Tíminn - 23.05.1975, Síða 14

Tíminn - 23.05.1975, Síða 14
14 TÍMINN Föstudagur 23. mal 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 26 Hann er trúlega lögreglusnápur. — Ég skal vef ja byssunni um eyrun á þér, ef þú hlýðir mér ekki. Svo hlakkaði í honum. — Lögreglusnápur. Bull. Líttu á hann. Hvar í f jandanum ætti hann að fela lögreglumerkið? — Farðu að ráðum föður þíns, sagði Rambo. — Hann veit hvernig málin standa. Ef þið drepið mig, munu lög- reglumennirnir, sem koma hér á morgun vilja komast að því, hver gerði það. Þá beina þeir blóðhundunum á ykkar slóð. Það skiptir ekki máli hvar þig huslið mig, eða hvernig þið leynið lyktinni. Þeir munu.. — Kalk, sagði strákurinn lymskulega. — Þið felið auðvitað lyktina af mér með kalkinu. En þá lyktið þið af kalkinu pg blóðhundarnir verða settir á ÞÁ SLÖÐ. Hann þagnaði og horfði á skin vasaljósanna. Þeir fengu tíma til umhugsunar. — Ykkar vandi er sá, að ef þið afhendið mér ekki fæði, klæði og rifilinn, þá verð ég hér kyrr þar til ég finn bruggstöðina. Á morgun rekur svo lögreglan slóð mína hingað. Það skiptir engu þó þið takið sundur tækin og fel- ið þau. Ég held áfram að elta ykkur. — Við myndum bíða með það til morguns, sagði sá gamli. — Þú mátt ekki við því að bíða hér svo lengi. — Ég er berfættur og kemst hvort eð er ekki mikið lengra. Nei — þér er óhætt að trúa mér. Eins og ég er nú á mig kominn, verður þeim ekki skotaskuld úr því að góma mig. Þá skiptir engu þó ég láti ykkur tvo f Ijóta með. Gamli maðurinn fór nú aftur að blóta. — En ef þið hjálpið mér, og látið mig fá það sem mig vantar, þá skal ég taka á mig stóran krók héðan. Þá kemur lögreglan hvergi nærri bruggstöðinni ykkar. Rambo gat ekki einfaldað aðstöðuna frekar. Honum fannst hugmyndin sannfærandi. Ef þeir vildu vernda hagsmuni sína, þá hlutu þeir að hjálpa honum. Auðvitað gætu þvinganir hans röitt þá til reiði. Þeir gætu reynt að drepa hann. Kannski var skyldleiki innan ættarinnar svo mikill, að þeir væru heimskari en svo, að skilja rök- leiðslu hans. Það hafði kólnað. Rambo skalf þótt hann berðist á móti því. Skordýrasuðið virtist nú enn háværara þegar allir þögðu. Loks sagði sá gamli: — Matthew, það er bezt að þú hlaupir upp í hús og sækir það sem hann biður um. Röddin var gleðisnauð. — Sæktu líka dollu af Ijósaolíu, sagði Rambo. Fyrst þiðætlið að hjálpa til er bezt að tryggja, að þið haf ið ekki skaða af. Ég skal væta fötin í Ijósolíu, og láta þau þorna áður en ég fer i þau. Auðvitað týna hundarnir ekki þef- slóðinni minni, en þá geta þeir ekki rakið hver útvegaði mér fötin. Ljósgeisli strálsins beindist stöðugt að Rambo. — Ég geri það sem pabbi segir mér — ekki þú. — Svona nú, gerðu það sem hann segir, — sagði sá gamli.— Mér er heldur ekkert vel við hann, en hann veit hvaða f járans vandræðum við erum i. Ljósgeisli stráksins hvikaði ekki af Rambo svolitla stund. Það var eins og strákurinn væri að gera upp við sig hvort hann ætti að fara, eða reyna að bjarga heiðri sínum. Svosveif laðistgeislinn af honum og í kjarrið. Svo slokknaði Ijósið og Rambo heyrði þegar hann brauzt áfram gegn um kjarrið. Ferðir hans frá húsinu að bruggstöðinni voru líklega orðnar það margar, að hann rataði í myrkri. — Þakka þér fyrir, sagði Rambo við gamla manninn, en Ijósgeisli hans skein enn á andlit hans. Svo slokknaði hann líka. — Þakka þér fyrir þetta líka, sagði Rambo. Hann var blindaður af Ijósinu svolitla stund. — Bezt fyrir rafhlöðurnar. Rambo heyrði, að hann nálgaðist gegn um kjarrið. — Komdu ekki nær, sagði hann við gamla manninn. — Það er bezt að þefur okkar blandist ekki. — Það var ekki ætlunin. Ég ætlaði bara að tylla mér hérna á trjádrumb. Sá gamli kveikti á eldspýtu og bar hana að pípuhaus. Það logaði ekki lengi á eldspýtunni, en þegar sá gamli sogaði að sér reykinn úr pípunni teygðist sem snöggvast úr loganum. Rambosá úf inn haus og gráleitt andlit. Rétt grillti í rauðköflótta skyrtu og axlabönd. — Ertu með eitthvað af framleiðslunni, spurði hann. — Getur verið. — Mér er ekkert sérlega hlýtt. Ég myndi gjarna þiggja sopa. Gamli maðurinn beið svolítið, en kveikti svo á vasa- Ijósinu og kastaði til hans krús. Hann beindi geislanum þannig, að Rambo gat gripið hana. Krúsin var álíka þung og bowling-kúla. Rambo var svo hissa, að hann missti nærri krúsina. Það hlakkaði í þeim gamla. Hann kippti úr korktappanum, blautum ískrandi. Þrátt fyrir þunga krúsarinnar beitti hann aðeins annarri hönd þegar hann drakk. Hann vissi að það myndi vekja virðingu þess gamla. Hann setti vísif ingur gegn um augað við barminn og skorðaði hana í olnbogabótinni. Framleiðslan var sannkallað eldvatn. Hann sveið í háls og tungu. Hita- HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Erum við komin til Rómverjanna aftur? Talið Trojubúar hvað '.eruð þiö ' að gera hér bak við linur Grikkja? Föstudagur 23. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigriður Eyþórsdóttir les söguna „Kára litla I sveit” eftir Stefán Júlíusson (4). Unglingapróf lensku kl. 9.05: Verkefni og skýringar Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Yehudi Menuhin og hijómsveitin Philharmonia leika „Poéme” tónverk fyrir fiðlu og hljómsveit op. 25 eftir Ernest Chausson/Felicja Blumental og Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leika Pianókonsert I brasillskum stfl op. 105 nr. 2 eftir Hekel Tavares/ Sinfóníuhljóm- sveitin I Utah leikur „Hita- beltisnóttina”, sinfónlu, nr. 1 eftir Louis Moreau Gotts- chalk. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. - Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynnningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A vigaslóð” eftir Jamcs Hilton Axel Thorsteinson les þýðingu sina (4). 15.00 Miðdégistónleikar Félagar i tékkneska fil- harmonlublásarakvintettin- um leika Sónatlnu fyrir óbó, klarlnettu og fagott eftir Michal Spisak. Gotthelf Kurth syngur Fimm ljóða- söngva eftir Karl Heinrich David Rolf Maser leikur á píanó/Smyth Hympreys og Hugh McLean leika Dúó fyrir lágfiðlú og pianó eftir Barböru Pentland. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.30 „Bréfiöfrá Peking” eftir Pearl S. Buck Málmfrlður Sigurðardóttir les þýðingu slna (2). 18.00 Slðdegissöngvar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Frá sjónarhóli neytenda 20.00 Pianótrió i Es-dúr op. 1 nr. 1 eftir Beethoven 20.30 Heilög Birgitta Sveinn Asgeirss. les þýðingu slna á ritgerð eftir Vilhelm Moberg. 21.00 Dönsk tónlist Willy Han- sen, kór og hljómsveit Konunglega leikhússins I Kaupmannahöfn flytja „Einu sinni var”, eftir Lange-Muller: Johan Hye- Knudsen stjómar. 21.30 Ctvarpssagan: „Móöirin,” eftir Maxim Gorkl 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.35 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.25 Fréttir 1 stuttu máli. Dagskrárlok. 23. mai 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Tökum lagið Breska hljómsveitin „The Settlers” leikur og syngur létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.05 Kastljós Fréttaskýringa- þáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.00 T ö f r a m a ð u r in n Bandarlskur sakamála- myndaflokkur. Banvæn viðskipti. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.