Tíminn - 30.05.1975, Page 4

Tíminn - 30.05.1975, Page 4
4 TÍMINN rTTTtOOQBTTTTT Föstudagur 30. mai 1975 FORD-FORSET ASYNIRNIR OG HERSKYLDAN MiKE FORD ★ Sala Lada- bifreiða í Englandi tvöfaldaðist Lada-bifreiðin, sem framleidd er f borginni Togliatti við Volgu, er nú orðin ein af mest seldu bif- reiðunum i Englandi. Englend- ingar hafa i ár pantað fleiri bila frá verksmiðjunum en i fyrra. Enskir sérfræðingar um bifreið- ar telja, að meðal margra góðra kosta Lödunnar séu gangvissa og sparneytni fremstir. Þannig skrifar sérfræðingur „Guardians”, að Lada gæti mjög auðveldlega orðið „billinn fyrir alla” i Stóra-Bretlandi. Reyndar hefur sala á öðrum sovézkum einkabil, Moskwich, einnig aukizt mjög. Komið hefur verið á fót stórri þjónustumið- stöð, sem hefur stöðugt sam- band við þjónustudeild verk- smiðjanna og aðstoðar við- geröarverkstæði viðsvegar um landiö. Nýtt verk eftir Katsjaturian Hið heimsfræga, sovézka tón- skáld, Aran Katsjaturian, hefur samið nýtt verk, sem höfundur- inn nefnir „Fánaberi sigurs- ins”. Verkið er samið i tilefni af 30 ára afmæli sigursins yfir fasismanum. Er það gert fyrir hljómsveit, og tekur flutningur þess 5 minútur. Samkvæmt upp- lýsingum UNESCO er „Sverð- dans” Katsjaturians mest leikna tónverk I heimi. Enginn ungur Bandarikjamað- ur hefur verið kvaddur til her- þjónustu siðan árið 1972, en það er dregið um það á hverju ári, hverjir af þeim sem á þvi ári eru 19 ára skuli fara i herinn, ef neyðarástand skapaðist. Sá, sem stjórnar herkvaðningU’ ungra manna i Bandarikjunum, heitir Byron Pepitone, og er eftir honum haft, — að ástandið Iheimsmálunum sé þannig, eins og sjá megi og heyra af fréttum, að nauðsynlegt sé að vera við- búinn öllu, en vona hið bezta. Þetta er eins og nokkurs konar „happdrætti”, þegar dregin eru út nöfn ungra manna til her- þjónstu. Nýlega fékk Steve Meigs Ford „happdrættisvinn- ing” nr. 81, og með þessu lága númeri er hann einn af þeim fyrstu, sem yrði kallaður i her- inn ef alment herútboð færi fram. Síðastliðið sumar fékk hann aðvörun frá heryfirvöld- um, þvi að þá átti hann 18 ára afmæli, en 30 dögum fyrir eða eftir 18 ára afmæli sitt eru Bandarikjamenn skyldaðir til að.láta skrá sig. Steve var 72 dögum of seinn að láta skrá sig, og hefði það dregizt mikið leng- ur, þá gat farið svo,.að hann hefði þurft að sæta refsingu. Þyngsta refsing fyrir vanrækslu af þessu tagi, er 10.000 dollara sekt, eða jafnvel allt að 5 ára fangelsi. Aumingja Steve skrif- aði afsökunarbréf sem er dags. 30. ág. I T.C. Williams High School i Alexandria, Va., og þar i sagði hann, — að skrásetningin hefði gleymzt hjá sér i spenningnum, þegar faðir hans var skipaður forseti og I öllu „flutningsstandinu”, og var af- sökun hans tekin til greina. Steve á tvo eldri bræður, þá Mike, sem fæddur er 14. marz 1950 (25ára) og Jack, fæddur 16. marz 1952. Þeir hafa báðir verið mikið heppnari með sin her- skyldunúmer. í þessari grein, sem segir frá vandræðum Steve, vegna gleymsku hans að skrá sig, segir einnig, að þrátt fyrir hiö lága herskyldunúmer sitt, þá þurfi forsetasonurinn að öllu óbreyttu ekki að óttast að verða kallaður i herinn, þvi að sjálfboðaliðar bjóðist alltaf, og jafnvel miklu fleiri, en þörf sé á. Margir ungir menn, sem eiga erfitt með að kosta sig til mennta, ganga I herinn, til þess að komast á ýms námskeið og fá menntun, sem þeim stendur þar til boða. Einnig er sagt, að þeg- ar atvinnuleysi aukist fjölgi alltaf sjálfboðaliðunum. Hér sjáum við myndiraf Steve, Jack og Mike Ford, — hinum myndarlegustu piltum. Adam er hinum meqin í Amerlku er nú farið að fram- leiöa pússluspil með biblíu-_ myndum. Hér sjáum við eitt, sem sett er saman úr 500 bitum, og þegar búið er að setja þá saman, kemur i ljós mynd af Evu. En ekki nóg með það. Hin- um megin á pússluspilinu er mynd af Adam, og þeir sem vilja sjá hann, verða að raöa bitunum 500 saman aftur, þvl ekki er hægt að snúa Evu við, án þess að allt hrynji I 500 parta. JACK FORD

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.