Tíminn - 20.06.1975, Side 1

Tíminn - 20.06.1975, Side 1
— tap á lcelandic Imports og vanskil þess við Álafoss nema „stórri upphæð ó íslenzkan mælikvarða" Álafoss með eigið sölukerfi í U.S.A. FJ—Reykjavik,— öll okkar vest- anhafsmál eru nú i deiglunni og liklegast verður það ofan á, að Alafoss komi sér upp eigin sölu- kerfi undir eigin nafni á Banda- rikjamarkaðnum, sagði Pétur Eiriksson, framkvæmdastjóri Alafoss, i viðtali við Timann i gær, en rekstur fyrirtækisins Ice- landic Imports, sem verið hefur aðalsöluaðili Alafoss vestra, hefur gengið mjög illa að undan- förnu. Alafoss er eignaraðili að Ice- landic Imports, og hefur talið rétt að halda fyrirtækinu i gangi með þvi að senda þvi vörur til sölu. Hins vegar hefur Icelandic Imports ekki getað staðið i skilum við Álafoss, og er þar um nokkuð stóra upphæð á islenzkum mæli- kvarða að ræða, að sögn Péturs, sem safnazt hefur saman á fimm árum. Ekki vildi Pétur nefna töl- ur yfir vanskilin og það vildi Heimir Hannesson, stjórnarfor- maður Icelandic Imports — en Heimir situr i stjórn Icelandic Imports sem fulltrúi Alafoss — heldur ekki gera. Heimir sagði, að fyrirtækið hefði á siðasta ári selt fyrir á fjórða hundrað þúsund dollara, en útkoman verið tap á rekstrinum. Heimir sagði ástæðuna fyrir U.M.F.I. flugvéla- kaup HJ-Reykjavik. — Jú það er satt, Ungmennafélag islands hefur vissulega velt fyrir sér þeim möguleika að festa kaup á flug- vél, þvi að ferðakostnaður iþrótta- og keppnisfólks á okkar vegum er orðinn gifurlegur. Hentugast væri fyrir okkur að festa kaup á fimmtíu sæta vél sem gæti lent á flestum flugvöll- um innanlands, jafnframt þvi sem hún gæti flogið með fólk til kcppni erlendis. Enn sem komið er er mál þetta þó á frumstigi, en við höfum átt óformlegar viðræð- ur við nokkra aðila um, hvort samstarf á þessum vettvangi kæmi til greina. Svo hljóðaði svar þeirra Haf- steins Þorvaldssonar og Sigurðar Geirdal hjá UMFt við þeirri spurningu Timans, hvað liði framgangi samþykktar, sem gerð var á stjórnarfundi Ungmenna- félagsins i fyrra, um að könnuð yrði aðild þess að ná umráðarétti á flugvél. — Það er enginn vafi á þvi, að rekstrargrundvöllur fyrir slika flugvél er fyrir hendi og með til- komu hennar mætti skipuleggja leiki og mót á mun hagkvæmari hátt en nú er mögulegt.Við viljum leggja áherzlu á það, að enn sem komið er, hafa engir samningar i þessa átt verið gerðir þótt við gerum okkur ljósa grein fyrir þörfinni, og vonumst til að þess verði ekki of langt að biða, að UMFI fái flugvél til umráða. íhugar erfiðleikunum fyrst og fremst vera efnahagskreppuna i Banda- rikjunum og svo hitt, að ekki væri um neinar samræmdar söluað- gerðir islenzkra aðila að ræða vestra, heldur væru þar of margir að bitast um sama bitann. Heimir sagði, að Icelandic Imports yrði ekki lagt niður. Framkvæmdastjóri hefur ekki verið ráðinn eftir aö Geir Magnússon lét af þeim starfa I marzsl., en hins vegar starfar skrifstofa fyrirtækisins áfram vestra, hvernig svo sem þeirri starfsemi verður hagað hér eftir. Heimir Hannesson sagði, aö Icelandic Imports hefði að öðru leyti en gagnvart Álafoss staðið við allar sinar skuldbindingar hér á landi og i Bandarlkjunum, en núverandi eigendur hefðu tekið við fyrirtækinu með þungum skuldabagga. VIÐ HOFUM OSKAÐ EFTIR NÝJUM FISKVEIÐISAMN- INGI VIÐ ÍSLENDINGA SEGJA BREZK STJÓRNVÖLD kannast ekki við slika mólaleitan, segir Einar Ágústsson, róðherra Sjónvarpið vinnur nú að upp- töku á leikriti, sem gert er eftir smásögu Halldórs Lax- ness, Veiðitúr i óbyggöum. Hér sést skáldiö fylgjast með upptöku i gær. Timamynd- Gunnar. BH—Reykjavik. — í Reuters-fregn, sem Tlmanum barst I gær, segir að brezk stjórn- völd hafi tilkynnt Islenzkum stjórnvöldum að Bretar vilji fá nýtt samkomulag, sem heimili þeim að fiska áfram innan land- helgi eftir að tveggja ára sam- komulag þar aö lútandi rennur út 13. nóvember næstkomandi, og er þetta haft eftir brezkum embættismönnum. Geri Bretar ráð fyrir, að slikt samkomulag náist, að því er segir i fréttinni, og hafi íslendingum verið gerð skýr grein fyrir þeim skoðunum Breta. Þegar Tlminn bar þessa fregn undir Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, kannaöist hann ekkert við þetta, og kvað enga slika málaleitan hafa komið til sinna kasta. Eftirlit með hundahaldi Reykjavík verður hert — segir lögreglustjóri * I FLUGLEIÐIR I BYGGINGA- HUGLEIÐINGUAA að að Lögbannsbeiðninni beint gegn sjúkraflugi til Akraness ----------------^ © F J-Reykjavlk. Við erum I stökustu vandræöum meö hús- næði og erum einmitt núna að velta þvi fyrir okkur hvernig við eigum að leysa þau, sagði Kristján Guðlaugsson. — Bæði erum við I vandræðum með skrifstofuhúsnæði og svo brann nú hjá okkur á flugvellin- um, þannig að við erum mjög illa settir með ýmsa aðstöðu. Það á eftir að koma i ljós, hvað mikið við getum flutt I Hótel Esju, en þar eigum við húsnæði það, sem Kr. Kristjánsson er nú i og losnar væntanlega, þegar ráðið verður um samruna Ford-umboðanna tveggja. Þegar það er allt komið á hreint, sjáum við hvað til ráða er. En það er allt til I þessu, svaraði Kristján, þegar Timinn spuröi hann, hvort Flugleiðir myndu ef til vill ráðast i nýbyggingu vegna þessa. Aðspurður um fyrirhugaða sölu á Vesturgötu 2, þar sem Loftleiðir ráku söluskrifstofu, sagði Kristján, að þar væri um hreina sölu að ræða, þar sem söluskrif- stofan hefði við sameiningu flug- félaganna verið flutt i húsakynni Flugfélags tslands við Lækjar- götu. Það er framkvæmdasjóður, sem kaupir Vesturgötu 2, til verzlunarhúsnæðis fyrir Alafoss, eins og Timinn skýrði frá i gær. HJ-Reykjavik. Búast má við, þessi dómur hafi i för með sér, eftirlit með hundahaldi I borginni verði liert verulega, sagði Sigur- jón Sigurðsson lögreglustjóri, þegar Timinn innti hann eftir þvi i gær, hvort niðurstaða Hæsta- réttar i hundaniálinu svonefnda þýddi það, að nú yrði gripið til harðari aðgerða gegn þeim, seni virt hafa samþykkt borgar- stjórnar um bann viö hundahaldi að vettugi. Eins og mönnum er kunnugt staðfesti Hæstiréttur i dómi sin- um i fyrradag, að samþykkt borgarstjórnar Reykjavikur um bann við hundahaldi bryti ekki i bága við nein lög og reglugerðir. Lögreglustjóri gat þess i viðtali við Timami, að lögreglan hefði litið getað gert til að herða eftirlit með hundahaldi, fyrr en dómur var fallinn i málinu, en nú mætti vænta stefnubreytingar á þessu sviði. Hann kvað dóminn þó nýkominn i sinar hendur, og ætti eftir að rannsaka hann betur. áður en ákvörðun yrði tekin um til hverra aðgerða yrði gripið, en væntanlega yrði innan tiðar birt auglýsing um það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.