Tíminn - 20.06.1975, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Föstudagur 20.júni 1975.
hiiniíliii
iBBHii
Í!!!l
■
M
Hann vill ekkert fran framur en
að veita henni öryggi og lífshamingju
Þessi maBur hefur alltaf veriB
nálægur, þegar Christina
Onassis hefur þurft á einhverju
að halda. Hann stóð fyrir. utan
bandariska sjúkrahúsið i Paris
og beið eftir henni, þegar hún
gekk þaðan út máttfarin og
döpur, en hún hafði þá einmitt
verið að fá fréttirnar um, að
hinn riki og máttugi faðir
hennar, Aristoteles Onassis,
ætti ekki langt eftir ólifað, og
það væri alls ekki hægt að lækna
hann af þeim sjúkdómi, sem
hann þjáðist af. Maðurinn,
Petros Gaulandris, tók bliðlega
utan um Christinu, og lét sig
engu skipta, þótt allt um kring
stæðu ljósmyndarar og blaða-
mennsem fylgdust vel með þvi,
sem var að gerast.Þú þarft ekki
að segja mér neitt um hann,
sagði Petros. Og þú mátt vita
það, að ég mun alltaf standa við
hlið þina. Alltaf. Hvað svo sem
gerist.Siðustu dagana, sem Ari
Onassis lifði, vissi hann, að
auður þessa heims gæti ekki
bjargað honum.
Þessi voldugi og fjörugi Grikki
var dæmdur til að deyja.Siðustu
stundirnar bað hann dóttur sina
heitt og innilega: — Gifstu
Petros, hann er sá eini rétti
handa þér.Lofaðu mér þvi, að
þú giftist honum og engum
öðrum.Allir aðrir eru á höttun-
um eftir peningunum þinum.
Enginn veit, hvort Christina leit
á þetta sem bón eða skipun.Og
það veit heldur enginn, hvort
Christina er i raun og veru
þegar gift Goulandris. Sagt er
að þau hafi þegar haldið hátið-
legt brúðkaup sitt á eyju
Onassis, Scorpios.
Það á að hafa verið mjög
einfalt og yfirlætislaust
brúðkaup.Og hver er svo þessi
Petros Gaulandris? Hann er
þritugur og það er þegar farið
að kalla hann hinn nýja
„gullgrikkja”. Faðir hans dó
fyrir tiu árum og Petros hefur
siðan unnið kappsamlega að þvi
að safna fjölskyldu sinni auði og
hefur gengið það bærilega.Hann ■
stjórnar skipafél. er ræður
yfir 78 skipum. Auk þess
stjórnar hann fjölmörgum
bönkum og hefur gengið mjög
vel að mata krókinn i fasteigna-
braski. Hann er tengdasonur,
sem Ari hefði fallið vel við.Auk
þess er hann af góðu fólki
kominn. Þvi leit Ari alltaf
á hann sem fyrirmyndar
tengdason.Þar við bættist svo,
að Ari vissi, að Petros var ást-
fanginn af Christinu, og hefur
alla tið sýnt henni ótrúlega
mikinn áhuga, á hverju sem
gengið hefur. Seu þau ekki gift
nú þegar, er talið fullvist, að
þau gifti sig áður en mjög langt
liður.Hjá Petros getur Christina
verið örugg. Hann er jafnrikur
og hún sjálf, og þess vegna þarf
hún ekki að óttast, að hann
giftist henni „vegna
peninganna” þar sem hann á
sjálfurnóg á peningum, og þarf
varla a meiri auð að halda.
Petros gæti ekki hugsað sér
neitt æðra en að verða eigin-
maður Christinu. Hér eru þau
saman á mynd, sem tekin var
fyrir nokkru.
Röntgentæki
fyrir
smábörn
Siemens-fyrirtækið i Þýzka-
landi hefur framleitt nýja gerð
af Éöntgentækjum, sem er sér-
staklega ætluð við röngen-
myndatöku smábarna. Börnin
eru lögð I eins konar vöggu, sem
heldur þétt utan að þeim, en
þeim liður samt ekki illa i. Með
sérstökum aðferðum hefur ver-
ið dregið úr geisluninni, sem
barniðverður fyrir við mynda-
tökuna, en oft hefur verið talað
um, að hættulegt sé að röntgen-
mynda mjög ung börn vegna
áhrifa geislunarinnar. Er nú að-
eins notaður einn tiundi þess
geislamagns, sem annars hefur
verið notað, er myndin er tekin.
Myndavélinni og öllum öðrum
tækjum er hægt að breyta og
stilla innbyrðis á margvisleg-
asta hátt, og myndatakan fer
fram i dagsljósi, svo ekki þarf
barnið að verða fyrir óþarfa
ótta vegna myrkursins i mynda-
stofunni. Einnig er komið fyrir
leikföngum i augsýn barnsins,
til þess að gera þvi lifið léttbær-
ara, á meðan á mynduninni
stendur. Hér má greinilega sjá,
hvernig röntgenmyndatakan fer
fram.
★
Nýjasta nýtt um
kóngafóikið
Grikkir viljaekki fá Konstantin
konung afturheim, eins og fram
hefur komið i þjóðaratkvæða-
greiðslu.Hann býr nú i London
og lætur sér leiðast. Griska
kirkjan i London litur þó enn á
Konstantin sem konung
Grikkja, þvi biskupinn i
kirkjunni biður alltaf sérstak-
lega fyrir hans hátign, við allar
guðsþjónustur, enda situr
„hans hátign” á fremsta bekk
með konu sinni önnu Mariu og
það virðist eins og honum liði
ögn betur, þegar hann heyrir
beðið fyrir hans hátign.
Margrét prinsessai Englandi og
Snowdon lávarður hafa minnzt
fimmtán ára brúðkaups-
afmælis sins.Snowdon gerði það
með þvi að fara til útlanda.
Maharadjan af Baroda varð
heldur en ekki illur, þegar hann
hafði pantað tvo krókódila frá
vöruhúsinu Harrods i London,
og fékk þau svör um hæl, að þar
fengjust ekki krókódilar, og
hann yrði að snúa sér eitthvað
annað.
Stjórnin i Astraliu hefur sent
Khaled konungi i Saudi Arabiu
smágjöf: fjögur kapp-
hlaupakameldýr. Þeir eiga
ætt sina að rekja til nokkurra
kameldýra, sem flutt voru inn
til Astraliu einhvern tima milli
1840 og 1950 frá Afghanistan.
Þetta er I fyrsta skipti, sem ég hef
heyrt, að það séu djúpfrystir hér-
ar á hlaupum i skóginum...........
Pabbi er búinn að finna prjónana
þina, mamma!
DENNI
DÆAAALAUSI
Er sárt að láta saga sig?