Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 31. mai 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 33 FIMMTI KAFLI Teasle ruddist milli trjánna og gegnum runnana með mönnum sínum, á eftir hundunum. Honum taldist svo til, að Rambo hef ði ekki mikið forskot. Hann hafði brotizt út úr fangelsinu kl. hálf sjö, myrkur hafði skollið á kl. hálf níu og varla hafði hann farið langt upp í hæðirnar í myrkrinu. Ein eða tvær klukkustundir voru hámarkið. Hann hafði líklega lagt upp við sólarupprás eins og þeir sjálfir. Þannig hafði hann í mesta lagi fjögurra tíma forskot. Ef allt var tekið með í reikninginn var það for- skot þó tæpast meira en tvær stundir eða jaf nvel minna. Hann var nakinn og það myndi tef ja hann. Hann þekkti ekki landsvæðið. Þess vegna myndi hann af og til stef na upp brött gil og skorninga, sem engin leið var út úr. Þá yrði hann að snúa við og leita að öðrum leiðum. Þetta myndi líka tef ja fyrir honum. Svo var á það að líta, að hann var matarlaus. Það myndi þreyta hann fyrr, draga úr hraða hans og minnka bilið. — Innan við tveggja stunda forskot, það er öruggt, sagði Orval á harðahlaupum. — Varla meira en klukku- stundar forskot. Líttu á hundana. Slóðin er svo nýleg, að þeir þurfa ekki einu sinni að þefa sig áfram eftir jörð- inni. Orval var í fararbroddi. Teasle og menn hans komu á eftir. Þeir hlupu á eftir hundunum. Handleggur Orvals var framréttur og virtist renna saman við ólina um háls hundanna. Teasle klifraði og skreið með höndum og fót- um gegnum þétt runnaþykknið til að dragast ekki aftur úr. Þetta var allt svolítið einkennilegt. Sjötíu og tveggja ára gamall maður stjórnaði hraðanum og var nærri bú- inn að sprengja þá alla á hlaupum. En á það var að líta, að Orval hljóp fimm mílur á hverjum morgni og reykti aðeins f jórar sigarettur á dag. Aldrei snerti hann vín. En Teasle reykti einn og hálf an pakka á dag og drakk nærri sex bjóra á hverjum degi. Hann hafði heldur ekki æft sig neitt árum saman. Það var ærið verk að f ylg ja Orval eft- ir, með þeirri þjálfun sem hann bjó yfir. Teasle andaði svo djúpt og hratt, að hann sveið í lungun. Hann var með sinadrátt í fótunum, en hann hljóp ekki eins afkáralega og hann gerði til að byrja með. ( sjóhernum hafði hann verið hnefaleikari. Þar hafði hann lært að hlaupa sér- stakt þjálfunarhlaup. Líkami hans var þó löngu kominn úr allri æfingu og hann varð að rif ja upp gamlar lexíur. Mjúk, stutt og þægileg skref, halla sér svolítið fram á við, láta þunga líkamans knýja fæturna áfram, svo hann félli ekki fram fyrir sig. Smám saman komst hann upp á lagið, hljóp hraðar, erfiðið varð minna og sársaukinn minnkaði. Hann fann til ánægju vegna áreynslunnar inn- ra með sér. Síðast hafði hann f undið til þessarar tilf inn- ingar fyrir fimm árum, er hann kom frá Louisville til Madison, sem nýbakaður lögreglustjóri bæjarins. Bær- inn hafði ekki tekið miklum stakkaskiptum. Samt virtist hann öðruvísi en hann var. Hann hafði verið að heiman í mörg ár. Hann hafði alizt upp í gömlu múrsteinshúsi. ( bakgarðinum voru tré og legsteinar foreldra hans. Hann minntist alls þessa f óljósri, litlausri þoku, rétt eins og svart-hvítrar Ijósmyndar. Nú var aftur komin lögun og litir. Grænt, brúnt og rautt. Legsteinarnir úr purpura- rauðum marmara. Hann hafði ekki átt von á þvf, að þessi sjón myndi draga svo úr gleði hans vegna komunn- ar heim á ný. Báðir líkamarnir voru löngu orðnir að dufti. I plastpoka við fætur móður hans var litla stúlkan. Hún var nánast fóstur. Af því hún hafði verið kaþólsk. Hún hafði fengið fóstureitrun. Kirkjan hafði synjað henni um fóstureyðingu. Auðvitað hafði hún hlýtt. Hún dó af barnsförum og barnið með henni. Þá var hann tíu ára. Hann skildi ekki hvers vegna faðir hans hætti að sækja kirkju eftir þennan atburð. Faðir hans reyndi að vera honum móðir líka. Hann kenndi honum að stoppa í sokka og elda ofan i sig, hreinsa húsið, þvo fötin og verða sjálfstæður. Hann kenndi honum líka meðferð skotvopna og fiskveiði. Það hefði mátt ætla, að hann sæi fyrir dauða sinn af völdum slysaskots — þrem árum síðar. Þá tók Orval við uppeldi hans, siðan var það Kórea, þá Louisville og þegar hann var þrjátíu og fimm ára kom hann heim aftur. En nú átti hann ekkert heimili þar lengur. Þetta var aðeins staðurinn, þar sem hann hafði alizt upp. Á fysta deginum sótti hann heim staði, sem minntu hann á liðnar stundir. Hann gerði sér grein fyrir því, að hér hafði hann átt heima nærri hálfa ævi sína. Teasle sá eftir því að hafa komið og var nærri búinn að hringja til Louisville — til að athuga, hvort hann gæti snúið til starfa þar á ný. Að síðustu dreif hann sig til fasteignasala, skömmu fyrir lokun, og hann eyddi kvöldinu með f ulltrúa fasteignasal- ans að athuga hús til sölu eða leigu. En búið var í öllum þeim íbúðum og húsum, sem hann sá og hann gat ekki hugsað sér að búa aleinn. Sölufulltrúinn Jét hann fáv mynda- og nafnalista til athugunar, áður en hann sofn- aði. Teasle fletti gegnum bæklinginn á litla hótelher- berginu. Hann fann staðinn, sem hann þarfnaðist. Sumarhús í hæðunum, rétt við bæinn. Vatnsfall rann framan við húsið, yf ir það lá trébrú. Þétt trjáþykkni var K I K U B B U R Laugardagur 31.mai 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar „Kára litla i sveit” eftir Stefán Júliusson (11). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjiikl- ingakl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kvnnir. 12.00 Dagskrám. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Austur yfir sanda.Siðari þáttur Páls Heiðars Jóns- sonar. 15.15 Miðdegistónleikar. a. Hljómsveitin Philharmonia leikur forleik að óperunni „Orfeusi i' undirheimum” eftir Offenbach, Herbert von Karajan stjórnar. b. Pilar Lorengar syngur lög úr óperettum með óperu hljómsveitinni i Vin, Walter Weller stjórnar. c. Filhar- móniusveitin i Vin leikur lög eftir Johann Strauss, Willy Boskowsky stjórnar. 15.45 1 umferðinni. Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Á léttum nótum. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 TIu á toppnum.örn Pet- ersen sér um dægurlaga- þátt. 18.00 Söngvar i léttum tón.Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Jón Guðmundsson rit- stjóri Þjóðólfs — hundrað- asta ártið. Einar Laxness cand. mag. flytur fyrra er- indi sitt. 20.10 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 Centrum-hreyfingin. Lárus óskarsson og Kári Halldór segja frá samtökum listafólks f Svíþjóð. 21.25 „Meyjaskemman”, þættir úr óperettu Heinrichs Berté, sem byggð er á lögum Schuberts. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 31. mai 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Llf i læknis hendi Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Rolf Harris. Breskur skemmtiþáttur, þar sem ástralski söngvarinn og grinistinn Rolf Harris og fleiri listamenn iáta til sfn heyra.Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 21.40 Vika til stefnu. (Seven Days to Noon) Bresk bió- mynd frá árinu 1951. Aðal- hlutverk Barry Jones og Olive Sloane. Þýðandi Sig- rún Helgadóttir. Myndin gerist I Bretlandi. Þarlend- ur prófessor, sem fengist hefur við að búa til atóm- sprengjur, skrifar forsætis- ráðherranum og hótar að kasta einni slikri á Lundúnaborg, verði ekki gefin út yfirlýsing um, að hergagnaframleiðslu i land- inu sé hætt. Prófessorinn gefur ráðamönnum nauman frest til að verða við þessari frómu ósk, og hefst nú mikil og viðtæk leit að sprengj- unni og prófessornum sjálf- um. 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.