Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN MiOvikudagur 21. mai 1975 Miövikudagur 21. mai 1975 TÍMINN 11 Tungumáladeild háskólans. Sigurður H. Þorsteinsson: rétt þar hjá. Eitt sinn varð okkur á, að gömlum islenzkum sveita- siö, aö kikja á hvað færi eiginlega fram inni i einni höllinni hér á hæöinni milli „Plaza Major” og „Plaza Espana.” Einhver innan dyra tók eftir þessu, og þrir her- menn þustu út úr húsinu, en við gengum burt I rólegheitum og þóttumst alsaklaus. Þeir gerðu þó ekki annað en að fylgjast með okkur, unz við vorum komin i hæfilega fjarlægð að þeirra mati, þá sneru þeir til baka. Þeir eru lika margir, jafnvel ó- trúlega margir, sem algerlega neita að ræða landsins gagn og nauðsynjar, eins og við köllum það heima. Allt slikt tal flokkast undir stjórnmál hér og hættulegt umræðuefni. Þeim hópi Norður- landabúa, sem hér er staddur, hefur þótt með eindæmum, hve litill hluti menntamanna skilur ensku. En þegar við komumst að þvi, að maöur, sem algerlega neitaði að tala við okkur nema á frönsku fór allt I einu að tala góða ensku, þegar hann þurfti nauð- synlega að hafa tal af Banda- rikjamanni um áriðandi málefni, var okkur öllum lokið. Er við svo, nokkru seinna, ávörpuðum hann af eðlilegum ástæðum á ensku, hristi hann bara höfuðið. Juan Carlos Burbon y Burbon virðist ákaflega geðþekkur mað- ur, stillilegur og jafnvel elskuleg- ur, en eru það þeir eiginleikar, sem hann getur' beitt við að stjóma Spáni? Hann opnaöi hér alþjóölega sýningu frimerkja I Viðsjár á Spáni Tilkynnthefur verið, að Soares, leiðtogi portúgalskra sósialista, muni innan skamms halda frá Portúgal til viðræðna við leiðtoga sósialista á Spáni og i fleiri Suður- Evrópulöndum. Þvi fer fjarri, að þetta séufyrstu áhrifin, sem vart verður hér á Spáni frá bylting- unni I Portúgal. Þættir I útvarpi og sjónvarpi hafa að undanförnu mjög einkennzt af róttækni gagn- vart ýmsum málefnum I vest-' rænni samvinnu, þar á meðal NATO. Löng fréttamynd um NATO I sjónvarpinu var krydduð ýmsu, sem tæpast hefði verið hugsanlegt fyrir rösku ári hér I landinu. Staðhæfingar meðal menntamanna eins og: „Evrópa er eins og rekald meðal stórþjóð- anna, þvi aðeins að hún sameinist I eina heild, getur hún verið ann- að enpeð á taflborðinu eða gengið á hönd annars hvort aðilans.” Jafnvel er rætt um að hinir gömlu nýlendukúgarar eigi eftir að bragða á þvi, hvernig það sé að vera nýlenda. Verkföll I ýmsum myndum eru gerð á óliklegustu stöðum, og er þar skemmst að minnast þess, að allir kennarar við háskólann I Barcelona gerðu verkfall I april. Þetta verkfall dró þann dilk á eftir sér, að viðsjár urðu við fleiri skóla en hér I Madrid eru lög- reglumenn I brynvörðum bifreið- um eða grindaklæddum jeppum á víð og dreif um háskólalóöina, viðbúnir hverju sem er. Til átaka hefur ekki komið, enda myndi sllkt llklega kosta blóðsúthelling- ar. En hér skal ekki liðið, að há- skólinn fari I verkfall eins og I Barcelona, en þar gerðu nemend- ur allsherjar verkfall til stuðn- ings launakröfum kennara sinna og óskum um umbætur viö skól- ann. Okkur útlendingunum, sem hér erum og reynum eitthvað að ræða við landsmenn og setja okkur inn I mál þeirra, finnst sem jörðin undir fótum okkar sé að minnsta kosti vel volg. Það er almennt á- litið, að við fráfall Francós muni Juan Carlos ekki ráða við stjórn- artaumana, nema ef vera skyldi með harðfylgi þeirra er I stjórn- inni sitja og eru öllum hnútum kunnugir eftir störf sln fyrir Francó. Þvi yrði tæpast hægt að tala um að hann héldi málum I skefjum, eða stjórnaði, heldur yrði Francó-stjórnin áfram það afl, er gæti hindrað uppreisn og nýja borgarastyrjöld. En tekst að stjóma Böskum? Margir óttast, að þar verði ikveikjan, sem allt setji I bál og brand. Það virðist annars vera orðið æriö erfitt að gera sér grein fyrir afstöðu almennings hér á Spáni. Ef rætt um um frjálslegra stjórn- arfar og möguleika á að slíku yrði komið á I áföngum, hristir bara viðkomandi höfuðiö og skilur tæpast hvað átt er við. Mennta- menn staðfesta, að þetta sé eitt aðalvandamálið. Fólkið sé hætt að skilja annað en öfgamar. Fyrstu viðbrögðin við bylting- unni I Portugal urðu ekki að báli. Þar varð þó að fara mjög var- lega, en ákveðið að. óeirðir Bask- anna hafa líka sett sitt mark og aukið almenna óánægju og ólgu meðal fólks. Spurningin virðist nú vera sú, hvort þurfti nema lltinn neista til að kveikja bál. Þvl segja sumir: Þetta er bara örlltið tlma- spursmál. Rússar eru raunveru- lega komnir vestur að Atlantshafi og Miðjarðarhafi, og hver getur komið I veg fyrir, að þeir flæði yfir Evrópu og myndi það valda- jafnvægi er þeir telja sig þurfa á móti rauða Kína? Þeir sem vilja sameina Evrópu undir eina sterka stjórn, eru jafnvel byrjaðir að hrópa, — svo það verði ekki of seint, segja þeir. Við höfum nokkrum sinnum gengið hér um bæinn að kvöld- lagi, stundum seint, og oft orðið vör við heræfingar I stöövum hersins við „Plaza Major,” eða Madrid og kom vel fyrir, sagðist enda telja sig meðal þeirra manna, er stunduðu eitt friðsam- legasta tómstundastarf sem þekktist, tómstundastarf jafnt konunga sem fátæklinga. Mikiö virðist gert til að ekki verði fundið, að við útlendingarn- ir hér séum I lögreglurlki. Lög- reglan, sem hér starfar við sýn- ingarhallimar, eru mjög elsku- legar I viðmóti, og stjanar jafnvel við okkur, sem berum merki um að við séum opinberir fulltrúar sýningarinnar, eða þeirra alþjóð- legu þinga, sem hér eru haldin. Þegar sýningin var opnuð, var miklum erfiðleikum bundið að komast af sýningarstað. Strætis- vagnar voru yfirfullir og miklar biðraðir, en nokkuð langt að ganga á neðanjarðarstöð. Leigu- bílar voru gripnir jafnóðum, og við stóðum þarna tveir eins og illa gerðir hlutir og vorum farnir að gera þvi skóna að ganga í bæinn utan úr „Feria del Campo.” en þá vindur sér að okkur lögreglu- þjónn með skammbyssu, hjálm og gleraugu, og spyr hvort við sé- um ekki opinberir starfsmenn og bendir á auðkennismerki okkar. „Jú, að vlsu.” „Má þá kannski bjóða ykkur akstur, þangað sem þið ætlið?” Þetta var vel þegið. Hann hafði óauðkenndan bll þarna rétt hjá, og tók af sér hjálm og gleraugu til að aka okkur. Hann stytti sér leið yfir sýningarsvæðið, en um það fékk ekki hver sem var að aka. Hann þurfti ekki annaö en setja niður sólskyggnið fyrir framan mig, en þá birtist hliðveröinum orðið „Lögregla” á innri hlið skyggnisins, og um leið stóðu okkur allar dyr opnar og við sluppum við hina miklu umferð. Okkur var ekið á hóteliö, og slðan beðið á meðan við höfum fata- skipti, og loks var okkur ekið I opinberan kvöldverð I tilefni opn- unarinnar. Sllka hjálpsemi lög- reglu hef ég ekki áður reynt viö svona tækifæri, nema I Tékkó- slóvakiu, er lögreglumenn hjálp- uðu til við að koma öllum útlend- ingunum heim úr boði I utanrikis- ráöuneytinu 1968, en þá hjálpuðu reyndar ráöherrabllstjórar einn- ig til. Takist manni að kynnast Spán- verja og ná góðu sambandi við hann, á maður góðan vin, hjálp- fúsan og örlátan. Þetta varð reynsla okkar sem störfuðum að sýningunni og þingunum. Ekki kynntist ég persónulega ræöismanni Islands i Madrid. Vararæðismanninum, Busta- mante, kynntist ég hins vegar það Juan Carlos. Franco cinræöisherra. vel, að eftir að hafa verið fulltrúi Islenzkra frlmerkjasafnara á mörgum alþjóðlegum sýningum og þingum og kynnzt mörgum slíkum ræðismönnum, kemst enginn þeirra I hálfkvisti við Bustamante. Hann er að mlnum dómi sá ræðismaður, sem óeigin- gjamast og alúðlegast sinnir þessu starfi, það sem ég hef kynnzt. Ég minnist ekki jafn vin- gjamlegrar móttöku, hjálpar og fýrirgreiðslu af neinum sendi- manni tslands erlendis, nema hjá Pétri'Thorsteinssyni I Washing- ton. Hvorugum þeirra var það nóg að vita af Islendingnum I fjarlægð. Þeir urðu persónulega að ganga úr skugga um að allt væri I bezta lagi og gert það sem þurfti. Væri sannarlega ekki úr vegi að heiðra sllkan mann opin- berlega, þvf að hann er ekki að- eins gott og traust hald þeim ís- lendingum, sem þarna koma, heldur ekki slður hjálparhella, ef á þarf að halda, og virðulegur fulltrúi okkar, sem gætir hags- muna á breiðari grundvelli. Það er gott að eiga slika menn að. Hvað biður svo Spánar I þeim viðsjám, sem framundan eru? Þessari spurningu verður tíminn að svara, því að um það er ógern- ingur að spá. Verða mild tök hægrar þróunar undir stjórn Juan Carlos ofan á, eða áframhaldandi einræöi? Það er aðeins hægt að vona, að þessi þjóð megi komast farsællega fram úr þeim viðsjám, sem heimurinn er nú fullur af. Og sú stefna Soares I Portúgal að starfa áfram með NATO, virðist þegar benda I þá átt, að Spánverj- um, sem sllkt vilja, verði hægari eftirleikurinn, en útlitvar fyrir á tlmabili. Krystalhöllin I „Feria del Campo”, þar sem sýningin stóð. Alcala-háskólinn. Dr. Hallgrímur Helgason: Hrifning æskunnar verzlunarvara Fyrirbærið „Bltlar” var hverjum manni I hinum vest- ræna heimi tungutamt fyrir ein- um tug ára. Þar sem þessir fjór- ir piltar með gltarana slna komu fram voru aðgöngumiða- sölur teknar með áhlaupi, klæði rifin I tætlur, unglingar I yfirliði, útboð allra lögreglusveita og sjúkraliðssveita, öskur, stapp, nlstandi vfmuop, veinandi, kveinandi skarar ungmenna sem rifu hár sitt. Ollu þessu var hrundið af stað fyrir tilverknað ensks kvartetts, sem til skamms tima hafði unnið sér inn nokkra skildinga fyrir dag- verði, spilandi á kjallarakrám I Liverpool og Hamborg. Sögulega séð voru Bltlarnir fylgjendur þeirrar dansmúslk- ur, sem kenndi sig við „big beat”. Þetta var andóf gegn væmnum slagara, hamslaust tónstreymi gegn hóflegu hljóö- falli. Nýir endingarhættir komu fram. Niðurlag forhljóms eða dómlnants varð að vlkja fyrir eldri klásulum og kadensum miöaldatóntegunda. Þetta var viss hreinsun. Gamlar formúlur höfðu gengið sér til húðar. Tlmi var til kom- inn til að opna skjá og hleypa inn fersku lofti. önnur nýjung var nýtlzku gitardrynjandi, sem að vlsu Presley og Bill Jaley höfðu leitt að fordyri með sam- farandi uppþotum, limlesting- um og eyðileggingu. Þessi afsprengi fátækra- hverfis enskrar stórborgar láta brátt að sér kveða. Þeir magna gltarhljóm upp að takmörkum skynjunarmöguleika. Hér eru þeir afleggjarar fútúrismans með hljóðdrunum hans og æsi- legri hávaðatækni. Meö vissri velþóknun má finna það, að tveir lagahöfundar kvartettsins reyna að losna úr viðjum vanabundins fjölda- slagara og tekst að móta frá- brigðilegan stll. Bltlarnir gera sér far um að sniöganga allt tilfinningadekur, og væmni-melódonta er eitur I þeirra beinum. Lagheiti og tón- ferð benda oft aftur til gamalla enskra alþýðulaga. Textar eru frumlegir, oft barnslega hnitti- legir, og draga dár aö upp- blásnu ástarhjali eldri laga. Með unglingslegum galsa og upprunaleik snúast þeir gegn lygablandinni gerviveröld ósannra tilfinninga og uppgerðarklökkva, eins og hún er stöðluð af auglýsinga- og skemmtiiðnaði. Þetta fráhvarf er I heildar- starfi Bítlanna I rauninni ein- dregin mótstaða gegn aftur- haldssemi og steingervings- hætti, það er uppreisn gegn smáborgaralegum visttengsl- um þeirra I gleðisnauðu, sál- þjakandi andrúmslofti sót- svartra, reykmettaöra kjallara- Ibúða I óhrjálegu hverfi iðnaöar- og hafnarborgarinnar Liver- pool. Af sömu rót er runninn sveppakrónulöguð hárgreiðsla þeirra, ankannalegir gamal- búningar, breiödregin hortugleg Liverpool-mállýzka þeirra og áberandi frjálsræði á sviði ásamt espandi, egnandi, ögr- andi fasi þeirra I leik og söng. Þar með eru þeir fulltrúar unggæöislegs viðnáms heillar kynslóöar gegn úreltu þjóðskipulagi. Þeir verða að átrúnaðargoði ungmenna I Eng- landi og Norður-Amerlku, fyrst og fremst þeirra, sem eru sama sinnis. Allur sá feikna fjöldi samsamast þeim, sér I þeim sjálfa sig án þess aö fara fyrst I draumför um kvikmyndaheim milljónamærings I Hollywood. Með þetta I huga eru Bítlarnir eftirtektarverðir. Hve langt skilningur okkar og samhugur nær, er hins vegar efunarmál. Aö vísu má fyrirgefa þeim ýmiss konar dynti og duttlunga, jafnvel drengjalegan spraða- bassahátt, en því miöur veröa þeir fórnarlömb ofboðslegs aug- lýsingaskrums. Þar með glatar frumleikinn mætti þess upprunalega og verður að verð- litlum fjöldavarningi. Hins vegar er farandllf Bltl- anna oröið lygisögu llkt. Froðu- fellandi móðursýki, skortur á öllum hömlum og sjálfsstjórn. aðdáenda neyðir þá til að koma fram eingöngu undir lögreglu- vernd og I hótelherbergjum sln- um lifa þeir sem sökudólgar I fangaklefa. Þeir eru hvergi óhultir. Bak við alla þessa óstjórn býr ekki neitt sérstakt tónlistarlegt furöuverk eða óleysanlegt sál- fræðivandamál æskunnar. Orsökin verður rakin til kynningarherferðar, sem hafin er af mörgum framleiðslufyrir- tækjum atvinnullfs. Auk metsölu Bltla-laga á hljómplötum, sem útgáfufélög græddu á stuttum tlma milljónir á að gefa út, þá flæddi á markað I Englandi og Bandarlkjunum alls kyns söluvarningur með Bltla-myndum. Boðin voru Bltla-parruk I ýmsum verðflokkum, Bltla-skyrtur, Bltla-jakkar, Bltla-buxur og -skór, Bltla- -brúður, Bitla-almanök, Bltla-eggjabikarar, -flösku- tappar og Bltla-skeinispappir. Allt var þetta búið til I anda hömlulausrar gróðahyggju. Framleiðendur I öllum iðnaöar- greinum allt frá sleikipinnum upp I vara lit, lögðu sig I fram- króka um að hafa sem allra mestan hagnað af Bitla-æðinu. Næst á eftir hljómplötum, sem bara árið 1963 seldust I Bandarikjunum fyrir jafnvirði 2700 milljóna Islenzkra króna, var aðalsalan fólgin I alls konar BH-Reykjavlk. — Fyrstu Rally- keppninnar á Islandi veröur m.a. minnzt á þann hátt, að Félag isl. bifreiðaeigenda, sem stendur fyrir keppninni, gefur út minnis- pening af þvl tilefni. Veröur minnispeningurinn I GREININNI Bók um mannlega ábyrgð, sem birtisthér I blaðinu á sunnudaginn var, hafa fallið nið- ur nöfn þeirra manna, sem þýddu bókina Endimörk vaxtarins, en þetta átti að sjálfsögðu að standa efst, þar sem getið er nafns og út- gáfuárs bókarinnar. Þýöendurnir eru þeir Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur, sem tlzkuvörum, en á einu ári 1964, seldist slikt Bltla-glingur I Bandarlkjunum fyrir 7500 mill- jónir islenzkra króna Það er þvl ekki nein furða, þótt Bltlarnir sem söluvara hafi að slöustu með húð og hári sog- azt inn I hringiðju peninga- straumsins. Fyrir eina kvöld- skemmtun innheimtu þeir 7.8 miiljónir islenzkra króna. Þeir stofnuðu sérstakt félag, er skyldi vernda hagsmuni þeirra og sjá um leigu og sölu á nafni þeirra og myndum. Ennfremur stofnuðu tveir Bltlanna, John Lennon og Paul McCartney, hljómplötufyrirtæki, Northern Song Ltd. 1 þessu yfirliti má sjá að Bltlarnir fóru vel af stað. Til- gangur var réttlætanlegur. En mest er um vert að skilja á milli þess upprunalega og hins, sem bætt var við af auglýsinga- stóriðnaði, óheilbrigð og ósönn mannsins mixtura. Hér á landi greip Bltla-hrifn- ing ört um sig og með henni hávær söngtól. Slðan hefur drunið I rafmögnuðum gltörum, oft svo hátt, aö hljóðið og tónarnir afskræmast bæði I hljóðfæri og mannsrödd. Þetta er ekki réttur tilgangur dægur- laga og danssöngva. Einnig þessi músik á að vera til skemmtunar og yndisauka, en ekki til leiðinda og kvalræðis, eins og skeð getur þegar tón- styrkur veldur sársauka og hljóðhimnan springur. Það er tlmi til kominn, aö okkar dansmúsik lækki tóninn og fegri hljóminn. Llf og fjör er ekki ytri hávaði, heldur innri spenna, eðlileg tjáning náttur- legrar gleði I andrúmslofti frjálsræðis og fagnaðar. hannaður og steyptur af Gull- og Silfurmiðju Bárðar Jóhannesson- ar. Hann verður aðeins gefinn út I 150 tölusettum eintökum. Verðið er kr. 4.000, og er peningurinn sleginn úr bronsi. þýddi meginhluta verksins, og dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, sem þýddi kaflana Fylgt úr hlaði og Að lokum. 1 slöari hluta greinarinnar má að vlsu skilja af orðalagi hverjir þýðendur verksins eru, en engu að síöur skal það áréttað hér, um leið og hlutaðeigendur eru beðnir velviröingar á þessum mistökum. MINNISPENINGUR RALLY-KEPPNI Endimörk vaxtarins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.