Tíminn - 10.05.1975, Qupperneq 15
Laugardagur 10. mai 1975.
TÍMINN
@ Seðlabanki
anna, tókst ekki að stöðva þessa
þróun. Eftir gengisbreytinguna
i febrúar leitaði Seðlabankinn
eftir samningum við viðskipta-
bankana um þriggja mánaða
stöðvun útlánalaukningar, ann-
arrar en vegna reglubundinna
afurða- og rekstrarlána, sem
Seðlabankinn veitir með þátt-
töku viðskiptabankanna. Enn er
of snemmt að dæma um árang-
ur þessara aðgerða, þar sem
nægilegar upplýsingar liggja
enn ekki fyrir. Ekki verður þó
annað séð af þeim tölum, sem
tiltækar eru, en að viðskipta-
bankarnirhafi sýnt fyllsta sam-
starfsvilja i þessu efni, og þessi
áfangi lofi góðu um vilja
innlánsstofnana og getu til þess
að stjórna útlánum sinum i
samræmi við heildarstefnuna i
efnahagsmálum. Mun Seðla-
bankinn, áðuren langtum liður,
hefja viðræður við bankana um
markmið útlánastefnunnar
næstu mánuði, eftir að útlána-
stöðvuninni lýkur. Til að ná
þeim árangri i efnahagsmálum,
sem að er stefnt á árinu, telur
bankastjórn Seðlabankans
nauðsynlegt, að hlutfallsleg
aukning bankakerfisins bæði til
fyrirtækja og opinberra aðila
minnki um a.m.k. helming frá
þvi, sem var á árinu 1974.
Treystir hún á samstöðu banka
og sparisjóða og stuðning rikis-
stjórnar við hverjar þær að-
gerðir, sem nauðsynlegar geta
orðið, til að þvi marki verði náð.
í lok máls sins komst
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri svo að orði: Vandinn er
ekki eingöngu að halda heildar-
útgjöldum þjóðarbúsins innan
þeirra marka, sem tekjur þess
leyfa. Aldrei skiptir meira máli
en við slikar aðstæður, að þeim
útgjöldum, sem stuðla að þvi að
auka framleiðslu og gjaldeyris-
tekjur og flýta afturbatanum i
þjóðarbúskap okkar verði gef-
inn allur sá forgangur, sem
frekast er unnt. Þótt hagvöxtur
sé ekki sama tizkuoröið nú og
fyrir nokkrum árum, virðast þó
kröfur alls þorra manna til auk-
inna lífsgæða og efnahagslegra
framfara sizt fara minnkandi.
Þetta sjáum við aldrei betur en
á tlmum sem þessum, þegar
hagvöxtur minnkar eða hverfur
með öllu. Þess vegna er nú
nauðsynlegt, að fram fari ræki-
legt endurmat útgjalda og út-
lánafyrirætlana opinberra aðila
og lánastofnana I þvi skyni að
beina kröftunum að þvi að auka
verömætasköpun þjóðarbúsins,
þannig aö sem fyrst megi hefja
að nýju sóknina til bættra lifs-
kjara.
o Flugfreyjur
inu gangandi. öryggisveröirnir
voru starfsmenn Loftleiða og
höfðu fengiö tilsögn I öryggisbún-
aði vélanna. Timinn innti Svein
Sæmundsson eftir þvi hvort hann
teldi að félagið myndi grfpa til
þessa ráðs núna.
— Nei, mér er óhætt að segja
að það verði ekki gert.
Flugfreyjur hafa krafizt rúm-
lega 40% kauphækkunar, auk
ýmissa sérkrafna. Fundir hjá
sáttasemjara eru boðaðir i dag
hjá deiluaðilum.
o Alþingi
sameinaðir i einn, en það er
stærra mál. Með þessu er ég
alls ekki að ráðast að þeim
sparnaði, sem lífeyrisþegar
hafa náð. Raunar tel ég að
hagur þeirra sé betur tryggð-
ur með visitölutryggðri ráð-
stöfun tekna lífeyrissjóöanna
til atvinnuuppbyggingar, og
ekki sizt til húsnæðismála-
kerfisins en nú er.
Skipulag atvinnuveg-
anna
Eg vil loks nefna, aö ég er
þeirrar skoðunar, að skipu-
lagskerfi atvinnuveganna
þurfi að skoðast frá rótum, og
ég er þeirrar skoðunar, að það
eigi verulegan þátt i þvf jafn-
vægisleysi, sem rikir i okkar
efnahagsmálum, og vil i þvf
sambandi sérstaklega nefna
sjávarútveginn. Þar er sjóða-
kerfið og tilfærslan á milli
fjölmargra þátta oröin slikt,
að ég efast um að nokkur mað-
ur botni þar i. Þetta er brýnt
að endurskoða, og raunar hjá
öðrum atvinnuvegum einnig.
Þá tel ég, að verðlags-
ákvæðum, sem nú eru i gildi
og eru I endurskoðun, beri að
breyta þannig, að verðlags-
ákvæðin stuðli að hagkvæmari
innkaupum.
Afgreiðslustofnun
Ég hef nefnt 5 atriði, og gæti
talið upp fleiri, en skal ekki
gera það timans vegna. Þess-
ar aðgerðir er ekki að finna i
frumvarpi til laga um ráðstaf-
anir I efnahagsmálum. 1 raun
og veru er fyrst og fremst
verið að lögbinda þau ákvæði,
sem aðildarfélög Alþýðusam-
bands tslands hafa orðið ásátt
um að gera að mikilvægum
þætti I lausn kjaradeilu. Það
er góðra gjalda vert og eðli-
legt, að rikisstjórn og þing-
menn hlusti á það, sem
launþegar hafa fram að færa i
sllkum málum, en ég vara ein-
dregiö við þvi, að i svo mikil-
vægum málum gerist Alþingi
litið meira en afgreiðslustofn-
un fyrir ákvarðanir, sem utan
Alþingis hafa verið teknar. Ég
held, að þetta frumvarp nái
ákaflega skammt i þvi að
stuöla að jafnvægi i þjóðar-
búskapnum. Ég held raunar,
aö nefna mætti það fremur
frumvarp til laga um lausn
kjaradeilu.
Samdráttur en at-
vinnuöryggi
Mér er ljóst, að nokkur sam-
dráttur er eðlilegur i okkar
þjóðarbúskap vegna minnk-
andi tekna. Sjálfsagt er að
viðurkenna, að á undanförn-
um árum fórum við nokkuð
geyst, en við sem studdum
fyrrverandi rikisstjórn töldum
þaö nauðsynlégt, ekki sizt með
tilliti til þess atvinnuástands,
sem rikti viða á landsbyggð-
inni. Þar var sannarlega þörf
á, að rösklega væri tekið til
handa. Það er einnig stað-
reynd, að erlendar verðhækk-
anir hafa átt mjög verulegan
þátt i þessari þróun, ekki sizt
hækkun oliunnar, og raunar
flestra annarra nauðsynja.
Einnig er það rétt, að náttúru-
hamfarir hafa orðið okkur
dýrar. Að lokum vil ég nefna
verðfall á meginútflutnings-
afurðum á sviöi sjávarútvegs-
ins, sérstaklega blokkinni,
þótt ég geti tekiö undir það, að
ef til vill hefur verið gert
meira úr þvi, en efni standa
til. Það er engu að siður mjög
tilfinnanlegt, og einnig sú
sölutregða, sem orðið hefur
vart á vissum sviðum.
Allt leiöir þetta til þess, að
nokkur samdráttur er
nauösynlegur, og er eðlilegt,
að honum sé dreift eins og
frekast má vera.
Ég geti mér grein fyrir þvi,
að þetta hlýtur að leiða til
samdráttar i útlánum stofn-
lánasjóðanna, og sömuleiðis
tel ég ekki óeðlilegt, að rikis-
framkvæmdir veröi að ein-
hverju leyti endurskoðaðar.
Hins vegar vil ég vekja athygli
á þvi, að verulegum
samdrætti er ákaflega erfitt
að koma við i skyndi og með
litlum fyrirvara. Fjölmargt er
þegar I framkvæmd, og er
nauösynlegt að slikum fram-
kvæmdum verði lokið. Aðrir
hafa gert ráð fyrir og gert
markvissar ráöstafanir til
þess aö hefja framkvæmdir á
þessu ári, og fyrir slika aðila
er mjög erfitt, ef út af þeirri
stefnu, sem fylgt hefur verið,
er brugöið svo skyndilega og á
svo afgerandi máta, eins og
gert virðist ráð fyrir.
Einnig verðum við að fara
mjög varlega með tilliti til at-
vinnuöryggis, sem við leggj-
um á höfuðáherzlu. Við viljum
ekki meö samdrætti stofna til
atvinnuleysis viða um landiö,
en ég óttast, að að þvi geti
stefnt, ekki aðeins með sam-
drætti stofnlánasjóðanna,
heldur engu aö siður, og
raunar fyrst og fremst, með
þeim mikla samdrætti, sem
boöaður er og framkvæmdur i
útlánum bankanna. Rekstrar-
fjárskortur gerir ákaflega
mikið vart við sig, jafnvel svo
að menn efast um, að nema
örfá ibúðarhús verði byggð
utan Reykjavikur á þessu ári.
Ég held, að skoða þurfi hina
ýmsu þætti framkvæmda og
rekstrarf járþarfar mjög
vandlega með það megin-
markmið i huga,að atvinna
verði næg og þessi samdrátt-
ur, sem kann að vera
nauðsynlegur, komi smám
saman, verði ekki svo snögg-
ur, að hann valdi meiri háttar
röskun á þeirri uppbyggingu,
sem átt hefur sér stað.
Ég tel ekki raunhæft að
skera niður opinberar fram-
kvæmdir um 3.500 millj. kr.
Slikar ákvarðanir, eftir að
fjárlög hafa verið samþykkt,
eru ákaflega hvimleiðar.
Ég tel það til bóta, að nú er
svo á kveðið, að samþykki
fjárveitinganefndar skuli
koma til. Ég treysti fjárveit-
inganefndarmönnum til þess
aö skoða — hvern slikan niður
skurð mjög vandlega, og þá
ekki sizt með þau atriði i huga,
sem ég nefndi áðan, atvinnu-
öryggi og eðlilegt framhald
þeirrar uppbyggingar, sem á
sér stað um land allt.
Samneyzla og einka-
neyzla
Kaflinn um tekjuskatt og
eignaskatt er aðalatriöi þessa
frumvarps. Er þar fyrst og
fremst um lögbindingu sam-
komulagsatriða að ræða, i
samningum verkalýðshreyf-
ingarinnar við atvinnurek-
endur. Ég er ekki fylgjandi
lækkun skatta, og mig furðar á
þvi, að Alþýðusambandið og
verkalýösfélögin skuli beita
sér fyrir þessum samdrætti I
tekjuöflun hins opinbera.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því, að slikur samdráttur
hlýtur að leiða til þess, að
opinberar framkvæmdir
dragast saman. Það verður
ekki framkvæmt fyrir meira
en tekjur leyfa. Hér er raunar
um miklu viðtækari ákvörðun
aö ræða, stefnumarkandi
ákvörðun. Með þessu móti er
verið að færa neyzluna i þjóð-
félaginu frá samneyzlu yfir til
einkaneyzlu. Er það i raun og
veru vilji verkalýðshreyfing-
arinnar? Ég er þeirrar skoð-
unar, að samneyzla i okkar
þjóðfélagi verði að vera mikil.
Ég tel, að við búum við þær
aöstæður i litlu og að mörgu
leyti erfiðu landi, að hið opin-
bera þurfi á fjölmörgum
sviðum að hlaupa meira undir
bagga en gerist hjá stóru þjóð-
unum. Tekjusöfnun hins opin-
bera I okkar þjóðfélagi er
minni en viöa i nágrannalönd-
um okkar, en ég tel, að okkur
beri að stefna að þvi, að sam-
neyzlan aukist og vil þá
fremur, þegar um samdrátt er
að ræða draga úr einkaneyzl-
unni. Þvi er ég, eins og ég
sagði, undrandi á þeirri
stefnu, sem mörkuð er með
þeim samningum, sem verka-
lýöshreyfingin hefur nú gert
við atvinnurekendur og er
ekki samþykkur þeirri skatta-
lækkun, sem gert er ráð fyrir.
Ég hlýt þó að lita á þetta sem
lið I lausn annars mikilvægs
máls, þ.e.a.s. þeirrar kjara-
deilu, sem staðið hefur og gat
leitt til meiri háttar vandræða,
og ég mun skoða þennan kafla
i ljósi þeirrar staðreyndar.
Lántökur
Ég vil að lokum segja örfá
orð um áttunda kafla frum-
varpsins: „lántökuheimildir
vegna opinberra fram-
kvæmda og Framkvæmda-
sjóðs”. Ég fagna þvi, að
heimildir til erlendrar lántöku
er aukin i meðferð neðri deild-
ar. Þetta er nauðsynlegt með
tilliti til minnkandi tekna rik-
issjóðs með þeirri lækkun
skatta, sem gert er ráð fyrir i
þessu frumvarpi og ég hef gert
að umræðuefni. Þetta er
nauösynlegt, ef framkvæmdir
eiga að haldast á viðunandi
stigi, en ég hef lýst nauösyn
þess,aðsvo verði. Ég vona, að
meö þessu móti sé séö fyrir
viðunandi ráðstöfunarfé stofn-
lánasjóðanna.
Ég vildi fyrst og fremst lýsa
þeirri skoðun minni, aö ég tel
þetta frumvarp ekki fjalla um
lausn á efnahagsmálum okk-
ar, og vafasamt að það stuöli
að jafnvægi i þjóðarbúskapn-
um. Hins vegarer ljóst, að það
stuðlar að lausn i kjaradeilu.
Það er einlæg von min, að
hæstvirt rikisstjórn bretti upp
ermarnar og komi fljótlega
fram með markvissar
aðgeröir i efnahagsmálum.”
15
Enn eru nokkur sæti laus i ferðina til Vinar-
borgar, sem farin verður um hvitasunnuna,
enþá skartar þessi fagra og glaðværa borg sinu
fegursta skrúði vorsins.
Vordagar i Vínarborg gleymast aldrei.
Þeir, sem tryggt hafa sér far, eru beðnir að
vitja farseðla sinna hið fyrsta.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Framsóknarfélögin i Reykjavik.
VOR
í
VÍN
Snæfellingar
Framsóknarvist og dans veröur I samkomuhúsinu, Grundarfirði
laugardaginn 10. maiog hefst kl. 21.30. Góð spilaverðlaun.
Avarp flytur Halldór E. Sigurðsson, ráðherra.
Dalatrióið leikur fyrir dansi.
Framsóknarfélagið.
Vestur-Barða-
strandasýsla
Sameiginlegur fundur Framsóknarfélaganna i V-Barðastrandar
sýslu, verður haldinn I félagsheimilinu á Bildudal, laugardaginn
10. mai n.k. kl. 16. Dagskrá: Almenn stjórnmál. Starfsemi félag-
anna. A fundinum -mæta Steingrimur Hermannsson, og Olafur
Þórðarson.
Framsóknarfélag Arnfiröinga.
Kópavogur
Framsóknarfélögin I Kópavogi halda fund I félagsheimili Kópa-
vogs fimmtudaginn 15. mai kl. 8.30. Ólafur Jóhannesson dóms-
og viöskiptamálaráðherra talar um stjórnmálaviöhorfið. Allt
framsóknarfólk velkomið. Stjórnin.
Happamarkaðurinn
er I dag kl. 14.00 aö Rauöarárstig 18. Komiö og gerið góð kaup.
Félag framsóknarkvenna i Reykjavik.
Félag Framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur verður miövikudaginn 14. þ.m. kl. 20.30 að Rauðarárstig
18.
Fjölbreytt dagskrá
Stjórnin.
O Landbúnaður
„khmeranna” skipað fólki að
halda úr borgum og bæjum og út
á akrana. Nú var hins vegar i
fyrsta sinn lögð áherzla á mikil-
vægi iðnaðar fyrir efnahag lands-
ins.
Sem kunnugt er hafa frétta-
menn, er dvöldust i franska
sendiráðinu i Phnom Penh fyrstu
dagana eftir töku borgarinnar,
gefið ófagrar lýsingar á
framferöi hinna rauðu
,,khmera”,sagtþá hafa myrt fólk
unnvörpum og misþyrmt þvi.
Sihanouk prins, sem enn dvelst I
Peking, hefur visað þessum
ásökunum á bug og sagt þær með
öllu tilhæfulausar.