Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.05.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 31. mai 1975 TÍMINN 9 Dimitar Viatchev, ambassador í viðtali við Tímann: Landbúnaður Búlgaríu með nýju sniði Samskipti íslands og Búlgaríu hafa aukizt og margfaldazt Um þessar mundir er staddur hér á landi búlgarski ambassa- dorinn á tslandi Dimitar Via- tchev, ásamt fylgdarliði, en am- bassadorinn hefur aðsetur i Osló, og er jafnframt fulltrúi þjóðar sinnar I Noregi. Við hittum herra Dimitar Viatchev að máli og inntum eft- ir tiiefni heimsóknarinnar. Hann hafði þetta að segja: — Tilefni heimsóknar minnar er ekkert sérstakt, heldur er hér um að ræða lið i starfsskyldum minum, sem sendiherra Alþýðulýðveldisins Búlgaria á Islandi. Ég hefi aðsetur i Osló, en þar i landi er ég ennfremur fulltrúi þjóðar minnar, og ég kem með reglulegu millibili til íslands vegna starfa minna. Ég hefi nú verið sendiherra i þess- um löndum i hálft annað ár og þetta er i annað skipti, sem ég heimsæki Island. Megininntak vinnu minnar hlýtur að vera að vinna aö aukn- um samskiptum landanna, þ.e. Búlgariu og tslands, sem vegna fjarlægðar hljóta að búa við talsverða einangrun að þessu leyti. Aukin samskipti eru eink- um á sviði verzlunar, menning- ar og stjórnmála. efni I atvinnulifi og framleiðslu, þá leggjum við nú kapp á að fullkomna iðnað okkar. Þunga- iðnað, efnaiðnað og elektronisk- an iðnað. Þetta er gert i samvinnu við önnur sósialisk riki. Reynt hefur verið að auka fjölbreytni og að auka fram- leiðni i iðnaðinum. — A síðari árum hafa staðið yfir veigamiklar skipulags- breytingar á landbúnaði okkar. Hérfyrr á árum var landinu skipt i aragrúa smábýla eða skika, en nú hefur landbúnaður- inn 160 stóreiningar, samyrkju- bú, eða stórbú. Þetta er ekki einasta gert til þess að gera landbúnaðarframleiðsluna hag- kvæmari, heldur lfka til þess að geta stundað iðnað er fær hrá efni sitt frá landbúnaðinum. Hin einstöku svæði sérhæfa sig i ákveðnum greinum landbúnað- ar og iðnaðurinn er svo i fram- haldi af þvi. A svæðunum eru sykurversmiðjur, vinfram- leiöslufyrirtæki, niðursuðuverk- smiðjur, bæði i grænmeti og garðávöxtum, sem og kjötvör- um. Hin einstöku svæði leggja áherzlu á sérgreinar sinar, en áður var þetta meira blandaður búskapur, sem ekki gaf eins góða raun. Lifskjör hafa batnað Mér er það ljóst, að i blaða- viðtali er naumast unnt að gera þessu rækileg skil.en ég vona að mönnum sé ljóst hversu veiga- mikil slik breyting hlýtur að vera. Lifskjör búlgörsku þjóðarinn- ar fara ört batnandi við hinar nýju aðstæður, bæði hagvöxtur og opinber þjónusta hefur aukizt gifurlega. FYamleiðni er algjör forsenda fyrir bættum lifskjörum. Þetta er okkur ljóst og þvi er mikil áherzla lögðá vinnuna og fram- leiðsluna, alveg eins og gert er á Islandi. — Hvað með pólitisk tengsl við ísland? — Þau fara að miklu, eða öllu leyti fram eftir hinum opinberu leiðum. Löndin hafa stjórnmálasamband sln á milli og skiptast á skoðunum og verzla hvort við annað. Alþýðufylking búlgarskra landbúnaðarverkamanna, sem Dimitar Viatchev ambassador. , er stjórnmálaflokkur, hefur einnig átt nokkur vinsamleg samskipti við islenzka stjórn- málaflokka. T.d. hafa fulltrúar Framsóknarflokksins heimsótt Búlgariu og ég vænti þess að stjómmálamenn frá Búlgariu geti heimsótt Island innan tiðar. Vináttutengsl eru mikilsverð milli fólks af mismunandi þjóð- erni. Gildi vináttu er mikið. Hörðum höndum — Er nokkuð, sem þú vildir segja lesendum að lokum? — Já, ég vildi nota þetta tæki- færi til þess að senda Islending- um minar beztu kveðjur og þjóðar minnar. Ég hefi kynnzt þeim sérstöku erfiðleikum, er nú steðja að islenzku þjóðinni vegna erfiðra og versnandi viðskiptakjara og annarra hörmulegra atburða. Það er ósk min og von að sem fyrst megi rætast úr þeim örðugleikum. Búlgarska þjóðin á það sam- eiginlegt með hinni islenzku þjóð að hún hefur orðið að vinna hörðum höndum og verður svo vist lengst af. Samt hefur tekizt að halda uppi góðum lifskjörum og merkilegri menningu. — Hversu lengi mun am- bassadorinn dveija á islandif — Ég held tilNoregs, þar sem ég hefi aðsetur, næstkomandi laugardag (31. mái). Ég vil þó leggja áherzlu á það, þótt heimili mitt sé i Osló og ég dvelji þarlengstum og komi að- eins öðru hverju til Islands, þá er ég stöðugt — alla daga — að vinna aö málefnum er snerta tsland og þjóöland mitt, Búlgariu. — JG. Viðræður við forystu- menn Ég hefi rætt við ýmsa menn á tslandi og ég hefi hitt að máli forsætisráðherra íslands, Geir Hallgrimsson og Einar Agústs- son, utanrikisráðherra, Ólaf Jó- hannesson, viðskiptaráðherra og ég mun eiga viöræður við Vilhjálm Hjálmarsson, mennta- málaráðherra. Þetta eru að meginefni til óformlegar viðræður. Auk þess mun ég reyna að hitta að máli ýmsa aðra frömuði i stjórnmálum og viöskiptum. Með mér i förinni er Neiko Neykov, viskiptafull- trúi sendiráðsins. Um viðskiptamálin sérstak- lega er það að segja að viðskipti landanna hafa ekki verið mikil Veldur þar mestu fjarlægðin milli landanna. Þó hafa þau aukizt frá þvi sem var, eða hafa þrefaldazt á skömmum tima. Við seljum nú til Islands mat- væli, bæði niðursuðuvörur og grænmeti, fatnað og alls konar vélar. Ég held ég megi fullyrða að Islendingar hafi tekið fram- leiösluvörum okkar vel. Við gerum okkur vonir um að geta selt Islendingum meira af vél- um, flutningatækjum og land- búnaðarvélum og tækjum, svo eitthvað sé nefnt. — Nú annað um ferðina er það að segja, að ég kem nú til tslands i fyrsta skipti að sumar- lagi. Það er sérstök reynsla. Sumarið hér minnir á vorið I Búlgariu, loftið er hressandi og vekur manni þrótt. Landbúnaður með nýju sniði — Hversu margir búa i Búlgarfu og hver eru helztu við- fangsefni þjóðarinnar um þess- ar mundir? — Búlgarar eru 8.5 milljónir talsins. Ef rætt er um viðfangs- Strígaskór fyrir sumarið DOMUS Laugavegi 91 KEA Yöruhús GEFJllV Ausuirstræti Kaupfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.