Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 31. mai 1973 Mig langar til að festa á blað nokkur orö i tilefni af tveimur leiksýningum, sem nú eru á ferð- inni i höfuðstaðnum. Ég geri al- vöru úr því þrátt fyrir það, að ég hef lesið grein sr. Heimis Steins- sonar í Mbl. föstudaginn 23. mai. Þar er farið þeim orðum um Einar Kvaran og Harald Nfelsson að þeir hafi verið fúskarar á sviði sálfræðinnar. Mér skilst, að fúsk- ið þyki ekki eftirsóknarvert og menn ættu helzt ekki að láta til sin heyra um annað en það, sem þeir séu sérfræðingar i með viður- kennda lærdómsgráðu. Réttur mannsins til að hugsa Ég veit vel að samkvæmt skiln- ingi sr. Heimis er ég fúskari á öll- um sviðum. Ég hef engin próf sem veita réttindi, enga lærdóms- gráðu sem fylgi einhvers konar viðurkenning á nokkru sviði. Hvi skyldi ég þá fúska við að skrifa um bókmenntir og leiklist? Það geri ég vegna þess að ég vil hafa i heiðri rétt mannsins til að hugsa, álykta og tala. Ég tel það lika mikilsvert einkenni á Is- lenzku menningarlifi að menn hugsi um fleira en þeir hafa lært til I skólum og tali um það ófeimnir. Þeir, sem hafa lært og náö að tileinka sér hina sönnu vizku, þurfa ekkert að óttast. En flestum sannmenntuðum lær- dómsmönnum er það fagnaðar- efni aö ólærðir og littlærðir menn láti sér annt um sérgrein þeirra. Svo er það skoðun min, að þegar menn séu orðnir læsir hafi þeir möguleika til að auka við þekk- ingu sina á áhugasviði sinu og geti komizt langt án skólagöngu, ef önnur skilyrði leyfa. Ofmetnaður sérfræðinnar Sérfræðingar mega lika gæta sin að ofmetnast ekki. Mér kemur oft I hug atriði úr einni smásögu eftir Jakob Thorarensen. Hálærð- ur visindamaður hugði til eigin- orðs við ólærða alþýðustúlku. Hann langaði til að fræða hana um stórmenni sögunnar, svo sem Kopernikus. Hún hafði litinn áhuga á þeim körlum, svo að meistarinn spurði hana einu sinni, hvort henni væri sama þó að jörðin væri flöt ennþá. Það hélt hún helzt að sig gilti einu, en bætti slöan við, að visindum væri svo sem til trúandi að fletja hana út einhvern daginn. Nú trúi ég þvl að vlsu að jörðin sé hnöttótt og fái að halda þeirri lögun. Ég var ekki orðinn læs þegar mér var sýnd ógleymanleg mynd i danskri landafræði. Hún átti að sanna kúlulag jarðarinnar. Hún sýndi jarðbunguna milli skips og mannsaugans I mismunandi hæð. En það þarf ekki langt að muna til að kannast við eina og aðra kúlu sem visindin hafa hnoðað og siðan flatt út aftur. Þetta á ekki sizt við á sviði sálarfræðinnar. Þvi er það djarflega talað að dæma gáfaða háskólamenn eins og Einar Kvaran og Harald Nielsson undir þvi að vera viðtalshæfa um allt, sem lýtur að sálarfræði. Var svo ekki einhvern tima tai- aö um að vizka birtist smælingj- um en væri hulin spekingum? Tveir harmleikir Þjóðleikhúsið hefur sýnt Silfur- túnglið eftir Halldór Laxness undanfarið og Leikfélag Reykja- vikur Fjölskylduna eftir Claes Andersson. Þetta eru hvort tveggja athyglisverðar sýningar. Þær hafa allt sem til þess þarf að vekja umtal. Og mig langar ein- mitt til að eiga lítils háttar þátt I þeim umræðum. Að sætta sig við heiminn Silfurtúnglið er eins konar tlmamótaverk á rithöfundarferli Halldórs Laxness. Með þvi er hann að færast á þá braut að boða þá hamingju, sem fólgin er i því að sætta sig við heiminn og sætt- ast við heiminn. Sá boðskapur er að visu til strax I Atomstöðinni og örlar á honum fyrr. En með Silfurtúnglinu má segja að höfundurinn stefni að þvl, sem siðar verður. Þvi eru menn kannske betur við þvi búnir að skilja verkið þeim skilningi, þeg- ar þeir þekkja seinni verk hans, en þegar það kom fyrst fram. Þá Hvað er verið að segja okkur í leikhúsunum? Sviösmynd úr „Silfurtunglinu”. Halldór Kristjdnsson: ööru hvoru hálfnauðugt að halda áfram á þeirri braut. Vist má segja að það sé allt annað en nýstárleg kenning að oft sé réttast að hafna frægðinni og gullinu. Fjáðir betri borgarar eiga auðvelt með að segja það. Þessi kenning horfir öðru visi við þeim, sem varla hefur til hnifs og skeiðar. Þó er það oft orða sann- ast að ágimd vex með eyri hverj- um og fátækan vantar margt en á gjarnan allt. Og sumur boðskapur er sigildur og svo er ekki sama hvemig hann er borinn fram. Að drepa yndi sitt Fjölskyldan, sem Leikfélagið sýnir er finnskt samtlmaverk. Leikurinn var frumsýndur i Helsingfors fyrir ári siðan. Þetta er nútlmaverk með ýmsum tlzku- einkennum. Hér hafa Iþrótta- menn fjallað um, bæði samningu og sýningu. Sveinn Skorri kallar ritgerð slna um Silfurtungliö: að drepa yndi sitt. Nærri liggur að segja megi aö Fjölskyldan mætti hafa þau einkunnarorð. Heimilisfaðir- inn hefur veriö ofdrykkjumaður og með því lagt meira á konu sfna en hún er fær um að bera. Svo er og um a.m.k. sum börnin. Svo fer hann á hæli og hættir að drekka. En þegar heim kemur leynir bil- un konunnar sér ekki lengur enda kemur hvort tveggja til — áhyggjur af börnunum og tilfinn- ing fyrir þvl að henni sé ofaukið, — að þvl leyti sem fjölskyldan kynni að þurfa hennar með sé ekki til hennar leitað, og þá fer konan á hæli. Efni leiksins verður ekki rakið hér frekar. En tvær spurningar leituðu á huga minn meðan ég horfði á leikinn I Iðnó. Hvað stórkostlegt og almennt þarf áfengisbölið að verða svo að ekki þyki hlægilegt að sjá góðan mann drukkinn? Hvað lengi endist fólk til að hlæja að ófyndnu klámi, bara af því að það er klám? Það er t.d. ekki aðhlæjandi þeg- ar eldri systkinin særa svo blygðunarsemi yngri systurinnar með sóðalegu tali um foreldrana að hún stekkur örvingluð frá þeim. Og þó hlógu leikhúsgestir. Fáum spurningum svarað Það er fáum spurningum svar- að I Fjölskyldunni. Miklu frekar má segja að höfundur bregði upp myndumog segi: Svona er þetta, eða jafnvel: Það er bara svona. áttu ekki allir von á því að Halldór Laxness legði áherzlu á afskiptaleysi og sátt við heiminn. Að hætta að leita langt yfir skammt, láta sig einu gilda um frægð og fé, en mæta þeim, sem á vegi verða með góðvild og snúa sér inn á við I leitinni að vizkunni og hamingjunni, vitandi það, að beri sú leit engan árangur heima fyrir, er hún vonlaus. Þessi boð- skapur var nýstárlegri fyrir les- endur hans þá en nú. En þetta er slgildur boðskapur. Hann fyrnist ekki á fáeinum áratugum. En það er alllangt bil til þessa frá fyrstu bókum Halldórs Lax- ness. Þá voru menn I llkingu við söguhetjur seinni verkanna þýöingarlaust fólk I þýðingar- lausu plássi. Pólitiskur táknleikur 1 leikskrá skrifar Sveinn Skorri um leikinn og segir aö ýmsir skynji hann sem pólitlskan tákn- leik. Það er raunar langsóttur skilningur. Þó blasir það jafnan við að smáþjóð, nærri nýlendu- stigi, hefur alltaf talsverða lik- ingu af fátækum alþýðumanni og heimsmaður með viðskiptasam- böndum veröldalla minnir að þvi leyti á heimsveldið. Vist koma fram I leiknum ýmis þau viðhorf sem úrslitum kunna að ráða um það hvort við höfum trú á því að „kæna smárikis” eigi sér framtíð og rétt. En ein lykilorð leiksins eru ummæli Lauga gamla: Ekki lengi verið að kasta frá sér frægðinni og gullinu. Númer eða maður Okkur hafa verið sagðar marg- ar sögur um fólk, sem hefur bar- izt haröri baráttu til að þroska listgáfu slna og láta bera ávexti. Viö höfum llka orðið vör við ýmsa, sem vita um verðleika sína og telja sig hafa rétt til að lifa af list sinni. Arni Larsson sagði i Þjóðviljanum um daginn að lista- menn ættu skilyrðislausan rétt á að birta verk sln. Og auðvitað fyr- ir gott kaup. Það er vissulega hressandi andblær sem mætir okkur, þegar við komum úr þessu umhverfi og Silfurtunglið sýnir okkur tilbúin númer. Við teljum okkur þekkja ýmsa viðleitni I þá átt að búa til númer — I bók- menntum og viðar. Hitt er ný- stárlegt aö það sé ekki fyrir öllu aö verða númer. Og Lóu var alltaf (Jr leikritinu „Fjölskyldan”. En allt á sér orsök. Og þó að það kunni algengt að vera að menn drepi yndi sitt, á það ekki og þarf ekki svb að vera. Þessi fimm manna fjölskylda er bundin tryggðaböndum. Það örlar oft á þvi.En þar virðist öll- um sameiginlegt að þeim er rlkar Ihuga réttur sinn til að njóta llfs- ins og þann rétt vilja menn ekki láta ganga sér úr greipum. Heimtufrekja og eftirlæti við sjálf sig er rlkur þáttur I fari systkin- anna. Tilhliðrunarsemi gætir llt- ið. Frúin kemur heim af hælinu. Hún minnist fyrri daga og þráir þá og hún kaupir konjaksflösku i þeirri von að fjölskyldan geti átt skemmtilega kvöldstund yfir henni við samdrykkju. Þetta reynist samt að vonum hið ósnjallastaráð og leikurinn endar eins og hann byrjaði. Það er eins konar árétting þess, að þetta sé bara svona. Þar verði engu um þokað. Og það er svo sem i sam- ræmi við kenningar þeirra sál- könnunarmanna, að mönnum sé ekki sjálfrátt, en öfl sálar — djúp- anna leiki sér að þeim. Og þó er .þetta e.t.v. ógætileg fullyrðing I ljósi sálkönnunar- vfsindanna. Raunar verðurað lita svo á, úr þvi hjónin hvort um sig dreymir tilhugalif sitt og fyrstu sambýlisár þegar þau eru á hæl- inu, að þar komi fram innsta þrá- in. Hin skýringin væri þó líka nærtæk, að ást Svövu sé snúin upp I hatur og ómeðvituð löngun til að hefnast á Ragnari kæmi henni til að kaupa áfengið. Og svo er það , ,sj álfsey ðingarhvötin ”. Reynda r geri ég lítið úr henni og held mér við orð fúskarans, „Fjallaskálds- ins”: „Þegar lifsins löngun hverfur llfið er eðli slnu fjær”. Að því leyti sem sjálfseyðingar- hvöt er réttmætt orð, hygg ég að annað tveggja sé um að ræða: villuráfandi þrá eftir að lifa i þjónustu og fórn — sem er eðlileg- ur þroskavegur — eða þá beina örvæntingu og uppgjöf — sjálfs- morðshugleiðingar. Ég fann ekki að leikur Anderssons gæfi skýlaus svör við þvi hvað byggi I hugar- fylgsnum hinnar geðbiluðu konu þegar hún stofnaði til samdrykkj- unnar. Það er eins þegar við horf- um á samferðamenn okkar utan leikhússins. Áhætta kærleikans Það væri hægt að ræða lengi um Fjölskylduna, margt mætti segja um einstök atriði og persónur. Það væri mjög aö einfalda málið fyrir sér, ef sagt væri að leikurinn væri einkum um drykkjuskap og afleiðingar hans, þó aö drykkju- skapurinn sé að vlsu notaður til að móta efnisgrindina. Þegar ég hafði séð Fjölskyld- una varð mér fyrir að lesa pré- dikun eftir Harald Nielsson. Hún var flutt á boðunardag Maríu og heitir áhætta kærleikans. Þar segir m.a.: „Undarleg er áhætta kærleik- ans. Oftast er það talin mesta hyggnin, að tefla aldrei á tvær hættur, leggja aldrei út i neina tvisýnu. — — — — En hleypir þú kærleikanum inn I llf þitt, takir þú að elska menn og málefni, gerir áhættan vart við sig”. Þaö er þessi áhætta sem fyllir ltfið ábyrgð og gefur þvi gildi og yndi. Vanti tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð verður llfið tómlegt og leiðinlegt. Fjölskyldan fjallar um áhættu kærleikans. Vegna þess að þessu fólki þykir vænt hvoru um annað verða árekstrarnir sárari — jafn- vel óbærilegir. Ég ætla ekki hér að rekja boðskap Haraldar Niels- sonar um gildi þolandi lífs og ávexti þeirrar þjáningar, sem kærleikurinn veldur oft, þó að öll- um muni vera skaðlaust að þekkja þau fræði. Fjölskyldan fjallar líka um annars konar sársauka en þann, sem sr. Haraldur hafði einkum I huga. Fjölskyldan fjallar mjög um þá raun að þola þá, sem okkur þykir vænt um, þegar við höfum með eigingjarnri frekju, sjálfs- elsku og tilhliðrunarleysi hrint þeim frá okkur. Hún fjallar um ranghverfu lifsins — en þá rang- hverfu, sem er mikill veruleiki i samtlð okkar. Geti hún hjálpað okkur til skilnings á þeim harm- leik, sem mannlif samtiðarinnar er að öðrum þræði, ættum við að vera að nokkru bættari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.