Tíminn - 30.05.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 30.05.1975, Qupperneq 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif L Jt. ..--.U.l___ Landvélarhf BRÁÐA- BIRGÐA- LÖGIN OG VIÐBRÖGÐ VIÐ ÞEIM ™------». 0 HALLDÓR E. SIGURÐSSON UM BRÁÐABIRGÐALÖGIN: Vegna ónógs undirbúnings var ekki fært að þreyta mólið lengur við þær kringumstæður sem voru Kópavogsbrúin ekin niður Gsal-Rvík — A sjötta timanum i gærdag lá við stdrslysi i Kópa- vogsgjánni, er skurðgrafa, sem dregin var af vörubil, rakst i undirstöðubita brúargólfs. Bóma gröfunnar rakst I undirstöðubit- ann að norðanverðu, með þeim afleiðingum, að þrir bitar brúar- gólfsins féilu niður á vörubflinn, sem dró gröfuna. Engin siys yrðu á fólki, þvi að svo heppilega vildi til, að þrátt fyrir gifurlega mikla umferð á þessum tima, varð að- eins vörubfllinn undir bitunum. — Timamyndir: Gunnar. —fj. Reykjavik. Vegna setningar bráðabirgðalaganna i gær átti Timinn viðtal við Halldór E. Sig- urðsson ráðherra um ástæðurnar fyrir lagasetningunni. Fyrsta spurningin, sem beint var til ráð- herrans, var um það, hvers vegna gripið hefði verið til þessarar lausnar i vinnudeilunni. — Ástæðan til þessara bráða- birgðalaga er sú, að timinn er að renna út hjá þeim, sem þurfa að koma vörum sfnum á markað. En áður en ég svara spurning- unni frekar, vil ég taka það fram, að ég tel, að lögð hafi verið mikil vinna i að reyna að komast að samkomulagi. Þetta var þriðji sólarhringurinn, sem fór i það að reyna aðkeyra samninga áfram, en aðþeim loknum voru menn svo ákaflega litlu nær en áður. Það er ljóst, að ef verkföllin hefðu dregizt öllu lengur, hefðu glatazt svo mikil verðmæti, að sumt af þvi hefði verið óbætan- legt. I þvi sambandi vil ég nefna áburðinn. Ef verkfallið hefði dregizt fram eftir júni, hefðu bændum glatazt öll not af áburði á þessu sumri. Bændur á Suður- og Suðvesturlandi hefðu orðið verst úti, en þar er helzta mjólkur- framleiðslusvæði landsins. Þetta heföi leitt til þess að neytendur á höfuðborgarsvæðinu hefðu átt mjólkurskort yfir höfðum sér næsta vetur. Hver dagur og hver vika i töf á áburðardreifingu hefði því getað kostað ómælanlegar fjárhæðir, þvi þar með hefðu einnig glatazt tekjur þeirra bænda, sem mjólkurframleiðslu stunda. — Voru bráðabirgðalögin þá aðallega sett bændanna vegna? — 1 sambandi við Áburðar- verksmiðjuna voru lögin sett bæði fyrir bændur og neytendur, sem þurfa á mjólk og öðrum landbún- aðarafurðum að halda, þvi litil hefði framleiðslan orðið án hey- skapar i sumar. En lögin ná einnig til Sements- verksmiðjunnar og Kisiliðjunnar. Það er ljóst, að byggingastarf- semi var þegar stórlömuð, og þar hefði ástandið hriðversnað með hverjum deginum, ef ekkert hefði verið að gert. Auk þeirra, sem að jafnaði vinna við byggingar, er nú að koma á vinnumarkaðinn skólafólkið, sem alltaf tekur mik- inn þátt i byggingastarfi að sumr- inu til. Timinn, sem þetta fólk hefur til starfa er stuttur, og hefðu verkföll dregizt á langinn, hefði skólafólkið getað glatað verulegum hluta af sinum vinnu- tima þetta árið. Þar við bætist, að stórfram- kvæmdir við Sigölduvirkjun voru að stöðvazt, og stöðvun þar heföi þýtt drátt á þvi að framleiðsla á dýru rafmagni hefði getað hafizt. Auk þess hefði atvinnuleysi þeirra, sem þar starfa, vaxið á- fram hröðum skrefum. I þessu sambandi vil ég einnig geta hafnarframkvæmdanna i Þorlákshöfn. Framleiðsla á steyptum steinum i hafnargarð- inn þar var stöðvuð, og hafnar- nefnd Þorlákshafnar taldi, að ef ekki tækist að ganga frá garðin- um i haust, gæti farið svo, að hann færi forgörðum á næsta vetri, og hefði þá getað orðið um hundruð milljóna króna tjón að ræða. Auk þessa hefði það vart verið æskilegt fyrir verksmiðjufólkið, sem var búiö að vera i verkfalli á þriðju viku, að verkföllin hefðu dregizt enn á langinn. Ekki er ó- sennilegt að svo hefði farið, ef miðað er við þann litla árangur, sem náðist i þessari þriggja sól- arhringa lotu, þrátt fyrir þá miklu undirbúningsvinnu, sem fyrir hana var unnin. Það virðist ljóst, að enn frekari undirbúning- ur hefði þurft að eiga sér stað til þess aö koma samningum'giftu- samlega i höfn, og þvi var ekki talið fært að þreyta þetta lengur við þær aðstæður, sem nú voru fyrir hendi. Það þarf ekki að taka það fram, að til aðgerða á borð við bráða- birgöalög I kjaradeilum er ekki gripið nema brýna nauðsyn beri til. Og ég held, að menn séu yfir- leitt sammála þvi, að málið hafi verið komið á það stig, að brýna nauösynbæri til þessara aðgerða. — Nú eru önnur verkföll i gangi. Má af þessum bráða- birgðalögum draga einhverja á- lyktun um afstöðu rikisstjórnar- innar til annarra kjaradeilna? — Þaö hefur sýnt sig, að við mjög erfiðar aðstæður var lengi beðið með að gripa til bráða- birgðalaganna sem lausnar, og allan timann var lögð rik áherzla á að reyna að ná samningum. Mér finnst þaö næg sönnun þess, að hér var um neyðarúrræði aö ræða. Rikisstjömin mun kappkosta, að aðilar vinnumarkaðarins nái samkomulagi hér eftir sem hing- að til, þó að við þær kringumstæð- ur, sem þarna voru, hafi orðið að grfpa til þessara aðgerða. Aðspurður i gærkvöldi um þá samþykkt starfsmanna rikis- verksmiðjanna að mæta ekki til starfa, þrátt fyrir bráðabirgða- lögin, sagði ráðherrann: „Þetta eru nú ekki fyrstu gerðardóms- lögin, sem sett hafa verið til að leysa vinnudeilu, og reynslan sýnir, að fyrri sllk lög hafa veriö haldin. Ég hef ekki trú á þvi, að þessi lög verði siður haldin en önnur, enda væri þá annað sem þvi réði en átök á vinnumarkaðn- um. Ég trúi þvi ekki, að svo fari, aö menn mæti ekki til starfa á morg- un. Mæta ekki þrátt fyrir lagasetninguna • • ENGIN LOG BH-Reykjavik. — A fundi með verkfallsmönnum i rikis- verksmiðjunum I gær, komst Björn Jónsson, forseti Al- þýðusambandsins svo að orði i ræðu sinni, aö hann liti ekki á bráðabirgðalögin, sem nein lög, og slikt mætti verka- lýðshreyfingin ekki gera vegna þess, sem á eftir færi. Hann væri reiðubúinn að mæta hvaða ofsóknum og réttar- sóknum sem væri, af hálfu rlkisvaldsins, og skoraöi á verkfallsmenn að láta ekki deigan siga. Hét Björn starfs- mönnum fullum stuðningi verkalýðshreyfingarinnar. ASK-Reykjavik. Mikill einhug- ur rikri á fundi starfsmanna Aburðarverksmiðjunnar og Sementsverksmiöjunnar, sem haldinn var I Lindarbæ I gær. Voru fundarmenn sammála um, að þær aðgerðir sem rlkis- stjórnin greip til væru sllkar að við yrði ekki unað. Gerði fundurinn eftirfarandi samþykkt: „Fundur starfsfólks i Áburöarverksmiðju rikisins og Sementsverksmiðju rikisins v/Artúnshöföa, haldinn I Lind- arbæ 29. mai 1975 samþykkir með tilliti til fundarsamþykktar miðstjórnar ASÍ, samninga- nefndar ASÍ og samninganefnd- ar starfsfólks i verksmiðjum aö sem einstaklingar mæti þeir ekki til vinnu meðan samningar hafa ekki tekizt með eðlilegum hætti.” Einn fundarmanna var á móti. Trúnaðarmaður starfsmanns Aburðarverksmiðju sagöi, að einungis hluti starfsmanna fyrirtækisins heföi mætt til vinnu I dag og einungis hefðu ör- fáir bilar verið afgreiddir. Mestur hluti þeirra er mættu voru lausráönir starfsmenn, en fastráðnir voru fáir. A fundinum var samþykkt að trúnaðarmenn mynduöu nokk- urs konar samstarfsnefnd er á- kvæði viöbrögð starfsmanna gegn þeim ákvörðunum er at- vinnuveitandi þeirra kynni að gripa til. Þá eiga trúnaðar- mennirnir aö tengja innbyröis samband verkamannanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.