Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 31. mal 1975 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:' Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. VerO 1 lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 60Ó.0Ó á mánuöi. Blaðaprenth.f. V________________________:_______________—j Ábyrgðin yrði verka- lýðsforingjanna Það var markmið rikisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar og er markmið núv. rikisstjórnar að tryggja næga atvinnu i landinu. Þetta hefur tekizt til þessa, þrátt fyrir hina alþjóðlegu efnahagskreppu, sem valdið hefur stórfelldu atvinnuleysi i öðrum löndum. Setning bráðabirgðalaganna um kjaradóm i kaupdeilunni við rikisverksmiðjurnar, er byggð á þvi höfuðsjónarmiði að koma i veg fyrir atvinnu- leysi. Fyrirsjáanlegt var, ef þetta verkfall stæði lengur, myndi það leiða til atvinnuleysis i byggingariðnaðinum og hefur raunar gert það á þann hátt, að byggingafyrirtæki hafa dregið að ráða skólafólk i þjónustu sina, likt og undanfarin sumur. Þá var fyrirsjáanleg vá hjá stórum hluta landbúnaðarins vegna áburðarskorts. Þrátt fyrir langar og strangar samningsviðræður að undan- förnu, bar enn svo mikið á milli að dómi sátta- semjara, að engar likur virtust á samkomulagi i náinni framtið. Þótt rikisstjórnin sé þeirrar skoðunar, að forðast beri i lengstu lög að gripa inn i kjaradeilur með lagasetningu, taldi hún svo mikið i húfi vegna atvinnuástandsins i landinu, að óhjákvæmilegt væri að fela sérstökum kjaradómi lausn deilunnar, en þó þannig, að starfsfólk verk- smiðjanna nytu allra almennra kauphækkana, sem væri samið um, auk hækkana vegna hins sér- staka starfsmats. Þótt hinalmenna regla sé sú, að rikisvaldið beiti ekki lagasetningu i vinnudeilum, hefur það verið almennt viðurkennt, að nauðsyn geti brotið þessa reglu. Þetta viðurkenndi Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, á Alþingi 1973, þegar sett voru gerðardómslög vegna verkfalls yfirmanna á togurum. Siðast i fyrradag, gaf Eðvarð Sigurðs- son til kynna svipaða afstöðu. Þjóðviljinn lagði þá spurningu fyrir hann, hvort hann áliti, að rikis- stjórnin myndi fara að setja til bráðabirgða”lög , sem eigi að leysa kjaradeilu”. Svar Eðvarðs var á þessa leið: „Nei, ekki gegn þeim aðilum, sem standa i stóru kjaradeilunni. Það væri frekar að þetta yrði reynt við minni hópa, sem standa einir sér eins og til að mynda gegn yfirmönnum á togurum, en þó ekki nema með þvi móti að leysa deilu undirmanna á þann hátt, að þeir gætu sæmilega við unað.” Þessi ummæli Eðvarðs verða vart skilin á annan veg en að hann telji vel koma til greina, að leysa deilu yfirmanna með lagasetningu. Þrátt fyrir það, þótt þeir Björn Jónsson og Eðvarð Sigurðsson viðurkenni þannig, að réttmætt geti verið að leysa vinnudeilur með lagasetningu undir sérstökum kringumstæðum, hafa þeir ásamt fleiri leiðtogum verkalýðsfélaganna snúizt mjög hatramlega gegn umræddum bráðabirgðalögum og komið þvi til leiðar á þann hátt, að vinna hefur enn ekki hafizt i verksmiðjunum. Haldist það ástand eitthvað áfram, verða leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar ábyrgir fyrir þvi almenna at- vinnuleysi, sem af þvi kann að hljótast. Hér yrði þá sama öfugþróun og i Bretlandi, þar sem ólögleg verkföll og skæruhernaður verkalýðs- félaga hafa leitt til stórfellds atvinnuleysis. Vonandi hugsa leiðtogar verkalýðs- hreyfingarinnar sig tvisvar um, áður en þeir láta stundaræsingu valda þvi, að þeir stuðli að sliku á- standi hérlendis. Þ.Þ. TÍMINN 7 Per Edgar Kokksvold, Arbeiderbladet, Osló: Hörð deila á brezka ve rka lýðsh reyf i ng u Styður hinn sterka á kostnað lítilmagnans Wiison veröur aö snúa sér aö launamálunum strax eftir þjdöaratkvæöagreiösluna. „SPYRJIÐ Englending ekki um hugsjdnastefnu hans, hún er sjaldnast fyrir hendi,” svaraöi hinn kunni brezki blaðamaöur Paul Johnson eitt sinn, þegar ég baö hann aö gera grein fyrir hugsjóna- stefnu sinni. „1 minum augum hafa brezk stjórnvöld ætiö snúizt um eitt og hiö sama: Rikir eöa fátækir, forréttinda- menn eöa réttlausir, — hvor- um fylgir þú aö máíum?” „Ég minnist þess”, hélt Johnson áfram, „þegar Edward Heath fyrrverandi forsætisráöherra sagöi lönd- um sinum, aö hann væri ekki afsprengi forréttindanna, heldur eigin vilja. Viö hliö Heaths sat Carrington lávarö- ur varnarmálaráöherra. Hans æruveröugheit voru aö enda viö aö selja skika af landar- eign sinni og hreinn ágóöi nam 450 þúsund sterlingspundum. Frú Palmer, ekkja siöasta námumannsins, sem fórst af slysförum áöur en stóra verk- fallið skall á, fékk greiddar bætur I sömu vikunni. bær námu 300 sterlingspundum. Um þetta snúast brezk stjórn- mál”. PAUL Johnson er einn af kunnustu blaöamönnum á Bretlandseyjum. Hann var um margra ára skeiö ritstjóri hins vinstrisinnaða timarits NeW Statesman og hefir skrif- aö bæöi um söguleg efni og stjórnmál. Johnson er ekki hugsjóna- legur fræöimaöur. Hann trúir ekki á marxismann. („Þaö er ekki Stalín heldur grundvall- arhugsunin, sem er höfuöor- sök vesaldómsins i Sovétrikj- unum”). Johnson er fyrst og fremst blaöamaður, sem er gæddur glöggri sjón, rökrænni greiningargáfu og hlýju hjartalagi. i hans augum er blaðamennskan fyrst og fremst þjónusta viö sannleik- ann og takmarkalaus skylda til aö koma upp um innantómt blaöur og snúast gegn órétt- læti hvar sem er og hvenær sem er. ÉG ræddi viö Paul Johnson i desember i fyrra og þá voru landssamtök brezku verka- lýöshreyfingarinnar (TUC) honum éfst i huga. „Viðfangs- efni mitt þessa stundina er brezka verkalýöshreyfingin”, sagöi hann. „Sem sósiaiisti vil ég bæta lifskjör smælingj- anna, en hvaö á sósialisti að taka til bragös þegar verka- lýðshreyfingin sjálf gerir þá umkomulausu enn snauöari en þeir áöur voru?” Svariö viö þessari spurningu birtist i New Statesman I vik- unni sem leið. Paul Johnson birti þar grein, sem hann nefnir „A Brotherhood of National Misery”. Greinin er alveg tvimælalaust hvassasta ádeila, sem birzt hefir i brezku blaði um langt skeiö. JOHNSON byrjar mál sitt á þessum orðum: „Sósialisminn boöar sam- félag, sem allir eiga sama hlut aö, öllum ber sama skylda til að leggja sig fram og hafa sama rétt til sins hluta af ávöxtum samfélagsins. Hvernig á maöur þá aö lýsa hópi manna, sem gegna höfuð- embættum i samfélaginu og beita valdi sinu til aö hækka tekjur sinar án tillits til þarfa allra annarra? Máttugir menn, sem gera samsæri um að knýja sem mest út úr sam- félaginu, eru glæpamenn. Viö skulum umfram allt lýsa þeim eins og þeir eru.” Johnson segir, aö foringjar brezku verkalýðshreyfingar- innar séu „sjálfsánægöir, ihaldssamir, hugmynda- snauöir, duglausir og fullir fordóma. Þeir gleyma engu, læra ekkert, eru neikvæöir, svifaseinir, leiöinlegir, ó- umræðilega ánægöir meö sjálfa sig og staöráönir i aö berjast gegn öllum umbótum. Verkalýöshreyfingin er á góöri leið meö aö ganga af sósialismanum dauöum og er þvi fyllilega timabært fyrir sósialista aö gera sinar gagn- ráöstafanir”. KJARNINN i málflutningi Johnsons er, aö „frjálsir samningar” geri suma „frjálsari” en aöra. Til dæmis hafi starfsmenn raforkuver- anna og hinna rikisreknu sam- gangna ávallt full tök á vinnu- veitendunum. Afleiöing þessa sé, aö máttugustu hóparnir tryggi sér ávallt hæstu launin. Af launahækkunum þeirra leiöi lækkun framlaga til félagsmála og bitni þær þvi á gamalmennum og óvinnufæru fólki. Aukaseölarnir I launa- umslögum þessara starfs- manna komi i bókstaflegri merkingu frá hinum réttinda- lausu I samfélaginu. „Þetta er ekki sósíalismi”, skrifar Johnson. Hann segir þaö standa nær auövalds- stefnu og þó skyldast því sam- félagi, þar sem hver höndin sé upp á móti annarri og afliö eitt ráöi úrslitum. Allt of grunnfæriö væri aö reyna aö telja Johnson óvin verkalýösins. Þaö er blátt áfram fávíslegt að reyna aö setja hann á bekk meö góö- borgurum, sem birta skilningsleysi sitt dagiega á siöum The Times. PAUL Johnson flytur viö- vörun sina i þjóðfélagi, þar sem verðbólgan nemur 25 af hundraöi á ári, sýnir enga til- hneigingu til lækkunar og staf- ar fyrst og fremst af launa- hækkunum. t raun og veru þýöir launa- og verölagssamsvörunin 30/25, aö hinn óbreytti brezki þegn býr viö sömu lifskjör og hann nyti, ef launin heföu hækkaö um 12 af hundraði og verölagiö um 9 af hundraði. Munurinn er sá einn, að hin- ar háu launakröfur valda áframhaldi veröbólgunnar, ekki reynist unnt að koma i veg fyrir aukiö atvinnuleysi — af þvi aö veröbólgan verölegg- ur brezkar útflutningsvörur hærra en svo, aö þær séu seljanlegar á erlendum mark- aöi — og mismununin i sam- félaginu á Bretlandseyjum veröur enn meiri en nú er. BREZKA verkalýðs- hreyfingin er ekki farin aö hugleiöa I alvöru, hvernig lög frumskógarins á vinnu- markaðinum samræmast kröfum um áætlanir og aöhald á öllum öörum sviöum þjóö- lifsins. Hinn sterkasti sigrar i frumskóginum. Á frjálsum vinnumarkaöi koma afleiöing- arnar niöur á þeim, sem eru minni máttar og búa viö lak- ara skipulag, og verstu áhrif verðbólgunnar bitna á þeim, sem sizt mega viö þeim. Þegar Harold Wilson for- sætisráðherra er búinn aö sigra i þjóöaratkvæöagreiösl- unni um aöildina aö Efna- hagsbandalaginu og ráöa endanlega við sig, hvort kreppan á Bretlandi nú sé heldur „hinn uggvænlegasta siöan I striöslok” eöa „kokk- teilveizlublaður eitt” (hvort tveggja orörétt eftir honum), hlýtur hann aö veröa aö hug- leiða þaö, sem nú er bannorð á Bretlandi, eöa valdboöna launastefnu. SPA min er sú, aö Bretar veröi að taka upp valdboöna launastefnu fyrir lok þessa árs. Hún er bæöi félagslega og siöferöislega aögengilegri en hin boöaða stefna Wilsons, sem hvorki er fugl né fiskur. Ómögulegt er aö efna mörg af loforðum Verkamanna- flokksins. Veröbólgan kemur i veg fyrir umbætur i brezkum iönaöi, gerir aukiö atvinnu- leysi óumflýjanlegt, hindrar allar lagfæringar á „vel- feröarrikinu” og stemmir stigu við þeirra aukningu félagslegra framlaga, sem talizt getur viöunandi. Veröi ekki gripiö til vald- boðinnar launastefnu, er al- gerlega tilgangslaust aö láta Verkamannaflokkinn fara meö stjórn landsins. Og ár og dagar kunna aö liöa áöur en hann kemst til valda á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.