Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 31. mai 1975 TÍMINN 15 M ■1 : LLro Miövikudaginn 28. þ.m. var rafmagnssamningur milli Landsvirkjunar og tslenzka járnblendifélagsins h/f undirritaöur. Samninginn undirrituöu formaöur stjórnar Landsvirkjunar dr. Jóhannes Nordai, og formaöur stjórnar tslenzka járnblendifélagsins h/f, dr. Gunnar Sigurösson. A myndinni, sem tekinvar viö þetta tækifæri, eru taliö frá vinstri: Cato Eide, tæknilegur framkvæmdastjóri járnblendiverksmiöj- unnar, Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri, Eiríkur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, dr. Gunnar Sigurösson, dr. Jóhannes Nordal, Hjörtur Torfason lögfræöingur, dr. Gunnar Thoroddsen iðnaöarráöherra og E.B. Pilcher og G.R. Barrow sem eiga sæti I stjórn tslenzka járnblendifélagsins h/f. Almennur stjórnmálafundur á Akureyri 8. júní Kjördæmissamband framsóknarmanna 1 Noröurlandskjör- dæmi eystra efnir til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunnudaginn 8. júni og hefst hann kl. 14.00. Formaöur Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, ráö- herra, veröur frummælandi á fundinum og ræöir hann stjórn- málaviðhorfiö. Klúbbur áhugamanna um sjávaríþróttir — stofnaður í Hafnarfirði Fyrir stuttu var stofnaöur I Hafnarfirði klúbbur áhugamanna um sjávariþróttir, þ.e. siglingar á seglbátum, róðrarbátum, hraö- bátum og triilum. KlUbburinn hlaut nafniö „SiglingakiUbburinn Þytur”. A fundinum kom fram mikill áhugi á að komið verði upp æski- legri aðstöðu til iðkunar sjávar- iþrótta I Hafnarfirði og nágrenni. Meðal annars var rætt um væntanlega siglingaaðstöðu við Amarvog, sem áætlað er að koma upp I samvinnu við siglingaklúbb I Garðahreppi og sveitarstjórnir Hafnarfjarðar og Garðahrepps. Þá var einnig rætt um möguleika á skemmtibátahöfn i Hvaleyrar- lóni, og flutti Þorbergur Ólafsson erindi um athuganir, sem fram hafa farið þar. Auk þess sem klúbburinn mun vinna að bættri siglingaaðstöðu, þá er markmið hans að vinna sér- staklega að uppbyggingu og framkvæmdá siglingastarfi fyrir unglinga, enda er klúbburinn arf- taki tveggja unglingaklúbba, þ.e. sjóskátaklúbbs Hraunbúa og Siglingakiúbbsins Þyts, er starf- að hafa undanfarin ár undir for- ystu Péturs Th. Péturssonar og Hauks Sigtryggssonar. í fyrstu stjórn klúbbsins voru kjörnir Pétur Th. Pétursson, Haukur Sigtryggsson, Helgi G. Þórðarson, Rúnar Már Jóhanns- son og Friðrik Friðriksson. Siglingaklúbburinn Þytur er opinn öllu áhugafólki um sigling- ar. Stofnfélagar klúbbsins eru um 70. Spilverk þjóöanna áti undir vegg, t.f.v. Siguröur Bjólan, Valgeir Guöjónsson og Egill ólafsson. Spilverk þjóðanna heldur hljómleika Gsal-Reykjavlk — 1 dag, laugar- dag, kl. 15,03 býður Spilverk þjóö- anna upp á tónstund í Laugarás- biói, en Spilverkið skipa þeir Val- geir Guðjónsson, Siguröur Bjólan og Egill Ólafsson. Hljómleikar þessir eru beint framhald af mjög vel heppnuðum hljómleikum i Norræna húsinu fyrir skömmu, þar sem hljómsveitin gerði stormandi lukku. Það er ekki ýkja langt siðan Spilverk þjóðanna varð að þekktu nafni i okkar tónlistarheimi, þvl að um langa hrið léku þeir aðeins á skemmtunum i Menntaskólan- um I Hamrahlið. Nú hefur hljóm- sveitin hins vegar undirritað samning um gerð LP-plötu I sumar og munu þeir leika lög af þeirri plötu m.a. á hljómleikun- um i dag. Að sögn þeirra sjálfra er tónlist þeirra nákvæmlega mitt á milli rokks og þjóðlagatónlistar. Miðað viö aðra hljómleika er miðaverði stillt mjög I hóf. Fjölbreytt sjó- mannadagsblað BH-Reykjavik. — Sjómanna- dagsblað Vestmannaeyja kemur að þessu sinni út i 25. skipti, og er myndarlegt og skemmtilegt blað að vanda. Agúst Þorvaldsson seg- ir frá fyrstu ferð sinni i verið til Vestmannaeyja fyrir hálfri öld. Sagt er frá hálfrar aldar atvinnu- rekstri Einars Sigurðssonar i Eyjum. Jón Sigurðsson skrifar um hrakninga og sjóslys við Vest- mannaeyjar, og með myndum Karls Guð'mundssonar fylgir grein, sem nefnist Ég man þá tið. Þá er fjallað um kirkjuskipið i Landakirkju. A liönu ári hefur óvenjustór hópur gamalla sjómanna kvatt, og er þeirra veglega minnzt i blaðinu. Þá er Halkion kvaddur, én hann hefur verið seldur til Noregs. Visur og þættir eru úr syrpu Jóns Stefánssonar, og ým- issa merkisatburða er minnzt i blaðinu. Fjallað er um opnun Hraunbúða, vetrarvertiðina, heiðursmanninn Eyjólf Gislason, ný skip til Vestmannaeyja, slysa- varnadeildina Eykyndil, afla- kóngana 1975, en aflakóngur er Eyjólfur Pétursson, skipstjóri á bv. Vestmannaey og fiskikóngur Sigurjón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE 401. Sjómannadagsblað Vest- mannaeyja er prýtt fjölda mynda, þar á meðal nokkrum skemmtilegum skopmyndum Sigmundar. Ritstjóri er Guðjón Armann Eyjólfsson. 0 Grasmaðkur mikil spjöll eru i landi Skarðs og Hvamms, en þau eru sennilega viðlika og hér á Galtalæk. — Við sprautuðum jaðra spilltu svæðanna með skordýraeitri, sagði Jónas ef vera kynni það gæti hindrað grasmaðkinn að fara á þær spildur, sem hann hef- ur enn ekki gert skaða á. Þetta er aðeins tilraun og var aðeins gert hér á Galtalæk. Með Jónasi i förum voru ráðu- nautarnir Agnar Guðnason, Óttar Geirsson og Egill Bjarnason. Sveit Stúlka 15 ára, óskar ef tir aö komast f sveit í sumar. Sími 7-17-54 Aðalfundur F.U.F. Keflavík Verður haldinn mánudaginn 2. júni kl. 20,30 i Framsóknarhús- inu. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á þing S.U.F. önnur mál. — Stjórnin. 12 ára telpa óskar eftir dvöl í sveit. Er vön. Uppl. í síma 8-69-42. Fimmtánda þing SUF Fimmtánda þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Húsavik dagana 6., 7. og 8. júni næstkomandi. Nánar auglýst síöar. Stjórn SUF. Bændur 13 ára drengur óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 8- 26-06. FUF Reykjavík FÉLAG ungra framsóknarmanna heldur félagsfund laugardag- inn 31. mai n.k. kl. 14.00 að Rauðarárstig 18. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 15. þing SUF, sem haldið verður á Húsavik 6.-8. júni n.k. Þeir félagsmenn, sem hug hafa á að sækja þingið eru beðnir að hafa samband við skrifstofu flokksins fyrir fundinn. Stjórn FUF SNOGH0J Nordisk folkehejskole (v/ den gl. Lillebæltsbro) 6 mdrs. kursus fra 1/11 send bud efter skoleplan DK 7000 Fredericia, Danmark tlf.: 05-95 2219 Forstander Jakob Krdgholt Menntamálaráðuneytið, 27. mai 1975. Styrkur til náms í tungu grænlendinga í fjárlögum fyrir áriö 1975 eru veittar kr. 126.000.- sem styrkur til lslendings tii aö læra tungu Græn- lendinga. Umsóknum um styrk þennan, með upplýsingum um námsferil ásamt staðfestum afritum prófsirteina, svo og greinargerð um ráðagerða tilhögun grænlenskunámsins, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjav, fyrir 1. júli n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Fisk- vinnslu- skólinn Umsóknir um skólavist nýrra nemenda þurfa að berast skólanum fyrir 15. júni n.k. Inntökuskilyrði eru þau, að nemandi hafi lokið gagnfræðaprófi eða landsprófi miðskóla. Ljósrit af prófskirteini fylgi umsókninni, sem sendist til Fiskvinnsluskólans, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.