Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.05.1975, Blaðsíða 20
* Miðvikudagur 21. mal 1975 - þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SÍS-FÓIHJll SUNDAHÖFN rGÍÐfi fyrir yódan mat k ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS _ Kissinger og Gromyko: Illa gengur að koma bandarlska utanrlkisráð- herranum I skilning um ágæti ieiðtogafundar i Helsinki I júnilok. Fundi Gromykos og Kissingers lokið: LÍTILL ÁRANGUR — en ráðherrarnir hittast aftur AAikil ólga ríkir í Portúgal og hvenær sem er getur soðið upp úr Reuter-Lissabon. Portúgalsstjórn bannaði i gær útgáfu dagblaösins „Redpublica”, sem er eitt af fá- um portúgölskum dagblöðum — andstætt kommúnistum. Mikil ólga rikir nú i Portúgal og viröist svo sem leiðtogar landsins geti þá og þegar misst stjórn á fram- vindu mála. Astæðan fyrir þvi, að útgafa „Republica” var bönnuð um stundarsakir var deila ritstjóra blaðsins og prentara. Prentarar innan skamms Reuter-VIn. Utanrfkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétrikjanna — þeir Henry Kissinger og Andrei Gromyko — luku f gær viðræðum sinum I Vfn, er stóðu í tvo daga. ^ö sögn náðist litill árangur á futjdi þeirra. |r Gromyko og Kissinger viðurkenndu og báðir, aö lltill árangur hefði náöst, en tilkynntu, að þeir ætluðu að hittast bráðlega á ný. Fyrir fram var búizt við, að e.t.v. yröi tilkynnt — að fundinum loknum — að samkomulag heföi náöst um eftirlit með ákvæöum hins nýja sáttmála um afvopnun . (í sáttmálanum er hvorri þjóð fyrirmunað að ráða yfir fleiri en 1320 flugskeytum, búnum kjarnaoddum.) Samkomulag um fyrirkomulag sliks eftirlits náðist hins vegar ekki. Fréttaskýrendur telja og, að sovézka utanrikisráðherranum hafi ekki tekizt að sannfæra starfsbróöur sinn um ágæti þess aö flýta störfum öryggismála- ráöstefnu Evrópu. Sovétstjórnin hefurlagt á það þunga áherzlu, að ráðstefnunni ljúki með fundi æðstu manna þátttökuþjóðanna 1 Helsinki þann 30. júni n.k. Banda- rikjastjórn hefur aftur minni áhuga á þvi. Kissinger lét svo um mælt við fréttamenn i gær, að næsti fundur þeirra Gromykos yrði haldinn að loknum viðræðum þeirra Fords Bandarikjaforseta og Anwar Sad- at Egyptalandsforseta, sem eru fyrirhugaðar dagana 1.-2. júni n.k. I Salzburg I Austurriki. Bólíuvíustjórn bregzt illa við Reuter-La Paz. Bóliviustjórn sakaði bandariska oiiufyrir- tækið Gulf í gær um að reka refsiverða starfsemi I landinu. Gulf er einkum gefið að sök að hafa mútað opinberum embættismönnum i landinu. t siðustu viku viðurkenndu for- ráðamenn fyrirtækisins að hafa borið fé á bóliviska embættismenn i pólitisku skyni á árunum 1960-1970 að upphæð 460 þús. dala (jafn- virði milli 60 og 70 millj. isl króna). Að auki játuðu þeir að hafa afhent Rene Barrientos, fyrrum Bólivluforseta, þyrlu, „að gjöf”. Bolivlustjórn hefur sem fyrr segir brugðizt illa við þessum uppljóstrunum og látið hneppa yfirmann Gulf i Boliviu I stofufangelsi. AAikill viðbúnaður vegna réttarhalda yfir leiðtogum Baader-Meinhof stjórnleysingjahópsins: RÉTTARSALURINN KOSTAÐI TÆPAR 800 MILU. KRÓNA Reuter-Stuttgart. t dag hefjast I Stuttgart I Vestur-Þýzkalandi réttarhöld, er vakið hafa sérstaka athygli. Þá veröa ieiddir fyrir rétt fjórir leiðtogar stjórnleysingja- hópsins Baader-Meinhof — sakaðir um manndráp, tilraun til manndráps, bankarán og aðra glæpastarfsemi. Þessir fjórir leiötogar eru: Andreas Baader (31 árs) og Ul- rike Meinhof (40 ára), en við þau er stjórnleysingjahópurinn kenndur. Aðauki: Gudrun Ennsl- in (34) og Carl Raspe (30 ára). Geysimiklar varúðarráö- stafanir hafa verið geröar I tilefni þessara réttarhalda, enda er við- búið, að aðrir félagar I hryðju- verkahópnum reyni að hindra framgang þeirra. Fréttaskýr- endur segja, að annar eins viö- búnaður hafi ekki sézt i Vestur- Þýzkalandi frá þvi réttarhöldin yfir leiðtogum nazista fór fram i Núrnberg — fyrir u.þ.b. þrjátiu árum. Sjálf réttarhöldin veröa aö þessu sinni háð I réttarsal, sem hefur verið sérstaklega byggöur I þessu skyni. Hann er innan múra Stammheim-fangelsisins og er aö sögn sprengjuheldur — kostnað- urinn viö gerð salarins er laus- lega áætlaður tólf milljónir vest- ur-þýzkra marka (tæplega 800 millj. isl. króna). Vestur-þýzka dómsmálaráðu- neytið hefur gefið þrem af fyrri verjendum hinna ákærðu að sök að hafa staöið i óeðlilegu sam- bandi við hryöjuverkahópinn. Þeim hefur þvi verið bannað að Tíu þingmenn til Danmerkur Tiu islenzkir alþingismenn halda innan skamms til Danmerkur i boði danska þjóöþingsins. Þing- mennirnir sem fara utan eru Jón Arnason, Guðlaugur Gislason, Friðjón Þóröarson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Sighvatur Björg- vinsson, Geir^ Gunnarsson, Garðar Sigurðsson, Ingi Tryggvason, Gunnlaugur Finns- son og væntanlega Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings. Þingmennirnir halda utan 29. mái og dvelja ytra til 5. júni. Baader Ensslin — sem eru hliðhollir kommúnist- um — ráku ritstjórann — yfir- lýstan sósialista — frá störfum I fyrradag. Sósialistar urðu að von- um ókvæða við og sýndu andúð sina á tiltæki prentaranna með þvi að safnast saman frammi fyrir aðalstöðvum blaösins I fyrrinótt. í þeim hópi var m.a. Mario Soares, leiðtogi sósialista og ráðherra án ráðuneytis i Portúgalsstjórn. Jorge Correira Jesuino upplýsingaráðherra varð loks aö skerast I leikinn og skipaöi hann svo fyrir, að prentarar yrðu fluttir á brott úr aðalstöðvunum með valdi. Jafnframt réðist ráöherrann á friðsamleg mót- mæli sósialista og sagði, að slik framkoma æsti fólk til óeirða. Deilan um yfirráð „Republika” er aðeins eitt dæmi um þær viðsjár, sem rikja nú f Portúgal milli kommúnista og sósialista. Fréttaskýrendur- I Lissabon segja, að ástandið I landinu sé ótryggt og hvenær sem er geti soöið upp úr — þá með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Norskir ráðamenn hefja viðræður um útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar: Athyglin beinist nú að 200 mílum NTB-Osló. Jens Evensen, haf- réttarmálaráðherra Noregs, heldur á mánudag til Moskvu ásamt fjölmennri sendinefnd til viðræðna við sovézka ráðamenn um fyrirhugaða útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar. Þetta er upphaf að viðræðum norskra ráðamanna við stjórn- völd þeirra rikja, er hagsmuna hafa að gæta af fiskveiöum við Noregsstrendur. Þannig er búizt við, að brezk sendinefndkomi til Osló, þegar að lokinni þjóðarat- kvæðagreiðslunni um aðild Breta aöEBE, er fer fram sem kunnugt er þann 5. júni n.k. NTB-fréttastofan segir, að nú beinist athyglin æ meira að út- færslu I 200 sjómilur eftir að sú regla virðist hafa orðið ofan á á Hafréttarráðstefnu S.Þ. Til þessa hefur norska stjórnin lýst þvi yfir, að fiskveiðilögsagan verði færð út I 50 milur á þessu ári, en síðan i 200 milur, einhvern tima siðar. vera viðstaddir réttarhöldin. 1 staðinn hefur ráðuneytið skipað þrjá lögfræðinga til að annast málsvörnina, en sagt er, að sak- borningarnir kæri sig ekki um að- stoð þeirra. Búizt er við, að réttarhöldin standi i á að gizka eitt ár. Þau hafa sem fyrr segir vakið gifur- lega athygli — utan lands sem innan. Fjöldi erlendra frétta- manna og fulltrúar frá alþjóða- stofnunum, sem fást við mann- réttindamál, fylgjast þannig meö gangi réttarhaldanna. Raspe Meinhof ÓDÝRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER Benidorm Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.