Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 16
brnado þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 N GÍÐÍ fyrirgódan mai [ ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Leiðtogafundi NATO lokið: Lítill sem enginn árangur náðist á fundinum — að dómi fréttaskýrenda NTB/Reuter—Brussel. — Gerald Ford Bandarikjaforseti fullviss- aði hvað eftir annað þjóðarieið- toga þá, er sátu leiðtogafund At- iantshafsbandalagsins i Brussel, um áframhaldandi stuðning Bandarikjanna viö aöildarrlki NATO. Svo viröist sem Ford vilji — af skiljanlegum ástæðum — gieyma þvi áfalli, er bandarisk utanrlkisstefna beið I Indó-KIna, en taka I þess stað upp nýja stefnu I utanríkismálum — stefnu, er byggðist fyrst og fremst á sam- stööu með þeim rlkjum, er aðild eiga að NATO. Ford forseti var ekki ómyrkur I máli, er hann fann aö þvl, er hon- um fannst miður fara. Hann gagn rýndi t.d. Frakka, Grikki og Tyrki harðlega fyrir að neita að taka nátt i hernaöarsamstarfi NATO, og reyna að ná alls kyns sérsamningum við bandalagið. Þá dró hann enga dul á, aö hann óttaðist um afdrif Portúgals, þ.e. að kommúnistar tækju brátt völd- in I landinu I sinar hendur. I sama streng tók og Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands. Aðr- ir þjóöarleiðtogar lögðu hins veg- ar áherzlu á það jákvæða, er nú- verandi valdhafar i Portúgal hefðu gert með þvi aö reka frá völdum stjórn afturhalds og ein- ræðis. Fréttaskýrendur benda á, aö litill árangur hafi náðst á leið- togafundinum, þrátt fyrir tilraun- ir Fords og annarra þátttakenda til að breyta gangi mála. t þvi sambandi nefna þeir Kýpurdeil- una — lausn hennar virðist vera langt undan, þótt Ford, Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, og fleiri hafi reynt aö bera klæði á vopnin — óbreytt tengsl NATO viö Spán — þrátt fyrir til- mæli Bandarikjaforseta um hiö gagnstæða, þ.e. að Spáni verði veitt aðild að NATO. Byrjar Kissinger samn- ingaumleitanir á ný? NTB /Reuter—Vin/Brdo, Júgóslavlu. — Anwar Sadat Egyptalandsforseti kom I gær til Vinar, höfuðborgar Austur- rlkis, en I dag hittir hann að máli Gerald Ford Bandaríkja- forseta f Salzburg. Sadat hafði viðdvöl I Júgóslavlu á leið sinni til Austurrlkis, þar sem hann ræddi við Tltó Júgóslav- iuforseta. Þeir forsetarnir ræddust við á sveitasetri Titós i Brdo Kod Kranja. Júgóslavneska frétta- stofan Tanjug sagði — að við- ræðunum loknum — að þeir Sadat og Titó væru sammála um, að hin svonefndu hlut- lausu riki ættu að eiga fulltrúa á fyrirhugaðri friðarráðstefnu I Genf. Enn fremur vildu þeir, að ráðstefnan yrði kölluð sam- an sem fyrst — i siðasta lagi fyrir árslok. Areiðanlegar fréttir frá Vin herma aftur á móti, að til greina komi, að Henry Kiss- inger hefji á ný friöarumleit- anir I Miðjarðarhafslöndum „skref fyrir skref”, en Kiss- inger gafst upp við fyrri um- leitanir I marz s.l. Verði ekki af þessu, er fastlega búizt við, að ný ráðstefna I Genf verði kölluð saman, þá e.t.v. fljót- lega. Bruno Kreisky Austurrikis- kanslari lét svo um mælt i gær, að góðar horfur væru nú á að koma á friði í Miðjarðar- hafslöndum. Skellur á stjórnar- kreppa í Líbanon? NTB/Reuter—Beirut. Skothvellir og sprengidrunur kváðu við i miö borg Beirut I gær — augljóslega i þeim tilgangi að flýta fyrir mynd- un nýrrar stjórnar I Libanon. Rashid Karami — sem falin hefur verið stjórnarmyndun — hefur enn ekki tekizt að koma saman starfshæfri stjórn, en margir landsmanana eru orðnir langeyg- ir eftir, aö það verði. 1 gær var lif allt ókyrrara I Beirut en i fyrradag. Vopnaöar sveitir falangista sáust t.d. i borgarhverfum, þar sem þeir létu ekki sjá sig meðan á bardögum stóð — bardögum, sem stóðu I tlu daga og kostuðu yfir eitt hundrað manns lifiö. Lögregluyfirvöld kváðust I gærkvöldi hafa yfirbug- aö fimm leyniskyttur, er gert höfðu nokkurn usla I miðborg Beirut siðdegis i gær. Sem dæmi um hiö ókyrra ástand má nefna, að götuvígi, er rifin höfðu verið niður I fyrradag, voru reist að nýju I gær. Beirut- búum — sem flestir sneru til vinnu i gær — brá ónotaiega, er skothrið upphófst I miðborginni. Að sögn fréttaritara Reuter búast flestir við hinu versta, enda getur auðveldlcga soðið upp úr, fyrr en varir. Karami á sem fyrr segir I erfið- leikum með að koma saman sterkri stjórn — helzt stjórn allra flokka. Það, sem einkum steytir á, er sú krafa falangista, að þeir fái aöild að stjórninni. Það geta vinstri sinnar hins vegar ekki hugsað sér. Fréttaskýrendur álita, aö ekki verði gengið fram- hjá falangistum — stærsta stjórn- málaflokki landsins — við stjórn- armyndun. Annað hvort hljóti vinstri sinnar að láta undan eða stjórnarkreppa skelli á I landinu. Árangur af viðræðum Evensens, í Moskvu: Sovétstjórnin útilokar ekki 200 mílna efnahags- lögsögu í Barentshafi NTB—Moskvu — Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs, átti fyrr I vikunni viðræöur við sjáv- arútvegsráöherra Sovétrlkjanna, Aleksander Isjkov. Viðræðurnar snerust einkum um þá fyrirætlun norsku stjórnarinnar að færa fiskveiöilögsögu Noregs út I 200 milur. Areiðanlegar fréttir herma, að Sóvétstjórnin sé ekki með öllu andvig 200 milna efnahagslög- sögu 1 Barentshafi, en að sögn NTB-fréttastofunnar á þó mikið vatn eftir aö renna til sjávar, unz útfærslan getur átt sér stað meö samþykki sovézkra ráöamanna. Búizt er við, aö Evensen haldi aft- ur til Moskvu i haust til frekari viöræðna um þessi mál. Þótt enn séu mörg ágreinings- efni óleyst, er Evensen samt sem áður ánægður meö gang viðræðn- anna — svo ánægöur, að hann er ráðinn i að halda áfram að ræða við fulltrúa þeirra rikja, er sér- ' stakra hagsmuna hafa að gæta I þessu sambandi. Bretland veröur fyrst i rööinni (viðræður fara lik- lega fram i London 9.-10. júni n.k.), en svo kemur röðin að Bandarikjunum, Kanada og Mexikó. Norska stjórnin hefur nú lagt á hilluna áform um aö færa fisk- veiðilögsöguna úti 50 milur I fyrstu, en 200 milur siöar, Sem kunnugt er hefur náðst óformlegt samkomulag á hafréttarráð- stefnu Sameinuöu þjóðanna um 200 milna efnahagslögsögu strandrikja, og þvi hefur stjórnin ákveöiö, aö næst verði stigið loka- skrefiö, aö þvi er varöar útfærslu fiskveiðilögsögunnar: tltfærsla i 200 mllur. Áöur hafa Norömenn bannað togveiöar á þrem veiöisvæðum út af ströndum Norður-Noregs. 1 viðræðunum i Moskvu hafa Sovétmenn formlega viðurkennt þessa ákvöröun, og var skipzt nótum — þvi til staðfestingar — I gær. Ford forseti geysist áfram, en viröist ekki hafa árangur sem erfiöi Uppgangur í handa- rísku efnahagslífi Sérfræðingar spó því, að hverfipunkt- urinn verði í næsta ménuði NTB—Washington — Eftir öll- um sólarmerkjum að dæma er mestu efnahagskreppu, er rið- ið hefur yfir Bandarlkin frá lokum siðari heimsstyrjaldar, nú um það bil að ljúka. Þó er búizt við, að Bandarlkjamenn eigi bæði við að gllma atvinnu- leysi og verðbólgu á næsta ári. Það eru. efnahagssérfræð- ingar, er fylgzt hafa náið með, tólf ólikum sviðum efnahags- lifsins að undanförnu, er spá uppgangi þeim, er að framan getur. Sérfræðingar Gerald Fords Bandarikjaforseta hafa þótekið fram, að fjöldi Banda- rikjamanna gangi enn at- vinnulaus á næsta ári — árinu 1976, þegar forsetakosningar fara fram i landinu. Efnahagssérfræðingar eru sammála um, að uppgangur- inn verði hægur — en enginn þeirra spáir þvi, að enn harðni á dalnum. Flestir sérfræðing- anna búast við, að hverfi- punkturinn verði í næsta mán- uði. GÚMMÍBÁTAR 2ja og 4ra manna fyrír utanborðsmótor — Verð fró kr. 12.850 POST- SENDUM ÍÉjPORTVAL |[ Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.