrst deildarstjóri i Kaupfél. Þingeyinga lengi og I stjórn
félagsins 1925—70, formaöur nær aldarfjóröung, og gegndi starfi
kaupfélagsstjóra 1935—37. Sparisjóösstjóri K.Þ. 1932—56, og er nú
heiöursfélagi K.Þ. Formaöur stjórnar húsmæöraskólans á Laug-
um nær 40 ár. Hefur átt sæti I stjórn Kisiliöjunnar frá stofnun. Var
I stjórn Garöræktarféiags Reykhverfinga nær 40 ár og er nú
heiöursfélagi þess. Karli var veitt Fálkaoröan fyrir féiagsmála-
störf 1974.
Hér er aöeins stiklarö á hinu helsta I mikilli og fjöiþættri félags-
málasögu Karls Kristjánssonar, og þó fleira ótaliö. Karl er enn
hress og sistarfandi, þótt áttræöur sé oröinn, og vinnur nú aö sögu
Húsavikur. Þau hjón eiga á lifi fjögur uppkomin börn: Kristján
bókmenntafræðing, Gunnstein augiýsingastjóra StS, Aka
afgreiöslumann og Svövu húsmóöur I Húsavik. Kari og Pálina
kona hans búa nú i Ibúö I Iijónagarði Harfnistu h.f. aö Jökulgrunni
1 I Reykjavik. Þar fór erftirfarandi viðtal viö Kari fram i tilefni
afmæiisins fyrir nokkrum dögum.
Karl Kristjánsson
— Manstu nokkuö eftir þér á
fæðingarstað þinum, Kaidbak,
Karl?
— Það er nú fátt, enda fluttist
ég þaðan barnungur. Kaldbakur
er og var smábýli rétt sunnan við
Húsavik. Foreldrar minir hófu
þar búskap i sambúð við Jósias
afa minn og Katrinu ömmu mina,
ljósmóður. Jósias var fésæll, úr-
ræðagóður og fjölvirkur, Talinn
var hann hafa nokkra spádóms-
gáfu og sagði mönnum stundum
fyrir óorðna hluti i ævi þeirra, svo
að eftirtektarvert þótti. Hann var
skytta mikil, enda var fugl og sel-
ur honum lifslaunsynleg búbót.
Hann var af Schevings-ætt.
Katrin amma min var hins vegar
nærfærin ljósmóðir með liknar-
hendur. Mér fannst hún kunna
ráö við öllu.
Ég held að fyrsta minning min
sé sú að ég vappaði út á hlaðið i
Kaldbak, liklega þriggja ára, og
sá föður minn við fjárhús niður á
túni handan bæjarlæksins. Ég
lagði af stað i áttina til hans, en
þegar ég kom að læknum, hikaði
ég við torfæruna. t sama bili kom
mamma út og kallaði til min að
snúa við. Þá fleygði ég mér i læk-
inn og öslaði yfir en varð alvotur.
Svona minningamyndir frá fyrstu
árum ævi manns geta setið skýr-
ar I huganum ein áttatiu ár eða
meira.
Onnur mynd af pabba, þegar
hann greip húfuna, er lika enn
1 jóslifandi frá þessum árum. Við
vorum á leið suður i Saltvík,
næsta bæ, og ég sat framan við
hann á hestinum. Á höfði hafði ég
húfu, sem mér þótti góður gripur.
Hvassviðri var, og allt i einu fauk
húfan af mér, en pabbi greip hana
á fluginu með fimi sem mér þótti
furöulega mikil iþrótt.
Ég man lika eftir þvi, er ég rölti
smáhnokki með ieikbróðum min-
um, Jóhanni Sigvaldasyni i Salt-
vflc, — siðar kunnum bátasmið og
borgara i Húsavik — út á Kald-
baksleitið i kvöldhúmi til þess að
sýna honum ljósamergðina á
Húsavik. Sú dýrð var mesta
heimsundur i okkar augum þá.
— Hvert lá leiö þin og foreldra
þinna frá Kaidbak?
— Út i Hallbjarnarstaði á
Tjörnesi aldamótaárið, og siðan
eftir tvö ár inn i Saltvik, Þá var
„Sár sem hefur eina ör
ei má gálaust skjóta"
Rætt við Karl Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann áttræðan
erfitt um jarðnæði fyrir ung og
fátæk hjón. Árið 1904 fékk faðir
minn Eyvik á Tjörnesi og bjó þar
eftir það. Hún var heldur erfið
jörð en þó landgóð eftir staðhátt-
um, og nokkuð sjávargagn. Faðir
minn var góður fjárræktarmað-
ur, og honum búnaðist sæmilega.
Tjörnes var engin stórbúskapar-
sveit og talin landlétt, en þar eru
ýmis önnur föng, svo að ekki var
þar sultur i búi.
— Naustu einhverrar fræðslu
utan heimilis i bernsku?
— Ofurlítillar. Fyrsti sveitar-
kannari, sem ég naut, var
Jakobina Jakobsdóttir, Hálf-
dánarsonar, en sfðar var mér
komið til fræðslu hjá Kára Sigur-
jónssyni á Hallbjarnarstöðum
stuttan tlma. Hann var merkileg-
ur fróðleiksmaður og afburða-
kennari. Siðar var ég I skóla
Benedikts Björnssonar á Húsa-
vik. Móðurmálskennsla hans og
málfræði varð mörgum mannin-
um bjarg að byggja á. Hann var
einstakur kennari, og málfræði-
kennsla hans svo einföld, rökvis
og traust að hún varð mörgum
nemanda hans mikilvægasta
veganestið, þótt lengra nám væri
fyrir höndum. Mér reyndist hún
þannig, að mér fannst ég aldrei
þurfa neitt fyrir islenskunámi að
hafa eftir það.
— Það er alkunna, aö þú ert af-
buröa skrifari, Karl. Hverjar
voru fyrirmyndir þínar?
— Pabbi skrifaði fallega og lið-
lega rithönd og gaf mér fyrstu
forskrift. Ég hafði einnig
Gröndalsforskrift i skriftarbók-
um. Siðarreyndi ég að likja ofur-
litið eftir listaskrift Jóns Jakobs-
sonar i Arbæ, og upp úr þessu
þroskaðist minn eigin skriftar-
still. Annars þótti ég ekki skrifa
sérlega vel á barnsaldri. Páll
gamli Jóakimsson, sá sérkenni-
legi gáfumaður, sagði mér eitt-
hvað til fyrir skólaskyldualdur og
gaf mér þá einkunn, að ég læsi
eins og prestur en skrifaði eins og
sýslumaður. Það var góð einkunn
um lesturinn, en harla léleg um
skriftina.
— Var ekki öröugt aö afla
tekna til skólagöngu á Akureyri á
þessum árum?
— Jú, faðir minn gat auðvitað
ekki lagt mikið af mörkum. Ég
var kaupamaður tvö sumur hjá
Jóni Gauta á Héðinshöfða, sem
rak allstórt bú. Um helgar vann
ég oft heima, batt til að mynda
fyrir pabba, og Aðalsteinn kaup-
maður á Húsavik, sem ég var i
reikningi hjá, lánaði mér nokkrar
krónur af höfðingsskap sinum.
Ég tók próf upp i annan bekk
Gagnfræðaskóla Akureyrar 1914
og var þar siðan til loka skólans
tvo vetur. Þar voru ágætiskenn-
arar, einsog kunnugt er, og sam-
starf þeirra við nemendur var
ekki aðeins I kennslustundum,
heldur einnig i félagslifi og miklu
nánara en nú tiðkast. Með mér I
Akureyrarskóla ý9ru. Þá ýmsir
menn, sém hátthefur borið i þjóð-
lifinu siðan, og með sumum
þeirra hef ég átt langt og gott
samstarf. Ég nefni aðeins þá Her-
mann Jónasson og Halldór As-
grimsson.
— Þú gekkst snemma i ung-
mennafélag og varst þar forystu-
maður?
— Já, ég gekk i Ungmenna-
félag Tjörnesinga, þegar það var
stofnað og var lengi formaður
þess. Starf þess var mikið og gott
eins og margra annarra ung-
mennafélaga, og öll sveitin, ungir
sem aldnir, tóku lifandi þátt i þvi.
Alvara og gaman héldust i hend-
ur. Fundirnir hófust ætið með
framsögu og umræðum um mál,
sem ákveðin höfðu verið áður.
Siðan var oft upplestur, söngur og
önnur skemmtun, og loks Iþróttir
eða dans. Gefið var út skrifað
blað, sem lesið var upp á fundum.
Þetta starf leysti menn úr læð-
ingi, svo að ótrúlega margir
sprengdu feimnisham sinn og
urðu vel mæltir og umræðudjarfir
á fundum og liðtækir I riti. Þegar
ungmennafélagið minntist
merkisafmælis sins löngu siðar,
kom I ljós, að margir töldu þessa
þjálfun meðal hins mikilvægasta i
lifi sinu.
— Og þú gekkst lika snemma I
samsvinnustarfið?
— Það var einboðið á þessum
árum I samræmi við lifsviðhorf
mitt. Sveitungar mínir fólu mér
stjórn Tjörnesdeildar rúmlega
tvitugum 1918, og ég hafði hana á
hendi, þangað til ég fluttist til
Húsavikur, og þar annaðist ég
siðan aðra deild um skeið.
Deildarstjórn i kaupfélagi var
meira en orðin tóm i þá daga,
þegar samábyrgðin rikti. Hún var
að nokkru leyti sveitarforsjá.
Deildin var ábyrg sem heild fyrir
viðkiptum. Með þvi móti gátu
þeir, sem betur voru stæðir,
hjálpað öðrum, sem minna höfðu
umleikis. Þá varð deildarstjóri að
gera með hverjum heimilisföður
stranga áætlun um úttekt og inn-
leggsgetú heimilisins, og færi
úttekt fram úr þvi, varð það að
gerast með heimild og á ábyrgð
deildarstjórans, sem hafði þá mið
af heildarstöðu deildarinnar.
Þessi ár voru mjög misjöfn við-
skiptaár, og til að mynda kreppti
mjög að eftir verðhrunið 1919 þá
þurftu margir heimilisfeður þvi
miður að hitta deildarstjórann til
þess að fá úttektarheimild.
Maður hlaut að verða eins konar
ráðgjafi hvers heimilis við að
hjálpa þvi að finna færa við-
skiptaleið. En þetta var mikil
samhjálp, og margt heimilið
losn-aði við að þurfa að þiggja af
sveit vegna hennar. Hins vegar
fól hún i sér nokkrar hættur fyrir
félagið.
Af þessu öllu, svo og starfi minu
að hreppsmálum, varð gest-
kvæmt á heimili minu, þvi að
margir áttu við mig erindi. Ég, og
við bæði hjónin, kunnum þeim
samskiptum við grannvini vel, en
auðvitað mæddi þetta mest á
Pálinu konu minni. Hún kvartaði
þó ekkiog leysti hvern vanda eins
og kostur var.
— En þú vannst lika fleira fyrir
kaupfélagiö næstu ár?
— Já, meðan ég bjó I Eyvik var
ég um sinn annar gæslustjóri
söludeildar. Það var nokkurt
starf. Einnig varð ég sem
deildarstjóri framan af árum að
gera reíknínga deíldarmanna
minna. Deildarstjórar fengu þá
aðeins i hendur yfirlit um við-
skipti þeirra við félagið I skýrslu-
formi, og eftir þvi voru fullgildir
viðskiptareikningar til deildar-
manna gerðir. Þannig var skrif-
stofustarf kaupfélagsins að
nokkru I höndum deildarstjóra.
Eftir að ég var kominn I stjórn
kaupfélagsins, bættust við ýmis
verkefni, sem mér voru falin.
Kaupfélagið lenti eins og kunnugt
er i allmiklum fjárhagsvanda eft-
ir kreppuna og varð ekki bjargað
frá þroti, nema leita samvinnu-
fómar af hendi þeirra manna,
sem þar áttu innstæður. Mér var
falið þetta erfiða starf, og það
tókst að bjarga kaupfélaginu. Ég
skal ekki um það dæma, hver þar
á mestar þakkir. Ég kann þvi vel
að þær séu sameign okkar — min
og þeirra, sem fjárhagsfórnirnar
færðu —. Þar var unnið i sam-
vinnuanda. Mér voru þetta harla
lærdómsrik verkefni, og manna-
kynnin, sem ég hlaut af þeim, tel
ég hafa orðið mér mikilvægari en
flest reynsla önnur. Auðvitað
voru þetta erfið og viðkvæm mál,
og enginn skyldi lá þeim, sem ber
ábyrgð á fjölskyldu sinni og
heimili, þótt hann sé á báðum átt-
um um það, hvort hann geti
fórnað fyrir félag fjármunum,
sem öryggi vandamanna hans
hvilir að einhverju leyti á, en
jafnframt fannst mér ég fá um
það hverja óhrekjandi sönnunina
af annarri um það, hvilikt
hamingjuafl byr I samvinnuand-
anum I samfélagi manna. Ég
mun aldrei gleyma orðum ekkj-
unnar i Skriðulandi sem var all-
vel stæð, en gekk fúslega til
samninga um að láta hluta inn-
eignarkröfu sinnar af hendi til
björgunar félaginu. Einhverjir
kunningjar hennar ámæltu henni
fyrir að vera of eftirlát við félagið
i þessum samningum. En hún
svaraði hiklaust og með þunga:
„Nei, ég á nú kaupfélaginu meira
að þakka en það”. 1 slikum orðum
er mikil samvinnusaga.
En ég varð ekki aðeins að
semja um inneignir, heldur lika
skuldaskil, og siðan annaðist ég
framkvæmd þessara samninga,
þótt annar maður væri tekinn við
stjórn kaupfélagsins. Þessir
samningar voru allir haldnir, og I
þeim fólst mikil eignajöfnun i
héraðinu. Með þeim var lagður
nýr grundvöllur efnahagslifs.
Endanlega urðu fórnirnar
hverfandi litlar.
— En varekki verkefnið likt, er
þú tókst fyrst viö oddvitastörfum
I Húsavík?
— Jú, svo má segja. Hreppsfé-
lagið var illa statt eftir kreppuár-
in. Hafði að sjálfsögðu orðið fyrir
sama efnahagsfárviðri timanna
og Kaupfélagið. Ég varð að fara
samningaleið að mörgum vegna
útistandandi gjalda og reyna að
endurvekja lánstraust Húsavikur
I bönkum, meðan hjallinn væri
klifinn. Þetta tókst vonum fram-
ar, en þó urðu hreppsnefndar-
menn að ganga I persónulega
ábyrgð fyrir skyndilánum.
Þetta verkefni reyndi talsvert á
taugarnar.
—Viltu segja mér eitthvaö frá
þeim málum, sem þú hafðir
mestan hug á I þingtiö þinni,
Karl?
— Það yrði nú löng og leiðinleg
upptalning. En ég held að dreif-
býlissjónarmið hafi verið sterk-
ust I öllum málflutningi minum.
Ég var lengi I fjárveitinganefnd,
og af sifelldum viðfangsefnum
þingsins lét ég mig mestu varða
fjárhagsmál og sveitarstjórnar-
mál og menntamál. Ég flutti
t.a.m. tiliögu, sem náði fram að
ganga, um tengivegi milli sveita,
en það var eins konar viðbót við
framlög rikis til þjóðvega. Af
þessu nutu ýmis byggðarlög góðs
á næstu árum, þar á meðal
byggðirnar norðaustan lands. Ég
beitti mér allmikið fyrir Kisiliðj-
unni, sem var mjög tvisýnt mál,
en að minu mati felst i starfsemi
hennar mikil samtenging sveita
og þéttbýlis i Þingeyjarþingi.
Fjölmörg kjördæmismál mætti
auðvitað nefna, sem oftast voru
þá um leið mál landsbyggðarinn-
ar i heild, svo sem tillaga um
merkingu og fjárframlög til
sjúkraflugvalla, en hana fluttum
við Páll Þorsteinsson saman.
Ég hafði og hef mikinn áhuga á
stjórnarskrármálinu, og hafði
mótað mér nokkuð ákveðnar
skoðanir um það, vil t.a.m. ein-
menningskjördæmi og tel þau
nauösyniega forsendu ábyrgðar-
kenndar i stjórnmálum. Ég flutti
einnig tillögu um samvinnunefnd
launþega og vinnuveitenda, er
starfa skyldi milli samninga og
reyna að ryðja úr vegi ágrein-
ingsefnum, sem skytu upp kolli,
og auðvelda með þvi samninga.
Þá má nefna tillögu um hita-
vatnsleit og kaup á stórvirkum
bor, en af þvi leiddi nýja sókn I
þeim málum. Ég gæti auðvitað
talið margt fleira, en ég held, að
Karl á siöasta reiöhestinum slnum, Neista.
iff
w
IJh ■ «•»* 1;I,
Hjónin Karl Kristjánsson og Páiina Jóhannesdóttir.
það sé tilgangslitið. Við skulum
láta staðar numið við það. í þing-
tiðindum má rekja þau spor.
— Jæja, drepum þá á eitthvaö
annað. Þú haföir yndi af hestum
og varst góður hestamaöur?
— Já, gæðingar voru lif mitt og
yndi allt frá bernsku. Faðir minn
átti góða hesta. Fyrsti gæðingur,
sem ég eignaðist hét Börkur.
Frændi minn gaf mér hann sem
folald. Hann var skörungur og
kunni ekki að hræðast, stökk á
eftir mér hvaða torfæru sem var
og yfir girðingar og hliðgrindur.
Ég tók llka stundum hesta til
tamningar. Siðan hef ég átt
nokkra góðhesta, en auðvitað of
fáa. Mér þótti einnig gott að
starfa i Landssambandi hesta-
manna.
— En hvaö um giimur, lausa-
tök og steintök? Mig minnir aö
Hermann Jónasson hafi sagt, aö
hann hafi ekki fundið fyrir þéttari
tökum en þinum.
— Já, mér var gefið gott þrek,
og I æsku minni var það talin
skylda að rækta krafta sína. Við
Hermann glimdum oft og tók-
umst á alltfram að fimmtugu. Ég
hef lika haft gaman af að lyfta
steinum, sem til slikra taka voru
fallnir og ætlaðir. Þú manst sjálf-
sagt eftir steini, sem verið hafði
ferðamönnum til átaks á Sila-
lækjarhlaði frá fyrri öld, og Vil-
hjálmur i Hliðskjálf á Húsvik
flutti að húsi sinu þar til þess að
reyna á afl vina sinna og gesta.
Ég lyfti honum allvel að talið var.
Ég hef lika lyft steinunum i Drit-
vik og kviahellu Snorra að Húsa-
felli. Þorsteinn i Húsafelli sagði,
að hann hefði ekki séð aðra fara
öllu léttilegar með hana.
— En svö við vikjum aftur að
alvörumáium. Hafðiröu ekki
mikil afskipti af fjárskiptamálum
Þingeyinga? Mig minnir, að þú
hafir fengiö ómælt lof fyrir þau.
— Jú, mér var þrivegis falin
forganga i þeim málum og bar
gæfu til að fá þau leyst farsællega
i öll skiptin, og voru þau þó engan
veginn auðveld. Hefðu fjárskipti-
þessi ekki farið fram, hefði orðið
upplausn búskapar i héraðinu. En
þess ber að geta, að það var
skörpum skilningi og skörungs-
skap Vilhjálms Þór, sem þá var
ráðherra, að þakka, að málin
gengu fram, þegar mest lá við.
— Þú hefur flutt m'argar ræöur
um dagana, Karl. Hvaö heidurðu
t.a.m. aö þú hafir talaö yfir mold-
um margra eöa minnst i blööum?
— Ég hef týnt tölunni á þvl
fyrir löngu. Þessi siður, að leik-
menn tali yfir kistu manna, var
töluvert rikur i Þingeyjarþingi og
er enn. Það hefur atvikast svo, að
mjög hefur verið til min leitað um
þetta, og mér hefur orðið örðugt
að neita slikum bónum, þegar
vinir ognánir samferðamenn hafa
átt I hlut. Þá hefur mér oft orðið
leitaö til ljóðanna til þess að
skýra myndir máls og efnis.
Sama hefur orðið uppi á teningi i
mörgum öðrum ræðum minum.
— Hver heiduröu aö hafi haft
mest áhrif á stil þinn?
— 1 æsku var ég hrifnastur af
stil Einars Hjörleifssonar, og enn
dái ég hann — rökvisina, likinga-
auðinn og hinn mjúkláta kraft.
— Viö gætum haldið svona
lengi áfram, Karl, en liklega
teygöist þá um of úr samtalinu.
Þú ert nú áttræöu'r og viö góöa
heilsu enn. Hvaö ertu helst að fást
viö núna? Varla siturðu auöum
höndum.
— Ég tók að mér fyrir bæjar-
stjórn Húsavikur áð standa fyrir
samningu sögu staðarins. Þetta
er mikil saga og ofin mörgum
þáttum. Ég hef sjálfur reynt að
gera ýmsum þáttum skil, en feng-
ið ýmsa aðra til þess að taka að
sér sérstaka þætti. Þetta verk er
nú allvel á veg komið.
— En þykir þér ekki skemmti-
legt að hafa lifaö svona lengi?
— Jú, ekki mundi ég vilja af-
sala mér neinum ævihluta. Og
ekki bið ég dauðann enn að flýta
sér til min, meðan mér finnst ég
skynja fegurð lifsins i rikum
mæli. Ég hef kynnst mörgu ágætu
fólki á vegferð minni, fólki, sem
ég á mikið að þakka og hugur
minn blessar. Vafalaust býr eitt-
hvað gott I allra sál, þótt það njóti
sin misjafnlega, og ekki séu allir
jafngeðfelldir. Gallalaus er vist
enginn.
Galla sjálfs min þykist ég
þekkja nokkuð, þótt konan min —
blessuð — þekki þá auðvitað enn
betur og allra manna best, þvi
miöur og óverðskuldað. En samt
hefur hún ekki uppgefist við mig
enn þá eftir meira en hálfrar ald-
ar sambúð. Hún orti til min fyrir
stuttu:
Við erum bráðum bæði á förum,
bið ég um eilifa samfylgd við þig.
Með öðrum deili ég ekki kjörum.
A eftir bara að signa mig.
Mér skilst á visunni, að konan
minséekki orðin yfir sig leið á fé-
lagsskap okkar, og vitanlega er
mér það hin mesta gleði.
— Finnst þér ekki kjör almenn-
ings betri en þau vor á æskuárum
þinum? A ekki ætiö aö spyrja
þannig aö lokum?
— Jú, þau eru ósambærileg. En
svona er lifið skritið, að samt
finnst mér fólkið hafa verið glað-
ast og bjartsýnast á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Ég hef ein-
hvern tima sagt, að þá hafi verið
almenn hugbirta, og finn ekki
sannara orð enn. Þá héldu menn,
að allir gætu orðið farsælir, skyn-
samir og góðir, ef þeir yrðu að-
eins sjálfum sér ráðandi — og
væri ekki ofgert með erfiði —
yrðu eigin húsbændur og hefðu
aöstöðu til almennrar fræðslu. Þá
hlyti friöaröld að renna upp eftir
þá almennu reynslu, sem fyrri
heimsstyrjöldin veitti. Verka-
lýðsfélög mundu fljótlega leysa á-
greining um kaup og kjör.
En vonbrigði hafa hlaðist á
vonbrigði ofan. Vigöld og vargöld
er enn. Mér finnst nærri þvi eins
og mannkynið hafi glatað miklum
hluta af tuttugustu öldinni i mis-
heppnaða og ofsalega leit að i-
myndaðri hamingju. En auðvitað
er þetta ekki rétt. Guð er bara
svona lengi að skapa menn.
Honum hlýtur samt að takast
það.
— Nú eigið þiö hjónin heima á
hjónagaröi Hrafnistu, hvernig
likar ykkur að vera þar?
— Við teljum okkur hafa verið
heppin, þegar við fengum leigða
eina af ibúöum hjónagarðsins,
iitla og þægilega fyrir hjón. Þar
getur kona min neytt i mörgu
húsmóðurhæfilega sinna, þótt
sjón hennar sé mjög biluð.
Yfirmenn fyrirtækisins hafa á-
reiöanlega mikinn hug á að reka
það þannig, að vistmönnum liði
vel. Hér finnst manni hann vera
sjálfráður og sjálfstæður — með-
an hann getur greitt daggjald sitt
— og það er nokkurs virði.
Gatan, sem hjónagarðurinn
stendur við, heitir Jökulgrunn —
það nafn minnir á hinstu sigling-
una:
Löngum verður úfin Unn.
oft þarf báti að venda.
Ég er kominn á Jökulgrunn.
— Ég vil sjálfur lenda.
Það er hollt að gera við og við
grin að sjálfum sér. Sá er snauð-
ur, sem telur sig ekki hafa efni á
þvi.
— Hefur þú fleiri visur á tak-
teinum?
— Miklu fleiri en þörf er á. í
sumar sem leið kom ég á minar
gömlu smalaslóðir fyrir norðan:
Söm er heiöin, ljúf er leiðin,
langt er siðan hér ég sat,
yfir ánum, uppi á flánum,
át minn góða smalamat.
Þarna var yndislegt i sólskininu
að hugsa sjötiu ár til baka.
Margir hafa miklar áhyggjur af
þvi, hvað um þá verði sagt eftir
dauðann, en flestir gleymast
fljótt:
Ahyggjur þér engar gjörðu
um eftirmæli vond né góð.
Ferill manna flestra á jörðu
fyrnist likt og daggarslóð.
Dauðinn er óbrigðull. Ævidag-
urinn er stuttur. Lif hvers manns
er eins og ein ör i eigu bogmanns:
Dauðinn kemur,— Dýrt er fjör.
Dagsins stutt að njóta.
Sá, sem hefur eina ör,
ei má gálaust skjóta.
Ekki er lifsleiði farinn að
ásækja mig, þótt ég sé áttræður.
Það á aö felast i þessari afmælis-
visu minni til annars manns.
Tel ég ár með eftirsjá
okkar beggja, vinur góður,
þvi svo ljúf er lifsins þrá
og laukafagur jarðargóður.
Og með þessari visu Karls slá-
um viö botn I þetta afmælisspjall.
Það er mikil hamingja að eiga
slika llfssýn áttræður.
—AK.