Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. mai 1975 TÍMINN 3 Hverfur Reykjavik í hafið innan nokkurra áratuga? Mengun andrúmsloftsins veldur hitaaukningu 2000 1900- Hverfur Reykja- vikurborg i hafið, ásamt öllum strand- bæjum okkar og þvi landi, sem lægst liggur, á dögum þeirra, sem enn eru ungir? Þiðna jöklarnir, sem eru forðabúr jökulvatna okkar og aflgjafi stærstu orkuveranna? Eða ef horft er út fyrir landsteinana: Hverfa Danmörk og Holland af landabréfinu, ásamt verulegum hluta SuðurSviþjóðar, Norður-Þýzkalands og fleiri landa innan fimmtiu ára? Um þetta er nú mjög rætt i Ut- lendum blöðum. Orsökin er sú, að einn fremsti visindamaður Svia, sem fæst við veður- rannsóknir, Bert Bolin, hefur birt viðvörum til þjóða heims, þar sem segir, að hækka muni um sextiu metra I heimshöfun- um, ef ekki verði stórlega dregið úr brennslu kola og oliu. Hann heldur þvi fram, að aukinn kolsýringur i loftinu muni hafa það I för með sér, að Grænlandsjökull og heimskautsisar bráðni, en þar er svo mikið vatn bundið, að sjór gengur hátt á land, ef það losnar úr dróma. Siðan um miðbik siðustu aldar hefur kolsýringur i loftinu aukizt um 10-12% og Bolin skirskotar til reikninga ameriskra visinda- manna, sem segja hita á jörðinni aukast um þrjú stig, ef kolsýringurinn tvöfaldast. Hitinn muni halda áfram að aukast um margar aldir, þótt með öllu verði hætt að brenna oliu og kolum, þvi að höfin dragi kolsýring úr loftinu mjög tregt til sin. — Það er ekki orkuþrot, sem mun setja okkur stólinn fyrir dyrnar, segir Bolin, þvi að náttúran mun sjálf taka i taumana, áður en okkur hefur unnizt timi til þess að brenna upp oliunni og kolunum, sem tiltæk eru. Annar vlsindamaður, Willi Dansgaard, hefur komizt að ekki óáþekkilegri niðurstöðu eftir öðrum leiðum. Hann bygg- ir skoðanir sinar á rannsókn borkjarna úr Grænlandsjökli, er sænska landfræðifélagið hefur heiðrað hann fyrir með æðsta heiðursmerki sinu árið 1975. Niðurstöðu si'na hefur hann birt I enska ritinu Nature. — Það er litil ástæða til þess að óttast, að Isöld vofi yfir, segir Dansgaard, er hann hefur rætt um fjölyrði sumra um kólnandi veöráttu. Miklu meiri ástæða er til þess að óttast, áhrifin af umsvifum nútima- mannsins á náttúrufarið. Siaukin mengun andrúms- loftsins mun fyrr eða seinna orka á veðurfarið. ískyggilegust er sifelld aukning koltvisýrings i loftinu vegna brennslu oliu og kola. Þeir útreikningar, sem nú eru taldir traustastir, þótt einfaldaðir séu, benda til þess, að slik mengun muni um næstu aldamót hafa vaidið auknum hita, sem svari til þess er varð framan af þessari öld. En þessir reikningar valda fyrst áhyggj- um, ef haldið er lengra fram I timann, þvi að næstu fimmtán ár munu enn hafa I för með sér sömu hitaaukningu og þar á eftir næstu tiu ár. Meðal annars bendir Dans- gaard á, að hitabrigði, er aðeins nema einu stigi, eða jafnvel ekki nema hálfu, geti haft stórkost- leg áhrif á þorskstofninn I norðurhöfum. „Út í hött ab tala um lokun á veginum gébé-Reykjavik. „Það er alveg út i hött að vera að tala um að loka veginum að Vestri-Leirár- görðum,” sagði Magnús Odds- son, bæjarstjóri á Akranesi, I viðtali við Timann I gær. Visaði Magnús i þessu sambandi til 31. greinar orkulaga, sem kveður á um réttindi og skyldur I þessu sambandi, hljóðar greinin þannig i aðalatriðum, — að jarðeigendur sem eiga land, þar sem leiðslur hitaveitu sveitarfélags verða lagðar, eru skyldir til að iáta af hendi land, landsafnot og mann- virki, sem þarf til þess að veita megi vatninu um veitusvæðið. Þeim er einnig skylt að þóla grjóttak, malartekju og aðra jarðefnatöku, svo og eignar- kvaðir, óhagræði og takmörkun á afnotarétti. Fullar bætur komi fyrir eftir mati, ef samkomulag næst ekki. Þá sagði Magnús bæjarstjóri, að hann hefði þegar leitað eftir leyfi við bóndann, I febrúar sl., sem hann og fékk, og staðfesti bóndinn þetta I viðtali við Magnús I siðustu viku. — Við hét- um þvi að greiða fyrir skemmdir og átroöning, svo og að bæta tjón, sem hlytist af umferð, sagði Magnús. Einnig fékk ég heimild fyrir malartekju og endurbótum á veginum. Þá ræddi bóndinn við mig um miðjan marz, og tjáði mér áhyggjur sinar um að vegur- inn heim að bænum yrði ófær og myndi spillazt vegna hins þunga bors. Fór ég þegar daginn eftir, og varð fullt samkomulag um vegabætur og voru þær fram- kvæmdar, enda spilltist vegurinn ekki þegar borinn fór um hann. Borinn er um 40 tonn að þyngd, og er á dráttarvagni. Þá sagði Magnús, að tala sú, sem lögmaður bóndans nefndi I bréfi sinu, 812 þúsund kr. hefði aðeins verið nefnd einu sinni i bréfinu, og þvi ekki um neina sundurliðun að ræða eins og lög- maðurinn hélt fram. Þá sagðist Magnús vilja leggja áherzlu á, að halda sem beztu sambandi við bændur á þessu svæði og vonaðist til að samkomulag næðist I þessu máli. — Þá vil ég einnig geta þess, að i bréfi minu til lög- mannsins, 13. mai gerði ég að til- lögu minni, að tveir óvilhallir matsmenn yrðu kvaddir til að meta tjón bóndans, og munum við að sjálfsögðu greiða fyrir það tjón, sem við höfum valdið,” sagði Magnús. I gær sagði Magnús að borholan, i landi Leirár, væri nú orðin 1930 metrar, og er áætlað aö bora niður á liðlega tvö þúsund metra, og ætti þvi borun að geta lokið I dag. — Nokkurt vatnsmagn hefur fundizt, en óvlst er að það sé það mikið, að virkjum borgi sig. Hita- stigið er allt að 150 stigum. Eftir á að sprengja holuna út, sem kallað er, til að opna vatns- æðarnar betur inn I holuna. Sprengingarnar eru framkvæmd- ar með að dæla vatni með miklum þrýstingi inn vatnsæðarnar. Arangur verður væntanlega ljós eftir u.þ.b. 10 daga en fyrr er ei hægt að taka afstöðu I sambandi við Deildartunguveitu, sem er sameiginleg fyrir Akranes og Borgarnes, sagði Magnús Odds- son bæjarstjóri að lokum. 600 A.D. Veðurfarssveiflur á norðurslóðum I 1400 ár. Strikið sýnir hita- sveiflur I Góðvon á Grænlandi — kuldaskeiðin vinstra megin, aukinn hiti hægra megin. Ókeypis í leikhús, nema fyrir þá sem vilja borga Frumsýning á einþáttungi eftir Jökul Höfundaleikhúsið frumsýnir einþáttunginn Hlæðu, Magdalena, hlæðu, eftir Jökul Jakobsson á morgun fimmtu- daginn 22. mai. Áður hefur verið skýrt frá tilurð þessa nýja leikhúss I Tímanum, en sýningarnar fara fram i ráðstefnusal Hótels Loftleiða, sem nú er orðinn leikhús, en þar eru bólstruð sæti og Htið leiksvið, sem að sögn aðstandenda Höfundaleikhússins þjónar ágæt- lega þeim tilgangi að sýns séu þar leikverk, sem ekki þurfa viðamikinn ytri búning. Höfundaleikhúsið er orðið til innan hóps úr Félagi isl. leikrita- höfunda og eiga þeir Jökull og Hrafn Gunnlaugsson mestan veg og vanda af þvi að hrinda hug- myndinni I framkvæmd. Hrafn stjórnar þessari fyrstu sýningu, en leikendur eru þær Herdis Þor- valdsdóttir og Þóra Friðriks- dóttir. Leikmynd og sviðsmynd annast Elese Duch, sem er dönsk og hefur starfað við fjölda leikhúsa. m.a. Þióðleikhúsið. Hrafn sagði aðspurður, að segja mætti að þetta nýja leikhús væri torg leikritahöfunda, þar sem þeir geta hitzt, skipzt á skoðunum og séð leikverk sir. verða til á sviðinu. Hugmyndin er sú, að leikritahöfundar geti byrjað á smáverkum I þessu leikhúsi og unnið þau upp i stærri verk f samvinnu við leik- ara og leikstjóra ef vill. Stað- reyndin er sú, sagði Hrafn, að stóru leikhúsin hafa viðurkennt þörf á sliku leikhúsi og við erum ekki i samkeppni við þau, nema aö siður sé, til að mynda fáum við leikara úr stóru leikhúsunum, og jafnvel búninga og tjöld i þessa sýningu. — Þegar hugmyndin varð fyrst til kom I ljós að félagar innan Félags Isl. leikritahöfunda eiga mörg verk, kannski sjö eða átta, sem til mála kemur að sýna I þessu nýja leikhúsi og ég efast ekki um að þau eru miklu fleiri þegar nánar er að gáð. — Hér er enginn leikhússtjóri eða fast starfslið, heldur verða þeir, sem standa að hverri sýningu, að sjá um alla rekstrar- hlið útgerðarinnar, og verða þeir, sem skrifa verkin, að útvega þá krafta, sem til þarf til að setja þau á svið. Við uppsetningu þessa verks höfum við mætt miklum skilningi leikhúsfólks, og reynda,- við hugmyndina alla um þetta leikhús. — Þeir, sem huga hafa á að sækja sýningar Höfundaleikhússins, geta hringt I Loftleiðahótelið og látið taka frá fyrir sig miða. Aðgangur er ókeypis, en þeir sem vilja styrkja gott málefni mega greiða 300 kr. fyrir sætið, og ganga þeir fyrir um aðgang. Geta má þess að allir þeir, sem leggja eitthvað til mörkum til sýningar- innar, gera það án endurgjalds. A eftir þessari fyrstu sýningu mun Siguröur Karlsson flytia ,skýrslu til lögreglunnar.” Höfundurinn, Jökull Jaköbsson, vildi það eitt segja um efni e i n þá 11 u n g s i n s Hlæöu, Magdalena, hlæðu, aö hann fiállaði um samskipti fólks eða samskiptaleysi og væru margir barir opnir I húsinu, ef einhverj- um skyldi leiðast aö horfa á Magndalenu, sem á að hlæja. Sýningar verða einnig á laugar- dag og sunnudagskvöld, hinar siðustu. Jökull Jakobsson og Hrafn Gunnlaugsson hóteisins. Timamynd GE. sviði Loftleiða-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.