Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. mai 1975 TÍMINN 5 Siðlaus blaðamennska Á undanförnum vikum og mánuðum hefur almenningi géfizt kostur á að fylgjast með dálitið óvenjulegri hóim- göngu, sem um margt minnir á viðureign Don Quixote við vindmylluna forðum. Hinn nú- timalegi riddari er Vilmundur Gylfason, sem ráðizt hefur til atlögu gegn margs konar spiilingu og siðleysi i þjóð- félaginu. >að er ekki nema gott eitt um það að segja, þegar blaða- menn og fréttaskýrendur benda á það, sem miður fer i þjóðfélaginu, þvi að blaða- menn geta fengið miklu áork- að, sé gagnrýni þeirra nægi- lega rökstudd. Frægasta dæmi um slikt er frammistaða blaðamanna Washington Post, sem flettu ofan af Nixon og hjörð hans. Það er aftur á móti afar hvimleitt, þegar blaða- menn skjóta yfir markið, og neita að viðurkenna mistök sin, eins og gerzt hefur með hinn annars skemmtilega og ágenga fréttaspyril, Vilmund Gylfason. Þannig hefur verið upplýst til fulls, hvernig á þvi stóð, að Landsabankinn af- greiddi gjaldeyri lengur en Útvegsbankinn siðustu dag- ana fyrir gengisfellinguna i janúar. Samt sem áður heldur Vilmundur áfram að tönnlast á þessu máli, og gengur svo langt að vitna i einkasamtöl, máli sinu til stuðnings, en til skamms tima hefur slikt hátt- arlag verið talið siðlaust I biaðamennsku, og blaðamenn, sem slíkt iðka, raunar taldir 2. flokks blaðamenn. Glottið hans Vilmundar Það er svo sem ágætt, að menn geri strang- ar siðgæðis- kröfur til annarra, en þá þurfa þeir um leið a ð gera nokkrar kröfur til sjálfra sln. Að þessu leyti hefur Vilmundi Gylfasyni brugðizt bogalistin með grein þeirri, er hann birti I Mbl. I gær. Eru sjálfsagt engin dæmi þess iallri sögu blaðamennsku á tslandi, að jafn frjálslega hafi verið vitnað I einkasam- töl. Hvernig halda menn, að Islenzk blaðamennska væri nú, ef þessi formúla yrði al- mennt notuð? Það er ekki nóg með það, að vitnað sé í einka- samtöl, heldur er viðbrögðum manna lýst all nákvæmlega, sbr. „Það varð löng þögn, rit- stiórinn saup hveljur, en sagði siðan: Hvað segirðu?” Og ekki gleymir fréttaspyrillinn að útlista eigin hegðun, sbr. ,,Ég játa, að ég glotti”. Er það heiðarlegt? Einhver skýring hlýtur að vera á framkomu Vilmundar Gylfasonar. En allra sizt skyldu menn álita, að eitthvað óheiðarlegt búi að baki, þar sem riddari siðgæðis og heið- arleika er annars vegar. Og dettur nokkrum f hug, að hann misnoti kerfið, sem hann hef- ur svo harðlega gagnrýnt? Þó er eins og mann rámi i það, að einhver Vilmundur Gylfason hafi verið mjög atkvæðamikill I fréttaskýringaþáttum sjón- varpsins fyrir siðustu kosn- ingar, og farið siðan beint i framboð fyrir tiltekinn stjórn- málaflokk. Er slikt ekki sið- laust — að nota sjónvarp, sem almenningur greiðir, sem stökkpall i stjórnmál? Hvað segir Vilmundur Gylfason um það? Finnst honum það eðli- legt? Ef ekki, er hann þá reiðubúinn að lýsa yfir þvi, að hann hyggi ekki á framboð? Það verður fróðlegt að heyra svör við þvi. Raunar verður það nokkur prófsteinn á það, með hvaða augum verður litið á hinn „stálheiðarlega ” fréttaspyril sjónvarpsins hér eftir a.þ. Létt,sterk,ryðfrí Stillanleg sláttuhæð * Slær upp að husveggjumog út fyrir kanta Sjálfsmurð, gangsetning auðveld •jf Fæst með grassafnara hin^iÍnHiót1,, ö ÞOR HF ninna vanaiatu ■?g3A,múian skóia,ö,au„.25_ v J Orðsending frá Sambandi islenskra barnakennara og Landssambandi fram- haldsskólakennara. Norrænt námskeið fyrir stærðfræðikennara (1.-19. bekk) verður haldið i Kungalv i Svi- þjóð dagana 25.-29. ágúst 1975. Þátttakendur greiði aðeins ferðakostnað. Uppl. veittar á skrifstofum sambandanna. Norræna kennaranámskeiðið 1975: Enn er hægt að bæta við nokkrum þátttakendum. Skrifstofa SÍB verður lokuð frá 23. júni til 6. júli. Lokað á virkum dögum kl. 17 i sumar. Skrifstofa LSFK verður lokuð júlimánuð. Tilboð dagsins Ingersoll Rand loftpressur 150 og 250 cu. Bray hjólaskóflur 25-30 tunnu skófla Beizlisvagn m/sturtu, 20 tonna ERF dráttarbilar 32 tonna Tengivagnar 27 tonna 28 feta Tengisturtuvagn 27 tonna 28 feta Dynapac vibró valtari 4 tonna. Komatsu D-155A jarðýta ný m/ripper. Allir þessir hlutir verða seldir á mjög hagstæðu verði og greiðsluskilmál- um. HFHORÐUR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 SÍM119460 skjold tempo áburðar- dreifarinn 1 $ I . DR/FBÚNA DUR. Traustur tannhjó/a drifbúnaður, með öryggisbolta. MAGNST/LL/NG. Stillistöngin er vel staðsett fyrir ökumann, og má stilla hana á ferð úr ekilsæti. Stil/itö/ur frá 1 til 7. RÚMTAK 375kg. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS 4Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.